Morgunblaðið - 04.05.2019, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.05.2019, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019 Heimurinn, eilífð, eilífð kallar Helgi Þorgils Friðjónsson myndlist- armaður sýninguna sem hann opn- ar í galleríinu Listamönnum, Skúla- götu 32, í dag, laugardag, kl. 16. „Þessi teikning þarna er frá 1979 en annars eru þetta ný málverk, teikningar og skúlptúrar,“ segir listamaðurinn þar sem hann er að ljúka við uppsetningu verkanna. Þetta er fyrsta einkasýning Helga á höfuðborgarsvæðinu í sex ár eða síðan hann setti upp viðamikla sýn- ingu í Gerðarsafni. Teikningin gamla sem Helgi bendir á heitir „Dauðinn og högg- ormurinn“ og út frá henni hefur hann gert seríu nýrra verka með sömu táknum „sem eru eins og eins konar teiknimyndaröð hér í söl- unum. Heiti sýningarinnar, Heim- urinn, eilífð, eilífð, er sótt í heiti þessa málverks þarna og hér á stöplinum er skúlptúr með sama myndefni“. Röð lítilla olíumálverka á einum vegg salarins kallar Helgi skissur og segist vinna stærri og viðameiri verkin, eins og líka má sjá á sýningunni, iðulega út frá slík- um. „Skissurnar eru eins konar hugflæði, sitthvað sem ég heyri og hugsa ratar inn í þær. En þetta eru allt mikilvægir þættir í heildar- verkinu.“ efi@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn Helgi Þorgils við dauðann, heiminn og eilífðina. Heimurinn og eilífðin hjá Helga Þorgils  Opnar sýningu hjá Listamönnum Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Það er kannski einhver rómantík í mér en mér finnst alltaf áhugavert hvernig lífið var hér áður. Ég veit ekki hvort það var betra þá en þetta er líklega einhvers konar þrá- hyggja,“ segir Yrsa Roca Fannberg ljósmyndari og kvikmyndagerðar- kona þegar við skoðum verkin í sýn- ingu hennar á Veggnum í Þjóð- minjasafninu en hún verður opnuð klukkan 14 í dag. Sýningin nefnist Lífið fyrir umbreytinguna og veitir, samkvæmt upplýsingum frá safninu, „innsýn í líf fólks sem lifir í ein- stökum samhljómi við dýr og nátt- úru. Þær sýna lífið í Árneshreppi á Ströndum rétt fyrir umbreytinguna sem virðist vera handan við hornið“. Þetta eru bæði litmyndir og svart- hvítar, í sumum römmunum eru myndapör, fjórar í einum og mynda eins konar frásagnir. Rammarnir eru af ýmsu tagi, sumir gylltir, aðrir upp á gamla móðinn og kallast á for- vitnilegan hátt á við innihaldið, heim sem er að breytast. „Árneshreppur er einstakur að mörgu leyti,“ segir Yrsa en hún kynntist sveitinni fyrst þegar henni var boðið þangað til að smala að hausti fyrir fimm árum. Síðan hefur hún smalað ár hvert en líka tekið ljósmyndir og kvikmyndað. „Það vantar alltaf fólk í smölun og annað árið fór ég í heimasmölun og kynnt- ist öllum. Ég var að mynda á gamla Rolleiflex-myndavél og krökkunum fannst það áhugavert svo ég lagði til við skólastjórann að ég kæmi og héldi námskeið í myndatöku og filmuframköllun, sem var mjög skemmtilegt. Ég var þá í tíu daga að vetrarlagi. Smám saman varð ég ættleiddur Árneshreppingur. Úlfar á Krossnesi var einn nokk- urra íbúa í sveitinni sem hættu að búa það ár og ég fór að kvikmynda hann og er nú með í hljóðvinnslu kvikmynd með þeirri sögu, sem ég kalla Síðasta haustið. Það er heim- ildamynd, séð af mínum sjónarhóli. Fjölskyldurnar hafa búið í hreppn- um síðan frá landnámi, þetta er löng saga, og þessar myndir fjalla um tímann fyrir yfirvofandi umbreyt- ingu. Fjárbændur um allt land eiga mjög erfitt og sérstaklega ef það er enga aðra vinnu að fá.“ Filman áhugaverðari Yrsa segir ljósmyndirnar fyrir framan okkur birta sína sýn á Ár- neshrepp. „Þetta er sannleikurinn eins og ég upplifi hann, aðrir segja eflaust öðruvísi sögur. En svona finnst mér lífið vera í hreppnum, þetta er engin dramatík, það er bara svona, lífið er stöðugt í þróun.“ Og Yrsa tekur bara á filmu. „Mér finnst það áhugaverðara en að mynda stafrænt. Kannski er það ein birtingarmynd minnar rómantísku þráhyggju. En með gömlum filmu- vélum nálgast maður viðfangsefnin með öðrum hætti en með stafræn- um. Ég þekki það til að mynda eftir að hafa myndað í Suður-Ameríku; þegar maður kemur með gamla vél verður fólk forvitið, finnst það ekki vera undir smásjá og það kvikna samræður svo manni finnst að tök- urnar verði persónulegri.“ Þegar orð er haft á framsetning- unni með alls kyns römmum segir Yrsa: „Maður nýtir allt sem til er. Hvers vegna að gera nýja ramma þegar til er nóg af römmum? Mig langaði að hengja myndirnar hér með lífrænum hætti og finnst það vera í anda efnisins,“ segir hún og ítrekar að í Árneshreppi hafi hún kynnst afar forvitnilegu samfélagi sem geri staðinn sérstakan. „Sannleikurinn eins og ég upplifi hann“  Yrsa Roca Fannberg sýnir ljósmyndir úr Árneshreppi Morgunblaðið/Einar Falur Ljósmyndarinn „Þetta er engin dramatík,“ segir Yrsa Roca Fannberg. munni eða tár í augum,“ segir Óskar og bendir á að sumir komi til Pattaya í leit að ást, finni hana þar og lifi hamingjuríku lífi. Aðrir komi þangað í leit að nánd sem þeir telji sig ekki fá annars staðar en stærsti hópurinn komi þangað til vændis- og kynlífs- kaupa. „Það er sorglegt að sjá fjóra, fimm menn um sjötugt sitja til borðs með tvítugum þegjandi stúlkum; í einhvers konar þegjandi samkomu- lagi um að mennirnir líti á stúlkurnar sem eiginkonur sínar þótt allir viti að þjónustan er keypt. Á sama tíma er verið að féfletta menn og par sem fundið hefur raunverulega ást leiðist um götur Pattaya,“ segir Óskar sem veltir því upp hversu margir á Ís- landi eigi frænda sem fari einu sinni til tvisvar á ári til Taílands og hafi gert það í áratugi; annan frænda sem giftist taílenskri konu og kom illa fram við hana eða frænda sem fór til Taílands, fann ástina og lifir nú í hamingjuríku hjónabandi með þrjú börn á Íslandi. Óskar vinnur nú að tveimur ljós- myndabókum. Hann vonast til þess að önnur komi út fyrir jól en í henni fylgir hann eftir lífsbaráttu nokkurra stelpna á Indlandi sem búa við litla tjörn. ge@mbl.is Óræð Ein af ljósmyndum Óskars sem sjá má á sýningunni í Gallery Port. Leikstjórinn og handritshöfund- urinn Phillip Yo- umans, sem er aðeins 19 ára gamall, hreppti aðalverðlaun Tribeca-kvik- myndahátíðar- innar í New York, Founders Award, fyrir bestu leiknu kvikmyndina, Burning Cane. Fjallar hún um drykkfelldan prédikara úti í sveit í Louisiana-ríki og hreppti myndin fleiri verðlaun, fyrir kvikmyndatöku og leik. Dóm- nefnd segir rödd leikstjórans unga einstaklega frumlega og er henni líkt við tón suðurríkjahöfundanna William Faulkner og Eudora Welty. Verðlaunin sem besta alþjóðlega kvikmyndin hreppti Hús kólibrí- fuglsins (Beol-sae), sem er þroska- saga unglings í Seól, eftir suður- kóreska leikstjórann Bora Kim. Þess má geta að Baltasar Kormák- ur var í dómnefndinni sem veitti verðlaunin. Unglingur hreppti verðlaunin  Aðalverðlaun Tribeca-hátíðarinnar Phillip Youmans VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Elías Haraldsson löggiltur fasteignasali Erlendur Davíðsson löggiltur fasteignasali Laufásvegur 50 OPIÐ HÚS í dag, laugardag, kl 14.00-14.30 Mjög fallegt og virðulegt 140,7 fermetra eldra stein- hús (kjallari, hæð og ris) ásamt 32,2 fermetra bílskúr, byggt 1926 sem stendur við eina af eftirsóttustu götu miðbæjarins. Vel byggt hús sem býður upp á mikla möguleika en þarfnast endurnýjunar. Sér íbúð í kjallara. Laust við undirritun kaupsamning. OPIÐ HÚS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.