Morgunblaðið - 04.05.2019, Side 30

Morgunblaðið - 04.05.2019, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019 ✝ GuðmundurÞorsteinsson fæddist 19. mars 1928 í Efri-Hrepp, Skorradal, Borgarfjarðar- sýslu. Hann lést 20. apríl 2019 á Heil- brigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Foreldrar hans voru hjónin í Efri- Hrepp, Þorsteinn Jónsson, f. 25. júní 1886, d. 15. apríl 1967, og Guðrún Jóhanna Guðmunds- dóttir, f. 30. júní 1896, d. 14. september 1967. Systkini Guðmundar voru Aðalheiður, f. 1917, d. 2008; Ein- ar, f. 1919, d. 1982, og Guðjón, f. 1933, d. 2012. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar er Gyða Bergþórs- Leó. c) Gyða Björk f. 1991, maki Viðar Engilbertsson, börn Stef- anía Líf og Ingunn Dís. Guðmundur og Gyða áttu heimili á Efri-Hrepp og stunduðu fyrst hefðbundinn búskap, en síð- ar skógrækt. Guðmundur varð búfræðingur frá Bændaskól- anum á Hvanneyri árið 1947. Hann byggði mörg íbúðar- og útihús í Borgarfjarðarhéraði, áð- ur en hann aflaði sér formlegrar iðnmenntunar og varð húsa- smíðameistari árið 1975. Guðmundur átti sæti í hrepps- nefnd Skorradalshrepps í ára- tugi og var oddviti um tíma. Hann sinnti einnig mörgum trún- aðarstörfum fyrir sveitarfélagið, þ.m.t. skipulags-, bygginga- og skólamálum. Guðmundur var formaður Skógræktarfélags Borgarfjarðar um skeið og var einnig virkur í öðru félagsstarfi í Borgar- fjarðarhéraði. Um aldamótin 2000 byggðu þau hjónin hús á Akranesi og bjuggu þar síðan. Útför Guðmundar fer fram frá Reykholtskirkju í dag, 4. maí 2019, klukkan 13. dóttir, fyrrverandi skólastjóri, f. 6. apríl 1929. Börn Guðmundar og Gyðu eru: 1) Guð- rún Jóhanna, f. 1953, maki Jóhann- es Guðjónsson. Börn þeirra: a) Gauti f. 1979, maki Therese Ahlepil, börn Elsa María, Eyja Rún og Ari Freyr. b) Bjarki f. 1981, maki Daniela Cornacchia, barn Katr- ín Freyja. c) Helga Sjöfn, f. 1985, maki Jónmundur Valur Ingólfsson, börn Guðjón Valur, Una Guðrún og Jóhannes. 2) Bergþór f. 1959, maki Bryndís Rósa Jónsdóttir. Börn þeirra: a) Guðmundur Páll f. 1987. b) Jón Birkir f. 1990, maki Hildur Sif Sigurjónsdóttir, barn Bergþór Pabbi minn var ótrúlega hæfi- leikaríkur maður, hvort heldur viðfangsefnið var á sviði hugar eða handar. Fyrsta afrekið var að byggja íbúðarhús fyrir foreldra sína þegar hann var aðeins 19 ára. Í framhaldi var hann fenginn til að byggja mörg íbúðar- og úti- hús í sveitum Borgarfjarðar. Það var svo löngu síðar eða þegar hann var um fertugt að hann fór í iðnnám og varð húsasmíða- meistari. Hann og mamma tóku við búi foreldra hans í Efri- Hreppi og þau byggðu upp jörð- ina á einstakan máta. Þau hikuðu ekki við að breyta og þróa bú- skaparhætti sína eftir því sem þeim fannst heppilegt á hverjum tíma, frá hefðbundnum búskap yfir í hrossarækt, ferðamennsku og skógrækt. Núna er vaxinn upp myndarlegur skógur í Efri- Hreppi, minnisvarði um framsýni þeirra. Útsjónarsemi og hjálpsemi var honum í blóð borin, óteljandi eru verkefnin sem hann tók að sér fyrir börn sín, barnabörn og kunningja, viðhald á húsum sem gert var til að endast lengur en húsin sjálf. Allt var hægt að laga og aðlaga. Að skera út í tré var annað áhugamál og eftir hann liggja listilega gerð tréskurðarverk. Hann kenndi svo eldri borgurum útskurð fram á síðasta dag, flest- um mun yngri en hann var sjálfur. Stórt áhugamál hans á seinni árum voru rannsóknir tengdar fjölmörgum hugðarefnum hans á sviði fornleifa, sögu, jarðfræði og heilsufræði svo fátt eitt sé talið. Pabbi var sjálfmenntaður fræði- maður sem kunni að setja fram sennilegar tilgátur sem hann tengdi fjölþættri reynslu sinni í lífinu. Stærsta verkefnið í þessa veru er ritgerð hans þar sem hann set- ur fram tilgátu um að í Reykholti hafi verið gerð tilraun til húshit- unar með hveragufu á 13. öld, eða 700 árum áður en næstu sam- bærilegar tilraunir fóru fram. Þessi tilgáta er byggð á fornleifa- rannsóknum í Reykholti og sam- tímalýsingum í Sturlungu, sem oft koma þar fram með óbeinum hætti. Þessi ritgerð var birt fyrst árið 2016 og nú er búið að þýða hana yfir á ensku. Pabbi kunni að meta að íslenski jarðvarmaklas- inn tók hugmyndum hans fagn- andi og birti útdrátt úr ritgerð hans í kynningarblaði klasans. Ritgerðina tileinkaði pabbi Snorra Sturlusyni, þessi texti var skrifaður upp eftir honum stuttu áður en hann lést: „Ég tel yfirburðalíkur vera á því að umræddar framkvæmdir við tilraunir til virkjunar jarð- gufu til húshitunar í Reykholti hafi verið verk Snorra Sturlu- sonar, en öll framkvæmdin sýnir mikla hæfileika til verkstjórnar og yfirfærslu þekkingar. Hann virðist vera einn af fáum sem er sérstaklega getið að hafi verið góður verkstjórnandi, lagtækur og leiðbeinandi í verklegum framkvæmdum.“ Það má svo velta fyrir sér hvers vegna þessar tilraunir til húshitunar lögðust af, en eins og kunnugt er var Snorri Sturluson veginn árið 1241. Pabbi minn hélt andlegum eig- inleikum sínum alveg fram á síð- ustu stundu, dreifði jákvæðni sinni og gleði með mömmu og okkur afkomendum sínum ásamt öðrum ættingjum og vinum, en ekki síður starfsfólki sjúkrahúss- ins sem annaðist hann síðasta spölinn. Hann var einstakur og mikil fyrirmynd okkar sem eftir erum. Dæmi um það er þessi kveðja sem Stefanía Líf, átta ára dótturdóttir mín, skrifaði í kort sem hún bjó til og kom með til langafa síns á spítalann: „Til elsku besta afa Munda. Mig langar að vera eins jákvæð, bjartsýn, góðhjörtuð og hugrökk eins og þú. Sjáðu hjartað, það er þarna út af því að ég elska þig.“ Bergþór Guðmundsson. Komið er að kveðjustund, allt of snemma, allt of snöggt. Nýlega greindist faðir minn með ólækn- andi krabbamein og tveimur vik- um síðar var hann allur. Hann tók þeim fréttum af miklu æðru- leysi, gekk frá öllum sínum mál- um, sló á létta strengi og hélt „brospartí“ fyrir ættingja og vini. Minningar hrannast upp. Það var gott að alast upp í Hrepp. Pabbi var barngóður og laðaði að sér öll börn, vini okkar systkin- anna og síðar afkomendur okkar. Skopskyn hafði hann mikið og gerði oftar en ekki mest grín að sjálfum sér. Sjaldan fór hann troðnar slóð- ir hvorki í búskap né á öðrum sviðum. Í fjárhúsunum voru allir garðar fjarlægðir og komið fyrir sjálfvirkri fóðrunaraðstöðu mörgum áratugum áður en farið var að ræða um gagnsemi slíks. Snemma hætti hann hefðbundn- um búskap og hófst handa við skógrækt upp úr 1970 þegar slíkt var enn fátítt, hleypti hestum í skóginn til að losna við sinu, gerði áburðartilraunir og fyrir þetta tilraunastarf hlutu þau hjónin landgræðsluverðlaunin árið 2000. Skógrækt hefur verið eitt af hans helstu áhugamálum og nú er í Efri-Hrepp fallegur útivistarskógur. Við Jóhannes erum stolt af að hafa tekið þátt í þeirri vinnu frá upphafi og ekki síst eftir að við tókum við jörðinni um aldamótin. Þau hjónin voru frumkvöðlar í ferðaþjónustu bænda, voru ásamt fjórum öðr- um aðilum fyrst til að taka upp bændagistingu fyrir erlenda ferðamenn og einnig átti hann þátt í að byggja upp sumarhúsa- byggðina á Húsafelli en hann smíðaði fyrstu sumarhúsin sem þar risu. Innréttingar voru rifnar úr gamla fjósinu og því breytt í kjúklingabú og í verkfærahúsinu var sett upp hænsnabú til eggja- framleiðslu. Tilraunir voru gerð- ar með fiskeldi og alifuglarækt, tjörn var grafin við uppsprettu í garðinum og þar var hægt að veiða silung á grillið þegar gesti bar að garði. Vandinn var að fer- fættir gestir kunnu ekki síður gott að meta og þessi búgrein lagðist af eftir að einn slíkur bjó sér greni í tjarnarbakkanum og raðaði tugum dauðra silunga á bakkann. Alifuglaræktunin var enn skammlífari því eftir fyrsta sumarið kom í ljós að allar ali- gæsirnar nema ein reyndust vera karlkyns. Samtímis öllum þess- um búskapartilraunum stundaði hann ýmis störf, hvers kyns smíðar, var húsvörður, keyrði skólabíl á vetrum og ferðamenn á sumrum en bæði fóru þau hjónin í leiðsögumannsnám á fullorðins- aldri. Pabbi var sannkallaður þúsundþjalasmiður. Leitað var til hans með hin ýmsu vandamál og bilaða hluti og hagkvæmar lausn- ir voru fundnar. Þegar hægt gekk að ferma heyvagninn smíð- aði hann ýtu með lyftubúnaði sem hann festi framan á Land Rover- inn og ýtti svo heygörðunum beint upp á vagninn. Húsið í Efri- Hrepp hannaði hann og teiknaði sjálfur og byggði fyrir foreldra sína fyrir tvítugt en flutt var inn í húsið á tvítugsafmælisdegi hans. Ekki var hann langskólageng- inn en hafði botnlausan áhuga á hinum ýmsu fræðum. Áhugasvið- ið var breitt, jarðfræði, sagn- fræði, næringarfræði og hvers kyns vísindi, hann las allt sem hann komst yfir um þessi hugð- arefni sín og þegar internetið kom til sögunnar var hann fljótur að læra á tölvu og grúska á net- inu. Lagðist í sjálfstæðar rann- sóknir á ýmsum sviðum, setti fram kenningar og skrifaði fræði- greinar og að sjálfsögðu féllu kenningar hans ekki alltaf í viðurkenndan farveg. Genginn er merkur maður, við söknum hans öll en kveðjum með bros á vör að hans ósk. Guðrún J. Guðmundsdóttir. Elsku afi Mundi. Nú er komið að leiðarlokum. Á sama tíma og söknuðurinn er mikill þá er þakk- læti okkur efst í huga. Þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman, góðu ráðin og skemmti- legar sögur. Þú ert okkur mikil fyrirmynd. Þú persónugerðir hið góða líf, hugrakkur, jákvæður, réttsýnn og fróðleiksfús, alveg einstaklega góður maður. Þegar við rifjum upp góðar æskuminningar sjáum við þig alltaf fyrir okkur að lesa bók og segja skemmtilegar sögur. Þú varst mjög góður sögumaður og óhræddur við að krydda sann- leikann. Við sátum löngum stundum öll í fanginu á þér og hlustuðum dolfallin. Heimsóknir í Efri-Hrepp voru ævintýrum lík- astar þar sem við brölluðum ým- islegt og fórum til dæmis á hest- bak, í Hreppslaug eða í Stallaskóg. Með tímanum og þroskanum lærðum við meira og meira um þig og hversu ótrúlega klár þú varst. Sannkallaður snillingur. Byggingameistari með mikinn áhuga á ýmiss konar fræðigrein- um, svo sem hönnun, jarðfræði, fornleifafræði, líffræði, næring- arfræði, mannfræði, menntun, listum og heimspeki. Þú kenndir okkur hvernig á að beita gagn- rýnni hugsun og að vera „vond“ við kenningar og hugmyndir okk- ar, ávallt reyna að afsanna. Það hefur alltaf verið notalegt að fara í heimsókn til ykkar ömmu, á boðstólum voru oftast pönnukökur og alltaf djúpar sam- ræður. Okkur þykir einnig mjög vænt um samband þitt við barna- barnabörnin þín og að sjá barn- æsku okkar í gegnum þau. Þú gafst þér alltaf tíma til að tala við þau, segja þeim sögur og veita þeim athygli og áhuga. Fram á síðasta dag varstu hress og hélst öllum þínum eigin- leikum, segjandi brandara og gefandi góð ráð. Þú vildir að við myndum brosa yfir lífi þínu en ekki gráta yfir dauða þínum og við munum gera okkar besta í því. Eins og þú sagðir: lífið er hringrás, við vöxum og döfnum og visnum og deyjum en hver veit nema þú verðir að blómi, eins og þú sagðir langafabörnunum þín- um. Við munum hugsa til þín þegar við lesum sögur fyrir börnin okk- ar, þegar við tökumst á við nýjar áskoranir og þegar við sjáum blómin vaxa á vorin. Elsku afi, takk fyrir minning- arnar, takk fyrir fróðleikinn og takk fyrir samveruna. Við elskum þig. Þín barnabörn, Guðmundur, Jón og Gyða. Nú er lagstur til hinstu hvílu afi okkar Mundi eftir langt og áhugavert líf. Mörg orð koma upp í hugann þegar við hugsum til afa Munda. Orðin handlaginn, útsjónarsamur, hugmyndaríkur og fróðleiksfús lýsa honum öll vel. Afi var vanur að fara ótroðn- ar slóðir, hafði oft ráð undir rifi hverju og var sannfærður um eigið hyggjuvit enda talaði hann oft um það hversu gott það væri að hafa gott hyggjuvit. Margar af okkar bestu æsku- minningum eru úr mýmörgum heimsóknum okkar til afa og ömmu í sveitina í Hrepp, en þar leið okkur alltaf afskaplega vel. Egils-djús, vöfflur og rabarbara- grautur sem kallaður var afa- grautur voru fastir liðir í hverri heimsókn. Fátt fannst okkur skemmtilegra en að fá að fylgja afa Munda eftir í sveitastörf- unum. Þar tók hann alltaf að sér hlutverk leiðbeinanda og kenndi okkur krökkunum hvernig koma ætti fram við dýrin, hvernig best væri að nálgast og tala við þau. Hann kenndi okkur hvaða áhrif jarðvegurinn hefur á grasið og trén, hvernig maður neglir og sagar og hvar best væri að girða og gera stíga svo allt færi ekki á kaf á veturna. Verkfærahúsið var ævintýraheimur sem hægt var að heimsækja hvernig sem viðraði. Auk bústarfanna hafði afi óþrjót- andi áhuga á næringarfræði, jarðfræði og mannkynssögu, þá sérstaklega hvernig þessi fræði spiluðu inn í okkar daglega líf. Hann var sannkallaður „alt- muligman“. Afi Mundi var raunsær maður sem lagði það ekki í vana sinn að hafa áhyggjur af hlutum. Hann sá enga ástæðu til þess að kvíða hlutum eða stressa sig á þeim enda var þessi rólyndismaður al- gjör andstæða þessara orða. Guðmundur Þorsteinsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR ÁGÚSTSSON, Strikinu 12, Garðabæ, lést 1. maí. Útförin verður auglýst síðar. Halla Elín Baldursdóttir Helga Guðbjörg Baldursd. Gísli Baldur Garðarsson Ágúst Baldursson Sigurlín Baldursdóttir Guðjón Ómar Davíðsson barnabörn og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR JÓHANN GUÐMUNDSSON bankaritari, Haðalandi 10, lést miðvikudaginn 1. maí á LSH Fossvogi. Lára Margrét Gísladóttir Guðm. Ólafur Halldórsson Irena Galaszewska Guðlaug Ágústa Halldórsd. Þórarinn Sturla Halldórsson Fatmata Bintu Cole Halldór Andri Halldórsson Helga María Reykdal Gísli Ágúst Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EDVARD VAN DER LINDEN, Eddý, Steinahlíð 3b, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 2. maí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 10. maí klukkan 13.30. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar SAK fyrir hlýja og góða umönnun. Herdís Guðrún van der Linden Ómar Þór Edvardsson Bára Einarsdóttir Arnar Chr. Edvardsson María Rán Pálsdóttir Jón Örvar Edvardsson Lind Hrafnsdóttir Pálmar G. Edvardsson Sólveig Jóna Geirsdóttir afa- og langafabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS MAGNÚSSON frá Höskuldarkoti, Ytri-Njarðvík, lést á Stony Brook-sjúkrahúsi á Long Island fimmtudaginn 25. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Þórhildur S. Magnúsdóttir Jón Einar Kjartansson Edda Magnúsdóttir Sonja Margrét Magnúsdóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HANNESDÓTTIR, Seljabraut 28, lést hinn 23. apríl á hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 7. maí klukkan 13. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN EINARSDÓTTIR, áður til heimilis á Flókagötu 1 í Reykjavík, lést miðvikudaginn 1. maí á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Jarðarför verður auglýst síðar. Fríða Bjarnadóttir Tómas Zoëga Anton Bjarnason Fanney Hauksdóttir Bjarni Bjarnason Kristín Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.