Morgunblaðið - 04.05.2019, Side 22

Morgunblaðið - 04.05.2019, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þess varminnst áfimmtudag að 500 ár voru liðin frá andláti Leon- ardos da Vinci. Reyndar verða ýmsir viðburðir til þess að hylla da Vinci allt þetta ár, þar á meðal blásið til sérstakrar sýningar í Louvre- safninu í París þar sem frægasta verk meistarans, Mona Lisa, hefur hangið og laðað að margan gestinn í áranna rás. Da Vinci var þúsundþjala- smiður. Hann var magnaður málari, en lét ekki þar við sitja. Hann lagði stund á margvísleg vísindi og gekk að hverju verk- efni opnum huga. Þó var hann ekki háskóla- genginn. Faðir hans var áhrifa- maður, en móðir hans almúga- kona. Hann fæddist utan hjónabands og var fyrir vikið sendur að læra að mála í stað há- skóla. Da Vinci starfaði í Flórens og Róm og varði síðustu æviár- unum í Frakklandi og lést í Loire-dal 2. maí 1519. Da Vinci lét sér ekki nægja að kynna sér það sem aðrir höfðu skrifað og rannsakað og gaf sér ekkert fyrirfram, heldur gerði hlutina sjálfur, skoðaði og rann- sakaði. Hann krufði sjálfur til að átta sig á mannslíkamanum. 30 heim- sóknir í líkhúsið skiluðu ein- stökum teikningum hans af byggingu vöðva, beina og líf- færa. Da Vinci var um og ó eftir þessa reynslu, en eftir hana hef- ur hann verið betur að sér um mannslíkamann en læknar hans tíma. Fyrir þeim var mannslík- aminn ráðgáta. Hann rannsakaði einnig nátt- úruna og heillaðist af henni. Í sveitinni í kringum fæðingar- þorp sitt sem hann er kenndur við fann hann steingervinga sem vöktu með honum spurningar. Hann velti fyrir sér hvað ylli því að steingervingar sjávardýra fyndust svo hátt yfir sjávarmáli. Út frá því sem hann varð áskynja í náttúrunni taldi hann útilokað að kenningar kirkj- unnar út frá Biblíunni um að jörðin væri nokkur þúsund ára gömul stæðust. Nær væri að ætla að jörðin væri um 200 þús- und ára gömul. Þar var hann að vísu nokkuð langt frá því að fara rétt með, en á þessum tíma stappaði nærri að teljast villutrú að setja fram slíkar kenningar. Da Vinci bás- únaði reyndar ekki hugmyndir sínar þótt þær komi skýrt fram í skrifum hans. Hins vegar er ekki fjarri lagi að ætla að hefði hann verið uppi nokkrum áratugum síðar þegar rannsóknarréttir voru farnir að spretta upp um álfuna hefði hann verið tekinn fyrir líkt og Galíleo Galílei. Da Vinci var einnig mikill uppfinningamaður og lagði í þeim efnum fram hugmyndir, sem einnig voru langt á undan hans samtíð. Hann velti mikið fyrir sér hvernig vísindin gætu komið að gagni í hernaði, útfærði hug- myndir um bryndreka og af- kastamikil vopn. Hann teiknaði upp búnað til köfunar og flugs. Til grundvallar flugbúnaðinum rannsakaði hann byggingu fuglsvængja. Þá eru það hin óviðjafnanlegu málverk hans. Reyndar liggur ekki mikið eftir hann, innan við tveir tugir málverka, en hvílík listaverk. Dulúðugt bros Monu Lisu hefur heillað og orðið mörg- um yrkis- og umfjöllunarefni. Málverkið Síðasta kvöldmáltíðin hefur ekki síður haft áhrif og orðið vatn á myllu fræðimanna, spekinga og rithöfunda. Um þessar mundir er heims- byggðin þó uppteknust af verk- inu Salvator Mundi eða Frelsari heimsins, sem er dýrasta lista- verk sögunnar og hefur ekki sést á almannafæri frá því það var slegið á uppboði í nóvember 2017 á 55 milljarða króna. Lét kaup- andinn sig einu varða þótt áhöld væru um að verkið væri yfirhöf- uð eftir da Vinci. Til marks um það hvað da Vinci leikur stórt hlutverk í sam- tímamenningu er hvernig rithöf- undurinn Dan Brown notaði verk hans í bókinni Da Vinci- lykillinn til að laða að sér les- endur um allan heim og Mona Lisa glottir að baki hjónunum Beyoncé og Jay-Z í nýjasta tón- listarmyndbandi þeirra. Í þess- ari upptalningu má ekki sleppa sjónvarpsþáttaröðinni Djöflar da Vincis þar sem Hera Hilm- arsdóttir var í einu aðalhlutverk- anna. En hvað sem líður hlutverki da Vincis í dægurmenningu sam- tímans eru margvíslegar ástæð- ur til að hafa hann í hávegum á okkar tímum. Þótt 500 ár séu frá fæðingu hans er ekki hægt ann- að en að kalla hann nútímamann og fjölhæfnin var með ólík- indum. Þegar honum er slegið upp í Wikipediu er hann sagður hafa verið „málari, myndhöggv- ari, arkitekt, vísindamaður, stærðfræðingur, verkfræðingur og uppfinningamaður sem kom inn á ýmis svið, svo sem líf- færafræði, tónlist, náttúrufræði, rúmfræði, kortagerð og grasa- fræði“. Sú tilfinning vaknar að honum myndi varla bregða ef hann vaknaði upp í nútímanum. Ástæðan fyrir því að da Vinci á erindi við nútímann er hin frjóa hugsun og opni hugur. Hann nálgaðist heiminn af barnslegri forvitni og áhuga, allt var sem nýtt fyrir honum og hann skoðaði heiminn á eigin forsendum, ekki út frá hinu við- tekna, með því hugarfari sem ávallt hefur verið forsenda fram- fara í mannkynssögunni. Fjölfræðingurinn sem heillaði heiminn} Nútímamaðurinn da Vinci R eynir heitinn Zoega, föðurbróðir minn, sagði einu sinni við mig: „Fyrirtæki eiga ekki að safna skuldum út um allt; þau eiga bara að skulda bönkum.“ Reynir var um árabil formaður stjórnar Sparisjóðs Norð- fjarðar og hafði góða innsýn í lánamál fyrir- tækja. Reglan kemur í veg fyrir eða minnkar mörg áföllin, sé henni fylgt. Bankar eru ekki al- vitrir, en það er hlutverk þeirra að lána fé og meta áhættu. Fyrir allmörgum árum ráðlagði ég þekktu fyrirtæki um fjármál. Skuldir þess voru býsna miklar, en þær voru allar við viðskiptabanka fé- lagsins. Þeir sem seldu fyrirtækinu vörur eða þjónustu fengu alltaf greitt á gjalddaga. Félagið komst í gegnum erfiðleikana og orðspor þess beið engan hnekki. Sögurnar koma upp í hugann þegar fréttir berast af því að ríkisfyrirtækið Isavia hafi hleypt WOW air í vanskil upp á tvo milljarða króna. Þetta er engin smáfjárhæð. Árið 2017 voru flugtengdar tekjur Isavia um 12 milljarðar króna og skuldin því tæplega 17% af tekjum þess árs. Sá sem lánar án trygginga ber ekki minni ábyrgð en hinn sem fær lánið. Skuldir sem ekki eru innheimtar borgast oft seint eða aldr- ei. Í svari við fyrirspurn Jóns Steindórs Valdimarssonar á Alþingi segir m.a.: „[Isavia] leggur áherslu á jafnræði milli flugfélaga hvort sem um er að ræða gjaldtöku, innheimtu eða aðra þætti.“ Reynslan bendir til þess að þetta sé ekki nákvæmt svar. Alþingi hefur eftirlitshlutverk gagnvart fram- kvæmdavaldinu. Því vekur athygli að Isavia fór undan í flæmingi í svörum við fyrirspurnum Jóns Steindórs haustið 2018. Spyrja má hvort upplýsingar til ráðherra hafi líka verið óná- kvæmar eða blekkjandi. Í fyrrnefndu svari segir að „engum flugrek- anda [hafi] verið synjað um viðskipti vegna van- greiddra gjalda enda verður ekki séð að það sé heimilt. Alltaf geta komið upp tilvik eða að- stæður sem leiða til þess að ekki er greitt á rétt- um tíma, enda er flugrekstur sveiflukenndur rekstur.“ Fram kemur í svarinu að ráðherra „hefur ekki sérstaka skoðun á fyrirkomulagi fyrirtækisins í þessum efnum.“ Samkvæmt dómi Héraðsdóms hefur ríkið tapað sem nemur fjórum bröggum á þessari lánastarfsemi. Flugfélag sem getur ekki greitt flugrekstrargjöld í lok sumars er augljóslega ekki í tíma- bundnum vandræðum. Þess vegna er löngu orðið tímabært að ráðherra myndi sér skoðun á fyrirkomulaginu og afli lagaheimilda til þess að synja þeim um viðskipti við Isavia sem ekki borga. Lánastarfsemi er ekki hlutverk ríkisins. Ásgeir Hannes Eiríksson seldi á sínum tíma pulsur úr vagni í Austurstræti við hlið Útvegsbankans. Einhver sem átti ekki fyrir pulsu þá stundina spurði Ásgeir hvort hann mætti ekki borga næst. Svarið var: „Nei, ég hef samið við bankann. Hann selur ekki pulsur og ég lána engum.“ Þetta var góð verkaskipting. Benedikt Jóhannesson Pistill Braggablús í boði Isavia Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Fimmti hver hjúkrunarfræð-ingur er hættur að starfavið hjúkrun fimm árumeftir útskrift. Þetta sýna gögn frá Félagi íslenskra hjúkr- unarfræðinga, FÍH, sem ná aftur til ársins 2012. Það jafngildir því að um 30 hjúkrunarfræðingar á ári hætti störfum með fimm ára reynslu. Harpa Þöll Gísladóttir er ein þeirra hjúkrunarfræðinga sem hafa breytt um starfsvettvang á síðustu árum. Hún hætti endanlega árið 2015 og starfar nú í mannauðsmálum hjá Icelandair. Hún segir ástæður þess að hún hætti á Landspítalanum að- allega vera lág laun, en einnig álag í vinnuumhverfinu. Tilfinning hennar er að staðan nú sé jafnvel verri ef eitthvað er og fleiri sæki í önnur störf. „Hjúkrunarnámið er ofboðslega gott og góður grunnur að mörgu öðru. Það verður aldrei tekið af fólki, og hjúkrunarfræðingar eru mjög vin- sælt vinnuafl. Ég hef fundið fyrir því að það skemmir ekkert að hafa hjúkrunarfræðina á bakinu,“ segir Harpa. Launin og álagið á hjúkr- unarfræðingum þurfi að breytast svo hægt sé að fá þá sem farið hafa aftur til baka í starfið. Stöðugt áreiti milli vakta Nokkur umræða hefur verið um hjúkrunarfræðinga í fluggeiranum, og hvort einhverjir þeirra skili sér aftur eftir gjaldþrot WOW air. Guð- björg Pálsdóttir, formaður FÍH, seg- ir erfitt fyrir félagið að meta það því þar séu aðeins á skrá þau sem starfi við hjúkrun. Hjúkrunarfræðingarnir skili sér beint inn á vinnustaðina og það geti tekið nokkurn tíma fyrir fé- lagið að sjá fjölgun hjá sér. Harpa fór sjálf að fljúga fyrst eftir að hún hætti í fullu starfi sem hjúkrunarfræðingur. Hún segir ekki skrítið að hjúkrunarfræðingar hafi sótt í fluggeirann eins og rætt hefur verið um. „Við erum vön vaktavinnu, eins og er í fluginu, en munurinn er að kjörin eru betri og einnig þarftu ekki að taka vinnuna með heim þegar vakt er lokið. Þú bara ferð úr búningnum og eitthvað annað tekur við. En þeg- ar þú vinnur á spítalanum þá er stöð- ugt verið að hringja í þig og biðja um að koma á aukavakt vegna mann- eklu,“ segir Harpa, en ný könnun FÍH sýnir að aðeins 8% hjúkr- unarfræðinga eru sátt við laun sín. Áhuginn hefur ekki minnkað FÍH birti í vikunni myndband þar sem fjórir hjúkrunarfræðingar, sem ekki starfa lengur við hjúkrun, lýsa reynslu sinni af starfinu og ástæðu þess að þeir hurfu til annarra starfa. Þar var meðal annars sagt frá reynslu hjúkrunarfræðings með þrjú börn sem þurfti að vinna næturvaktir til þess eins að ná endum saman. Harpa segir að áhugi hjúkrunar- fræðinga á því að starfa við hjúkrun hafi ekkert minnkað. Álagið, sem kemur einnig til vegna skorts á hjúkrunarfræðingum, og launin neyði fólk hins vegar til þess að sníða sér stakk eftir vexti. Það sé þó staðan í fleiri greinum. „Maður fer í hjúkrun af ástæðu og áhuginn hefur ekk- ert minnkað hjá hjúkr- unarfræðingum. En þetta er ekkert bundið við þá. Það er al- veg eins og er hjá kenn- urum, sjúkraþjálf- urum, læknanemum, og fleirum,“ segir Harpa Þöll Gísla- dóttir hjúkrunar- fræðingur. Missa 30 hjúkrunar- fræðinga burt á ári Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga, FÍH, hefur fundað fjórum sinnum með fulltrúum ríkisins og tvívegis með fulltrúum Reykjavíkurborgar í kjara- viðræðum sínum sem nú eru hafnar, en flestir kjarasamn- ingar runnu út 31. mars. „Við viljum að þau sem út- skrifast úr hjúkrun starfi við hjúkrun, þeir sem nú þegar eru í starfi viljum við að haldist í starfi og við viljum fá þá aftur til starfa sem eru hættir störfum,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH. Í könnun um viðhorf og væntingar til kjarasamn- inga frá í vetur kom fram að hækkun dagvinnulauna, stytting vinnuviku og hærra vaktaálag voru helstu áhersluatriði hjúkrunar- fræðinga. Fundað með ríki og borg KJARAVIÐRÆÐUR HAFNAR Guðbjörg Pálsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mannekla Launakjör og álag á hjúkrunarfræðingum er meðal þátta sem þyrfti að bæta til þess að fá þá, sem hætt hafa, aftur til starfa við hjúkrun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.