Morgunblaðið - 04.05.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019
FYRRI FERÐ SELDIST UPP
10. - 20. SEPTEMBER
NÁNAR Á UU.IS
ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGI | 585 4000 | UU.IS
JÓRDANÍA
Á VITÆVINTÝRA, MENNINGAR
OG SÓLAR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Stefán Friðbjarnarson, fv. bæjarstjóri og
blaðamaður á Morgunblaðinu, lést sl.
fimmtudag, rúmlega níræður. Hann fæddist
16. júlí 1928 á Siglufirði og ólst þar upp. For-
eldrar hans voru hjónin Friðbjörn Níelsson,
skósmiður, kaupmaður og bæjargjaldkeri á
Siglufirði, og Sigríður Stefánsdóttir húsmóð-
ir. Stefán lauk gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla Siglufjarðar og verslunarprófi
frá Verzlunarskóla Íslands 1948. Stefán var
ritstjóri bæjarblaðsins Siglfirðings 1948-51
og 1966-74, aðalbókari Siglufjarðarkaup-
staðar 1951-62, sat í bæjarstjórn á Siglufirði
fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1958-74, bæjarrit-
ari 1962-66 og bæjarstjóri 1966-74. Stefán
réðst til Morgunblaðsins þegar hann flutti til Reykjavíkur
1974 og starfaði þar sem blaðamaður til 1998. Hann var
lengi umsjónarmaður þingfrétta en sinnti einnig stjórn-
málaskrifum. Hann hafði verið fréttaritari Morgunblaðs-
ins á Siglufirði frá 1950-74.
Stefán sat í bæjarráði Siglufjarðar og ýmsum nefndum
á vegum bæjarfélagsins, í stjórn Fjórðungssambands
Norðlendinga 1966-75 og var formaður þess 1966-1969, í
fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfé-
laga 1967-70, í stjórn Hafnasambands
sveitarfélaga 1969-71 og í stjórn Ríkisspítal-
anna á árunum 1978-95, varaformaður
stjórnar frá 1983. Hann var félagi í Frímúr-
arareglunni. Árið 1996 var hann sæmdur
riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.
Stefán átti fjölmörg áhugamál og hafði
m.a. ánægju af því að setja saman vísur,
samdi meðal annars texta við sönglög fyrir
karlakórinn Vísi á Siglufirði sem gefin hafa
verið út á hljómplötu.
Fyrri kona Stefáns var Hulda Sigmunds-
dóttir, sem lést 1972, skrifstofumaður og
húsmóðir. Þau áttu þrjú börn, Sigmund, f.
1949, Kjartan, f. 1951, og Sigríði, f. 1954. Seinni kona
Stefáns var Þorgerður Sigurgeirsdóttir, sem lést 2015,
starfsmaður Raunvísindastofnunar. Barnabörnin urðu 14
og barnabarnabörnin 22. Eru þá meðtalin börn og barna-
börn Þorgerðar, sem hann leit á sem sín.
Morgunblaðið þakkar Stefáni við leiðarlok heilladrjúgt
samstarf, stuðning og vináttu og sendir fjölskyldu hans
innilegar samúðarkveðjur.
Andlát
Stefán Friðbjarnarson
Valur Lýðsson var í gær dæmdur í
Landsrétti í 14 ára fangelsi fyrir að
hafa orðið bróður sínum, Ragnari
Lýðssyni, að bana á heimili Vals að
Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð á síð-
asta ári. Áður hafði Valur hlotið sjö
ára dóm í héraðsdómi. Áfrýjaði rík-
issaksóknari dóminum og fór fram á
16 ára fangelsi yfir Val.
Auk fangelsisdóms var Valur
dæmdur til að greiða fjórum börnum
Ragnars þrjár milljónir, sem er sama
upphæð og Valur hafði verið dæmdur
til að greiða þeim í héraðsdómi. Þá
var hann dæmdur til að standa
straum af útfararkostnaði. Sigurður
Kári Kristjánsson, lögmaður einka-
réttarhafa í málinu, fór fram á að
hvert barnanna fengi átta milljónir í
miskabætur. „Niðurstaðan hefur al-
veg gífurlega mikla þýðingu að því
marki að það hefur verið í kringum
okkur fólk – gamlir vinir, kunningjar
og ættingjar – sem hefur haldið því
fram í rúmt ár að þetta hafi verið bara
slagsmál, eða slys og að pabbi hafi
bara verið svo óheppinn að hafa orðið
undir,“ segir Ingi Rafn Ragnarsson
um dóminn sem föðurbróðir hans,
Valur Lýðsson, hlaut í gær.
„Miðað við niðurstöðu Landsréttar
kemur alveg bersýnilega fram að
þetta er ógeðfelld atlaga og er dæmd
sem manndráp,“ segir Ingi Rafn. thor-
steinn@mbl.is, gso@mbl.is
Valur í 14
ára fangelsi
Landsréttur
þyngdi refsinguna
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Farþegum Icelandair til Íslands
fjölgaði um 13% á fyrsta ársfjórð-
ungi, farþegum frá Íslandi um 10%
en farþegum milli Evrópu og N-Am-
eríku fækkaði um 2%. Þetta kemur
fram í fréttatilkynningu frá félaginu.
Heildartekjur félagsins námu
248,6 milljónum bandaríkjadala og
lækkuðu um 7% á milli ára. EBITDA
var neikvæð um 14,7 milljónir
bandaríkjadala og batnaði um 19%
milli ára. Handbært fé nam 289
milljónum bandaríkjadala í lok fjórð-
ungsins.
Vitnað er í Boga Nils Bogason,
forstjóra Icelandair, sem segir að
reksturinn hafi verið krefjandi, eins
og búist var við, og rekstrarniður-
staðan í takti við áætlanir. „Þróun
fargjalda var neikvæð milli ára, sem
skýrist meðal annars af mikilli sam-
keppni við flugrekendur sem boðið
hafa upp á ósjálfbær fargjöld. Jafn-
framt var áframhaldandi þrýstingur
á fargjöld milli Evrópu og N-Amer-
íku. Innleiðingar- og þjálfunarkostn-
aður vegna sex nýrra flugvéla sem
félagið hafði gert ráð fyrir að taka í
notkun hafði neikvæð áhrif auk þess
sem einskiptiskostnaður féll til
vegna kyrrsetningar B737 MAX
flugvéla,“ segir hann.
Bogi segir að langtímahorfur fé-
lagsins séu góðar og að með sam-
stilltu átaki um mótun og innleiðingu
heildstæðrar stefnu sé framtíð ís-
lenskrar ferðaþjónustu björt. „Það
er ánægjulegt að reynslumikill al-
þjóðlegur fjárfestir deili þessari
framtíðarsýn með okkur en kaup
bandaríska fjárfestingarsjóðsins
PAR Capital Management á 11,5%
hlut í félaginu fyrir um 47 milljónir
USD (rúma 5,6 milljarða) voru kynnt
í apríl sl. Fjárfestingin mun efla fé-
lagið enn frekar og styrkja sam-
keppnishæfni þess til framtíðar.“
Farþegum Icelandair fjölgaði
Tekjur á 1. ársfjórðungi lækkuðu um 7% milli ára Þróun fargjalda neikvæð
Kostnaður vegna kyrrsettu Boeing 737 MAX þotnanna hefur haft neikvæð áhrif
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Boeing 737 MAX Icelandair ætlaði að vera komið með nýjar þotur í notkun.
Nýbygging er að rísa við Hafnarfjarðarhöfn og
var unnið af kappi þegar ljósmyndarinn átti leið
hjá. Nú er vor í lofti og þá eflist framkvæmdafjör
og bjartsýni með hækkandi sól. Það er ólíkt
betra að stunda byggingarvinnu í vorbirtu og
hlýnandi veðri en í kulda og vetrarmyrkri.
Morgunblaðið/Eggert
Byggingarvinna í birtu og vaxandi yl
Útlit er fyrir að Boeing 737 MAX
flugvélar verði kyrrsettar lengur
en áður var talið. Icelandair hef-
ur því uppfært flugáætlun sína
fram til 15. júlí. Áður gilti breytt
flugáætlun vegna kyrrsetning-
arinnar fram í miðjan júní.
Icelandair leigði þrjár þotur
til að lágmarka áhrif kyrrsetn-
ingarinnar og verða þær í
rekstri út septembermánuð.
Það eru tvær 262 sæta Boeing
767 breiðþotur og ein 184 sæta
Boeing 757-200.
Kyrrsetning
MAX lengist
ICELANDAIR