Morgunblaðið - 04.05.2019, Side 31

Morgunblaðið - 04.05.2019, Side 31
Þegar eitthvert okkar kveið því að muna ekki allt fyrir tilvonandi fyrirlestur, var svarið að það skipti engu máli hvort maður myndi allt svo lengi sem maður vissi hvað maður væri að tala um. Sömuleiðis var ráðið „gerðu ráð fyrir því að allir aðrir í umferð- inni séu hálfvitar“ eitthvað sem situr eftir frá því við vorum í æf- ingaakstri fyrir bílpróf. Afa þótti gaman að segja krökkum sögur og þrátt fyrir mikla raunhyggju komu oft hvers konar hindurvitni fyrir í sögun- um, tröllin hentu steinum, álfar stálu lyklunum, klárir hestar voru menn í fyrra lífi. Þegar við vorum búin að slíta barnsskónum tóku barnabörnin við hlutverki áheyrenda þessara sagna. Við okkur systkinin stýrði afi oft um- ræðunum að Snorra Sturlusyni en fornleifauppgröftur í Reyk- holti og Snorri voru sérstakt áhugamál hans síðustu tvo ára- tugina. Þótt söknuðurinn sé mikill þykir okkur systkinunum mikils virði að við skyldum fá að eiga með afa Munda kveðjustund áður en hann skildi við. Þar ræddum við opinskátt saman um lífið, til- veruna og endalokin og hvað við tekur eftir það. Gauti, Bjarki og Helga Sjöfn. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (úr Hávamálum) Nú þegar móðurbróðir minn er fallinn frá hafa gamlar minn- ingar leitað á hugann frá þeim tíma sem ég var nokkur sumur í vist hjá afa og ömmu, Munda frænda og Gyðu konu hans. Þeg- ar ég kom fyrst, og þá sem mat- vinnungur sem kallað var, byrj- aði ég sem léttadrengur í fjósi, engar mjaltavélar þá komnar til sögunnar en það þurfti að binda upp hala, þrífa spena og hefta einstaka kýr og hella úr mjólkur- fötum í brúsana, sem sagt alltaf nóg að gera og mikið gaman. Ekki voru þær margar og var ég nokkuð fljótur að læra nöfnin þeirra og man reyndar enn. Svo liðu sumrin og verkefnum fjölg- aði, lærði að mjólka hjá frænda, gekk nú brösuglega fyrst en hafðist þó, var oft búinn að fylgj- ast með honum mjólka og dást að því hve fljótur hann var og virtist vera að hugsa eitthvað annað enda mikill hugsuður eins og síð- ar átti eftir að koma í ljós. Eftir- minnilegast er nú þegar hann kenndi mér á traktorinn, gráan Ferguson, hvernig ætti að bakka með heykerruna stóru sem hann smíðaði til að geta ýtt heysátun- um upp á með Willys-jeppanum sínum. Og til þess þurfti að sjálf- sögðu ýtu sem hann hannaði og smíðaði líka, og engin glussalyfta heldur bara handaflið notað með vinstri hendinni í bandspotta sem bundinn var í ýtuna. Já, frændi var sterkur og þetta gekk bara mjög vel, kom alveg þremur hey- sátum fyrir á kerrunni og var ég nokkuð stoltur af þessu framtaki hans. En það kom sér vel að hann hafði mikið jafnaðargeð og þol- inmæði gagnvart mér, því stund- um urðu óhöpp eins og gengur, fór aðeins of hratt með gömlu múgavélina sem brotnaði og varð ekki notuð meir, engar skammir heldur fór hann niður á Hvann- eyri þar sem var sýning á hey- vinnslutækjum og keypti bara nýja múgavél, fékk að ég held sýningareintakið sem var algjör nýjung á þeim tíma, sex sjálfstæð tindahjól sem hægt var að stilla og sagt var að sneri heyi á við 20 manns og rakaði saman á við 100 manns, takk fyrir. Og falleg var hún, rauð og gul og mátti fara hratt yfir óslétt túnin með hana sem kom sér vel fyrir suma, en ég átti eftir að skemma hana líka. Á flæðiengjunum voru brýr yfir skurði og gat leyndist í einu brú- argólfinu miðju sem þriðja hjólið á múgavélinni þurfti endilega að hitta á og festist þar og bognaði, fór ekki lengra að sinni. Þessu öllu tók frændi með jafnaðargeði og aldrei féll skammaryrði af hans vörum í minn garð. Held að ég hafi samt gert meira gagn en ógagn, fékk alltaf að koma aftur í sveitina þar sem mér þótti gott að vera, mikil vinna en mikið gaman, sundlaug og heitir pottar í tún- fætinum og síðan rennt fyrir bleikju á fjörunni niðri á engjum. Að lokum vil ég og fjölskylda mín votta Gyðu, Guðrúnu og Bergþóri og þeirra fjölskyldum mína inni- legustu samúð. Hlynur Smári Þórðarson. Í dag kveðjum við kæran vin, Guðmund Þorsteinsson eða Munda í Hrepp eins og hann var jafnan kallaður á okkar heimili, en mikill og góður vinskapur var milli fjölskyldunnar í Fífusundi og Munda og Gyðu í Efri-Hrepp. Mundi var einstakur maður, mik- ill mannvinur og heimspekingur. Við systur vorum svo heppnar að hann var nánast daglegur gestur í Fífusundi um margra ára skeið en hann sá um viðhald á Nauta- stöðinni og var í fæði í Fífusundi. Í minningu okkar gat Mundi allt og Mundi gerði allt. Hann keyrði skólabílinn, kom svo í mat og kaffi heima, fékk að leggja sig í rúmunum okkar eftir matinn og hann lagði mikið upp úr því að fræða okkur um allt milli himins og jarðar. Um tíma sá Mundi um að klippa okkur systurnar, en svo óheppilega vildi til í eitt skiptið að hann klippti í eyrað á einni okkar svo úr blæddi, en það kom ekki að sök og áfram hélt Mundi að klippa okkur. Mundi var afar ráðagóður maður og leiðbeindi okkur um hina ýmsu hluti, þar á meðal í samskiptum því það kom fyrir að við eldri systurnar vær- um ekki alltaf sammála. Hann ræddi m.a. við okkur um umburð- arlyndi, kurteisi og gæsku og að með auknum þroska ykist skiln- ingur okkar á ýmsum málum. Hann lagði mikið upp úr góðri framkomu og framsögn. Yngri systurnar tók hann í læri í eld- húsinu heima, kenndi þeim fram- sögn sem þær búa að enn í dag. Mundi var góður maður og við hændumst að honum. Margar góðar minningar eigum við af heimsóknum til Munda og Gyðu í Efri-Hrepp, en oft var komið við í garðinum eftir sundferðir. Alltaf var tekið vel á móti okkur, boðið upp á gosdrykki og eitthvað gott með. Í mörg ár fengum við jólatré úr skógræktinni í Efri- Hrepp. Þá fór Mundi með okkur í skóginn, við völdum jólatré og síðan var kaffi og með því og Gyða spilaði jólalög. Alltaf var gaman að hitta Munda, hann fylgdist vel með okkur alla tíð og hætti aldrei að gefa okkur góð ráð. Við minnumst Munda með hlý- hug og vottum Gyðu, Guðrúnu, Bergþóri og fjölskyldum innilega samúð okkar. Systurnar frá Fífusundi, Guðrún, Jóna, Inga Dísa, Kristín Erla og Ingimar Einarsson. Gjörhugull, gætinn og grand- var eru lýsingarorð sem hæfðu vel Guðmundi í Efra-Hrepp, bónda og bílstjóra, en þó var Guðmundur fyrst og síðast ljúf- menni sem eftirsóknarvert var að eiga samleið með. Við hjónin átt- um góðu að fagna þar í Efra- Hrepp þegar við ókum sunnan af Flúðum norður í Blöndudal með ungar dætur okkar, fórum Kjós og síðan Dragann og settumst niður um stund með þeim hjón- um, Gyðu og Guðmundi. Þá hvíld- ust ferðalangar, fréttir voru sagðar og Guðmundur rifjaði upp nokkrar skemmtisögur sem hann var minnugur á og sagði feikivel. Margt er að þakka frá liðnum dögum. Mig langar að velja vini mínum ljóð úr Hvítársíðu: Ár líða hratt yfir himin og heim með blæléttum þyt það slær á þau gullinni slikju það slær á þau silfurlit. Ár líða hratt. Ég hefi heyrt þeirra vængjaslög út yfir eyðisanda inn yfir heiðadrög. Vorgestur minn og vinur við verðum saman þann dag. – Hvað varða mig vængjaslög tímans? Hvað varðar mig sólarlag? (Guðmundur Böðvarsson) Ingi Heiðmar Jónsson. Góður nágranni og samstarfs- maður, Guðmundur Þorsteinsson í Efri-Hrepp, er fallinn frá og langar mig að þakka honum fyrir vináttuna og samstarfið í gegnum árin. Hann var kosinn fyrst í hreppsnefnd Skorradalshrepps 1954, en okkar samstarf í þeirri nefnd stóð óslitið frá 1966 til 1994 en þá óskaði hann eftir því að vera ekki lengur í kjöri. Hann var síðar vara-hreppsnefndarmaður frá 1998 til 2006. Leiðir okkar lágu saman á mörgum öðrum vettvangi sem eru orðnar af ógleymanlegum minningum. Ekki grunaði mig að ekki væri lengri tími af veru hans meðal okkar en raun var á þegar hann og Gyða komu á þorrablót Félags eldri borgara í Borgar- fjarðardölum í Brún 30. janúar síðastliðinn. Þar voru þau bæði hress og kát. Skjótt skipast veður þó í lofti. 8. apríl hringdi Guðrún dóttir hans í mig og sagði mér frá veikindum föður síns. Hann fagn- aði 90 ára afmæli Gyðu ásamt fjölskyldu sinni 6. apríl, fór til skoðunar á Sjúkrahúsið á Akra- nesi 7. apríl, sjúkdómur greindur og útlit dökkt. Ég ákvað að fara í heimsókn en veður hamlaði för, þar til 16. apríl kl. 16 að ég hringdi í Guðrúnu og spurði hvort ekki væri í lagi að heim- sækja hann. Hún taldi ólíklegt að það gengi, hann væri þreyttur og hefði mókt þennan dag. Ég bað hana þá að skila kveðju. Hún hringdi í mig kl. 17 og sagði mér að hann vildi endilega að ég kæmi við, sem ég og gerði. Var mættur hjá honum kl. 19.30. Ætlaði að stoppa stutt, en fyrr en varði var viðdvölin orðin ein klukkustund, og við spjölluðum allan tímann. Við rifjuðum upp gamlar sameiginlegar minningar. Hann ræddi lífshlaup sitt frá því hann kom heim í Efri-Hrepp, nýút- skrifaður búfræðingur frá Hvanneyri vorið 1948. Hann byrjaði með því að teikna sjálfur íbúðarhúsið í Efri-Hrepp, fékk það samþykkt og byggði síðan húsið um sumarið. Teikningin var vel heppnuð, og gaman þótti hon- um á ferðalögum sínum um land- ið að sjá mörg íbúðarhús í sveit- um byggð eftir svipuðum teikningum. Rúmum 50 árum síð- ar byggði hann hús handa sér og Gyðu að Leynisbraut 38, Akra- nesi. Þegar líkamlegu striti lauk fór hann að grúska í fornum fræðum. Kynnti sér lífsstíl Ís- lendingasagna, og þá sérstaklega Sturlungaöldina. Honum þótti vænt um að tilgátur hans um hitaveitu í Reykholti á 13. öld skyldu fá inni í Borgfirðingabók 2016. Hann sagðist vita að stutt væri eftir hjá sér. Trúin og vonin væri sitt leiðarljós. Hann hefði verið heppinn að hafa fengið að lifa sex góð ár eftir að hafa sigr- ast á krabbameininu í fyrra skiptið. Minnugur þess að ég mætti ekki stoppa lengi, og klukkustund var liðin, sagði ég við hann: „Ég kem aftur næsta þriðjudag 23. apríl og þá höldum við spjallinu áfram.“ Guðmundur svaraði: „Já, endilega, það verður gaman að spjalla áfram, ef ég verð þá ennþá hérna megin.“ Hann dó 20. apríl á laugardegi. Með þökk fyrir samfylgdina. Davíð Pétursson, Grund. Margs er að minnast þegar leiðir skiljast eftir langa sam- fylgd. Við Guðmundur höfum unnið náið saman í hátt í hálfa öld síðan ég tengdist inn í fjölskyld- una. Mér er minnisstætt að í fyrsta skipti sem ég kom í Hrepp var Guðmundur að vinna í verk- færahúsinu sem oftar. Ég spurði hvort ég gæti ekki hjálpað til og hann svaraði: „Jú, það væri aldeilis afbragð!“ Þetta orðatil- tæki átti ég oft eftir að heyra og þetta varð upphafið að áralöngu samstarfi okkar. Brennandi áhugi hans á skógrækt og uppgræðslu lands smitaði út frá sér og þegar Guðmundur fékk þá hugmynd að hefja skógrækt í Efri-Hrepp upp úr 1970 fannst okkur Rúnu það strax spennandi verkefni og tók- um við virkan þátt í því frá upp- hafi. Fyrsta verkefnið var að girða af þrjátíu hektara svæði og var það mikið og erfitt verk þar sem girðingarstæðið var víða í fjalllendi þar sem vélknúin farar- tæki komust ekki að. Eyddum við mestöllum frítíma okkar í tvö sumur í þessa girðingarvinnu undir góðri leiðsögn Guðmundar sem alla tíð var góður verkstjóri og afar útsjónarsamur, var búinn að ganga um landið og horfa á snjóalög í nokkur ár til að sjá út besta girðingarstæðið. Mikið lærði ég á þessari vinnu og svo vönduð varð girðingin að lítið hef- ur þurft að gera við hana í þau 45 ár sem liðin eru. Þegar börnin okkar komu til sögunnar hrifust þau jafn mikið og við foreldrarnir af skógarvinnunni og hafa tekið mikinn þátt í henni alla tíð síðan og seinna þeirra fjölskyldur. Guðmundur hafði nýstárlegar hugmyndir um skógræktina, blandaði saman mörgum trjáteg- undum, skildi eftir opin svæði til að náttúrufegurðin nyti sín betur og hóf að beita hestum í skóginn á haustin til að draga úr sinumynd- un og þar með eldhættu. Sýndi hann þar mikla framsýni og eftir að við tókum við jörðinni höfum við haldið þessu merki á lofti. Alltaf var líka gaman að fara með honum um landareignina og læra öll örnefni og fá útskýringar á ýmsum náttúrufyrirbærum, hvert klettabelti, hóll og dalur átti sér sína jarðfræðilegu skýringu. Mörg handtökin höfum við unnið saman í öll þessi ár, hvort sem er við skógrækt, girðingar- vinnu, hvers kyns smíðar og við- gerðir og viðhald og eins og áður sagði var hann afar góður verk- stjóri og leiðbeinandi. Eftir að við Rúna keyptum jörðina um alda- mótin réðum við Guðmund oft í hin ýmsu smíða- og viðhaldsverk- efni sem sýnir hversu mikla trú við höfðum á færni hans. Það kom mér ekkert á óvart að Guðmundur sá handlagni maður fann sér nýtt áhugamál á efri ár- um sem var útskurður. Mörg listi- lega unnin útskorin verk eru til eftir hann innan fjölskyldunnar og seinna tók hann að sér að leið- beina eldri borgurum á Akranesi við útskurð og fórst það vel úr hendi, hélt hann því áfram allt til dauðadags. Það er mikill sjónarsviptir að manni eins og Guðmundi, hann var sterkur og eftirminnilegur persónuleiki, hugurinn endalaust frjór allt til dauðadags. Síðustu árin var helsta áhugamál hans Snorraverkefnið svokallaða, þar sem hann leiðir líkum að því að fyrsta tilraun til húshitunar með hveragufu á Íslandi hafi verið gerð á tímum Snorra í Reykholti. Blessuð sé minning Munda í Hrepp. Jóhannes Guðjónsson. HINSTA KVEÐJA Til elsku besta afa. Ég mun sakna þín mjög mikið. Mig langar að verða eins jákvæð, bjartsýn, góð- hjörtuð og hugrökk eins og þú. Stefanía Líf, átta ára langafastelpa. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Sauðárkróki, lést föstudaginn 26. apríl. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju fimmtudaginn 9. maí klukkan 14. Bragi Þór Haraldsson Sigríður J. Andrésdóttir Helga Haraldsdóttir Bjarki E. Tryggvason Baldur Haraldsson Katrín María Andrésdóttir Jón Bjartur Haraldsson barnabörn og barnabarnabörn FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Á góðu verði Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Opið: 10-17 alla virka daga Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GRÍMUR SIGURGRÍMSSON húsasmiður og matsmaður fasteigna, frá Holti í Stokkseyrarhreppi, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 28. apríl. Útför hans fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 6. maí klukkan 15. Frímann Grímsson Margrét Á. Hrafnsdóttir Jón Grímsson Sigríður Guðmundsdóttir Hrafnhildur Grímsdóttir Þorgeir Sæberg Ingibjörg Grímsdóttir Gísli Haraldsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HILMARS H. JÚLÍUSSONAR, kælivélvirkja, Strandvegi 12, Garðabæ, sem lést á Landspítalanum 17. apríl síðastliðinn. Erla Sigrún Lúðvíksdóttir Hildur K. Hilmarsdóttir Sigurjón A. Guðmundsson Hafdís B. Hilmarsdóttir Friðvin Guðmundsson Brynjar Á. Hilmarsson Sólveig D. Larsen Orri H. Hilmarsson Guðný J. Kristinsd. barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sonur minn, bróðir okkar og frændi, OTTÓ EINARSSON bifreiðastjóri, Hraunbæ 170, lést á heimili sínu 25. apríl. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 8. maí klukkan 13. Sigurlaug Ottósdóttir Jóhann Hans Þorvaldsson Valg. Laufey Einarsdóttir Einar Þór Einarsson Jórunn Jónsdóttir og frændsystkini Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRGUNNUR KARLSDÓTTIR, Fjólugötu 18, Akureyri, lést 29. apríl. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 9. maí klukkan 13.30. Hjörtur Arnórsson Jóhanna Hjartardóttir Jón Þorvaldur Heiðarsson og ömmubörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.