Morgunblaðið - 04.05.2019, Side 23

Morgunblaðið - 04.05.2019, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019 Á fleygiferð Hjólreiðamenn hafa verið áberandi á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og einn þeirra er hér á hjólhesti sínum í Hafnarfirði. Útlit er fyrir gott hjólreiðaveður víða á landinu um helgina. Eggert Dagurinn 2. maí 2019 gæti þegar fram í sækir markað tímamót í skóg- ræktarstarfi á Íslandi. Þann dag samþykkti Alþingi ný lög um skóga og skógrækt. Um heildarendurskoðun er að ræða á eldri lögum frá 1955. Lög um skógrækt frá 1907 marka að mörgu leyti upphaf skipulagðr- ar skógræktar á Íslandi. Fyrir þann tíma voru gerðar ýmsar tilraunir til skógræktar og var t.d. stofnað til Fu- rulundarins á Þingvöllum árið 1899 og Grundarreits í Eyjafirði árið 1900. Einnig var ríkinu veitt heimild í lög- um árið 1898 til að kaupa Hallorms- staðaskóg og Vaglaskóg til að forða þeim frá eyðingu. Það var framfara- skref og njótum við öll þessarar ákvörðunar Alþingis í dag. Margt breyst frá 1955 Mikil breyting hefur orðið á skóg- rækt á Íslandi á þeirri rúmu öld sem liðin er frá setningu fyrstu laganna. Verulegar breytingar hafa auk þess orðið á löggjöf og alþjóðasamningum á sviði umhverfismála síðan lögin frá 1955 voru sett. Hér á landi hafa tekið gildi ný lög um náttúruvernd, skipu- lagsmál og um mat á umhverfisáhrif- um. Auk þess hafa alþjóðasamningar á borð við loftslagssamninginn, samning um vernd líffræðilegrar fjöl- breytni og samning um varnir gegn eyðimerkurmyndun, sem allir eru á vegum Sameinuðu þjóðanna, tekið gildi. Mikil þörf var því orðin á heild- arendurskoðun laganna. Með nýju lögunum eru sett fram ný markmið m.a. varðandi verndun náttúruskóga og aukna útbreiðslu þeirra, ræktun skóga til fjölþættra nytja og sjálfbæra nýtingu skóga. Umhirða og nýting skóga skal meðal annars miðast við að skógarnytjar skili sem mestum hagrænum, fé- lagslegum og umhverf- islegum ávinningi fyrir samfélagið. Skógrækt- in er sú stofnun sem hefur eftirlit með fram- kvæmd laganna og dag- lega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. Sjálfbær nýting leiðarstef Lögin kveða á um gerð landsáætlunar í skógrækt fyrir landið allt sem er mikilvægt stefnumótunar- og stjórntæki. Landsáætlun skal fjalla um stöðu og framtíð skóga í landinu, ásamt tölu- settum markmiðum um árangur í skógrækt. Jafnframt skal vinna landshlutaáætlanir í samráði við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila sem útfæra þá stefnu sem fram kem- ur í landsáætlun. Lögin gera ráð fyrir að Skógræktin geti tekið þátt í og stutt við skógræktarverkefni sem eru á ábyrgð annarra s.s. ein- staklinga, félagasamtaka eða sveitar- félaga og sjálfbær nýting skóga er leiðarstef í nýjum lögum. Ég bind vonir við að þessi laga- setning muni stuðla að aukinni út- breiðslu og endurheimt birkiskóga og ræktun skóga með fjölbreytt markmið sem eru samþætt öðrum áformum um landnotkun og alþjóða- samningum. Aukin fjárframlög til loftslagsmála og kolefnisbindingar eru mikilvæg staðfesting á vilja stjórnvalda til að efla bæði land- græðslu, skógvernd og skógrækt í landinu. Eftir Guðmund Inga Guðbrandsson »Ég bind vonir við að þessi lagasetning muni stuðla að aukinni útbreiðslu og endur- heimt birkiskóga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Tímamót: Ný heildarlög um skóga og skógrækt Utanríkisráðherra Íslands og fleiri gefa í skyn að segi Alþingi nei við orkupakkanum þá muni EES-samning- urinn vera í hættu en því er öfugt farið. Við þurfum einmitt að segja nei við þriðja orkupakkanum til að verja EES-samstarfið. Í 25 ár hafa aðild- arríki haft heimild skv. EES- samningnum til að hafna löggjöf og lagabreytingum frá ESB. Í 102. gr. samningsins er fjallað um hvernig skuli þá bregðast við. Sameiginlega EES-nefndin skal þá „gera sitt ýtr- asta til að finna lausn sem aðilar geta sætt sig við“. Skynsamleg lausn gæti falist í því að Ísland yrði undanþegið orkupakkanum enda er Ísland ekki tengt orkumarkaði ESB. Slík undanþága gæti verið auð- fengnari nú en áður, því þann 22. mars sl. lýstu utanríkisráðherra Ís- lands og framkvæmdastjóri orku- mála ESB því yfir sameiginlega að: „Raforkukerfi Íslands er eins og stendur einangrað kerfi og ekki tengt við raforkusæstreng milli Ís- lands og orkukerfis innri markaðar ESB. Í því ljósi hefur stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans, þ.e. þau sem varða viðskipti og grunn- virki fyrir raforku yfir landamæri, ekki gildi eða neina raunhæfa þýð- ingu fyrir Ísland á meðan enginn raforkusæstrengur er til staðar.“ Þessi yfirlýsing ætti að vera leið- beinandi fyrir sameiginlegu EES- nefndina og mikilvægt að láta á það reyna hvort hún veitir undanþágu. Með undanþágu væri leyst úr vandamálum Þau vandamál sem leysast eru: 1) Álitamálið um orkupakkann og stjórnarskrá Íslands væru sett til hliðar. 2) Komið væri í veg fyrir hugsanleg málaferli vegna ófull- nægjandi innleiðingar orkupakkans í íslensk lög. 3) Komið væri til móts við vilja yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. 4) Þjóðin fengi svig- rúm til að komast að lýðræðislegri nið- urstöðu um framtíð orkumála í stað þess að kyngja markaðs- væðingu kerfisins án andmælaréttar. 5) Með því að undan- skilja orkumál, eitt mikilvægasta hags- munamál þjóðarinnar, EES-reglum væri mjög dregið úr hættu á því að EES- samningurinn endi sem átakamál í innlendum stjórnmálum. En hvað ef undanþága fæst ekki hjá sameiginlegu EES-nefndinni? Þá segja ákvæði EES-samnings- ins að sá hluti hans sem um ræðir gæti frestast ef nefndin ákveður svo. Hér væri um að ræða hluta af Við- auka IV (orka), hann innifelur orku- pakka tvö en einnig reglur um merkingar raftækja, visthönnun vöru o.fl. sem gætu haldið gildi sínu áfram. Innlendir framleiðendur gætu eftir sem áður flutt út raftæki og vörur til EES-ríkja svo lengi sem tækin uppfylla kröfur EES um vist- hönnun og merkingar. Þessi leið er reyndar ólíkleg því það er einfaldara fyrir alla aðila að Ísland fái und- anþágu. Er hugsanlegt að ESB rifti EES-samningnum? Í ljósi yfirlýsinga framkvæmda- stjóra orkumála ESB um að orku- pakkinn hafi lítil áhrif hér á meðan ekki er búið að leggja raforkusæ- streng til ESB hlýtur að vera óhætt að útiloka öfgakennd viðbrögð af hálfu ESB við beiðni um undan- þágu. Segjum nú samt að ESB kjósi að segja upp EES-samningnum gagnvart Íslandi af minnsta tilefni. Hvað þá? Öll 28 aðildarríki ESB þyrftu að sammælast um að þá ákvörðun. Hvert einasta smáríki hefði því neitunarvald og gæti not- fært þá aðstöðu til að knýja fram allskyns sérkröfur gagnvart fram- kvæmdastjórn ESB. Líkurnar á að ESB segi upp samningnum af litlu tilefni hljóta því að teljast hverfandi. Líklegt má því telja að Íslandi yrði veitt undanþága frá orkupakk- anum ef þess væri óskað, enda eðli- legt í ljósi þess að landið er ekki tengt við orkukerfi ESB. Ríkis- stjórnin ætti að líta á það sem skyldu sína að láta á þetta reyna, því sú leið að kyngja pakkanum er vörð- uð óvissu, bæði lagalegri og póli- tískri. Vandamálin sem fylgja orku- pakkanum eru margvísleg og erfið eins og rakið er í tugum umsagna um málið. Þær koma frá lögfræð- ingum, verkfræðingum, fv. ráðherr- um, almennum borgurum, ýmsum samtökum og líka ASÍ sem telur 133 þúsund félagsmenn. Viðhorfskannanir sýna að yfir- gnæfandi meirihluti landsmanna er andvígur framsali valds í orku- málum til stofnana ESB. Um sjö þúsund manns hafa gengið í hópinn Orkan okkar sem vill að Íslendingar stýri eigin orkumálum og hafnar orkupakkanum. Fleiri en tíu þúsund hafa tekið þátt í áskorun www.orkanokkar.is til þingmanna um að hafna orkupakkanum og fleiri bætast við daglega. Það er ekki oft að svo fjölmennur og þverpólitískur hópur sjái ástæðu til að skrifa umsagnir gegn einu þingmáli. Fjölmargar blaðagreinar og pistlar hafa verið skrifaðir til að vara við orkupakkanum. Enn er von til þess að þingmenn sjái að sér, taki rökum og virði vilja yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. Þannig gætu þingmenn afstýrt miklum vanda. Hitt, að samþykkja pakkann vegna órökrétts ótta um viðbrögð ESB, og í óþökk íslenskra kjósenda, væri lík- lega eitt það versta sem þingmenn gætu gert EES-samstarfinu. Eftir Frosta Sigurjónsson » Við þurfum að segja nei við þriðja orku- pakkanum til að verja EES-samstarfið. Frosti Sigurjónsson Höfundur er rekstrarhagfræðingur og fv. þingmaður. Orkupakkinn – Hvað er það versta sem gæti gerst? Það er skortur á lamba- kjöti á Íslandi, svo undarlega sem það kann að hljóma. Engu að síður er þetta stað- reynd. Ekki svo að skilja að ástæðan fyrir þessum „vanda“ sé sú að ekki séu nægar birgðir lambakjöts í landinu. Vandinn er nefni- lega af annarri tegund, en samt heimatilbúinn. Lambakjöt er nokkuð eftirsótt vara, ekki síst lambahryggurinn, en það er sú afurð lambsins sem lang- mest spurn er eftir meðal neytenda. Hingað til hefur innanlandsframleiðslan dug- að vel til að sinna innlendri eftirspurn árið um kring. Nokkrar afurðastöðvar fluttu hins vegar umtals- verðan hluta af lamba- hryggjum sem féllu til við sláturtíð 2018 úr landi, bæði ferska og frosna, á verði sem er langt undir því verði sem innlendri verslun stendur til boða. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var meðalskilaverð á frosnu hryggjunum 879 kr./kg, en örlítið hærra á þeim fersku. Það verð sem versluninni hefur staðið til boða var þá a.m.k. tvöfalt þetta verð. Nú er svo komið að skortur er á innlendum lambahryggjum, þegar fjórir mánuðir eru þar til sláturtíð hefst á ný. Á sama tíma hafa afurðastöðvar ýmist boð- að verulega verðhækkun á þeim hryggjum sem á annað borð eru til, skömmtun, að viðskiptin verði skilyrt eða einfaldlega að pöntunum sé hafnað. Það skal tekið fram að flestar afurðastöðvar hér á landi eru í eigu bænda, ekki síst sauðfjárbænda. Einstök aðildarfyrirtæki SVÞ hafa þegar sent beiðni til atvinnu- og nýsköpunar- ráðuneytisins, þar sem óskað er eftir því að tollfrjáls inn- flutningur á lambahryggjum verði heimilaður, til þess að unnt verði að anna eftirspurn neytenda eftir vörunni og koma í veg fyrir umtalsverða verðhækkun á lamba- kótelettum í sumar. Það verð- ur fróðlegt að sjá viðbrögð ráðuneytisins við þessari sjálfsögðu ósk. Í því svari munu birtast viðhorf stjórn- valda í kjölfar nýgerðra kjarasamninga, til þess hvort vegi þyngra heildarhagsmunir íslenskra neytenda eða sérhagsmunir af- urðastöðva, sem notað hafa skattfé til þess að niðurgreiða lambakjöt til erlendra neyt- enda og ætla síðan að hækka verð á ís- lenska neytendur vegna heimatilbúins skorts. Lambakjöts- skortur á Íslandi Eftir Andrés Magnússon Andrés Magnússon » Skortur er á innlendum lambahryggjum, þegar fjórir mánuðir eru þar til sláturtíð hefst á ný. Höfundur er framkvæmdstjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.