Morgunblaðið - 04.05.2019, Side 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019
✝ Brynja EddaJóhannesdóttir
Jensen fæddist á
Akureyri 4. októ-
ber 1928. Hún and-
aðist 23. apríl á
Hrafnistu í Reykja-
vík.
Foreldrar: Aðal-
heiður Friðriks-
dóttir, húsmóðir og
matselja, f. 14.12.
1907, d. 21.10.
1997, og Jóhannes Hjaltason, f.
1900, skipstjóri frá Ísafirði, d. af
slysförum í október 1929. Edda
var ung ættleidd af Fred Jensen
vefara, f. 26.8. 1898, d. 12.12.
1978. Hálfsystkini Eddu voru: 1)
Laeila, f. 18.5. 1933, d. 3.5. 1944,
2) Níels, f. 25.4. 1936, d. 17.6.
1971, 3) Friðrik, f. 25.4. 1936, d.
28.10. 2017 og 4) Engilbert f.
24.2. 1941.
Lífsförunautur: Sigfús
Þorsteinsson frá Litlu-
Hámundarstöðum, f. 22.7. 1921,
d. 17.1. 2001. Foreldar hans
voru Þorsteinn Þorsteinsson, f.
1874, d. 1932, og Valgerður Sig-
fúsdóttir, f. 1880, d. 1946.
Börn Eddu og Sigfúsar: 1)
Valgerður Sólrún, f. 6.7. 1946,
gift Sveini Gunnlaugssyni, f.
23.3. 1940. Þau eiga þrjú börn
strönd 1949 og stunduðu þar bú-
skap uns þau fluttu til Hauga-
ness 1980. Síðustu ár þeirra
saman bjuggu þau á Dalvík.
Árið 2003 flutti Edda til Reykja-
víkur og hélt eigið heimili á veg-
um Hrafnistu uns hún flutti inn
á hjúkrunardeild þar sem hún
bjó síðustu misserin.
Meðfram starfi húsfreyju á
barnmörgu sveitaheimili stund-
aði Edda ýmis félagsstörf. Var
um árabil formaður kvenfélags-
ins Hvatar, virkur þátttakandi í
jafnréttisbaráttu kvenna, sat í
stjórn Sambands eyfirskra
kvenna og starfaði í nefnd um
húsmæðraorlof. Einnig sinnti
Edda málefnum kirkjunnar og
varð fyrst kvenna meðhjálpari
við Stærri-Árskógskirkju og sat
þar í sóknarnefnd. Þá var hún
fulltrúi Eyjafjarðarprófasts-
dæmis á leikmannastefnu Þjóð-
kirkjunnar. Síðar meðhjálpari á
Hrafnistu í Reykjavík. Verald-
legum málum sinnti Edda líka
og var hreppstjóri Árskógs-
hrepps, fyrst kvenna. Hún var
listfeng handverkskona og tók
að sér saumaskap fyrir fjölda
fólks víðs vegar að. Kirkjan að
Stærri-Árskógi naut einnig góðs
af hæfileikum hennar eins og sjá
má í hökli, stólu o.fl. sem Edda
saumaði og gaf kirkjunni.
Útför Eddu verður gerð frá
Stærri-Árskógskirkju í dag, 4.
maí 2019, klukkan 11.
og fjögur barna-
börn. 2) Hjalti Örn,
f. 21.12. 1947,
kvæntur Aðalheiði
Helgadóttur, f.
22.11. 1949. Þau
eiga tvær dætur og
sjö barnabörn. 3)
Jóhannes, f. 13.12.
1951, kvæntur
Katrínu Steins-
dóttur, f. 20.9.
1953. Þau eiga tvo
syni og þrjú barnabörn. 4)
Brynjar Haukur, f. 27.6. 1953,
kvæntur Svanhildi Sigfúsdóttur.
Þau eiga eina dóttur og tvö
barnabörn. 5) Aðalsteinn Svan-
ur, f. 10.3. 1960, sambýliskona
Signý Sigurðardóttir. Fyrrver-
andi sambýliskona Sóldís Stef-
ánsdóttir og eiga þau þrjú börn.
Signý á eina dóttur og eitt
barnabarn. Aðalheiður Ósk f.
30.3 1962, gift Lúðvík Áskels-
syni. Fyrirverandi eiginmaður
Jón Arason, eiga þau tvo syni og
þrjú barnabörn. Lúðvík á tvo
syni og þrjú barnabörn.
Edda átti ættir að rekja til
Aðalvíkur en ólst upp á Akur-
eyri og lauk þaðan gagnfræða-
prófi. Hún giftist Sigfúsi 1946
og bjuggu þau fyrst á Akureyri
en keyptu Rauðavík á Árskógs-
„Það er svo óskaplega gott í
þessu.“
Mömmu var þessi frasi tamur
enda kunni hún alltaf að greina
milli þess sem gott var og hins.
Hafði lag á að laða fram það
besta hverju sinni, hvort sem
það var úr klæðisstranga eða
fólki og aðstæðum. Stundum
með glaðværð og söng, stundum
með athugasemdum sem lýstu
víðsýni og skarpri greind, stund-
um með því að sitja þögul hjá.
Mamma átti langt og við-
burðaríkt líf og skilaði miklu
ævistarfi af lítillæti en rausnar-
skap þótt lífshlaup hennar væri
ekki alltaf dans á rósum. Með
rætur úr harðbýli Hornstranda,
þar sem hún missti föður sinn
ársgömul í hafið, ólst hún upp á
hálfdönsku menningarheimili á
Akureyri við gott atlæti og
skólagöngu. Fylgdist krakki með
Bretum hernema Akureyri.
Missti unglingur litlu systur
sína. Varð sextán ára kærastan
hans pabba og rúmlega tvítug
komin í aðra veröld – húsfreyja
og móðir á mannmörgu sveita-
heimili án rafmagns og þæginda
kaupstaðarlífsins. En þannig er
ástin og milli mömmu og pabba
var gnótt af henni. Enda urðu
börnin sex og starf húsfreyjunn-
ar ærið með þennan skara,
gestagang og krakkar í sveit öll
sumur. Fyrr en varði komu svo
barnabörnin. Alla þurfti að fæða
og klæða, hvetja eða hugga, aga
eða hrósa, lesa og syngja, þvo og
svæfa – og þá var eftir að sinna
húsinu, þvottunum, saumaskapn-
um, bakstrinum, gestunum.
Enda varð eitthvað undan að
láta.
Mamma átti oft við alvarleg
veikindi að stríða en reis ávallt
upp á ný, falleg og fín. Þótt ekki
væri veraldlegu ríkidæmi fyrir
að fara á Rauðavík höfðum við
ávallt allt til alls – hvert annað,
fjallið, fjöruna og sjóinn – nóg að
bíta og brenna. Og vorum alltaf
vel til fara því mamma var pjatt-
rófa sem kunni að gera mikið úr
litlu.
Samt átti hún tíma fyrir
félagsstörf og baráttuanda.
Jafnréttisbarátta kvenna var
henni hjartans mál og hún var
virkur þátttakandi í henni. Varð
meðhjálpari og hreppstjóri í
sinni sveit fyrst kvenna á báðum
póstum svo fátt eitt sé nefnt.
Mamma var heimskona í sveit,
unni klassískri tónlist, bók-
menntum, bíómyndum og ekki
síst leikhúsi. Hrifnæm en kröfu-
hörð. Villtu blómin þekkti hún en
líka suðrænar skrautjurtir.
Skáldjöfra heimsins hafði hún
lesið og hún lést á degi bókarinn-
ar.
Auðvitað ólst maður upp með
mömmu sem sjálfgefna stærð og
hana og pabba sem eitt, enda
voru þau samhent í löngu ástríku
hjónabandi. En eftir andlát
pabba tók við nýtt skeið í lífi
mömmu þótt á áttræðisaldri
væri. Líf sjálfstæðrar og sterkr-
ar konu sem fór sínar eigin leið-
ir, leyfði sér að njóta og ferðast,
syngja og dansa og kaupa rán-
dýr flott föt bara af því hana
langaði til þess og gat það.
Mamma var eins og fiskur í vatni
í Reykjavík, söng með Vorboð-
unum í Mosfellsbæ og lét ljós sitt
skína á Hrafnistu. Lék í auglýs-
ingum, sat fyrir hjá erlendum
listakonum og vakti þjóðarat-
hygli fyrir hvernig hún talaði
fyrir vínveitingasölu á Hrafnistu.
Mamma var víðsýnn húmanisti
og arfleifð hennar er mikil. Hún
var ekki há í loftinu en samt stór
því það var alveg óskaplega gott
í henni. Takk fyrir allt mamma,
hvíldu í friði.
Fyrir hönd barna og tengda-
barna,
Aðalsteinn Svanur Sigfússon.
Kæra Edda. Mikið er gott að
hafa kynnst þér. Ég er heppinn
maður.
Fyrst kynntist ég dóttur
þinni, heppinn. Seinna komum
við í Jökulgrunnið, ég var kynnt-
ur fyrir þér. Við náðum saman
frá fyrstu mínútu. Síðan komstu
margar ferðir norður. Fyrst þeg-
ar dóttir þín og ég bjuggum í
Byggðaveginum, lítilli íbúð, flutt-
um síðan í Lönguhlíðina, rýmra
um okkur, þú alltaf jafn stolt og
ánægð. Stolt af að eiga svona
frábæra dóttur og ánægð hvað
hún var í góðum höndum.
Manstu þegar við fórum í
óvissuferðina út á strönd, fórum
um þína sveit, þá var gaman. Þér
fannst nú heldur ekkert leiðin-
legt þegar við fórum í sumarbú-
staðinn hans Hjalta í Danmörku,
við kenndum þér að spila Tíu-
þúsund, þú alltaf svo ánægð með
allt sem gert var, elsku Edda
mín.
Það var líka stórkostlegt hvað
þið mamma mín náðuð vel saman
og mín heitasta ósk er að þið haf-
ið hist aftur núna.
Elsku tengdamamma, takk
fyrir allt og allt. Þú hefur verið
mér mikil fyrirmynd.
Þinn einlægur tengdasonur,
Lúðvík.
Mig langar til að þakka Eddu
samfylgdina í gegnum mörg ár.
Líf okkar hefur talsvert fléttast
saman vegna fjölskyldutengsla.
Faðir minn Marinó og Sigfús
eiginmaður Eddu voru bræður.
Þeir ólust upp á Litlu-Hámund-
arstöðum í 10 barna hópi, þar
sem faðir minn var næstelstur
systkinanna en Sigfús næst-
yngstur og var þar um 18 ára
aldursmun að ræða. Hámundar-
staðir voru eins og mitt annað
heimili, þar sem notalegt var að
heimsækja Valgerði ömmu og
frændfólk mitt þar. Mér er það
mjög minnisstætt þegar Sigfús,
sem var bílstjóri á Akureyri,
kom heim með kærustuna. Mér
fannst hún flott, en þetta var
mjög ung stúlka og nýbúin að
taka gagnfræðapróf. Ég var jú
orðin 12-13 ára, hún var bara
fjórum árum eldri en ég. Þetta
voru okkar fyrstu kynni. Sigfús
og Edda áttu í fyrstu heima á
Akureyri. Þau giftu sig á 18 ára
afmælisdegi Eddu, 4. október
1946 en voru þá búin að eignast
stúlku 6. júlí og var hún skírð við
kistu Valgerðar ömmu, sem lést
21. júlí. Stúlkan fékk nafnið Val-
gerður Sólrún. Fyrstu árin
bjuggu þau á Akureyri þar sem
Sigfús var í góðri vinnu. En hann
var jú alinn upp í sveit og langaði
til að vinna við þau störf. Hann
keypti því jörðina Rauðavík 1949
ásamt félaga sínum og fluttist
fjölskyldan þangað og hóf bú-
skap. Jörðin hafði verið í eyði í
nokkur ár og margt þurfti að
laga. Rafmagn var stopult og var
þetta hreint ekki glæsileg byrjun
fyrir kornunga konu, sem ekki
heldur var vön sveitalífinu. En
Edda lét þetta ekki á sig fá. Þau
hjón voru alla tíð mjög samhent,
Þarna bjuggu þau til ársins 1980,
en þá var Rauðavík seld. Þau
voru búin að eignast sex börn og
koma þeim upp. Eftir að ég fór
að búa í Kálfsskinni 1959 varð
talsverður samgangur milli okk-
ar heimila. Tvö yngstu börnin á
Rauðavík og tvö elstu börnin mín
voru á svipuðum aldri og áttu á
tímabili mikla samleið, sem sagt
skipst var á með pössun og heim-
sóknir. Þetta vildi ég þakka fyrir
núna, það var oft ómetanlegt.
Ekki voru leikskólar og börn
þurfa tilbreytingu og leikfélaga.
Edda gekk ung í kvenfélagið
Hvöt. Hún sagði mér oft frá því
hve hún var þakklát móður
minni fyrir að hafa tekið hana
með í félagið. Í þessu félagi átti
hún eftir að starfa mikið, gegndi
starfi ritara í fimm ár og var for-
maður í sex ár. Eftir að flutt var
frá Rauðavík áttu þau hjón lengi
heima á Hauganesi og bæði unnu
þau mikið að félagsmálum. Edda
var meðhjálpari við kirkjuna.
Þau hjón voru stofnfélagar þegar
Félag aldraðra á Dalvik var
stofnað 1990 og voru mjög virk í
þeim félagskap og var Edda þar
bæði gjaldkeri, varaformaður og
formaður. Hún var vel lesin og
fróð um marga hluti. Hún tók að
sér um tíma að sauma fatnað fyr-
ir konur og börn og var mjög
vandvirk. Hún sagði mér eitt
sinn að hún væri fljótari að sníða
og sauma ef hún vandaði sig vel,
því hún væri búin að komast að
því að það tæki allt of mikinn
tíma að rekja upp. Edda var búin
að dvelja lengi undanfarið á
Hrafnistu í Reykjavík. Hvíli hún
í friði. Við Sveinn sendum inni-
legar samúðarkveðjur til allra
barnanna og þeirra fjölskyldna.
Ása Marinósdóttir.
Edda Jensen
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
HERMANN FOSS INGÓLFSSON
byggingarfræðingur,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
24. apríl.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Starfsfólki á
hjúkrunarheimilinu Sólvangi er þökkuð góð umönnun.
Hanne Foss
Martin Foss Hermannsson Anne Blidorf
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför
ÁSGEIRS S. SIGURÐSSONAR
frá Hólum í Laxárdal.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík og
starfsfólk hjúkrunarheimilisins Eyrar á
Ísafirði.
Messíana Marzellíusdóttir
Þórlaug Þuríður
Helga Alberta
Sigríður Guðfinna
og fjölskyldur
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og
útfarar elsku sonar okkar,
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR,
Lyngmóa 17, Reykjanesbæ.
Sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun til
núverandi og fyrrverandi starfsmanna heimilisins í Lyngmóa 17,
Gylfa Pálssonar sjúkraþjálfara og heimahjúkrunar HSS.
Guðmundur Sigurðsson Kolbrún Geirsdóttir
Gunnfríður Friðriksdóttir Antonio Manuel Goncalves
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa,
langafa og bróður,
BERGLEIFS GANNT JOENSEN
veitingamanns.
Sérstakar þakkir fá fararstjórar Vita á
Kanaríeyjum, þau Svanhildur Davíðsdóttir
og Karl Rafnsson. Einnig Sigurbjörg Grétarsdóttir og allir vinir
okkar sem voru til staðar fyrir okkur á Kanaríeyjum. Jafnframt
þökkum við öllum þeim vinum okkar sem komu að útför
Bergleifs. Guð blessi ykkur öll.
Jóhanna Reynisdóttir
Þorsteinn Joensen
Jóhann Joensen
Bergleif Joensen
Reynir Gannt Joensen Emeline Bouichou
Bjarki Gannt Joensen Ólöf Sif Halldórsdóttir
Thelma Gannt Joensen Þórir Arnar Jónsson
Kristín Sigurðardóttir Reynir Jóhannesson
barnabörn, barnabarnabörn, systkini
og aðrir aðstandendur
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR ÓLAFSSON
húsasmíðameistari á Akranesi,
lést á sjúkrahúsinu á Akranesi mánudaginn
29. apríl. Útför fer fram miðvikudaginn
8. maí klukkan 13 frá Akraneskirkju.
Rannveig Sturlaugsdóttir
Ólafur Páll Gunnarsson Stella María Arinbjargardóttir
Böðvar Gunnarsson Sigmundur Sigurðsson
Jóhanna G. Gunnarsdóttir Gísli Páll Oddsson
Gunnar Gunnarsson Stefanía Sunna Róbertsdóttir
Sturlaugur A. Gunnarsson
afa- og langafabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HÖRÐUR EINARSSON
stýrimaður og skipstjóri,
lést laugardaginn 27. apríl.
Útför Harðar verður gerð frá Áskirkju
fimmtudaginn 9. maí klukkan 15.
Steinunn F. Harðardóttir
Einar G. Harðarson Ólöf Anna Ólafsdóttir
Guðrún Alda Harðardóttir Sigurður Þór Salvarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HREINN BJARNASON,
kaupmaður,
Laugarnesvegi 87,
Reykjavík,
lést á Landakoti miðvikudaginn 1. maí.
Útför hans fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 15. maí.
Blóm vinsamlega afþökkuð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna B. Agnarsdóttir
Lilja og Björk Hreinsdætur