Morgunblaðið - 04.05.2019, Side 32

Morgunblaðið - 04.05.2019, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019 ✝ Elsa G. Þor-steinsdóttir fæddist 3. maí 1930 á Enni í Engihlíðarhreppi í Austur-Húna- vatnssýslu. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Dyngju á Egilsstöðum 26. apríl 2019. Foreldrar henn- ar voru Halldóra Sigríður Ingimundardóttir, f. 1896, d. 1967, og Guðmundur Þorsteinn Sigurðsson, f. 1901, d. 1967. Systkini Elsu sam- mæðra voru Hólmfríður Krist- ín, f. 1916, d. 1995, Sveinn Helgi, f. 1918, d. 1970, og Arína Margrét, f. 1919, d. 1999. Tvö dóu kornabörn. Al- systkin Elsu voru Sigurður Heiðar, f. 1934, d. 2017, og Ingimundur Ævar, f. 1937, d. 2013. Elsa giftist 29. júlí 1956 Jóni Bergssyni, f. 25. júní 1933, d. 23. júlí 2008, syni hjónanna Sigríðar Hallgríms- dóttur, f. 1907, d. 1967, og Bergs Jónssonar, f. 1899, d. 1970. Elsa og Jón bjuggu alla sína búskapartíð á Ketils- stöðum á Völlum. Börn þeirra eru: 1) Halldóra Sigríður, f. 11. apríl 1959, maki Birgir 2006, Markús Thor, f. 2010 og Valdís Lilja f. 2012. Dóttir Jó- hönnu er María Mist, f. 1999. Maki Bergs er Olil Amble, f. 1963. Börn hennar Freyja, Steinar og Brynja. 3) Ragn- heiður, f. 22. janúar 1963. 4) Steinunn, f. 18 febrúar 1968, maki Einar Valur Oddsson, f. 1968. Börn Atli Hjörvar, f. 1988, maki Apríl Sól Sal- ómonsdóttir, f. 1988, börn Steinunn Heba, f. 2015, og Máney Elva, f. 2017. Jóhanna Margrét, f. 1992, maki Olaf Garðar Garðarsson, f. 1989. Elsa ólst upp í Enni og gekk þar í hefðbundinn sveitaskóla og stundaði nám tvo vetur ut- an skóla veturna 1948-49 en þá hafði hún lokið námi við Kvennaskólann á Blönduósi. Elsa var svo aðstoðarkennari við skólann 1949-50. Hún út- skrifaðist sem vefnaðarkenn- ari frá Húsmæðraskólanum á Hallormsstað 1952. Elsa var kennari við húsmæðraskóla á Varmalandi 1953-57. Þá kenndi hún vefnað í Hús- mæðraskólanum á Hallorms- stað 1978 til 2004. Elsa og Jón bjuggu blönduðu búi til 1986, en síðan með hross í félagi við Berg son sinn. Þau sáu einnig um póstflutninga á Völlum í nokkur ár. Elsa var virk í félagsstörfum, var meðal ann- ars formaður Kvenfélags Vallahrepps í mörg ár og var heiðursfélagi í því félagi. Útför verður gerð frá Egils- staðakirkju í dag, 4. maí 2019, klukkan 14. Sigfússon, f. 1950. Börn Þorkell Máni, f. 1982, maki Eir Kvernstuen, f. 1980, börn Þór Niklas, f. 2010, og Lilja Lív, f. 2014. Árni Sigfús, f. 1985, maki Herdís Rútsdóttir, f. 1991, barn Elsa Guð- björg, f. 2016. Fyrir átti Birgir börnin Hjalta, Agnesi Brá og Júlíus Arnar. 2) Bergur, f. 17. októ- ber 1960, maki Jónína Rós Guðmundsdóttir, f. 1958 (skildu). Börn Guðbjörg Anna, f. 1984, maki Torfi Þorsteinn Sigurðsson, f. 1986, börn Kar- en Rós, f. 2005, Bergur Ingi, f. 2010, Sigurður Brynjar, f. 2014, og Arnór Darri, f. 2015. Guðmundur Þorsteinn, f. 1988, maki Ragnheiður Jara Rún- arsdóttir, f. 1990, börn Jónína Jara, f. 2015, og Rúnar Berg, f. 2017. Berglind Rós, f. 1995, maki Ragnar Már Þorvalds- son, f. 1995, barn Nína Björg, f. 2016. Fyrir átti Bergur son- inn Jón Matthías, f. 1980, móð- ir hans er Þóra Sólveig Jóns- dóttir, f. 1961, maki Jóhanna L. Reynisdóttir, f. 1978 (skildu). Börn Katrín Þóra, f. Elsku hjartans amma mín. Ég er svo þakklát fyrir það hvað við áttum yndislegan dag saman í fermingunni hennar Karenar Rósar, viku áður en þú fórst frá okkur. Það hjálpaði mér í gegnum erfiða tíma á meðan þú glímdir við veikindin síðustu dagana þína og ég komst ekki austur til að kveðja þig almennilega. Þegar við kvöddumst eftir ferminguna var svo skrýtið að þú sagðir „bless elsku drottn- ingin litla“ sem er eiginlega það nákvæmlega sama og afi Jón sagði við mig þegar hann kvaddi mig í síðasta skiptið, samt held ég að við höfum hvorug vitað að þetta væri okkar síðasta kveðju- stund, því ég sagðist ætla að koma austur í sumar og heim- sækja þig. En ef ég hugsa mig um og ef ég þekki þig rétt amma mín, þá hefurðu kannski bara vitað það sjálf að þetta væri okkar hinsta kveðjustund, því þú vissir svo margt sem aðr- ir vissu ekki. Til dæmis þegar ég kom í heimsókn til þín þegar ég var nýlega orðin ólétt og ætlaði að segja þér frá því, þá spurðirðu mig hvort ég væri að bæta á mig, ég þurfti ekkert að segja þér fréttirnar amma mín, því þú vissir alveg upp á hár að þarna væri tólfta langömmubarnið á leiðinni. Elsku amma, ég á svo óend- anlega margar minningar með þér og þú hefur kennt mér svo ótrúlega margt að ég gæti örugglega skrifað margar blað- síður. Mér finnst standa upp úr að þú talaðir stundum um það hversu mikilvægt það væri að vera góður við náungann því maður fengi það alltaf einhvern veginn borgað til baka, það er rosalega góð lífsspeki. Þér fannst alltaf svo gaman að heyra fallega talað um afkom- endur þína og fylgdist áhuga- söm með því sem vorum að gera í lífinu. Þú varst svo stolt þegar ég útskrifaðist sem stúdent og hringdir nokkrum sinnum í mig til að spyrja hvernig gengi í prófunum. Þegar ég fór svo að keppa í aflraunum fannst þér það nú frekar furðulegt til að byrja með en þegar leið á fannst þér nú bara frekar flott að barnabarnið þitt væri næst- sterkasta kona Íslands. En það sem mér finnst frábærast er hvað þú varst innilega glöð með það að ég hafi ákveðið að læra hjúkrunarfræði og varst alveg viss um að ég myndi passa vel inn í það hlutverk, það var alltaf jafn yndislegt og hlýlegt að heyra og sannfærði mig enn frekar um að ég væri á réttri braut. Elsku besta amma, ég vona að afi hafi tekið vel á móti þér á þeim fallega stað sem þið eruð á núna. Ég mun varðveita allar yndislegu minningarnar um þig alla tíð. Þú varst dásamleg amma og gerðir svo margt fyrir mig í gegnum árin. Ég kveð þig með sömu orðum og ég kvaddi þig alltaf þegar við töluðum saman í síma og þú sagðir alltaf „æ, það er svo notalegt þegar þú segir svona amma MÍN“. Bless amma MÍN. Þín litla ömmustelpa, Berglind Rós Bergsdóttir. Elsku amma mín. Nú ertu komin til hans afa og mikið sem ég held að hann sé glaður með að vera kominn með þig til sín og hugsa ég til þess með hlýju að þið séuð sameinuð þótt sökn- uðurinn sé vissulega mikill. Jón, nei Bergur, æ nei, Guð- mundur minn Þorsteinn, svona ávarpaðir þú mig ósjaldan og þótt mér hafi þótt það frekar leiðigjarnt þegar ég var yngri þá var mér farið að þykja ósköp vænt um þessar nafngiftir eftir því sem á leið. Ég var svo heppinn að alla mína tíð hefur þú verið svo of- boðslega stór hluti af lífi mínu. Þær eru óteljandi stundirnar með þér sem koma upp í hug- ann við þessi skrif og þegar ég hugsa til baka geri ég mér grein fyrir því hvað öll þín viska og heilræði munu sitja eftir og þannig munt þú áfram verða stór hluti af mínu lífi eins og þú hefur alltaf verið. Þinn mikli húmor hefur alltaf verið stór hluti af þér og glatt þá sem þig þekkja. Mér er mjög minnisstætt þegar ég var á einu af mínum fyrstu þorrablótum á Iðavöllum og hafði verið ákveðið að þú myndir aka mér heim fljótlega eftir að borðhaldi lyki. Á leiðinni heim mæta okkur síð- an blá ljós og var þar lögreglan á ferðinni í reglubundnu eftir- liti. Þegar lögregluþjónninn kom að bílnum spurði hann hvert förinni væri heitið og hvaðan við værum að koma. Þú sagðir að við værum að koma af þorrablóti á Iðavöllum. Þá spurði lögregluþjónninn: „Hefur þú nokkuð verið að drekka, Elsa?“ Þá svaraðir þú um hæl af þinni einstöku snilld: „Nei, ekki nema bara það sem veitt var við borðhaldið.“ Nokkurt fát kom á lögregluþjóninn, sem þó fyrir rest áttaði sig á því að þú varst bara að fíflast í henni og leyfði okkur að halda ferð okkar áfram. Það hafa verið mikil forrétt- indi að hafa þig svona nálægt okkur eftir að þau Jónína Jara og Rúnar Berg fæddust og það var alltaf svo ósköp gaman að heimsækja þig með þau og sjá hversu mikið þú naust þess að hafa þessa grislinga í kringum þig fram á síðasta dag og vona ég að ég nái að skila áfram til þeirra þinni fallegu sýn á lífið og tilveruna. Ég á eftir að sakna þess ósköp mikið að koma til þín og drekka með þér kaffi, borða maríukex, ræða um lífið og til- veruna og fá stöku leiðbeiningar um hitt og þetta inn á milli. Vertu blessuð elsku amma mín, ég lofa að vera alltaf sjálf- um mér líkur. Guðmundur þinn Þorsteinn. Nú hefur Elsa frænka mín kvatt þennan heim og ég held að hún hafi verið sátt og tilbúin til þess. Það var ekki alveg að hennar skapi að vera upp á aðra komin og þurfa að þiggja aðstoð í daglegu lífi. Hennar stíll var að vera húsfreyja á stóru heim- ili, sjá um að öllum liði vel og fengju nóg að borða. Ég vissi alltaf af þessari frænku minni fyrir austan þó að ég þekkti hana ekki. Eftir að ég flutti austur var ekki mikill samgangur enda við báðar upp- teknar konur, þó var alltaf farið í heimsókn þegar foreldrar mín- ir komu austur og það var gam- an því Elsa tók vel á móti gest- um. Í seinni tíð hef ég náð að kynnast frænku minni betur og heyra hvaða mann hún hafði að geyma. Það var mjög gaman að spjalla við hana, ekki síst um liðna tíð, uppvaxtarárin í Enni, frændfólk okkar og margt fleira þar sem við þekktum báðar til. Þó að lífið hafi ekki alltaf farið mjúkum höndum um Elsu frænku var alltaf stutt í húm- orinn hjá henni sem gat verið nokkuð beittur. Hún var stolt af afkomenda- hópnum sínum, ekki síst barna- börnum og barnabarnabörnum og fylgdist vel með þeim öllum, ég undraðist oft hvað hún var minnug á afmælisdaga þeirra. Hún náði að vera viðstödd ferm- ingu barnabarnabarns síns á Höfn nú nýlega sem ég veit að veitti henni ómælda gleði. Ég mun sakna samveru- stundanna með Elsu, þær gáfu mér mikið. Ef það er líf eftir þetta líf þá veit ég að vel hefur verið tekið á móti Elsu. Fjölskyldunni votta ég mína dýpstu samúð. Þorbjörg Garðarsdóttir. Elsku hjartans Elsa. Nú hefur þú kvatt okkur og ert flogin á vit ævintýranna. Þú varst svo hlý og góð, mikill húmoristi og áttir það til að vera stríðin. Mig langar til að minnast þín hér og skrifa um okkar kynni. Við Elsa kynntumst mjög fljótlega eftir að við Guðmundur Þorsteinn fórum að vera saman fyrir rúmum 10 árum. Þvílík kona. Jón Bergsson hafði ný- lega fallið frá þegar við kynnt- umst en ég fékk sem betur fer að heyra margar skemmtilegar sögur af þeim manni og stund- um finnst mér ég hafa þekkt hann. Það kom snemma í ljós í sambandi okkar Guðmundar að Elsa amma væri mikilvæg kona í hans lífi. Guðmundur fór fljótt með mig í Ketilsstaði til að kynna mig fyrir ömmu. Elsa tók vel á móti mér með hinum ýmsu kræsingum og við áttum strax gott og dýrmætt samband. Guð- mundur fór nær daglega í Ket- Elsa Guðbjörg Þorsteinsdóttir ✝ Vilhjálmur Al-freð Vilhjálms- son fæddist í Reykjavík 15. maí 1950. Hann lést á heimili sínu 13. apr- íl 2019. Foreldrar Vil- hjálms voru Svein- jóna Vigfúsdóttir hárgreiðslumeist- ari og Vilhjálmur Hans Alfreð Schrö- der framreiðslumaður. Systkini hans eru Helga Guð- ríður (d. 2003), Anna, Fríða Pál- ína (d. 2013), Jó- hannes Lárus og Guðrún Elísabet. Eftirlifandi sam- býliskona hans er Guðlaug Kristjáns- dóttir en þau voru barnlaus. Hann átti fyrir þrjú börn; Vil- hjálm Gunnbjörn, Önnu Maríu og Heiðar. Einnig átti hann sjö barnabörn og tvö barnabarnabörn. Útför hans fór fram frá Kefla- víkurkirkju 2. maí 2019. Vilhjálmur byrjaði ungur að læra múrverk en varð að hætta vegna ofnæmis. Eftir það stund- aði hann alls kyns störf, m.a. sjó- mennsku, matreiðslu, vörubif- reiðaakstur, stjórn þungavinnu- véla og ýmis verkamannastörf. Hann var mjög vel liðinn í vinnu og vann mikið þar til bakið fór að hrjá hann og hann varð að hætta störfum. Hann varð öryrki 1995. Vilhjálmur var léttur í lund og hafði góðan húmor. Hann var uppátækjasamur og þegar hann var átta ára tóku hann og vinur hans upp á því að ferðast um landið án þess að láta vita af sér. Þeir fundust nokkru seinna langt frá borginni þegar góðborgari sá þá og lét lögregluna vita. Hann var líka duglegur við að laumast út um gluggana heima um nætur, m.a. til að heimsækja kærust- urnar. Hann hafði dálæti á tón- list, einkum Bítlunum. Hann var ljúfur í lund, blíður og barngóður. Hann var jafnframt feiminn og hlédrægur og hafði sig lítið í frammi. Hann var frábær kokkur og hafði gaman af því að elda mat. Hann var mikið snyrtimenni og vildi hafa mjög snyrtilegt í kringum sig og allt á sínum stað. Hann var laghentur þúsundþjala- smiður og vildi gjarnan hjálpa þeim sem á þurftu að halda við ýmis viðvik. Ég kveð hann með miklum söknuði og þakka honum allar góðu stundirnar sem við áttum saman, ekki síst síðustu árin. Hvíl í friði elsku bróðir. Vona að þú sért laus allra þjáninga. Ég votta Guðlaugu sambýlis- konu hans, börnum, barnabörn- um og barnabarnabörnum mína dýpstu samúð í sorg þeirra. Anna Vilhjálmsdóttir. Vilhjálmur Alfreð Vilhjálmsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANGELA BALDVINS, áður til heimilis í Hvassaleiti 12, lést fimmtudaginn 25. apríl. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 7. maí klukkan 13. Stefán Valur Pálsson Erna Stefánsdóttir Inga Stefánsdóttir Hulda Stefánsdóttir Sverrir Ólafsson Angela, Svanhvít, Stefán, Jökull, Salka, Elena og Iðunn Ástkær móðir okkar, dóttir, systir og frænka, ÍRIS BJÖRK HLÖÐVERSDÓTTIR, lést 29. apríl. Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 9. maí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Píeta- samtökin. Finnbogi Ernir Ægisson Emilía Karen Ægisdóttir Hlöðver Kjartansson Herdís Jónsdóttir Hulda Kristín Hlöðversdóttir Brynja Dröfn Ingadóttir Kjartan Arnald Hlöðversson Sveinbjörg Júlía Kjartansd. Pálmar Þór Hlöðversson David Anthony Noble Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, FINNBOGI HELGI THEODÓRSSON, vélstjóri, Akureyri, lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð hinn 29. apríl. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 6. maí klukkan 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Alzheimersamtakanna. Lilja Guðmundsdóttir Freydís H. Konnráðsdóttir Hörður Elís Finnbogason Guðmunda Finnbogadóttir Arnar Helgi Harðarson Óðinn Helgi Harðarson og systkini hins látna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.