Morgunblaðið - 11.05.2019, Side 21

Morgunblaðið - 11.05.2019, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 SMÁRALIND – KRINGLAN Kringlukast 8.-13. maí 15% afsláttur af múmín Arabia og 20% af öllu öðru í Dúka Kringlunni Árið 2015 voru Félagsbústaðir í fjórða sæti meðal 55 vinnustaða í könnun Starfsmannafélags Reykjavíkur. Árið 2016 voru Félagsbústaðir komnir í sæti 33 af 42. Þeir voru í sæti 34 af 35 árið 2017 og í sæti 26 af 28 2018. Könnunin nær til vinnustaða á vegum borgarinnar. Stofnanir með lág- marksþátttöku í könnuninni komust á listann. Skv. heimildum blaðsins var versnandi útkoma í könnuninni rædd á fundum í stjórnartíð Auðuns. Fór úr toppsætum í botnsæti FÉLAGSBÚSTAÐIR OG KANNANIR STVR kominn með blóðþrýstingsvanda- mál. Fleiri vinnufélagar mínir fundu fyrir vanlíðan vegna framkomu Auð- uns Freys og hættu hjá félaginu, líkt og ég, af hans völdum,“ segir Sveinn sem kveðst hafa leitað til Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar vegna erfiðra samskipta við Auðun. Viðbrögðin hafi verið engin. „Það voru fleiri búnir að kvarta undan Auðuni. Fulltrúar félagsins sögðust ekkert geta gert. Þetta væri vonlítið. Auðun Freyr gæfi sig ekki. Ég leitaði líka til Vinnueftirlitsins en það gerði ekki neitt. Trúnaðar- maður okkar innan Félagsbústaða hafði vitneskju um ástandið.“ Sveinn segir aðspurður að Auðun Freyr hafi sem stjórnandi viljað hafa aðkomu að öllum málum. Hann hafi ekki treyst starfsfólkinu. „Auðun Freyr hefur takmarkaða hæfileika til að vera stjórnandi. Mannleg samskipti eru ekki hans sterka hlið. Það birtist í framkomu hans við fólk,“ segir Sveinn. Kannanir Starfsmannafélags Reykjavíkur benda til að dregið hafi úr starfsánægju hjá Félagsbústöð- um í tíð Auðuns Freys sem fram- kvæmdastjóra (sjá hér að neðan). Sveinn segist sem félagsmaður í Rafiðnaðarsambandinu ekki hafa haft þátttökurétt í könnuninni. Þá hafi fleiri starfsmenn, sem voru ósáttir við Auðun Frey, ekki haft þátttökurétt. Það undirstriki að ánægja starfsmanna hafi farið þverrandi í stjórnartíð Auðuns. Baðst ekki afsökunar Sveinn segir aðspurður að Auðun Freyr hafi aldrei beðist afsökunar á framkomu sinni. Við starfslokin var reiðin farin að brjótast upp á yfir- borðið hjá Sveini. Hann játar að hafa gert þau mistök að hafa sem umsjónarmaður símakerfisins látið áframsenda eitt símtal til Auðuns Freys til sín. Með aðgangi að tölvu- kerfinu hafi hann getað opnað, lokað og áframsent númer. Sveinn segist samstundis hafa iðrast þessa og lát- ið loka fyrir aðganginn. Hann biðji hér með Auðun afsökunar. Sveinn kveðst hafa leitað sér að- stoðar geðlæknis er ástandið var hvað verst hjá Félagsbústöðum. Hann hafi talið framkomuna einelti. nlíðan Stofnun ársins – borg og bær Niðurstöður kannana hjá Félagsbústöðum, 2012-2018 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Sæti meðal vinnu- staða sem hafa 50 eða færri starfsmenn 2 af 29 8 af 36 3 af 29 4 af 22 13 af 18 9 af 10 9 af 10 Sæti meðal allra vinnu- staða í könnuninni 2 af 47 9 af 59 3 af 62 4 af 55 33 af 42 34 af 35 26 af 28 Einkunn 4,39 3,995 4,435 4,223 3,639 3,447 3,664 Trúverðugleiki stjórnenda 4,64 4,18 4,54 4,31 Stjórnun 3,87 3,47 3,41 Starfsandi 4,59 4,14 4,67 4,33 3,45 3,45 3,65 Launakjör 3,3 2,66 3,25 3,09 2,71 3,06 3,03 Vinnuskilyrði 4,54 4,38 4,55 4,25 3,83 3,36 3,87 Sveigjanleiki vinnu 4,69 4,51 4,86 4,56 4,18 3,67 4,28 Sjálfstæði í starfi 4,53 4,29 4,68 4,7 3,9 4 3,99 Ímynd stofnunar 3,34 3,14 3,90 3,74 3,24 2,74 3,27 Ánægja og stolt 4,56 4,11 4,61 4,39 3,58 3,63 3,34 Jafnrétti Ekki spurt Ekki spurt Ekki spurt Ekki spurt 3,72 3,49 4,17 Fjöldi starfsmanna 23 23 22 22 23 25 26 Heimildir: Starfsmannafélag Reykjavíkur, ársreikningar Félagsbústaða Fyrrverandi starfsmaður Félags- bústaða, sem óskar nafnleyndar, seg- ir Auðun Frey Ingvarsson, fv. fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, hafa með slæmri framkomu átt stóran þátt í veikindum sínum og loks brott- hvarfi frá fyrirtækinu. Það sé sér- fræðinga að meta hvort framkoman teljist til eineltis. Hann hafi rætt málið við lögfræðinga. Starfsmaðurinn hitti blaðamann nokkrum sinnum við vinnslu viðtals- ins. M.a. aflaði maðurinn gagna sem varða tíð hans hjá Félagsbústöðum og framvísaði tölvupóstum. Maður- inn hóf störf hjá Félagsbústöðum ár- ið 2006 sem umsjónar- og eftirlits- maður. Hann var mikið í smávið- gerðum hjá leigjendum og ýmsum útréttingum. Andinn var áður góður Maðurinn segir starfsandann hafa verið einstaklega góðan í tíð Sig- urðar Kr. Friðrikssonar sem fram- kvæmdastjóra. Hann hafi ekki orðið var við óánægju starfsmanna. Þetta hafi hins vegar breyst mikið með eftirmanni Sigurðar, Auðuni Frey. Fór hann þá að finna fyrir óöryggi á vinnustaðnum. Framkoma Auðuns Freys hafi verið slæm og það valdið kvíða og streitu. „Smátt og smátt fór ég að hafa á tilfinningunni að hann vildi losna við mig. Framkoman varð kuldalegri. Auðun Freyr niðurlægði mig fyrir framan aðra og gaf mér illt augna- ráð,“ segir maðurinn og rifjar upp ýmis atvik sem aðeins hann og Auð- un Freyr geta verið til vitnis um. Hann rifjar upp könnun Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar (STRV) á starfsánægju hjá Fé- lagsbústöðum (sjá ramma hér fyrir neðan). Eftir að umsagnir um Fé- lagsbústaði breyttust úr því að vera mjög jákvæðar í að vera neikvæðar, eftir að Auðun Freyr tók við sem framkvæmdastjóri, hafi verið haldið þriggja daga námskeið í Kríunesi í október 2016, að kröfu stjórnar Fé- lagsbústaða, vegna slæmrar niður- stöðu í könnun STRV. Þar hafi starfsmenn rætt málin að Auðuni Frey viðstöddum. Viðvera hans hafi hins vegar átt þátt í að sannleikurinn kom ekki fram. Minni starfsánægju hafi fyrst og fremst mátt skýra með framkomu Auðuns Freys. Endaði með veikindum Maðurinn segir vanlíðan sína vegna þessarar framkomu Auðuns Freys hafa stigmagnast. Hann fór að upplifa framkomu Auðuns Freys sem einelti í sinn garð. „Það var svo í október 2017 sem ég var alveg búinn að vera. Þá til- kynnti ég veikindi og var frá í tvær vikur. Framvísaði vottorði um veik- indin. Eftir að ég sneri aftur til vinnu sagði Auðun Freyr mér að ræða við trúnaðarlækninn sem og ég gerði,“ segir maðurinn. Endurkoman reyndist honum erfið og í lok janúar 2018 fór hann aftur í veikindaleyfi, hitti trúnaðarmann og afhenti vott- orð frá geðlækni. „Þarna bugaðist ég algjörlega. Þegar ég var búinn að vera veikur í tæpan hálfan mánuð hringdi Auðun Freyr og spurði hvað væri að. Sagði ég honum að tala við trúnaðarlækni fyrirtækisins. Það væri eðlilegur far- vegur málsins. Auðun Freyr sagði mig gera sér óleik með því að vera veikur. Hann ætti ekki annan kost í stöðunni en að segja mér upp. Og það þrátt fyrir að ég hefði framvísað honum vottorði frá geð- lækni um óvinnufærni. Þegar Auðun Freyr fór að æsa sig í símanum lagði ég á. Hann hringdi síðan í mín einka- númer en ég hafði síma frá Félags- bústöðum. Ég lét ekki bjóða mér hótanir og svaraði ekki símunum. Í lok mars 2018 boðaði ég vinnufélaga minn, Sæmund [Ásgeirsson, fv. starfsmann Félagsbústaða], og svo trúnaðarmann Félagsbústaða á fund á kaffihúsi. Trúnaðarmaðurinn tók við vottorði frá geðlækninum sem var dagsett sama dag og sagðist ætla að koma því til Auðun Freys.“ Eftir nokkra þögn segist hann að- spurður hafa fundið fyrir vægu þunglyndi um miðjan þrítugsaldur. Hann hafi síðan ekki fundið fyrir neinum slíkum einkennum fyrr en meint einelti hófst hjá Félags- bústöðum. Þá hafi vanlíðan birst í streitu, svefnleysi, félagsfælni og depurð. Auðun Freyr hafi aldrei rætt við sig um leiðir til að ná bata. Kærði til Persónuverndar Hinn 8. apríl 2018 sendi maðurinn kvörtun til Persónuverndar sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Forsaga málsins er sú að 16. febrúar 2018, rúmum tveimur vikum eftir að hann fór í veikindaleyfi, var netföngum starfsmanna Félags- bústaða lokað og þeim úthlutað nýju lykilorði hinn 19. febrúar sama ár. Trúnaðarmaður starfsmanna tjáði honum að til að fá úthlutað nýju lykilorði yrði hann að hitta fram- kvæmdastjóra sem myndi afhenda það. Maðurinn kaus að gera það ekki. Hinn 3. apríl hafði maðurinn samband við Gallup og óskaði eftir að fá fyrrnefnda starfsánægjukönn- un um stofnun ársins, sem Gallup sá um að framkvæma, senda á sitt per- sónulega netfang. Hann hafi þá fengið þær upplýs- ingar að svar hans við fyrrgreindri könnun hefði verið skráð hjá Gallup 27. mars 2018. Kom þannig fram í úrskurðinum að könnuninni um starfsánægju hefði verið svarað. Varð það tilefni kvörtunarinnar. Málinu lauk með úrskurði Per- sónuverndar 11. apríl sl. en þar segir að meðferð Félagsbústaða á tölvu- pósthólfi mannsins í veikindaleyfi hans hafi ekki verið í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Eigi síðar en 11. júní nk. skuli Félagsbústaðir senda Persónuvernd verklagsreglur um meðferð tölvupósts starfsmanna. Kallaði eftir rannsókn á málinu Síðar um vorið 2018 taldi maður- inn að Auðun Freyr hefði brotið á réttindum sínum í öðru máli sem varðar annan tölvupóst. Það verði mögulega kært til Persónuverndar. Maðurinn sendi Haraldi Flosa Tryggvasyni, stjórnarformanni Fé- lagsbústaða, og öðrum í stjórn fyrir- tækisins tölvupóst í ágúst 2018 með ákalli um eineltisrannsókn. „Morguninn eftir var símanúmeri mínu hjá Félagsbústöðum lokað. Ég fékk svo tölvupóst frá Haraldi Flosa um að stjórnin hefði farið sérstak- lega yfir starfsmannamál fyrir- tækisins og Auðun Freyr verið kraf- inn svara. Hann færi með starfs- mannamálin. Það væri niðurstaða stjórnarinnar í kjölfarið að aðhafast ekki frekar í málinu. Ef ég væri ósáttur væri réttast að ég leitaði til míns stéttarfélags. Síðan heyrði ég ekki meira frá stjórninni,“ segir maðurinn. Hann hafi í kjölfarið leitað til STRV en fengið þau svör að sönn- unarbyrði í slíkum málum væri afar erfið. Málið var látið niður falla. Þá hafi hann ritað borgarlögmanni bréf um meint einelti sem hafi vísað hon- um á næsta yfirmann eða viðkom- andi stéttarfélag. Það var svo í byrjun september 2018 sem maðurinn skilaði inn vott- orði til Félagsbústaða um að hann hefði verið óvinnufær vegna veikinda frá byrjun febrúar 2018 en teldist vinnufær á ný. Nokkrum dögum síð- ar fékk hann uppsagnarbréf. Niðurlæging og kulnun í starfi  Fv. starfsmaður Félagsbústaða rekur heilsubrest til slæmrar framkomu  Persónuvernd úrskurðar honum í vil  Ánægjukönnun svarað í hans nafni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í miðborginni Félagsbústaðir eru til húsa á Hallveigarstíg 1 í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.