Morgunblaðið - 04.05.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.05.2019, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019 Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Elin Hauge, ráðgjafi í gervigreind og vélrænu námi (e. machine learning) hjá alþjóðlega upplýsingatæknifyrir- tækinu Crayon, segir að norræn fyrirtæki hiki of mikið við að hagnýta sér gervigreind og vélrænt nám í starfsemi sinni. Hún segir að æfing sé lykilatriði. „Íþróttamenn í fremstu röð vita að þeir þurfa að æfa sig til að ná ár- angri, og það sama á við um fyrirtæki sem eru að tileinka sér nýja tækni. Því meira sem maður æfir sig því betri verður maður,“ segir Hauge í samtali við Morg- unblaðið, en hún heldur erindi á stjórnendaráðstefnu Crayon á Hilton hóteli næsta mið- vikudag undir yfirskriftinni: Beyond the Magic AI Dust – Hvernig náum við samkeppnisforskoti með gervi- greind í daglegri starfsemi. Hauge segir að mikið af um- ræðunni um gervigreind og vélrænt nám sé yfirborðslegt og sett fram í einhverjum glans-stíl. Því finnist mörgum erfitt að vita hvernig hægt sé að hefja notkun tækninnar, og hagnýta hana í daglegum störfum. „Ég vil reyna að ná umræðunni niður á jörðina og gera þetta praktískt. Við höfum byggt upp sérhæfingu á þessu sviði á skrifstofu okkar í Osló og síð- ustu 4-5 ár höfum við unnið að um 45 ólíkum verkefnum.“ Hauge finnst eftirsóknarverðast að vinna með viðskiptavinum sem eru byrjendur í málefninu. Þeir átti sig á að þeir þurfi hjálp. „Mikilvæg- ast er að byrja á litlum verkefnum, og einbeita sér að árangri sem hægt er að ná hér og nú. Mörg fyrirtæki á Norðurlöndum telja sig geta gert allt sjálf með eigin starfsmönnum, en vandamálið á þessu sviði er að tækninni fleygir svo ört fram og það er dýrt og erfitt að viðhalda nægri þekkingu innanhúss.“ Gögn safnast fyrir Hún segir að búið sé að tala mikið um gagnagnótt (e. big data) síðast- liðin 10-15 ár, en flest fyrirtæki geri lítið eða ekki neitt við þau gögn sem safnast fyrir í starfseminni. „Fyrst þarf að skoða gögnin, og átta sig á hvað hægt er að nota þau í. Þegar ég tala um gervigreind og vélrænt nám við viðskiptavini þá forðast ég að tala um tæknina, og legg áherslu á að við hjá Crayon sjáum um þann hluta. Einblínt er á virðið sem hægt er að skapa úr gögnunum. Gögnin geta nýst í að búa til módel, eða í viðhald búnaðar, túlkun á niðurstöðum lækningatækja, eða greiningu á tölvupóstum, svo eitthvað sé nefnt.“ Hauge segir að þjónusta Crayon á þessu sviði henti fyrirtækjum af flestum tegundum og ólíkri stærð. „Þetta er auðvitað ekki ókeypis, en samt tiltölulega ódýrt miðað við aðra fjárfestingu í upplýsingatækni. Það þarf að eyða smá fjármunum til að koma einhverju í verk.“ Hún segir að algengt sé að það kosti á bilinu 14 – 27 milljónir ís- lenskra króna, að koma þessari starfsemi í gang. Aðspurð segir hún að gervigreind og vélrænt nám sé nýtt svið hjá Crayon, en til standi að færa þá starfsemi út um alla sam- stæðuna. Starfsemin falli vel að fyrirtækinu, en Crayon er leiðandi á heimsvísu í eignastýringu hugbúnað- ar, skýja- og hugbúnaðarleyfissamn- ingum og tengdri ráðgjafarþjónustu. Spurð hvað fyrirtæki geti sparað á að innleiða gervigreind og vélrænt nám í sína starfsemi, segir Hauge að tölurnar tali sínu máli. „Við höfum verið með viðskiptavini sem hafa eytt kannski 200 þúsund evrum í þessi mál, en náð sparnaði á móti upp á 10 milljónir evra á ári.“ Æfa þarf gervigreind Tölvur Elin Hauge segir að best sé að byrja smátt og ná árangri hér og nú.  Vill ná umræðunni niður á jörðina  Hægt að ná fram miklum sparnaði Upplýsingatækni » Elin Hauge mun ræða um gervigreind og vélrænt nám á ráðstefnu Crayon í næstu viku. » Hafa byggt upp miðstöð í Noregi. » Crayon er með starfsemi í 22 löndum, þar á meðal á Ís- landi. » Leiðandi í eignastýringu hugbúnaðar. Elin Hauge uppgangur sé samkvæmt upp- haflegri áætlun, segir Jónas að bet- ur hafi gengið en áætlað var. „Við sáum fyrir okkur að opna aðra verslun eftir 4-5 ár, en svo gekk þetta miklu hraðar en við áttum von á. Það var hreinlega farin að verða of mikil aðsókn í verslunina í Kringlunni, þannig að við þurftum eiginlega að flýta okkur að opna annars staðar, sem er mjög já- kvætt.“ Álið endurnýtt Jónas segir að Nespresso sé mjög umhugað um að vanda sig við allt sem tengist framleiðslunni. „Þeir hugsa vel um bændurna sem fram- leiða kaffið, það er búið að taka allt plast út og það er bara pappír í öllum umbúðum. Þá er ál í hylkj- unum sem mikil áhersla er lögð á að safna saman og senda út til end- urvinnslu. Þetta er heildstæð stefna sem gengur mjög vel, og er stór hluti af þessu.“ Hann segir að velgengnin hér heima hafi vakið mikla athygli hjá móðurfélaginu. „Nespresso rekur sínar búðir sjálft í 90% tilvika, en á minni mörkuðum eins og á Íslandi eru umboðsaðilar með verslan- irnar. Það vekur athygli að við séum að selja 25 þúsund hylki á dag á aðeins 150 þúsund manna markaði hér á höfuðborgarsvæð- inu.“ Spurður um næstu skref segir Jónas að verið sé að undirbúa söfn- unarstaði fyrir hylki úti á landi. „Svo er tækninni að fleygja fram, og á næstu 1-2 árum munum við setja upp sjálfsala með kaffihylkj- um úti á landi, sem fjölgar út- sölustöðunum.“ tobj@mbl.is Í dag opnar ný Nespresso kaffi- verslun á göngugötu Smáralindar, á 1. hæð við hlið Vero Moda og Jack & Jones. Að sögn Jónasar Hagan Guðmundssonar, eins eig- enda umboðsaðila Nespresso hér á landi, er um fjórðu opnun Nes- presso á Íslandi að ræða. „Við opn- uðum verslunina í Kringlunni fyrir rúmu ári síðan og netsöluna einn- ig. Stór hluti af velgengni hennar er að við keyrum heim til fólks og tökum notuð kaffihylki til baka í leiðinni. Þá höfum við einnig opnað fyrirtækjaþjónustu, en þar eru not- aðir öðruvísi púðar í kaffivél- arnar,“ segir Jónas í samtali við Morgunblaðið. Spurður að því hvort þessi öri Opna á undan áætlun í Smáralind  Söfnunarstaðir og sjálfsalar næstir Kaffi Nespresso í Smáralind. ● Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Endaði hún í 2.090 eftir 1,17% hækkun. Hana mátti að mestu rekja til þess að Marel, sem er langstærsta félagið í Kauphöll, hækkaði um 2,27% í 946 milljóna króna viðskiptum. Þá lögðu Icelandair og Síminn einnig nokkuð til hækkunarinnar. Þannig hækkaði Ice- landair um 0,67% í 122 milljóna við- skiptum og Síminn um 0,51% í þriggja milljóna viðskiptum. Mest reyndust viðskipti með bréf Ar- ion banka eða 1.398 milljónir. Félagið hækkaði um um 1,32% í viðskiptunum. Úrvalsvísitalan hækkar í kjölfar hækkunar Marel 4. maí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.37 122.95 122.66 Sterlingspund 159.64 160.42 160.03 Kanadadalur 90.98 91.52 91.25 Dönsk króna 18.348 18.456 18.402 Norsk króna 14.066 14.148 14.107 Sænsk króna 12.826 12.902 12.864 Svissn. franki 120.0 120.68 120.34 Japanskt jen 1.0964 1.1028 1.0996 SDR 169.45 170.45 169.95 Evra 136.99 137.75 137.37 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.7454 Hrávöruverð Gull 1271.45 ($/únsa) Ál 1775.0 ($/tonn) LME Hráolía 72.0 ($/fatið) Brent ● Í nýjum Við- skiptapúlsi, hlað- varpsþætti frá rit- stjórn Viðskipta- Moggans, er fjallað um arfleifð og feril Harðar Sigurgests- sonar, fyrrum for- stjóra Eimskipa- félags Íslands, en hann lést á öðrum degi páska, 21. apr- íl síðastliðinn. Þar ræðir Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri við þá Erlend Hjaltason, sem um tveggja áratuga skeið starfaði með Herði, og Guðmund Magnússon, sagnfræðing og blaða- mann sem ritaði sögu Eimskipafélags- ins á sínum tíma. Viðskiptapúlsinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum, m.a. Spotify og Itunes. Þeir sem vilja nálgast þáttinn á mbl.is geta gert það í gegnum slóðina: mbl.is/vidskipti/pulsinn Rætt um arfleifð og feril Harðar Sigurgestssonar Hörður Sigurgestsson STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.