Morgunblaðið - 11.05.2019, Side 32
Loksins fáanlegir
aftur á Íslandi
www.velaborg.is | Járnhálsi 2-4 | 110 Reykjavík | Sími 414-8600
LYFTARARNIR
Til á
lager
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019
Dæmi um slík félög
sem sinna nauðsyn-
legum verkefnum á
fjölmörgum sviðum í
okkar samfélagi eru
Krabbameinsfélagið,
Öryrkjabandalagið,
Landsbjörg, UMFÍ,
Blindrafélagið, Barna-
heill og Heimili og
skóli. Þar sinna ein-
staklingar gjarnan
sjálfboðastörfum og
leggja jafnvel starfinu til fé. Mörg
þessara félaga leysa af hendi verk-
efni sem annars myndu lenda á
hinu opinbera. Augljóst er að félög-
in þurfa að starfa af fagmennsku
svo þau séu traustsins verð. Til þess
þurfa þau skýra lagaumgjörð.
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp
til laga um félög til almannaheilla.
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp-
unarráðherra hefur átt samráð um
frumvarpið við Almannaheill – sam-
tök þriðja geirans – sem hafa innan
sinna vébanda mörg af stærstu al-
mannaheillasamtökum landsins með
tugþúsundir félagsmanna.
Efnislega fjallar frumvarpið um
skilyrði þess að félag geti valið að
skrá sig sérstaklega sem félag til al-
mannaheilla og fá þá endinguna .fta
í fyrirtækjaskrá. Sú skráning hent-
ar vel félögum sem eru með umtals-
verða starfsemi og/eða þiggja fjár-
magn til starfsemi sinnar. Í frum-
varpinu felast hagnýtar leið-
beiningar um stofnun og rekstur
almannaheillafélaga þar sem vand-
aðir stjórnarhættir og fjármál eru
höfð að leiðarljósi. Fyrir lítil félaga-
samtök, sem ekki höndla með fjár-
muni, er skráningin valkvæð og fyr-
ir þau mun þessi lagasetning ekki
hafa önnur áhrif en að verða fyrir-
mynd um góða stjórnarhætti og
vandaða meðferð fjármuna.
Heildarlög um félagsamtök til
almannaheilla löngu tímabær
Við, sem styðjum félagasamtök til
góðra verka, viljum geta treyst
þeim. Við viljum að fólkið eða mál-
efnin sem félagasam-
tökin starfa fyrir njóti
faglegrar hjálpar. Við
viljum að félagasam-
tökin taki vandaðar
ákvarðanir, fari vel
með fjármagn og komi
í veg fyrir hagsmuna-
árekstra. Við viljum
ekki að fjármálaóreiða
eða hagsmunapot í fé-
lagasamtökunum skaði
málstaðinn sem við
styðjum. Því miður er
alltaf hætta á að það
geti gerst, eins og annars staðar
þar sem peningar og hagsmunir eru
í húfi.
Almannaheill hafa allt frá árinu
2008 kallað eftir því að starfsum-
hverfi almannaheillasamtaka verði
styrkt og þau fái ívilnanir í sam-
ræmi við þann ávinning sem þau
skapa samfélaginu og yfirvöldum.
Lögleiðing frumvarps ferðamála-,
iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
um félög til almannaheilla er mik-
ilvægt skref til að efla traust á
starfsemi almannaheillasamtaka í
landinu, stuðla að góðum starfs-
háttum innan slíkra samtaka og
skilgreina betur eftirlit og gagnsæi
í starfi þeirra.
Stjórn Almannaheilla hvetur
þingmenn allra flokka til að veita
frumvarpinu brautargengi og renna
þannig enn styrkari stoðum undir
starfsemi félaga til almannaheilla í
landinu.
Öflug félög til
almannaheilla
Eftir Ketil Berg
Magnússon
Ketill Berg
Magnússon
» Lögleiðing frum-
varps ferðamála-,
iðnaðar- og nýsköp-
unarráðherra um félög
til almannaheilla er
mikilvægt skref til að
efla traust á starfsemi
almannaheillsamtaka í
landinu.
Höfundur er formaður
Almannaheilla.
Vilhjálmur Bjarna-
son, fyrrverandi þing-
maður, sendi Moggan-
um áhugaverða grein
um ríkisskuldir og
skuldahlutföll sem birt-
ist í blaðinu 26. apríl sl.
þar sem hann slær
botninn í boðskap sinn
með þeim orðum: „Ef
til vill verða engir
menn frjálsir nema
þeir sem eru skírlífir í
skuldamálum.“ Vilhjálmur kemur
víða við í grein sinni og ljóst að hann
þekkir málaflokkinn vel. Hann fjallar
lítillega um synd og sannleika þar
sem fram kemur að íbúar í Hafn-
arfirði og Garðabæ taki vel á móti
sannleikanum en ekkert kemur þar
fram um okkur íbúa Kópavogs, en
hann spyr sig hver sé kostnaður og
ábati af innviðaframkvæmdum sem
nauðsynlegar eru til að hægt sé að
lifa menningarlífi á Íslandi.
Ég læt bæjarfulltrúa í Kópavogi
um að koma íbúum skuldugs bæjar-
félags til varnar en velti því þó fyrir
mér hvernig á að borga allar hinar
miklu skuldir bæjarins. Kannski er
einfaldlega gott að skulda og búa við
skerðingu á frelsi samanber orð Vil-
hjálms hér að framan. Skírlífi í
skuldamálum er alla vega ekki í aug-
sýn í Kópavogi en á móti eru innviða-
framkvæmdir töluverðar og íbúar
lifa fjölbreyttu menningarlífi. Svo
eru þeir sem sækja sér menningu til
Reykjavíkur í boði íbúa þar. Augljós-
lega munu komandi kynslóðir Kópa-
vogsbúa bera skuldaklafa ofan á alla
sóun og mengun okkar kynslóðar
eins og það væri ekki nóg eitt og sér.
Ársreikningur Kópavogsbæjar
fyrir árið 2018 var birtur á heimasíðu
bæjarins 17. apríl sl. Jákvæð niður-
staða varð á rekstri bæjarins um 1,3
milljarða króna samanborið við 2,2
milljarða króna 2017. Aldrei hafa
fleiri búið í Kópavogi og lagt sitt af
mörkum til samfélagsins í formi út-
vars og annarra gjalda. Heildar-
tekjur bæjarins voru meiri en
nokkru sinni eða 32,1 milljarður
króna. Skuldir og
skuldbindingar í árslok
2018 voru 44,8 millj-
arðar króna saman-
borið við 43,2 í árslok
2017. Skuldahlutfall,
þ.e. skuldir og skuld-
bindingar á móti
rekstrartekjum, var því
um 139% í árslok 2018
samanborið við 143% í
árslok 2017. Á heima-
síðu Kópavogsbæjar
segir hins vegar í
fréttatilkynningu um
ársreikning 2018:
,,Skuldahlutfall bæjarins var 108% í
árslok 2018 og lækkar úr 133% frá
árslokum 2017.“ Hvernig getur 139%
= 108%? Kannski eru skuldirnar
sem vantar fyrir ofan strik hjá Kópa-
vogsbæ í þessari jöfnu góðar skuldir
og því sleppt.
Nú bregður svo við að sennilega er
bærinn ekki að meina skuldahlutfall
eins og það er skilgreint heldur
skuldaviðmið skv. reglugerð ríkisins
til að fegra skuldastöðu sveitarfé-
laga. Þá verður það einfaldlega að
koma þannig fram í tilkynningu bæj-
arins en ekki með fegrunaraðgerð í
boði ódýrrar pólitíkur með þeim til-
gangi að blekkja grunlausa íbúa bæj-
arins. Sennilega vilja bæjarfulltrúar
meirihlutans ekki láta íbúana vita hið
raunverulega háa skuldahlutfall en
skuldir Kópavogsbæjar jukust á milli
ára þrátt fyrir að rekstrartekjurnar
væru meiri en nokkru sinni fyrr.
Áhyggjur bæjarbúa hljóta að snúa
að því að góðæri síðustu ára hefur
ekki nýst sem skyldi til að greiða
nógu mikið niður skuldir Kópavogs-
bæjar. Góð fjármálastjórn? Nú býr
Kópavogsbær ekki svo vel að eiga
eignir (fyrirtæki) af þeirri gerð sem
skila munu bænum stórauknum
tekjum á komandi árum og verð-
mætt land til uppbyggingar hefur
verið skert verulega sl. ár með lóða-
úthlutun. Það má þó alltaf hækka út-
svarið í hámark en mikið hefur bæj-
arstjórinn gert úr því að bærinn
innheimti einungis 14,48% í útsvar í
stað hámarksins sem ríkið leyfir eða
15,52%.
Úr einu í annað. Það er með öllu
óásættanlegt með þau tól og tæki
sem boðið er upp á að ársreikningar
sveitarfélaga séu birtir eftir dúk og
disk, sérstaklega vitanlega á kosn-
ingaári eins og í fyrra. Þetta hamlar
eðlilegri umfjöllun um fjármál sveit-
arfélaga og hyglir þeim sem valdið
hefur. Alþingi þarf að setja í lög að
ársreikningar sveitarfélaga skuli
birtir eigi síðar en í lok febrúar árið
eftir. Það er full þörf á meiri aga og
betri vinnubrögðum á þessum vett-
vangi. Alþingi verndar með því lýð-
ræðið og jafnar möguleika þeirra
sem vilja bjóða sig fram til starf í
þágu síns sveitarfélags.
Launakostnaður Kópavogsbæjar
er stærsti útgjaldaliður sveitarfé-
lagsins. Laun og launatengd gjöld
voru 17,5 milljarðar króna árið 2018 í
samanburði við 16,6 milljarða króna
2017. Þetta er um 55% af rekstrar-
tekjum bæjarins árið 2018. Þetta
hlutfall er hátt og yfirbygging hefur
vaxið jafnt og þétt. Það þarf að gæta
meiri aðhalds í rekstri Kópavogs-
bæjar og ekki tókst bæjarfulltrúum
og bæjarstjóra vel upp þegar til-
kynnt var um 15% launlækkun kjör-
inna fulltrúa eftir kosningar á sl. ári í
kjölfar mikillar gagnrýni almennings
á 75% launahækkun til þessa hóps á
síðasta kjörtímabili. Tölurnar tala
sínu máli. Laun bæjarfulltrúa og
bæjarstjóra árið 2018 voru 132 millj-
ónir króna í samanburði við 133 millj-
ónir króna árið 2017. Launakostn-
aður skattgreiðenda í Kópavogi
vegna bæjarfulltrúa og bæjarstjóra
lækkaði því um 1 milljón króna milli
ára – það voru öll þessi 15%. Senni-
lega bara leikur að tölum. Rétt væri
að birta í ársreikningi laun allra bæj-
arfulltrúa og bæjarstjóra til að auka
gagnsæi og stuðla að góðum stjórn-
háttum. Hér hefur löggjafinn verk að
vinna.
Að lokum í framhaldi af fyrr-
nefndri grein Vilhjálms Bjarnasonar.
Hóflegar skuldir geta greinilega ver-
ið góðar þegar fjárfestingar eru
gerðar til góðra verka almenningi til
heilla sem lifir menningarlífi. Skuld-
irnar skapa þannig gott samfélag.
En miklar skuldir Kópavogsbæjar
hljóta þrátt fyrir það að vera
áhyggjuefni. Sumir segja væntan-
lega að hluti skuldanna séu slæmar
með tilheyrandi fjármagnskostnaði
sem heftir bæjarfélagið í þjónustu
við bæjarbúa. Það þýðir einfaldlega
færri krónur til góðra og nauðsyn-
legra verka með tilheyrandi óham-
ingju fyrir þá bæjarbúa sem mest
þurfa á stuðningi bæjarfélagsins að
halda. Fjármálastjórn bæjarins þarf
að bæta og skuldirnar þarf að lækka
með markvissari hætti en gert hefur
verið með þeim sársauka sem slíku
fylgir. Ábyrgðin er í höndum kjör-
inna fulltrúa.
Það er ekki sannfærandi hjá
minnihlutanum í Kópavogi að gagn-
rýna fjármálastjórn meirihlutans eft-
ir að hafa samþykkt fjárhagsáætlun
bæjarins, allir sem einn og það ár eft-
ir ár. Skuldaaukning bæjarins er
byggð á fjárhagsáætlun og er því á
ábyrgð allra bæjarfulltrúa. Í Kópa-
vogi hefur ekki verið ein eða nein
stjórnarandstaða síðastliðin mörg ár
nema á tyllidögum og rétt fyrir kosn-
ingar. Kannski er bara ein stefna í
Kópavogi sem byggist á því að halda
öllum glöðum (líka bæjarfulltrúum)
með tilheyrandi skuldaaukningu og
fjármagnskostnaði. Það getur ekki
verið mottóið hjá bæjarfulltrúum að
Kópavogsbær safni skuldum og að
þeim sé vísað til komandi kynslóða.
Skírlífi í skuldamálum er því vonandi
á dagskrá í Kópavogi næstu miss-
erin.
Skírlífi í skuldamálum – um
bæjarskuldir og skuldahlutföll
Eftir Geir
Þorsteinsson »Kannski er bara ein
stefna í Kópavogi
sem byggist á því að
halda öllum glöðum (líka
bæjarfulltrúum) með til-
heyrandi skuldaaukn-
ingu og fjármagns-
kostnaði.
Geir
Þorsteinsson
Höfundur skipaði 1. sæti á framboðs-
lista Miðflokksins í Kópavogi í kosn-
ingum til sveitarstjórna 2018.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.