Morgunblaðið - 11.05.2019, Side 16

Morgunblaðið - 11.05.2019, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 Hillukerfi Nethyl 3-3A, 110 Reykjavík | www.hillur.is | s 535 3600 Super 1-2-3 Léttavörukerfi fyrir fyrirtæki og heimili Superbuild Brettarekkakerfi fyrir stór og lítil fyrirtæki hefur farið hríðversnandi ár frá ári og keyrir um þverbak núna, að sögn bænda sem rætt var við. Þessi plága er gæsin en henni hef- ur fjölgað ótrúlega síðustu árin. „Það er gríðarlegt magn af gæs hér allt í kringum bæinn, sem og á heiðalöndum,“ sagði Ævar Mar- inósson, bóndi í Tunguseli, og fleiri bændur tóku í sama streng. „Þetta er aðallega heiðagæs og hefur henni fjölgað svo með ólíkindum er, hún slítur upp hvert einasta strá svo ástandið má telja alvar- legt.“ Gæsin er því orðin skæður keppinautur sauðkindarinnar um beitina en áætlað er að um þrjár gæsir éti jafn mikið ein sauðkind. Þegar gæsafjöldinn skiptir þús- undum eins og reyndin er, þá kem- ur þetta verulega við beitarlönd sauðfjárins. Grágæsin hefur hins vegar fært sig eða hrakist nær ÚR BÆJARLÍFINU Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Grásleppuvertíð er langt komin en einungis fjórir bátar voru hér á grásleppu í vor. Tveir bátar eru búnir með sína daga og eru að hefja strandveiðar en aðrir tveir enn á grásleppu. Halldór Stefáns- son á Hólma ÞH hóf vertíðina fyrstur og lauk henni þar með fyrst. „Þetta gekk bara mjög vel heilt yfir og rættist úr þessu,“ sagði Halldór sem var með 42 tonn eftir vertíðina og nokkuð sáttur. Hann lagði upp hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja á Þórshöfn þar sem grunnvinnslan fer fram og sagði uppgjörsverð í kringum 270 kr á kíló en yrði kannski endurskoðað.    Strandveiðibátar verða lík- lega sjö til átta hér í sumar en veiðin hefur yfirleitt farið hægt af stað í maí og júní og þá lengra að sækja en oft stór og góður fiskur þegar líður á tímabilið. Hrygning- arfiskurinn er að mestu genginn út en fyrstu daga strandveiðitímabils- ins fengu þó einhverjir stóran hrygningarfisk inni í firðinum þar sem stutt var að sækja. Strand- veiðibátar selja aflann á Fisk- markað Þórshafnar.    Árshátíð Ísfélags Vestmanna- eyja á Þórshöfn var haldin með pomp og pragt fyrstu helgina í maí en þar fór á kostum veislustjórinn Þórhallur Sigurðsson, betur þekkt- ur sem Laddi og kitlaði hlátur- taugar gesta. Veitingar voru veg- legar en starfsfólkið hafði þar af veg og vanda. Hjá Ísfélaginu vinn- ur fólk af ýmsu þjóðerni svo gerðir voru forréttir að hætti hinna ýmsu þjóðlanda. Að loknu borðhaldi og skemmtun dunaði dansinn fram eftir nóttu.    Sauðburður er á flestum bæj- um kominn í fullan gang og annir í sveitum. Bændur í nágrenni Þórs- hafnar segja tún almennt koma ágætlega undan vetri, kal lítið sem ekkert og gróður er vel á veg kominn, nokkuð á undan því sem er á venjulegu vori. Bændur kvarta því ekki yfir tíðinni og vatnsbúskapur lítur vel út þar sem enn er snjór á heiðum.    Bændur glíma við plágu sem byggðinni og sjónum og á fjölgun heiðagæsarinnar þátt í því.    Heiðagæsavarp er hafið, nokkru fyrr en venjulega og nær yfir mikið landflæmi. Varp og við- koma heiðagæsar hefur verið gott eins og fjöldi hennar sýnir og eru landeigendur farnir að taka egg úr hreiðrunum sem eru tiltölulega ná- lægt bæjum en á svo víðfeðmu landssvæði þá segir það lítið. „Þegar fé kemur af fjalli á haustin þá er gæsin oft búin með bestu beitina á túnunum þar sem hún hefur legið í þúsundatali og lítið eftir nema gæsaskítur,“ sögðu bændur sem fréttaritari ræddi við.    Bændur eru ekki heldur hrifnir af því að fá úrganginn í heyin sem vissulega gerist við slátt þar sem hann liggur á öllum túnum. Þetta er sérstaklega áberandi á haustin við smölun, það er nánast sviðin jörð á vallendi, einkum kringum ár og læki. Álftin plagar einnig bænd- ur og þó fjöldi hennar sé minni en gæsa, þá er hún ekki síður skæð því hún slítur gróður upp með rót- um. „Við höfum verið að reyna fuglahræður á túnum til að fæla þennan skaðvald frá en það stoðar lítið. Svo er hún alfriðuð og okkur allar bjargir bannaðar,“ sögðu bændur. Nokkuð hefur einnig verið um mink og telja bændur þörf á mark- vissari veiðum á honum, með því að nota líka minkahunda við veið- arnar en ekki eingöngu gildrur. Laxveiðimenn hafa sömu áhyggjur og á umræðustigi er að þeir í fé- lagi við bændur reyni að stuðla að markvissari eyðingu minks. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Líflegt er jafnan á vordögum við höfnina á Þórshöfn. Smábátar eru komnir á strandveiðar en tveir hafa verið áfram á grásleppuveiðum. Strandveiði og sauðburður í fullum gangi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.