Morgunblaðið - 04.05.2019, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019
✝ RagnheiðurGuðmunds-
dóttir fæddist á
Núpi í Fljótshlíð
15. júní 1924. Hún
lést 25. apríl 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Guð-
mundur Guð-
mundsson, bóndi á
Núpi, f. 5. október
1883, d 11. apríl
1970, og Katrín
Jónasdóttir, húsfreyja á Núpi,
f. 1. febrúar 1896, d, 6. októ-
ber 1983.
Ragnheiður var næstelst í
11 systkina hópi. Systkini
hennar eru: Guðmunda, f. 28.
apríl 1923, d. 2011, Matthildur,
f. 1. nóvember 1925, d. 2002,
Kristin, f. 18. febrúar 1927,
Jónas, f. 4. júní 1928, d. 2004,
Sigurður, f. 26. maí 1930, d.
2012, Sigursteinn, f. 30. júní
1931, d. 2004, Sigríður, f. 14.
júní 1935, Auður, f. 25. júlí
1936, d. 2018, og Högni, f. 30.
júní 1938. Uppeldissystir er
Unnur, f. 10. júlí 1935, d. 2015.
Ragnheiður ólst upp á Núpi
í Fljótshlíð og gekk í barna-
skóla Hvolhrepps.
Ragnar Páll. b) Magnús Ragn-
ar, í sambúð með Lenu Ziel-
inski, barn þeirra er Matthias.
c) Ragnheiður Ósk, í sambúð
með Gísla R. Gíslasyni. 3) Ein-
ar Grétar, f. 9. september
1951, í sambúð með Benediktu
Steingrímsdóttur, f. 11. mars
1953. Synir þeirra eru: a)
Steingrímur Þór, kvæntur
Ingu V. Gísladóttur, börn
þeirra eru Einar Hjalti og Þór-
ey Stella. b) Magnús Þór, í
sambúð með Björk Guðnadótt-
ur, börn þeirra eru Emilía Sif
og Guðni Veigar. 4) Hanna, f.
22. febrúar 1959, gift Bjarna
S. Hjálmtýssyni, f. 2. maí 1957.
Dætur þeirra eru: a) Alma gift
Stefáni N. Guðmundssyni,
börn þeirra eru Alexander Þór
og Aníta Þyri, b) Fanney í
sambúð með Daníel Kristjáns-
syni, barn þeirra er Hanna
Lind.
Ragnheiður var húsfreyja á
Kotmúla í Fljótshlíð og stund-
aði þar búskap ásamt Magnúsi
til ársins 1971 er þau brugðu
búi og fluttu á Hvolsvöll.
Ragnheiður stundaði vinnu
hjá Prjónastofunni Sunnu og
síðan hjá Sláturfélagi Suður-
lands fram að starfslokum.
Síðustu árin dvaldi hún á Dval-
arheimilinu Kirkjuhvoli.
Útför Ragnheiðar fer fram
frá Breiðabólstaðarkirkju í
Fljótshlíð í dag, 4. maí 2019,
klukkan 14.
Ragnheiður
giftist 31. desem-
ber 1944 Magnúsi
Einarssyni, f. 13.
maí 1919, d. 4. júní
1992. Börn þeirra
eru: 1) Sigríður
Ingunn, f. 11. júlí
1945, gift Jóni
Óskarssyni, f. 22.
febrúar 1943.
Börn þeirra eru: a)
Ragnheiður, gift
Páli Elíassyni, börn þeirra eru
Þórir Már, í sambúð með Guð-
nýju H. Guðmundsdóttur, barn
þeirra er Heiður María. Sigrún
Ingunn er í sambandi með
Birgi Björgvinssyni. b) Magnús
Bjarki, kvæntur Anu Mehto-
nen, börn þeirra eru Jón Daní-
el, Salka María og Jóel Óskar.
c) Óskar, kvæntur Kristínu H.
Leifsdóttur, börn þeirra eru
Leifur Andri, sonur hans er
Bjarki Freyr, og Lovísa
Amelía. 2) Guðmundur, f. 5.
janúar 1948, kvæntur Helgu B.
Pálsdóttur, f. 16. júní 1949.
Börn þeirra eru: a) Páll Björg-
vin kvæntur Hildi Ý. Gísladótt-
ur, börn þeirra eru Berg-
steinn, Katrín Björg og
Ég vil minnast móður minnar
sem einstaklega ljúfrar og
skemmtilegrar manneskju. Það
var ávallt stutt í hláturinn og sá
hún spaugilegu hliðarnar á hlut-
unum.
Fjölskylduferðirnar okkar í
Hrífunes þar sem tekið var í spil,
það þótti mömmu gaman og þó
sérstaklega ef hún vann (svindl-
aði kannski smá), þá hló hún mik-
ið og gerði góðlátlegt grín að
okkur hinum.
Einnig haustferðirnar á
Emstrur, það var ávallt tilhlökk-
un í marga daga áður og nutu
bæði pabbi og mamma þeirra
ferða með okkur systkinum og
börnum ekki síður en við með
þeim.
Þau voru ófá skiptin sem við
komum til mömmu og pabba í
Litlagerðið og fengum að gista
og var það alltaf sjálfsagt og vel
tekið á móti okkur, stelpunum
mínum þótti gaman að heim-
sækja ömmu og afa og nutu góðs
af að alast upp með þeim.
Mamma var einstök handa-
vinnukona og gerði hún mörg
listaverkin alveg fram undir það
síðasta, þær eru ekki ófáar lopa-
peysurnar sem hún hefur prjón-
að bæði fyrir ættingja og einnig
tók hún að sér að prjóna til sölu.
Hún kenndi mér að prjóna er ég
var mjög ung og hef ég notið
góðs af því, eins og svo mörgu
öðru.
Mömmu þótti gaman að
ferðast og fóru þau pabbi um
landið er fór að hægjast um hjá
þeim, ég var alltaf fegin er þau
komu heim því ferðasagan var
hvað mamma taldi margar kýr á
bæjunum og pabbi að kíkja eftir
slætti, svo maður ímyndaði sér
að athyglin við akstur hafi ekki
alveg verið sem best.
Einnig naut mamma þess að
ferðast erlendis er tími gafst til
þess og fór hún margar ferðir
með vinkonum sínum eftir að
pabbi féll frá, og hafði gaman af,
sagði okkur ferðasögur og upp-
lifði ferðina aftur.
Við fjölskyldan og systkini vilj-
um þakka starfsfólki Kirkjuhvols
einstaka umönnun og alúð á með-
an mamma dvaldi þar sem íbúi.
Elsku mamma, þakka þér fyr-
ir allt, ég veit þú ert komin þang-
að sem þér líður vel, hjá pabba og
systkinum þínum og þið systkin-
in farin að hlæja og gantast sam-
an eins og ykkur var einum lagið.
Þín dóttir
Hanna.
Móðir mín ólst upp í stórum
systkinahópi í austurbænum á
Núpi í Fljótshlíð. Alltaf þegar
systkinin hittust varð maður þess
var hversu mikil glaðværð og
jafnvel prakkaraskapur hafði
verið í uppeldi þeirra. Foreldrar
mínir giftu sig á gamlársdag 1944
og hófu búskap skömmu eftir
áramótin í Vestmannaeyjum þar
sem þau höfðu jafnvel í huga að
setjast að til frambúðar. Vorið
1945 losnaði ríkisjörðin Kotmúli í
Fljótshlíð og tóku þau hana á
leigu og bjuggu þar næstu 26 ár-
in. Þau endurnýjuðu næstum öll
hús á jörðinni á þessum tíma og
ræktuðu hvern lófastóran blett
sem hægt var að rækta. Til að
geta leyft sér meira sótti faðir
minn oft vinnu utan heimilis og sá
móðir mín þá um búskapinn með
okkur systkinunum.
Eftir að þau fluttu á Hvolsvöll
tóku þau þátt í ásamt fimm öðr-
um fjölskyldum að byggja 30
hesta hesthús á Hvolsvelli og
leggja þar með grunn að þeirri
öflugu hestamennsku sem hefur
verið þar síðan. Hún hafði þá
mjög gaman af að fara í útreiðar-
túra og sjá um hestana.
Móðir mín sat sjaldan auðum
höndum og eru þau mörg lista-
verkin sem hún hefur unnið í
höndunum prjónuð, hekluð og
saumuð út. Sem dæmi nefni ég
altarisdúk sem hún gaf Breiða-
bólstaðarkirkju.
Hún hafði alla tíð mjög gaman
af að ferðast og þegar hægðist
um fór hún að ferðast meira og
eignaðist í þeim ferðum marga
góða vini.
Að lokum vil ég fyrir hönd
okkar systkinanna færa öllu
starfsfólki á Kirkjuhvoli innilegt
þakklæti fyrir frábæra umönnun
og ljúft og gott viðmót þau ár
sem hún hefur átt heimili þar.
Einar Grétar Magnússon.
Sumardagurinn fyrsti var að
kvöldi kominn er tengdamóðir
mín, Ragnheiður Guðmunds-
dóttir, kvaddi eftir stutta rúm-
legu, hafði hún dvalið á Kirkju-
hvoli síðastliðin ár og leið vel,
talaði óspart um það hvað færi
óskaplega vel um sig og hún hefði
það gott, og hvað starfsfólkið þar
væri dásamlegt.
Ragnheiði kynntist ég er ég
kom inn á heimili þeirra hjóna
Magnúsar og Ragnheiðar sem
tilvonandi tengdasonur þeirra.
Er mér minnisstæð ein af fyrstu
máltíðum sem ég naut hjá þeim,
er borinn var fram grjónagraut-
ur og vel útilátið af rúsínum.
Ragnheiður hafði spurt Hönnu
dóttur sína hvort mér þætti góð-
ur grjónagrautur og svaraði hún
því játandi, „með miklum rúsín-
um“ sem Hanna vissi að ég var
ekki hrifinn af. Ragnheiður spar-
aði ekki rúsínuskammtinn til að
gera vel við tilvonandi tengdason,
var það vandræðalegt augnablik
er ég fór að tína rúsínurnar út
grautnum og skildi Ragnheiður
ekkert í þessu, en dóttirin hafði
gaman af. Við Ragnheiður urðum
miklir vinir upp frá þessu. Þótti
mér vænt um er ég kom til Ragn-
heiðar núna síðustu mánuði og
hún aðeins farin að tapa minni er
hún sagði: „Nei Bjarni minn, ert
þú kominn?“
Margt dreif á dagana er þau
Magnús og Ragnheiður bjuggu í
Litlagerði, útilegur, fjallaferðir,
leikhúsferðir, kaffi- og matarboð,
og margt annað sem gert var sér
til gamans og skemmtunar, og
var Ragnheiður þar ávallt með
okkur og hrókur alls fagnaðar og
nutum við þess að vera í návist
hennar, börn og fullorðin.
Eins og gangur lífsins er kveð-
ur fólk er tími þess kemur. Vil ég
sérstaklega þakka Ragnheiði fyr-
ir yndislegt viðmót og frábær
kynni; glæsileg kona sem stóð sig
með einstakri prýði, komin vel á
95. aldursárið, ávallt brosandi og
kát, og kann ég henni þakkir fyr-
ir hlýlegt viðmót og góða sam-
veru.
Takk Ragnheiður.
Þinn tengdasonur,
Bjarni.
Elsku amma mín, það er tóm-
legt að mæta í vinnuna á Kirkju-
hvoli, engin amma til að knúsa,
spjalla og gantast. Þú undirbjóst
okkur öll vel áður en þú kvaddir,
samt er erfitt að trúa að þú sért
farin, en nú hefur þú það gott hjá
afa.
Elsku amma, takk fyrir að
hafa verið til staðar fyrir mig og
mína. Það eru forréttindi að eiga
svona yndislega ömmu eins og þú
varst, það verður aldrei fullþakk-
að. Oft og mörgum sinnum leitaði
ég til þín um aðstoð, t.d. með
pössun fyrir Sigrúnu Ingunni
okkar þegar við vorum upptekin
við vinnu. Það voru sæludagar
þegar amma lang ætlaði að sækja
í leikskólann það sem hún hlakk-
aði til, þá fengi hún soðna ýsu í
matinn og svo færuð þið í göngu-
túr eða leika saman. Þið voruð
svo miklar perluvinkonur allt til
enda. Ég gæti talið endalaust
upp hvað við brölluðum saman en
ég geymi það fyrir mig. Þú þakk-
aðir það mikið oft hvað þú varst
heppin að komast inn á Kirkju-
hvol og tókst þannig til orða: Ég
get bara ekki fullþakkað það
hvað ég er lánsöm að fá að eiga
heima hér yndislegt heimili og
dásamlegt starfsfólk. Þar vorum
við mikið sammála, mikið leið
mér vel að vita af þér þar, þér leið
svo vel og allir svo mikið góðir við
þig. Og þú varst ekki að spara
það að þakka þeim fyrir og
dásama þau og ég tala nú ekki
um heimilisfólkið, allir svo góðir
vinir þó að þú hafir nú átt eina
sérstaklega góða vinkonu, hana
elsku Gunnu okkar, blessuð sé
minning hennar. Þið áttuð ynd-
islegar stundir, gaman þótti okk-
ur að fylgjast með ykkur þegar
þið hittust stundum á kvöldin og
skáluðuð aðeins saman. Þið voruð
dásamlegar saman og nú eruð þið
báðar komnar í hvíldina, nánast
samferða, sannar vinkonur.
Ég vil enda þetta með að
þakka ykkur, elsku starfsfólk
Kirkjuhvols. Takk fyrir að hugsa
um ömmu eins og ykkar væri.
Elsku amma, Guð geymi þig og
varðveiti, knúsaðu afa frá mér.
Þín nafna,
Ragnheiður.
Ég var svo lánsamur að ná að
hitta ömmu Ragnheiði fyrir
tveimur vikum á Kirkjuhvoli
ásamt systur minni er við vorum
á ferð á heimaslóðum okkar á
Efra-Hvoli. Var amma þá orðin
nokkuð þreytt á lífsins göngu en
það var stutt í léttleikann og að
venju var hún áhugasöm fyrir
heimsókn okkar. „Já, er þetta
hann Palli minn,“ sagði amma
þegar við heilsuðumst og um leið
tók við afar skemmtileg og mjög
svo dýrmæt stund með ömmu.
Alla heimsóknina lagði amma sig
alla fram um að veita okkur at-
hygli og spyrja um hagi okkar og
fjölskyldu af sönnum áhuga. Þá
barst vorið einnig í tal sem þá var
að koma og með bros á vör og
glettni í andlitinu lét hún okkur
systkinin botna gamalkunna vísu
um lóuna sem er komin að kveða
burt snjóinn. Já, stutt var í húm-
orinn að venju. Þá talaði hún um
hversu þakklát hún væri fyrir
sína góðu ævi og hversu heppin
hún væri með öll börnin sín, þau
hefðu nú öll spjarað sig vel. Já,
hún amma var að sönnu stolt af
sínum og jákvæð allt fram í and-
látið, leit björtum augum á núið
og hið jákvæða í lífinu.
Þegar ég hugsa til baka man
ég ekki eftir ömmu öðruvísi. Hún
var félagslynd, ákveðin og harð-
dugleg í öllu því sem hún tók sér
fyrir hendur og lét verkin tala.
Þegar ég var lítill var oft farið í
Litlagerðið til ömmu og afa
Magnúsar í heimsókn eða veislur
sem haldnar voru með stórfjöl-
skyldunni. Þá voru ávallt á borð-
um dýrindis veitingar og margar
sortir af heimatilbúnum kökum,
kleinum, pönnukökum með sykri
eða rjóma sem í minningunni eru
þær allra bestu sem ég hef á ævi
minni fengið. Stundum fór ég
einn í heimsókn til ömmu sem
strákur og þá var ávallt tekið vel
á móti manni með bros á vör og
spurt frétta. Þegar ég sagði
henni eitthvað sem mér þótti
sjálfum mikil speki, svaraði hún
gjarnan að bragði „já, það er al-
veg satt,“ en amma notaði gjarn-
an þau orð til að taka jákvætt
undir það sem sagt var. Ógleym-
anlegar eru síðan þær ferðir sem
farnar voru með ömmu og afa,
m.a. um hálendið sem þau höfðu
sérstaklega mikla ánægju af.
Eins öll Núparaættarmótin, þar
sem amma geislaði af gleði með
systkinum sínum, fjölskyldu og
öðru ættfólki.
En síðan hefur tíminn liðið.
Eftir að við fjölskyldan fluttum
til Neskaupstaðar urðu heim-
sóknirnar til ömmu færri en áð-
ur. Við heimsóttum hana þó oft á
Kirkjuhvol þegar við vorum á
ferðinni fyrir sunnan og eiga ég
og fjölskyldan mín margar góðar
minningar frá þeim heimsóknum.
Amma lét síðan ekki eftir sér að
heimsækja okkur austur og eig-
um við fjölskyldan einnig yndis-
legar minningar frá þeim tímum,
m.a. þegar tvö elstu börnin voru
okkar fermd. Margs annars er að
minnast sem því miður plássið
leyfir ekki að fjalla um hér. Það
sem amma skilur eftir hjá mér og
efalaust fleirum er hversu mik-
ilvægt það er að vera jákvæður,
þakka fyrir það sem maður hefur
og horfa björtum augum á menn
og málefni. Minningin um ömmu
mun því lifa lengi og mörg eru
leiðarljósin sem amma kenndi
manni og vert er að fara eftir.
Svo ég vitni nú beint í ömmu hér í
lokin „þá er það alveg satt“.
Blessuð sé minning Ragnheiðar
ömmu.
Páll Björgvin
Guðmundsson.
„Má ég kalla þig ömmu?“ Þér
fannst þetta svo sniðugt, fórst að
hlæja og svaraðir auðvitað ját-
andi. Síðan eru liðin nærri 40 ár
og þú varst ávallt amma á horn-
inu. Svo yndisleg, góð og alltaf
kát og skemmtileg. Ég sótti í að
fara yfir til þín og kom oft í heim-
sókn enda bara nokkur hús á
milli okkar í Litlagerðinu. Við
Óskar vorum bestu vinir og þú
tókst alltaf opnum örmum á móti
okkur og vildir ávallt gefa okkur
mjólk og kökur, hlæja, hafa gam-
an og spyrja okkur hvað við vær-
um að bardúsa. Mér er svo minn-
isstætt eitt skiptið þegar við
vinirnir, varla meira en sex ára,
ákváðum að fara til þín en þá
höfðuð þið Magnús skroppið á
Selfoss. Við dóum ekki ráðalaus
því við vissum hvar aukalykillinn
var geymdur. Hann var hátt uppi
á vegg (að okkur fannst) á bak við
bílskúrshurðina. Við fundum
okkur hrífu og veiddum lykilinn
niður, snerum honum í skránni
og fórum inn. Þegar þið svo kom-
uð heim vorum við í leik og sögð-
umst eiga heima í húsinu ykkar.
Þetta fannst þér óskaplega
skondið og hlóst dátt með dillandi
hlátrinum þínum að þessu uppá-
tæki hjá okkur. Í seinni tíð
minntist þú stundum á þetta at-
vik og brosandi augun þín og
hláturinn ómaði um allt.
Ég kom oft til þín því mér leið
vel að vera í kringum þig, þá og
allt fram til dagsins í dag. Við
föndruðum mikið saman og töl-
uðum einhver ósköp því alltaf
höfðum við frá svo mörgu að
segja. Seinna lögðum við föndrið
til hliðar og létum nægja að tala
og hlæja saman. Þorláksmessu-
heimsóknirnar voru mér alltaf
kærar og voru þær fastur liður í
tilverunni, það komu ekki jól
nema ég væri búin að hitta ömmu
á horninu á Þorláksmessu.
Árið sem ég átti Sigríði vorum
við í Reykjavík og komumst ekki
austur svo ég hringdi bara í þig
og við hlógum í staðinn saman í
símanum. Heimsóknum fækkaði
eftir að ég eltist og flutti frá
Hvolsvelli en ég kom alltaf reglu-
lega við hjá þér því mér fannst
alltaf svo notalegt að hitta þig,
spjalla og fá hjá þér knús. Eftir
að pabbi kom á Kirkjuhvol fjölg-
aði heimsóknunum aftur. Alltaf
þegar maður birtist hjá þér og
bauð góðan daginn ljómuðu aug-
un þín og þú brostir út að eyrum
og sagðir alltaf „ert þetta
þúúúú“.
Elsku amma, það er alltaf sárt
að kveðja þá sem manni þykir
vænt um. En þú varst fyrir
nokkru síðan tilbúin að fá að fara
til Magnúsar þíns og fá hvíldina
því þú sagðist vera orðin svo
þreytt. Þú sagðir að þú værir bú-
in að eiga yndislegt líf og hefðir
ávallt verið svo heppin með allt
og alla í kringum þig að ekki
nokkur manneskja gæti beðið um
meira í lífinu. Við hin erum líka
heppin að fá að hafa haft þig í
okkar lífi. Takk fyrir að vera
amma á horninu í öll þessi ár.
Takk fyrir öll knúsin, allt spjallið,
hláturinn, samveruna og fyrir að
vera svona góð vinkona mín. Ég
geymi allar fallegu minningarnar
í hjarta mínu og hugga mig við að
vita að nú líður þér vel.
Elsku Sigga, Guðmundur,
Einar, Hanna og fjölskyldur.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra. Hvíl í friði, elsku
amma á horninu. Þín
Helena.
Þegar hugurinn hvarflar til
baka og minningar líða hjá er efst
í huga mér þakklæti, jákvæðni,
gleði og bjartsýni en það voru
áberandi eiginleikar í fari ömmu
Ragnheiðar. Í heimsóknum mín-
um til hennar undanfarin misseri
fannst mér þessir eiginleikar
hennar ennþá koma skýrt fram
þrátt fyrir að hún væri komin
hátt á tíræðisaldur. Hún var
þakklát fyrir allt stórt sem smátt
og var dugleg að láta það í ljós.
Hún var stolt af afkomendum
sínum og bjartsýn fyrir þeirra
hönd. Alltaf var stutt í bros og
dillandi hlátur. Nú veit ég ekki
hvort þessir eiginleikar voru
henni meðfæddir eða ákveðin
lífsgildi sem hún kaus að tileinka
sér. Eitt er þó víst, að með því að
sýna þessa eiginleika í verki á
einlægan hátt var hún góð fyrir-
mynd og verður áfram til fram-
tíðar.
Í minningum mínum tók
amma alltaf alúðlega á móti mér
þegar ég heimsótti hana. Hún
hvatti mig áfram í leik og starfi
og sýndi mér áhuga. Hún var
ákaflega félagslynd og naut sín
svo vel á mannamótum að eftir
var tekið. Oft kynnti hún mig
með stolti sem „Ragnheiði Guð-
mundsdóttur yngri“ og hún
brosti hringinn þegar hún hlust-
aði á mig spila á hljóðfæri. Hún
hafði þann hæfileika að láta
manni líða eins og maður skipti
máli og væri dýrmætur.
Heima hjá ömmu í Litlagerð-
inu var hún með innrammaðan
texta um nafnið okkar. Ég man
að hún las textann fyrir mig þeg-
ar ég var yngri en þar stóð meðal
annars að Ragnheiður merkti
„björt og goðum lík“ og „hlátur
hennar er eins og fegursti
klukknahljómur“. Hún sagði mér
að henni þætti þessi texti svo fal-
legur og í dag þegar ég hugsa til
baka var hún einmitt nákvæm-
lega svona, björt og hláturmild.
Ég er þakklát fyrir samfylgd
okkar ömmu, skilyrðislausa
væntumþykju sem hún ávallt
Ragnheiður
Guðmundsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
LILJA BERGEY GUÐJÓNSDÓTTIR,
sjúkraliði,
Arnarhrauni 31, Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 29. apríl.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 13. maí
klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Minningar- og styrktarsjóð
Guðjóns Magnússonar og Guðrúnar Einarsdóttur.
Reikningsnr. 0544-14-800108, kt. 510303-3420.
Árni Guðjónsson
Guðjón Ingi Árnason Hafdís Stefánsdóttir
Magnús Árnason Ragnheiður E. Ásmundsdóttir
Jónas Árnason Berglind Adda Halldórsdóttir
barnabörn og langömmubarn