Morgunblaðið - 04.05.2019, Side 4

Morgunblaðið - 04.05.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019 8 nýlegar einingar, 27 fm með WC, sturtu og eldhúskrók, fluttar inn nýjar 2016 og voru notaðar í ca 14 mánuði. Rúm og dýnur ásamt lausamunum fylgja. 2 einingar úr timbri, 15 fm með WC, sturtu og eldhúskrók. Rúm og dýnur ásamt lausamunum fylgja. Skrifstofueining, úr timbri, 115 fm. Samanstendur af 4 einingum, lítið eldhús og baðherbergi með sturtu innifalið. Stakar einingar úr VINNUBÚÐUM til sölu Nánari upplýsingar má finna á www.isol.is eða hægt að hafa samband hjortur@isol.is Landsmenn eru þegar farnir að bóka aðventuferðir fyrir næstu jól og áramót og hófust bókanir hjá nokkrum ferðaskrifstofum í apríl. „Það er dásamlegt að koma til Berl- ínar þegar jólaljósin ljóma og borgin skartar sínum fegurstu jólaskreyt- ingum,“ segir í nýbirtri auglýsingu um aðventuferð hjá ferðaskrifstof- unni Úrval-Útsýn. Bókanir í aðventuferðir hefjast al- mennt hjá ferðaskrifstofum í apríl og jafnvel í mars en eldra fólk og stærri fjölskyldur bóka ferðir al- mennt í fyrra fallinu. Ferðir til áfangastaða á borð við Berlín, Hels- inki, Búdapest, Brussel og Vínar- borg eru komnar í sölu hjá ferða- skrifstofum landsins en Elísabet Hagalín, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical, segir að landsmenn hugi fyrr að aðventu- og vetrarferðum nú en áður fyrr. „Íslendingar eru farnir að hugsa meira fram í tímann en þeir gerðu áður, fólk er jafnvel byrjað að bóka skíðaferðir í febrúar á þessum tíma,“ segir Elísabet. Hún bætir við að fleiri aðventuferðir bókist á haustin, þegar búið sé að skipuleggja sum- arfríið taki það við að skipuleggja næstu ferð. Heimsferðir opnuðu fyrir bókanir í aðventuferðir í byrjun apríl og seg- ir markaðsstjóri Heimsferða, Haf- steinn Másson, að í flestum tilfellum sé það eldra fólk og stærri fjöl- skyldur sem bóki ferðir almennt með löngum fyrirvara, en þó sé allur gangur á því hverjir bóki aðventu- ferðirnar. Þá mun ferðaskrifstofan VITA hefja að taka við bókunum í aðventu- ferð í næstu viku. veronika@mbl.is Byrjað að bóka jólaferðir  Landsmenn bóka núna aðventu- og vetrarferðir fyrr en áður, segir eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical Getty Images/Thinkstock Jólin Einhverjir Íslendingar eru farnir að huga að jólaferðinni í ár. Unnið var að því að steypa grunn nýja Icelandair-hótelsins við Thor- valdsensstræti og Kirkjustræti þeg- ar tíðindamaður Morgunblaðsins var á ferð í miðbænum í gærdag. Verður hótelið starfrækt undir merkjum Curio by Hilton. Að sögn Samúels Guðmundssonar, verkefn- isstjóra framkvæmdanna, er stefnt að því að hæðirnar verði steyptar hver af annarri á næstu mánuðum. Jafnframt er unnið að fram- kvæmdum innandyra í gamla Landssímahúsinu sem verður hluti af nýja hótelinu. Við það er miðað að verkinu verði að fullu lokið í árs- lok 2020 og þá verði hægt að hefja rekstur hótelsins. Samtímis er unn- ið að öðrum framkvæmdum á Landssímareitnum, m.a. endurgerð Nasa-salarins. Framkvæmdirnar hafa sem kunnugt er verið mjög umdeildar þar sem undir steypuplötunni var fyrr á tíð hluti hins forna Víkur- kirkjugarðs. Allar jarðneskar leifar í garðinum hafa hins vegar verið fjarlægðar, síðast við fornleifaupp- gröft árið 2016. Steypuvinna í fullum gangi á Landssímareitnum í miðbænum Hótelið opnað í árslok 2020 Morgunblaðið/sisi Hótel rís Steypt plata yfir svæðið þar sem áður var viðbygging og bílastæði Landssímans og þar áður hluti hins forna Víkurkirkjugarðs. Andri Yrkill Valsson Arnar Þór Ingólfsson Isavia kærði í gær til Landsréttar úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í máli bandaríska flugvélaleigufyrir- tækisins ALC þar sem þess var krafist að kyrrsetning þotu sem var á leigu hjá WOW air yrði aflétt. Í úrskurði héraðsdóms sagði að Isavia væri heimilt að halda vélinni vegna þeirra gjalda sem henni tengjast, en ekki vegna annarra skulda WOW air við Isavia. Isavia hafnaði þar með boði ALC um að bandaríska fyrirtækið greiði skuldir vegna farþegaþotunnar, sem hefur verið kyrrsett á Keflavíkur- flugvelli frá gjaldþroti WOW air þann 28. mars. ALC vildi borga 87 milljónir Samkvæmt útreikningum ALC nam skuld vegna vélarinnar um 87 milljónum króna, en WOW air skuldaði Isavia um tvo milljarða. ALC gaf Isavia frest til klukkan 16 í gær, annars teldi fyrirtækið vélina leysta með greiðslu 87 milljóna. Isavia hafnaði því hins vegar og áfrýjaði til Landsréttar. Í tilkynningu Isavia ítrekar fyrir- tækið að úrskurður héraðsdóms staðfesti að fyrirtækinu hafi verið heimilt að stöðva flugvél ALC vegna ógreiddra notendagjalda WOW air. „Að mati Isavia er aftur á móti að finna misvísandi umfjöllun í forsend- um úrskurðarins um túlkun á efn- islegri heimild til beitingar á því ákvæði loftferðalaga sem heimilar stöðvun flugvélar,“ segir í tilkynn- ingunni. Háar óbeinar tekjur af WOW Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að sér þyki stjórn Isavia hafa fært ágætisrök fyrir því hvernig hún hélt á málum er varða ógreidd lendingargjöld WOW air á Keflavíkurflugvelli og benti á það, í samtali eftir ríkis- stjórnarfund í gær, að óbeinar tekjur af rekstri WOW air frá því flugfélagið lenti í vanskilum við Isavia hefðu numið „gríðarlega háum fjárhæðum“. Bjarni segir að það sé „sjálfsagt að taka það með í reikninginn, vilji menn komast að niðurstöðu með það hvaða áhrif ákvarðanataka stjórnar Isavia hefur haft heilt yfir“. Bjarni kvaðst í gær ekki vera kominn með fulla yfirsýn yfir það hvaða afleiðingar úrskurður Héraðs- dóms Reykjaness mundi hafa. „Það virðist vera að það sé ein- hverri túlkun háð, hver verða næstu skref. Báðir aðilar virðast vera að velta því fyrir sér fyrir sitt leyti hvað gerist næst, þannig að ég held að við verðum aðeins að bíða og sjá hvernig úr þessu spilast, til þess að komast að niðurstöðu um það hvernig maður á að meta stöðuna,“ segir Bjarni. Isavia hefur kært til Landsréttar  Isavia hafnaði boði flugvélaeigandans ALC um að borga skuld vegna kyrrsettrar flugvélar upp á 87 milljónir  Óbeinar tekjur af WOW air, eftir að félagið lenti í vanskilum, námu háum fjárhæðum Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Kyrrsett Þota í eigu ALC var kyrrsett vegna skulda WOW air við Isavia. Kyrrsetta þotan » Héraðsdómur Reykjaness kvað upp úrskurð í fyrradag í máli flugvélaleigufyrirtækisins ALC gegn Isavia. » WOW air skuldar Isavia not- endagjöld upp á um tvo millj- arða króna. Isavia kyrrsetti þotu í eigu ALC til tryggingar skuldinni. » Héraðsdómur sagði að kyrr- setja mætti þotuna vegna þess hluta skuldarinnar sem henni tengdist beinlínis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.