Morgunblaðið - 11.05.2019, Side 51

Morgunblaðið - 11.05.2019, Side 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FYRIR BÍLINN FJARLÆGIR BLETTI Á ÁKLÆÐI OG TEPPUM MYNDAR VÖRN FYRIR BLETTUM OG RAKA GEFUR YFIRBORÐINU FALLEGT ÚTLIT ÁKLÆÐA ÞURRHREINSIR FYRIR BÍLA INNRÉTTINGAR »Eden, nýjasta kvik- mynd Snævars Sölvasonar, var forsýnd með hátíðarbrag í fyrra- kvöld í Smárabíói. Leik- stjórinn tók á móti gest- um og var glatt á hjalla, eins og sjá má. Kvikmyndin Eden forsýnd í Smárabíói Morgunblaðið/Eggert Hátíðarstund Einar Viðar Guðlaugsson, Snævar Sölvason leikstjóri, Jelena Schally og Guðgeir Arngrímsson. Aðalleikarar Ævar Örn Jóhanns- son og Telma Jóhannesdóttir. Hress Erlingur Örn Hafsteinsson, Steinunn Camilla og Auðunn Lútersson. Sprelligosar Erpur Eyvindarson, Rögnvaldur Þorgrímsson og Tryggvi Örn Gunnarsson brugðu á leik fyrir ljósmyndara fyrir sýningu. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er magnað og stórt epískt verk sem á ávallt erindi og ögrandi að fá að takast á við,“ segir Marta Nordal sem leikstýrir Mutter Courage eftir þýska leik- skáldið Bertolt Brecht sem er útskriftarverkefni nem- enda af leikarabraut Lista- háskóla Íslands (LHÍ) í samstarfi við tónlistadeild skólans, en Sævar Helgi Jóhannsson, útskriftarefni í tónsmíðum frá tónlistar- deild LHÍ, semur og flytur tónlist í verkinu. Uppfærslan, sem unnin er í samstarfi LHÍ við Leikfélag Akureyrar og Þjóðleikhúsið, var frumsýnd í Samkomu- húsinu á Akureyri í vikunni og sýnd þar í kvöld kl. 20, en verður sýnd í Kassanum í Reykjavík dagana 16. til 20. maí. Aðgangur er ókeypis, en bóka þarf miða á tix.is. „Ég hugsa að mesta vinnan hafi farið í að finna verk sem hentaði hópnum sem sam- settur er af sex stelpum og tveimur strákum,“ segir Marta, en í útskriftarhópnum eru Ást- hildur Úa Sigurðardóttir, Berglind Halla Elí- asdóttir, Gunnar Smári Jóhannesson, Hildur Vala Baldursdóttir, Jónas Alfreð Birkisson, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Steinunn Arinbjarn- ardóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. „Ástæða þess að þetta verk varð fyrir valinu er að okkur langaði til að þau tækjust á við stóran hugmyndaheim. Það að takast á við Bertolt Brecht bæði sem leikskáld og aðferða- fræði í leikhúsi er stórt og verðugt verkefni fyrir hópinn,“ segir Marta og bendir á að Mutter Courage hafi ekki verið sett upp hér- lendis síðan Þjóðleikhúsið setti það upp 1965. „Óhætt er að segja að við ráðumst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir Marta og bendir á að mikill fjöldi hlutverka sé í verkinu og því þurfi allir leikarar að leika nokkurn fjölda persóna. „Við nálgumst verk- efnið í anda Brechts þar sem leikhópurinn er á sviðinu allan tímann og tekst á við verkið sem leikhópur. Við erum með grískan kór sem les fyrirmæli höfundar og vinnum þannig með Verfremdung eða framandgervingu á okkar hátt,“ segir Marta og bendir á að liður í fram- andgervingunni sé að notast við þýðingu Ólafs Stefánssonar frá 1965. „Með þeim hætti fær hópurinn líka að takast á við tungutak sem til- heyrði leikhúsinu fyrir fjörutíu árum. Við nálgumst verkið á okkar hátt og styttum það mjög mikið, því annars væri það þrír tímar í flutningi,“ segir Marta og undirstrikar að verkið sé ekkert léttmeti enda umfjöllunar- efnið ofbeldi. „Verkið felur í sér ádeilu á stríð og það verða allir undir í þessum átökum á einn eða annan hátt. Þótt Mutter Courage reyni að hagnast á stríðinu og sé af þeim sökum ekki mjög sympatísk eða geðfelld, þá er hún líka fórnarlamb aðstæðna enda missir hún börnin sín,“ segir Marta og rifjar upp að Brecht hafi skrifað verkið árið 1939 sem svar við upp- gangi fasisma og nasisma í heimalandi sínu. „Til að geta horft á atburðina með hlutlægari augum lætur hann verkið gerast á 12 ára tímabili í 30 ára stríðinu,“ segir Marta og rifj- ar upp að umrætt stríð hafi verið röð styrj- alda í Þýskalandi á árunum 1618 til 1648 þar sem öll helstu stórveldi Evrópu drógust inn í átökin. „Við höldum okkur við períóðuna og erum með 17. aldar búninga, en erum sam- tímis að daðra við ákveðið tímaleysi í nálgun leikhópsins,“ segir Marta, en leikmynd og búninga hannar Auður Ösp Guðjónsdóttir. Mutter Courage er fyrsta leikritið eftir Brecht sem Marta leikstýrir. Aðspurð segir hún uppsetningarferlið hafa verið sér mjög lærdómsríkt. „Ég held að ég hafi ekkert lært minna á þessu en útskriftarnemendurnir. Heimur Brechts er svo sterkur og afgerandi. Það er mikil ögrun að takast á við Brecht vegna þess að hann er ekki sálfræðilegur eða tilfinningasamur í nálgun sinni heldur vill hann hreyfa við vitsmunum áhorfenda. Raun- ar finnst mér þetta mjög heillandi nálgun sem kallast á við það leikhús sem mér finnst gam- an að skapa og þá fagurfræði sem ég aðhyll- ist. Í mínum sýningum vil ég ekki að leik- húsgestir gleymi því að þeir séu staddir í leikhúsi og fari að trúa á einhvern veruleika sem er ekki til. Mér finnst leikhús sem gleym- ir því aldrei að það er leikhús og reynir ekki að búa til bíó á sviði vera skemmtilegasta leik- húsið,“ segir Marta og bendir á að markmið Brechts hafi verið að hreyfa við vitsmunum áhorfenda og virkja þá til pólitískra aðgerða. „Ég veit ekki hversu áhrifaríkt það er, en það er vissulega áhugavert að velta þessu fyrir sér. Ég held að sýningin sé áhrifamikil í grimmd sinni, þótt við eigum kannski erfitt með að setja okkur í spor fólks sem lifir í stríði og skilja tilgangsleysið og heimskuna sem birtist í stríði.“ Ljósmynd/Auðunn Níelsson „Mikil ögrun að takast á við Brecht“  Leikritið Mutter Courage eftir Bertolt Brecht sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri í kvöld og Kassanum í Reykjavík í næstu viku  „Stórt og verðugt verkefni fyrir hópinn,“ segir leikstjórinn Marta Nordal Epískt verk Mutter Courage.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.