Morgunblaðið - 11.05.2019, Síða 49

Morgunblaðið - 11.05.2019, Síða 49
HK þarf að læra að spila betur á úti- völlum í sumar ef ekki á illa að fara. Emil Atlason var einmana í framlín- unni og ekki bætti úr skák að Arnþór Ari Atlason og Bjarni Gunnarsson fóru meiddir af velli í fyrri hálfleik. Sigur Stjörnunnar hefði getað orð- ið stærri, þar sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson fékk nokkur mjög góð færi. Minna fór fyrir Guð- jóni Baldvinssyni en oft áður og voru það ungir leikmenn á miðjunni sem heilluðu helst hjá Stjörnunni. Þar réðu þeir Þorri Geir Rúnarsson og Alex Þór Hauksson ríkjum en reynsluboltarnir Baldur Sigurðsson og Eyjólfur Héðinsson byrjuðu á bekknum. Það verður spennandi að sjá hvort þeir ungu haldi þeim gömlu á bekknum í sumar. Kolbeinn með skýr skilaboð Breiðablik vann sannfærandi 3:1- sigur gegn Víkingi á Würth-vellinum í Árbæ. Blikar léku í heimaleik sinn í Árbænum í gær þar sem verið er að leggja gervigras á Kópavogsvöll og var völlurinn ekki tilbúinn í gær. Kolbeinn Þórðarson kom Blikum yfir strax á 11. mínútu en Nikolaj Hansen jafnaði metin fyrir Víkinga mínútu síðar. Kolbeinn var aftur á ferðinni á 42. mínútu áður en Hösk- uldur Gunnlaugsson innsiglaði sigur Breiðabliks með skalla á 65. mínútu. Leikmenn Breiðabliks mættu svo sannarlega tilbúnir til leiks. Þeir pressuðu Víkinga stíft út um allan völl og gáfu þeim engan tíma með boltann. Blikar lögðu allt í leikinn og þetta var fyrst og fremst vinnusigur hjá afar sprækum Kópavogsbúum. Kolbeinn var frábær í liði Blika en hann sendi Ágústi Gylfasyni svo sannarlega skýr skilaboð með frammistöðu sinni í gær en Kolbeinn hafði byrjað fyrstu tvo leiki Blika í deildinni í sumar á bekknum. Það gekk fátt upp hjá gestunum úr Víkinni. Þeim gekk afar illa að spila sig út úr pressu Blika og miðjuspil liðsins var heillum horfið. Pressa Blika varð til þess að Víkingar þurftu mikið að reyna langa bolta fram völl- inn á Nikolaj Hansen sem hefur ein- faldlega ekki hraðann til þess að stinga sér inn fyrir varnir andstæð- inganna. Víkingar áttu engin svör við leikstíl Breiðabliks í gær og það var ekkert sem benti til þess, allan leik- inn, að þeir myndu sækja sér stig úr leiknum. Blikar svöruðu svo sannarlega dapurri frammistöðu gegn HK í 2. umferð með sigrinum í gær en Vík- ingar þurfa plan B ef þeir ætla sér að fá eitthvað út úr leikjum þar sem þeir eru stífpressaðir. Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Ómar Einbeiting Þórarinn Ingi Valdimarsson með boltann en Kári Pétursson, sem kom snemma inn á hjá HK vegna meiðsla, verst. ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is Rússland Dinamo Moskva – Rostov ....................... 0:0  Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson léku allan leikinn með Rostov. Svíþjóð Hammarby – Sirius ................................. 2:0  Viðar Örn Kjartansson lagði upp síðara mark Hammarby og lék allan leikinn. 2. deild karla Þróttur V. – Kári ..................................... 1:1 Pape Mamadou Faye 59. (víti) – Andri Júl- íusson 74. Rautt spjald: Hrólfur Sveinsson (Þrótti) 90. Staða efstu liða: Kári 2 1 1 0 5:1 4 Fjarðabyggð 1 1 0 0 3:0 3 Vestri 1 1 0 0 2:1 3 Víðir 1 1 0 0 2:1 3 Þróttur V. 2 0 2 0 3:3 2 Dalvík/Reynir 1 0 1 0 2:2 1 3. deild karla KH – Kórdrengir...................................... 1:4 Staðan: Kórdrengir 2 2 0 0 6:2 6 KV 2 2 0 0 4:2 6 Álftanes 2 1 1 0 6:2 4 Reynir S. 2 1 0 1 4:3 3 Skallagrímur 2 1 0 1 3:6 3 Augnablik 1 0 1 0 3:3 1 KF 1 0 1 0 1:1 1 KH 2 0 1 1 4:7 1 Einherji 1 0 0 1 1:2 0 Höttur/Huginn 1 0 0 1 1:2 0 Vængir Júpiters 1 0 0 1 1:2 0 Sindri 1 0 0 1 1:3 0  KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – Grindavík .......... L14 Origo-völlur: Valur – ÍA......................... L20 Meistaravellir: KR – Fylkir .............. S19.15 1. deild karla, Inkasso-deildin: Ásvellir: Haukar – Víkingur Ó .............. L14 Njarðtaksvöllur: Njarðvík – Þór........... L16 Boginn: Magni – Keflavík ...................... L17 2. deild karla: Jáverkvöllur: Selfoss – Fjarðabyggð.... L14 Fjarðab.höll: Leiknir F. – Víðir ............ L14 Húsavíkurv.: Völsungur – Vestri .......... L14 Sauðákróksv.: Tindastóll – ÍR............... L16 Samsungv.: KFG – Dalvík/Reynir ........ L16 3. deild karla: Fellav.: Höttur/Huginn – Vængir J ...... L14 Fagrilundur: Augnablik – KF ............... L16 Sindravellir: Sindri – Einherji ............... S16 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – Þór/KA .............. L14 2. deild kvenna: Leiknisv.: Leiknir R. – Völsungur ... L16.15 Boginn: Hamrarnir – FHL............... L19.30 HANDKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, oddaleikur: Schenker-höll: Haukar – ÍBV (2:2) .. L16.30 UM HELGINA! 1:0 Kolbeinn Þórðarson 11. 1:1 Nikolaj Hansen 12. 2:1 Kolbeinn Þórðarson 43. 3:1 Höskuldur Gunnlaugsson 66. I Gul spjöldKolbeinn Þórðarson og Arnar Sveinn Geirsson (Breiðabliki). MM Kolbeinn Þórðarson (Breiðabl.) BREIÐABLIK – VÍKINGUR R. 3:1 M Höskuldur Gunnlaugsson (Brei.) Arnar Sveinn Geirsson (Breiðabl.) Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðabl.) Elfar Freyr Helgason (Breiðabliki) Jonathan Hendrickx (Breiðabliki) Alexander H. Sigurðarson (Brei.) Sölvi Geir Ottesen (Víkingi) Rick ten Voorde (Víkingi) Nikolaj Hansen (Víkingi) Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi) Dómari: Þorvaldur Árnason, 7. Áhorfendur: 1.057. 1:0 Hilmar Árni Halldórsson 54. I Gul spjöldÞorri Geir Rúnarsson, Þór- arinn Ingi Valdimarsson (Stjörnunni), Ólafur Örn Eyjólfsson, Atli Arnarson, Aron Kári Aðalsteinsson (HK). STJARNAN – HK 1:0 M Þorri Geir Rúnarsson (Stjörnunni) Hilmar Árni Halldórsson (Stjör.) Heiðar Ægisson (Stjörnunni) Alex Þór Hauksson (Stjörnunni) Arnar Freyr Ólafsson (HK) Leifur Andri Leifsson (HK) Kári Pétursson (HK) Dómari: Guðmundur Ársæll Guð- mundsson, 8. Áhorfendur: 768.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.