Morgunblaðið - 04.05.2019, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 4. M A Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 104. tölublað 107. árgangur
SANNLEIKURINN
EINS OG ÉG
UPPLIFI HANN
DÚFUR HAFA
BJARGAÐ
MANNSLÍFUM
DÚFNAREGISTUR 12
Ljósmynd/Ólafur Már Björnsson
Aðgerðir Augnlæknar á einkastofum bíða svara um framhald samninga.
Ásdís Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
Hjá Sjónlagi og Lasersjón, einka-
reknum augnlæknastofum, hafa ver-
ið grunnsamningar um augasteina-
aðgerðir. Samningar runnu út 1. maí
og hefur þessum stofum reynst óger-
legt að fá svör frá Sjúkratryggingum
Íslands. Fjallað er um málið í Sunnu-
dagsMogganum í dag.
Þegar klukkuna vantaði þrjár mín-
útur í fjögur hinn 30. apríl sendu SÍ
tölvupóst þess efnis að hefja ætti við-
ræður um framhaldið. Ef samið verð-
ur aftur gæti samningaferlið tekið
langan tíma og á meðan er óvissa um
afdrif sex hundruð sjúklinga sem
bíða á lista hjá Sjónlagi og á annað
hundrað hjá Lasersjón en um 1.500
eru á biðlistum í heildina á öllu land-
inu.
Eiríkur Þorgeirsson, augnlæknir
hjá Lasersjón, segist ekki vita hver
næstu skref verði.
„Það er ekki hægt að ganga á bak
orða sinna. Þetta fólk er búið að bíða
og er í brýnni þörf. Mín skoðun er að
þessir sjúklingar eigi rétt á endur-
greiðslu kostnaðar þótt stjórnvöld
hafi ekki leitað samninga um þessa
þjónustu á réttum tíma. Slæmt er að
vita ekki hvað stjórnvöld ætlast fyrir
og hvort það gæti hugsanlega tekið
marga mánuði uns þau hafa leiðrétt
þessi mistök gagnvart sjúklingum,“
segir hann. Læknirinn Kristján Guð-
mundsson, sem fer fyrir samn-
inganefnd lækna, segir verst að skilja
sjúklinga og lækna eftir í óvissu.
„Það er vitað mál að það er þörf á
þessari þjónustu og ef ríkið ætlar
ekki að kaupa hana þá ber því a.m.k.
að tilkynna það. Mér finnst þetta
skelfileg umgengni við almenning; að
halda öllum í óvissu eins og það sé
ekki búið að taka ákvörðun. Hvar
stendur sjúklingurinn þá?“
Brynja D. Runólfsdóttir er ein
þeirra sem bíða eftir augasteinum.
„Vonbrigðin eru svo mikil! Það var
búið að samþykkja allt. Ég hef ekki
hugmynd um hvað verður. Á ég að
fara á biðlista hjá Landspítalanum og
fer ég þá aftast á hann?“ spyr hún.
„Mér finnst gengið á minn rétt
sem einstaklings með skerta sjón. Ég
skil ekki þessi vinnubrögð.“
Engir nýir samningar
um augasteinaaðgerðir
Samningar á einkareknum stofum runnu út 1. maí
Útsýnisferðir með þyrlum Norðurflugs sem heita „Essential
Iceland“ njóta mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna,
að sögn Birgis Haraldssonar, framkvæmdastjóra.
Flestir farþeganna eru erlendir og koma þeir víða að úr
heiminum, frá Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu og nokkrir hafa
komið alla leið frá Ástralíu til að skoða Ísland úr þyrlu.
Myndin var tekin nýlega í slíku útsýnisflugi yfir Land-
mannalaugar. Ferðin tekur um tvær og hálfa klukkustund og
er lent bæði í Landmannalaugum og Þórsmörk.
Gaumgæfa margar helstu gersemar íslenskrar náttúru úr lofti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tuttugu og fimm þúsund Nes-
presso-kaffihylki seljast dag hvern
hér á landi, að sögn Jónasar Hagan
Guðmundssonar, eins eigenda um-
boðs Nespresso á Íslandi. Sú sala
samsvarar rúmlega níu milljónum
hylkja á ársgrundvelli.
Nespresso opnar í dag nýja versl-
un í Smáralind, en á næsta einu til
tveimur árum hyggst fyrirtækið
setja upp sjálfsala með kaffihylkj-
um úti á landi. »20
Selja 25 þúsund
kaffihylki á dag
Fimmti hver hjúkrunarfræðingur
er hættur að starfa við hjúkrun
fimm árum eftir útskrift. Þetta
sýna gögn sem ná aftur til ársins
2012. Formaður Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga segir í umfjöll-
un um málið í Morgunblaðinu í dag
að eitt helsta baráttumálið í kjara-
viðræðum hjúkrunarfræðinga sem
nú eru hafnar sé að bæta launakjör
og minnka álag svo hjúkrunarfræð-
ingar sem hætt hafa störfum geti
hugsað sér að snúa aftur. »22
Morgunblaðið/Ómar
Landspítalinn Margir hjúkrunarfræðingar
hafa horfið til annarra starfa síðustu ár.
Bætt launakjör og
minna álag nauðsyn
Verð íbúða í fjölbýli lækkaði í mið-
borginni, Vesturbænum og Hlíð-
unum í Reykjavík á fyrsta fjórðungi
í ár. Það hækkaði hins vegar í Selja-
hverfinu, Breiðholti og Grafarvogi.
Fermetraverð í Breiðholti er nú um
400 þúsund krónur og kostar 100
fermetra íbúð þar því 40 milljónir.
Framboð nýrra íbúða í miðborg-
inni er nú sennilega án fordæma.
Hærri byggingarkostnaður
Sturla Geirsson, framkvæmda-
stjóri fasteignafélagsins Rauðs-
víkur, sem byggir á annað hundrað
íbúðir við Hverfisgötu, segir fyrirséð
að verð nýrra íbúða í miðborginni
muni hækka á næstu árum. Þá ekki
síst vegna hækkandi byggingar-
kostnaðar. „Málið er að byggingar-
kostnaður hefur hækkað verulega
síðustu misseri, bæði efni og vinna,“
segir Sturla. baldura@mbl.is »9
Íbúðaverð
á hreyfingu
Verðlækkanir í
miðborg og Hlíðum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nýtt Horft frá Hverfisgötu 85-93.
MYNDIR ÚR ÁRNESHREPPI 43