Morgunblaðið - 04.05.2019, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég var á kafi í dúfnaræktí mörg ár þegar ég varunglingur heima í Kefla-vík, tók svo áratuga hlé
og byrjaði aftur í bransanum fyrir
nokkrum árum,“ segir Tumi Kol-
beinsson sem er með dúfnakofa í
garðinum hjá sér þar sem hann býr í
Bústaðahverfinu í Reykjavík. Þar
ræktar hann trommara, hojara og
pústara. Tumi hefur kynnt sér nán-
ast allt sem viðkemur dúfum og
sendi nýlega frá sér bókina Dúfna-
registur Íslands, fræðslu- og
skemmtirit um dúfur, sem einnig
nýtist sem handbók í dúfnarækt.
„Heimildir um dúfur eru mjög
gamlar. Vitað er að Neanderdals-
menn átu dúfur fyrir sextíu þúsund
árum og dúfur koma við sögu á
fleygrúnum frá því 2000 fyrir Krist.
Til eru heimildir frá Egyptalandi frá
því um 1200 fyrir Krist þar sem seg-
ir frá að 60.000 dúfur hafi komið við
sögu við krýningu Ramsesar þriðja,
en það er talið öruggt merki um
ræktun dúfna á þeim tíma. Hómer
talar í kviðum sínum um ræktaðar
dúfur og í Gamla testamentinu kem-
ur fram að dúfum var fórnað, enda
hreinleiki þeirra talinn mikill,“ segir
Tumi og bætir við að á þeim tíma
sem Darwin var uppi hafi verið mikil
della fyrir skrautdúfurækt í Bret-
landi. „Vísindahyggjan var í al-
gleymingi þar sem maðurinn átti að
stjórna náttúrunni, m.a. með rækt-
un. Engri lífveru nema kannski
hundum hefur verið breytt jafn mik-
ið í ræktun og dúfum. Allur annar
kaflinn hjá Darwin um uppruna teg-
undanna fjallar um dúfur, enda
ræktaði hann sjálfur dúfur.“
Fálkafangarar notuðu dúfur
Tumi segir að fyrstu öruggu
heimildir um að dúfur hafi verið hér
á landi séu frá 1666 í Íslandslýsingu
Þórðar Þorlákssonar Skálholtsbisk-
ups.
„Heimildir frá 1750 segja frá
því að fálkafangarar hafi komið með
dúfur hingað og notað þær sem
beitu, en fálkafangarar voru á fálka-
veiðum hér á landi frá tíundu öld,
svo gera má ráð fyrir að dúfurnar
hafi komið hingað miklu fyrr með
slíkum föngurum,“ segir Tumi og
bætir við að það hafi verið stöðutákn
hér áður hjá íslensku efnafólki að
halda dúfur.
„Það þótti fínt að vera með út-
lenska skrautfugla. Danskir kaup-
menn sem hér bjuggu voru með dúf-
ur og dúfnakjöt var hér á borðum
sem hátíðarmatur framan af tuttug-
ustu öldinni. Brédúfubændur nú-
tímans borða sumir umframdúfur
sínar, enda mjög gott kjöt af þessum
fuglum, járnríkt og heilnæmt.“
Tumi segir að það hafi verið vin-
sælt sport í þéttbýli að halda dúfur í
kjölfar iðnbyltingarinnar, með þétt-
býlismyndun, unglingamenningu,
auknum frítíma og auknum fjár-
ráðum fólks.
„En um miðja tutt-
ugustu öld kemur upp
hreyfing þar sem ekkert
umburðarlyndi var fyrir
dúfum, öllu kviku var út-
hýst í bæjum og borgum.
Þessi fugl fékk á sig stimpil
óhreinleika og neikvæða
ímynd, sem er algerlega á
skjön við það tákn sem hann
hefur staðið fyrir í árþúsundir, en
dúfa er gríðarlega sterkt tákn hrein-
leika, sakleysis og frjósemi. Shake-
speare notaði dúfur mikið í líkinga-
máli ritverka sinna og á hlýlegan
hátt. Talið er mjög líklegt að hann
hafi haldið dúfur því hann vissi aug-
ljóslega mikið um atferli þeirra og
var hrifinn af þeim.“
Dúfnarækt gegn tölvuhangsi
og inniveru barna nútímans
Tumi segir að á níunda áratugn-
um hafi viðhorf til dýra í borg verið
orðið mjög neikvætt. „Þetta er stór-
borgarfirring sem lýsir sér í því að
það má ekki finnast lykt eða önnur
verksummerki um líf. Allt verður
gerilsneytt, en á sama tíma bölsót-
umst við yfir því að börnin okkar
hangi inni í tölvum. Ég mæli með að
sveitarfélög skipuleggi svæði þar
sem verði gefinn kostur á
að halda dúfur. Það er
heilbrigt áhugamál sem
krefst útiveru, og krakk-
ar og fullorðnir gera eitthvað saman
sem er félagslega þroskandi. Þau
bera ábyrgð á því að annast dýr og
geta keppst um að ná árangri í út-
litsræktun eða flugi fuglanna. Það er
slegist um slík lönd sem í boði eru
fyrir fólk í borgum í Þýskalandi,
enda er dúfulaus stórborg kuldalegt
fyrirbæri. Þessi dýr hafa fylgt okkur
frá örófi alda. Mannfólkið hefur haft
gaman af dúfum í borgarsamfélög-
um því þær létta andrúmsloftið, þær
geta verið gott tækifæri til að brjóta
ís í félagslegum samskiptum fólks,
við sjáum það til dæmis á gömlum
ljósmyndum af fólki í tilhugalífinu að
gefa saman dúfum.“
Bréfdúfur hersins á Íslandi
Tumi segir að dúfur hafi gegnt
ótrúlega mörgum hlutverkum í lífi
mannfólksins í gegnum tíðina.
„Bréfdúfur eru frábærir sendi-
boðar, fljótar í förum og snúa alltaf
heim. Þær voru því dýrmætar fyrir
daga nútímatækni. Brútus lét þær
bera boð í umsátri árið 43 fyrir
Krist, hann batt skilaboð við háls
þeirra. Reuters-fréttaveitan notaði
bréfdúfur til að fljúga milli staða
með fréttaskeyti um miðja nítjándu
öld og dúfur voru mikið notaðar í
stríðum, enda komust þær fljúgandi
yfir allar hindranir á jörðu. Í fransk-
prússneska stríðinu voru dúfur látn-
ar fljúga með míkrófilmur sem inni-
héldu mikið magn upplýsinga. Alveg
fram yfir Kóreustríðið voru dúfur í
herjum bæði Bandaríkjamanna og
Breta,“ segir Tumi og bætir við að
dúfur hafi leikið stórt hlutverk í báð-
um heimsstyrjöldunum. „Heilu her-
deildirnar voru í dúfnabúskap. Hér í
Öskjuhlíðinni var reist risastórt hús
fyrir bréfdúfur breska hersins, þrjár
flugsveitir dúfna á hans vegum voru
hér þegar mest var. Þær flugu sex til
átta flug á dag. Bréfdúfur voru í öll-
um flugvélum til taks ef fjar-
skiptabúnaður laskaðist og koma
þurfti boðum á leiðarenda. Ein-
stakar dúfur hafa unnið afrek í styrj-
öldum, bjargað mörg hundruð
manns með því að koma boðum á
réttan stað í tæka tíð. Dúfur hafa
líka borið ófá ástarbréf á milli fólks
og þær hafa verið notaðar til að
smygla eiturlyfjum milli landa.“
Heimildir um dúfur finnast í nánast
öllum löndum á öllum tímum. Stund-
um mjög undarlegar. Markó Póló
segist t.d. hafa orðið vitni að því að
600 dúfur hafi verið sendar frá Balek
til Kaíró, hver með eitt kirsuber, í
skilkiklút um fótinn til kalífans.
Púðurgerð og sútun úr driti
Ótal margt fróðlegt um dúfur
má finna í bók Tuma, þar kemur
m.a. fram að dúfnadrit er gríðarlega
góður áburður, því að það er ríkt af
köfnunarefni.
„Í Bandaríkjunum voru reistar
kjötdúfuverksmiðjur, enda var
dúfnakjöt mjög vinsælt. Hliðarafurð
úr þessum dúfnabúum var dritið,
sem var selt, m.a. til tómatarækt-
enda. Í Íran hafa dúfur verið rækt-
aðar um aldir út af dritinu, til að
nota sem áburð í melónuræktun. Við
höfum heimildir um risaturna aftur í
aldir sem sérstaklega voru hannaðir
til að safna þar dúfnadriti, en varp-
hólfin voru í turnunum innanverðum
og þangað sótti fólk því líka egg og
ferskt fuglakjöt. Turnar þessir voru
líka stöðutákn, því stærð dúfnaturns
sýndi hvað viðkomandi átti mikið
land. Fyrir daga tilbúins áburðar
voru mikil verðmæti í dúfnadriti. Al-
gengt var að menn væru með 5-25
þúsund dúfur í svona turnum, slíkur
fjöldi gefur eðli málsins samkvæmt
af sér mikið drit. Drit var ekki að-
eins notað sem áburður heldur líka
við sútun skinns og gerð saltpéturs.
Bretakonungur sló til dæmis eign
sinni á dúfnadrit á 16. öld til að nota í
púðurgerð. Að lokum má til gamans
geta þess að fyrir árhundruðum not-
uðu karlar sarpa úr dúfum sem
smokka, og þannig er talið að
kynfærasjúkdómurinn tríkómónas-
sýking hafi borist í menn. Dúfur
hafa því nýst mannskepnunni á ótrú-
legustu sviðum í gegnum tíðina.“
Ljósmynd/Baldvin Halldórsson
Töffari Baldvin Halldórsson við dúfnakofa sinn 1958.
Hann var á leið í bíó en fyrst þurfti að huga að fuglum.
Ljósmynd/Wikimedia
Sendiboði í stríði Hér athuga hermenn á Ítalíu 1944
skilaboð sem dúfa hefur nýlega komið með til þeirra.
Dúfur hafa
bjargað
mannslífum
Þær hafa fylgt mannskepnunni frá örófi alda. Verið
sendiboðar í stríði, flutt kirsuber, eiturlyf, ástarbréf og
fleira milli fólks. Sarpur þeirra hefur gegnt hlutverki
smokks. Þær eru herramannsmatur og gefa af sér
verðmætt drit. Dúfur eru hreint dásamlegar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tumi Segist vera skrýtni karlinn í hverfinu sem ræktar skraut-
dúfur. Hann er einlægur áhugamaður um allt sem tengist dúfum.
Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta
Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda
og hagræða málin fyrir húsfélög
Traust - Samstaða - Hagkvæmni
eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005
Ráðgjöf
Veitum faglega ráðgjöf
til húsfélaga
Bókhald
Höfum umsjón með
bókhaldi fyrir húsfélög
Þjónusta
Veitum persónulega þjónustu
sem er sérsniðin að hverju
og einu húsfélagi