Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2007, Qupperneq 5

Skessuhorn - 16.05.2007, Qupperneq 5
Tækni- og verkfræðideild Tækni- og verkfræðideild HR er ein af stærstu háskóladeildum landsins. Þar er lögð áhersla á að veita tæknifólki og stjórnendum framtíðarinnar afburða háskólamenntun. Ennfremur er mikið lagt upp úr því að nemendur geti, sjálfstætt eða í samstarfi við fræðimenn í fremstu röð, stundað öflugar rannsóknir og sinnt ný- sköpunar- og þróunarstörfum í tæknifræði, tölvunarfræði og verk- fræði. Þeir sem mennta sig í þessum greinum eiga stóran þátt í velgengni margra íslenskra fyrirtækja á alþjóða- markaði. Viðskiptadeíld Viðskiptafræðinámið í Háskólanum í Reykjavík er góður undirbúningur fyrir mikla ábyrgð í atvinnulífinu. Það gefur duglegum námsmönnum tækifæri til að ná langt í starfi og er um leið góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í viðskiptafræði. Framtíðarsýn viðskiptadeildar er: Að vera fyrsta vaj fólks sem vill læra viðskiptafræði á íslandi. Að vera fyrsta val fyrirtækja og stofnana sem vilja ráða afburðafólk til starfa sem hefur viðskiptamenntun. Lagadeild Við lagadeild Háskólans í Reykjavík er í boði metnaðarfullt og nútíma- legt laganám sem miðar að því að útskrifaðir nemendur verði framúrskarandi lögfræðingar og í fremstu röð á sínu sviði. Lagadeild HR er brautryðjandi í nútímavæðingu laganáms hér á landi, hvort sem litið er til skipulags námsins eða kennsluaðferða. Vorið 2007 útskrifar lagadeild fyrstu laganemana með fullnaðarpróf í lögfræði eftir fimm ára grunn- og meistaranám. Kennslufræði- og lýðheilsudeild Kennslufræði- og lýðheilsudeild býður nýtt og spennandi nám fyrir fagfólk, sem vinnur að því að mennta börn og ungmenni, efla þroska þeirra, heilsu og velferð. Námið er ætlað þeim sem vilja vinna að velferð einstaklinga í samfélaginu, svo sem í félags- og heilþrigðisþjónustu og þeim sem vilja afla sér kennsluréttinda og vinna innan skólakerfisins. Meginmarkmið deildarinnar er að hafa áhrif á menntun og heilsu þjóðarinnar. Við deildina er boðið upp á nám á fjórum sviðum: Lýðheilsufræði, stærðfræði, íþróttafræði og kennslufræði. Kynntu þér nám í HR á www.hr.is Umsóknarfrestur er til 31. maí. ❖ HÁSKÓLINN I REYKJAVÍK REYKJAVÍ K UN IVERSITY OFANLEITI 2 • HÖFÐABAKKI 9 • KRINGLAN 1 SÍMI: 599 6200 • www.hr.is HÁSKÓLI 21. ALDARINNAR Nám við Háskólann í Reykjavík er dýrmætt veqanesti fyrir þá sem vilja öðlast góða menntun oq starfa í fremstu víglínu atvinnulífsins. Háskólinn í Reykjavík er eftirsóttur. Þeir sem útskrifast úr skólanum hafa öðlast skilning á íslensku atvinnulífi og samfélagi. Þeir hafa kynnst alþjóðlegu samstarfi og fengið innsýn í framtíðina í gegnum brautryðjandi rannsóknir. Háskólinn í Reykjavík er í forystu hvað varðar þjónustu við nemendur og öll aðstaða til náms er framúrskarandi. Nemendur HR geta sótt námskeið í u.þ.b. 100 skólum í rúmlega 20 löndum. Ef þú vilt undirbúa þig fyrir framtíðina, læra og þroskast í skemmtifegu, skapandi og krefjandi umhverfi þá er Háskólinn í Reykjavík fyrir þig. Öfiug menntun og skýr framtíðarsýn leggur grunninn að bjartri framtfð.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.