Morgunblaðið - 04.05.2019, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019
Það er ekki ofsögum
sagt að Sjálfstæðis-
flokknum líði illa með
orkupakka 3; afar afar
illa. Kommissarar
sneiða agúrkuna af
brusselskri þolinmæði.
Efi vex með þjóðinni en
Brussel forherðist.
Orkupakkar 4 og 5 á
leiðinni. Orkukommiss-
ari Brussel sagði á á
dögunum að „… neit-
unarvald einstakra ríkja [í orku-
málum] sé algjörlega úrelt fyr-
irkomulag.“
Afsalssinnar segja að þjóðin verði
að stimpla gjörninginn vegna EES.
Menn spyrja af hverju en engin svör
berist. Það sagt að þjóðin sé með belti
og axlabönd; glímunni við afsalssinna
sé slegið á frest þar til dagur upp-
gjörs rennur upp á Alþingi. Þjóðin
verði að beygja sig í duftið fyrir
Brussel og afsalssinnum til að halda í
EES. Kunnur afsalssinni talar um
„lofsverða blekkingu“ ráðherra. Það
er skálað og hlegið í kjallaraholum
Viðreisnar yfir angist fólksins sem
vill koma í veg fyrir framsal auðlinda
þjóðar sinnar. Innan þriggja ára skal
þjóðin fjötruð við garðann í Brussel,
að sögn Þorsteins Pálssonar. Afsalss-
innar hlæja og skála fyrir síðbúinni
hefnd fyrir Icesave.
Veröld afsalssinna er sömu gerðar
og veröld Brussel. Þjóðir eru bjarg-
arlausir leiksoppar Brussel svo sem
sjá má af örlögum Breta í Brexit.
Evrópa er leiksoppur nafnlausra
kommissara sem ýta álfunni jafnt og
þétt út í myrkur ótta og upplausnar.
Íslenska þjóðin er leiksoppur Brussel
þar sem afsalssinnar lofa „lofsverðar
blekkingar“ til þess að ýta þjóðinni út
í brusselskt myrkur vélaðri í glugga-
lausum kjallaraholum. Valdið hefur
verið tekið af fólkinu.
Mennirnir sem leiddu okkur inn á
Evrópska efnahagssvæðið, Davíð
Oddsson og Jón Baldvin Hannibals-
son, segja að þjóðin geti hafnað O3 án
þess að hvorki EES né veröldin
hrynji. Við bara segjum nei og lífið
heldur áfram. Það er
réttur okkar að segja
nei. Ótti við nei er
hættulegur samstarfi
okkar, sagði ágætur
lögfræðingur í vikunni.
Ásælni í auðlindir
Tómas Ingi Olrich
hefur bent á að íslenskt
forræði sé ekki tryggt.
Forræðið sé evrópskt
þvert á það sem ráða-
menn halda fram.
Styrmir Gunnarsson
hefur bent á erlenda ásælni í orkuna.
Búið sé að selja svissnesku félagi
12,7% hlut í HS-Orku sem sé nátengt
bresku félagi sem vill leggja sæ-
streng til Evrópu. Félagið heitir Atl-
antic Super Connections. Félagið
gumar af nánum tengslum við ís-
lenska ráðherra. Hvaða ráðherra?
Styrmir segir ennfremur að ástralskt
félag sé að kaupa 53% hlut í HS-
Orku. Móðurfélagið sé til rannsóknar
í Þýskalandi fyrir skattsvik. Í of-
análag bendir Styrmir á strategísk
jarðakaup og verið sé að „safna“ smá-
virkjunum vítt og breitt um landið.
„Synjun nú er mikilvægari en Ice-
save,“ segir Guðni Ágústsson sem
ásamt Frosta Sigurjónssyni leiðir
andóf framsóknarmanna. Ögmundur
Jónasson og Hjörleifur Guttormsson
bera uppi andóf vinstri grænna. Har-
aldur Ólafsson og Heimssýn eru á
vaktinni. Þúsundir taka þátt í and-
ófinu. 3. pakkann verður að stöðva.
Glóbalistar safnast víðar saman
bak við luktar dyr í kjallaraholum.
Kristinn Pétursson, fv. alþing-
ismaður, hefur upplýst að búið sé að
framselja vald um úthlutun kvóta á
Íslandsmiðum til Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins. Það hafi verið gert í
kjallaraholum glóbalskra búrókrata.
Er svo? Ef svo er þá er það galið
framsal á valdi, launráð og svik við
þjóðina.
Hjartað hvorki í takt
við þjóð né flokksmenn
Sjálfstæðisflokkurinn var stofn-
aður um íslenskt fullveldi og varðaði
leiðina til sjálfstæðis. Sjálfstæðis-
flokkurinn varðaði leið frelsis með
lýðræðisþjóðum gegn helsi komm-
únista. Sjálfstæðismenn stöðvuðu vit-
leysuna þegar vinstrimenn ætluðu að
sparka Varnarliðinu úr landi. Sjálf-
stæðisflokkurinn leiddi þjóðina í land-
helgisstríðunum gegn Bretum og
stóð órofa vakt um fiskimiðin gegn
ásælni Brussel. Sjálfstæðisflokkurinn
kom Íslandi í A+ flokk og það voru
sjálfstæðismenn sem með neyð-
arlögum leiddu björgun þjóðar í
hruninu.
Hjarta Sjálfstæðisflokksins sló í
takt við hjarta þjóðarinnar þar til fyr-
ir áratug þegar flokkurinn beygði sig
í duftið fyrir samfóistum og sam-
þykkti daður þeirra við kommissara í
Brussel fyrir setu í ríkisstjórn á
dauðadeild. Þá hóf ég að sækja fundi í
Valhöll. Grasrót flokksins stöðvaði
vitleysuna. Svo bilaði Sjálfstæðis-
flokkurinn á lokametrum Icesave og
hneigði sig fyrir Jóhönnu og Stein-
grími. Í áratug hefur skítalyktina af
samfóistum og búrókrötum lagt um
ganga Valhallar. Ekki er hlustað á
áhyggjur þjóðarinnar né 91% lands-
fundarfulltrúa sem sögðu nei takk.
„Eitthvað er rotið innan Danaveld-
is.“ Hamlet var leiksoppur grimmra
örlaga og galt launráð svikulla með
lífi sínu. Hjarta Sjálfstæðisflokksins
slær hvorki í takt við þjóð né flokks-
menn. Sjálfstæðisflokkurinn stýrir
ekki lengur þjóðarskútunni. Sjálf-
stæðisflokkurinn er leiksoppur
samfóista og brusselskra kómizara.
Forysta og þingflokkur eru að fremja
pólitískt harakiri. Þetta endar illa; af-
ar afar afar illa fyrir flokk og þjóð
nema forystan hlusti á fólkið sitt og
taki nýjan kúrs.
„Út vil ek,“ sagði Snorri. Út vil ek.
Af leiksoppum samfóista
og kómizara
Eftir Hall Hallsson » Þetta endar illa; afar
afar afar illa, fyrir
flokk og þjóð nema for-
ystan hlusti á fólkið sitt
og taki nýjan kúrs.
Hallur Hallsson
Höfundur er fréttamaður.
h.hallsson@simnet.is
Í þessari grein vil ég
minna á baráttu Guð-
rúnar Einarsdóttur,
frænku minnar og dótt-
ur Einars Péturssonar,
sem árið 1913 var m.a.
þekktur fyrir að róa
um Reykjavíkahöfn á
litlum kappróðrabáti
með hvítbláa fánann á
stöng.
Þegar Guðrún var 82
ára fékk hún bréf frá Trygg-
ingastofnun ríkisins inn um bréfa-
lúguna. Þar var henni tilkynnt að nú
þyrfti hún að lifa af 53.354 krónum á
mánuði. Ástæðan var sú að hún var
vistuð á Vífilsstaðaspítala vegna
veikinda í það langan tíma að lífeyr-
isgreiðslur hennar höfðu einhliða
verið felldar niður. Viðbrögð frænku
minnar við þessum fréttum voru
þau að hún boðaði til fjölmiðla-
fundar þar sem hún tilkynnti. „Ég
ætla ekki að fara á vasapeninga, það
eru mannréttindabrot“.
Viðbrögð hennar við bréfinu frá
Tryggingastofnun fengu mikla um-
fjöllun og þann 11. maí 2015 átti hún
fund með þáverandi félags- og hús-
næðismálaráðherra, Eygló Harð-
ardóttur, um afnám svokallaðs vasa-
peningafyrirkomulags.
Fyrirkomulagið felur
það í sér að réttur
aldraðra til ellilífeyris
fellur niður þegar ein-
staklingur flytur inn á
dvalar- eða hjúkr-
unarheimili en í stað-
inn fær viðkomandi
vasapeninga sem eru
að hámarki nokkrir
tugir þúsunda króna á
mánuði.
Í kjölfar þessa
merkilega fundar var
skipaður starfshópur
um afnám vasapeningafyrir-
komulagsins. Því miður hefur hóp-
urinn aldrei skilað neinum nið-
urstöðum. Þegar núverandi félags-
og jafnréttismálaráðherra var
spurður um afrakstur starfshópsins
kom fram að vinna hópsins væri enn
á undirbúningsstigi. Með öðrum
orðum, stjórnvöld hafa akkúrat ekk-
ert gert í málinu.
Flokkur fólksins ætlar að halda
baráttu Guðrúnar áfram og hefur
lagt fram þingmál til breytinga á
lögum um málefni aldraðra þar sem
umrætt vasapeningafyrirkomulag
verður afnumið. Hljóti það sam-
þykki mun lífeyrisþegi sem flytur á
dvalar- eða hjúkrunarheimili halda
óskertum lífeyris- og bótagreiðslum
frá Tryggingastofnun ríkisins.
Flokkur fólksins telur það grund-
vallarmannréttindi að aldraðir njóti
áfram lögbundins fjárræðis og sjálf-
ræðis síns þrátt fyrir að vera á dval-
ar- eða hjúkrunarheimili.
12. sept. 2014 skrifaði Guðrún op-
ið bréf til Bjarna Benedikssonar
fjármálaráðherra þá og nú, þar sem
hún spurði m.a. hvenær ríkis-
stjórnin ætlaði að leiðrétta skerð-
ingu á framfærslu frá Trygg-
ingastofnun ríkisins. Hún endaði
bréfið með því að skrifa: „Ég, Guð-
rún Einarsdóttir, spyr yður, hvað
eruð þér að hugsa? Eða vitið þér
ekkert um þetta? Það er til skamm-
ar að slík árás skuli gerð á okkar
kynslóð sem ól ykkur upp! Hvernig
er hægt að ætlast til að við höldum
lífi?“ Og svo: „Nú þarf að virkja alla
eldri borgara. Þeir verða núna að
standa upp og láta í sér heyra. Ann-
ars gerist ekki neitt.“
Guðrún Einarsdóttir og afnám
vasapeningafyrirkomulagsins
Eftir Sigurjón
Arnórsson
Sigurjón Arnórsson
»Nú þarf að virkja
alla eldri borgara.
Þeir verða núna að
standa upp og láta í
sér heyra. Annars
gerist ekki neitt.
Höfundur er framkvæmdastjóri
og ritari Flokks fólksins.
sigurjonarnorsson@althingi.is
olympium 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda
Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem
eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn.
8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu.
Einnigmikið úrval aukabúnaða.
Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400
Austurvegur 69 - 800 Sel foss
Lónsbakk i - 601 Akureyr i
Só lvang i 5 - 700 Eg i lsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn . is // www. jotunn . is
maxipodium 500
Hestakerrur frá Fautras
maxipodium 500
Húsnæðismálin voru
eitt af átakamálum ný-
gerðra kjarasamninga.
Mikill vilji hefur komið
fram hjá stjórnvöldum
að taka myndarlega á
þessum málum. Lífs-
kjarasamningur ríkis-
stjórnarinnar er í 45
liðum og nokkrir
þeirra snúa að hús-
næðismálum sér-
staklega. Heimilt verður að ráðstafa
3,5% lífeyrisiðgjaldi til húsnæðis-
kaupa (hámark 273.000 kr. pr. ár).
Heimild til ráðstöfunar séreignar-
sparnaðar verður framlengd um tvö
ár. Talað er um að ríki og sveitar-
félög muni stuðla að verðstöðugleika
með því að hækka ekki gjaldskrár
umfram 2,5% árið 2020. Vonandi
munu sveitarfélög beita svipaðri
varúð í álagningu á fasteignaskatta
sem hafa hækkað mjög umfram aðra
skattheimtu og opinber gjöld.
Þá skilaði starfshópur á vegum fé-
lagsmálaráðherra 13 tillögum til að
auðvelda ungu fólki og tekjulágum
að eignast húsnæði. Nokkrar af
þessum tillögum gera ráð fyrir
endurbótum á núverandi heimildum
en einnig eru lögð til ný og áhuga-
verð úrræði. Þannig er gert ráð fyrir
að fyrstu kaupendum verði boðið
upp á startlán eða eiginfjárlán allt
eftir greiðslugetu sem lækkar veru-
lega greiðslubyrði tekjulágra. Þá er
opnað á að ungt fólk fái frestun á
greiðslu námslána. Einnig að boðið
verði upp á millistig kaups og leigu í
formi búseturéttar, kaupleigu eða
meðeignar. Allt eru þetta forvitni-
legar nýjungar sem mikilvægt er að
útfærðar verði með markvissum
hætti á næstu vikum og mánuðum.
Ég hefði gjarnan viljað sjá einn
þátt í viðbót, bæði í lífskjarasamn-
ingi ríkisstjórnarinnar og í tillögum
starfshópsins. Það væri viljayfirlýs-
ing sveitarfélaga um að auka fram-
boð á byggingarlóðum á hagkvæmu
verði þar sem ekki væru gerðar
kröfur til kjallara eða stórra íbúða
eins og er nokkuð algengt í dag.
Stóraukið framboð byggingarlóða
fyrir hagkvæmt húsnæði er besta og
einfaldasta leiðin til að auka framboð
á húsnæði sem mikil spurn er eftir.
Þannig er best komið til móts við
fyrstu kaupendur og tekjulága.
Þeir tveir grunnþættir sem skipta
mestu máli varðandi húsnæðismark-
aðinn eru annars vegar framvinda
fólksfjölda og hins vegar hvernig al-
mennri efnahagsþróun verður hátt-
að í landinu. Þar með talin þróun
kaupmáttar. Sé horft á tvær grunn-
stærðir, fólksfjölda og fjölda íbúða í
landinu, er hægt að reikna út mjög
einfaldan mælikvarða
sem er fjöldi íbúa á
íbúð. Þetta hlutfall var
í kringum 2,7 fyrir 25
árum en lækkaði svo
jafnt og þétt til ársins
2008 niður í 2,43 eða
svo. Síðan þá hefur
þetta hlutfall hækkað
aftur og var í byrjun
þessa árs um 2,54.
Samkvæmt tölum Eu-
rostat var þetta hlutfall
2017 um 2,3 fyrir Evr-
ópusambandslöndin 28. Ef við horf-
um á þær nágrannaþjóðir, sem við
berum okkur oft saman við, þá var
þetta hlutfall um 1,9 í Svíþjóð, um
2,0 í Danmörku og 2,1 í Finnlandi.
Með lýðfræðilegar breytingar í
huga, sterka árganga af ungu fólki
sem koma inn á vinnumarkaðinn og
að fólk eignast almennt börn síðar
en áður, má færa að því rök að eðli-
legt hlutfall á Íslandi gæti verið í
kringum 2,2. Sé það rétt ályktað
vantar hvorki meira né minna en
20.000 íbúðir á markaðinn. Stór hluti
íbúafjölgunar landsins er starfsfólk
sem flytur búferlum til Íslands í leit
að betri kjörum. Til samanburðar
hafa sérfræðingar á húsnæðismark-
aði verið að meta að uppsöfnuð hús-
næðisþörf sé á bilinu 5-10.000 íbúðir.
Það er áhugavert að sjá á meðfylgj-
andi mynd að þrátt fyrir algjört
hrun 2008 fækkaði landsmönnum
einungis einu sinni og var það árið
2010 þegar fækkaði um 2.000 manns.
Fjölgun íbúða árið 2017 var 1.700
íbúðir og á síðasta ári fjölgaði þeim
um 2.400. Það er því ljóst að bygg-
ingariðnaðurinn þarf að gera mun
betur. Jafnframt þarf hann að leggja
áherslu á hagkvæmt húsnæði. Til að
lífskjarasamningar ríkisstjórnar-
innar og tillögur starfshóps félags-
málaráðherra nái fram að ganga er
nauðsynlegt að sveitarfélögin í land-
inu vinni markvisst að því að bjóða
upp á byggingarlóðir sem henta fyr-
ir hagkvæmt húsnæði þannig að
tryggt sé framboð á lóðum fyrir upp-
byggingu alla vega 3.500 íbúða á ári
næstu sjö árin.
Lífskjarasamning-
ar – húsnæðismál
Eftir Guðbrand
Sigurðsson
» Sveitarfélög þurfa
að auka framboð
á byggingarlóðum
fyrir hagkvæmt hús-
næði samhliða því að
byggingariðnaðurinn
leggi meiri áherslu
á slíkar íbúðir.
Guðbrandur Sigurðsson
Höfundur er matvælafræðingur
og MBA.
gudbrandur.sigurdsson@gmail.com