Morgunblaðið - 17.05.2019, Side 1

Morgunblaðið - 17.05.2019, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 7. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  115. tölublað  107. árgangur  HEIMILIÐ KLÆÐ- IST HÖNNUN FRÁ GUCCI Í KRINGUM LANDIÐ Á SKÚTU JOEY CHRIST GEFUR ÚT NÝJA PLÖTU SIGLIR OG SAFNAR FÉ 10 PERSÓNULEGRI EN FYRR 2840 SÍÐNA SÉRBLAÐ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi við Hofgarða rétt norðan við Fagurhólsmýri um þrjúleytið í gær þegar rúta fór út af veginum með 32 farþega og einn ökumann. Allir 33 um borð voru sagðir kínverskir ríkisborg- arar. Mikill viðbúnaður hófst þegar tilkynnt var um slysið og voru björgunarsveitir komnar mjög skjótt á slysstað. Fjórir hinna slösuðu voru sendir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspít- alann í Fossvogi en þeir voru allir sagðir með alvarlega áverka. Þrír minna slasaðir voru svo fluttir þangað síðar um kvöldið. Flugvél Landhelgisgæslunnar flutti 10 slasaða á Sjúkrahúsið á Akureyri og sjúkraflugvél Nor- landair flaug frá Fagurhólsmýri með ellefu slasaða til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Selfossi. Þá var útbúin sérstök móttaka hjá bráða- móttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi auk þess sem sett var upp skoðunar- og meðferðarrými í opinni móttöku og biðstofu Sjúkrahússins á Sel- fossi til að taka við 16 slösuðum. Loka þurfti Suðurlandsvegi vegna slyssins og myndaðist bíla- röð báðum megin við, þar sem engin hjáleið er á þessum slóðum. Tildrög slyssins voru ekki ljós í gær. Fjórir slösuðust illa  Rúta fór út af þjóðveginum rétt norðan við Fagurhólsmýri  32 kínverskir ferðamenn voru í henni  Þrjú sjúkrahús tóku á móti slösuðum einstaklingum MBændur veittu aðstoð »2 Umferðarslysið » Tilkynning barst um að rúta hefði farið út af veginum um tvo km austan við Hof í Öræf- um kl. 15.05 í gær. » 32 farþegar og einn öku- maður voru í rútunni. » Fjórir voru fluttir alvarlega slasaðir á Landspítalann. Ljósmynd/Sigurður Gunnarsson Rútuslys Frá vettvangi slyssins við Hofgarða í Öræfum síðdegis í gær. Rútan á hliðinni og björgunarsveitir komnar á staðinn ásamt þyrlu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ríkið setti 5,6 milljarða króna í rekstur Strætó árin 2012 til 2018. Framlagið var hluti af sam- komulagi sem ætlað var að tvöfalda hið minnsta hlutdeild almennings- samgangna í öllum ferðum á höfuð- borgarsvæðinu til ársins 2022. Frá árinu 2012 hafa eigendur Strætó, sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu, varið 21 milljarði til reksturs Strætó. Hefur framlag sveitarfélaganna aukist ár frá ári en framlag ríkisins verið um 900 milljónir á ári síðustu þrjú ár. Framkvæmdum var frestað Áðurnefnt samkomulag ríkisins og Strætó hafði m.a. það markmið að „skapa forsendur til frestunar á stórum framkvæmdum í sam- göngumannvirkjum“. Mælingar á umferð benda hins vegar til að bíla- umferð á hvern íbúa á höfuðborg- arsvæðinu hafi aukist álíka mikið og fjöldi farþega með strætó. Tafir í umferðinni við helstu umferð- aræðar hafa aukist og ferðatíminn lengst. »6 Átti að draga úr umferð Morgunblaðið/Eggert Umferð Strætó fékk meira fé.  Ríkið hefur sett 5,6 milljarða í Strætó  Mælingar á nokkrum smá- jöklum á Trölla- skaga gefa til kynna að þeir hopi ekki eins hratt og stærri jöklar landsins. Skafti Brynjólfs- son, jarðfræð- ingur hjá Náttúrufræði- stofnun, er að vinna úr gögnunum sem safnað hefur verið saman á um það bil áratug en hann telur að afkoma jöklanna hafi á því tímabili verið neikvæð í heildina. »6 Hopa ekki eins hratt Skafti Brynjólfsson  Lars Løkke Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur og leiðtogi mið- og hægriflokksins Venstre, hefur léð máls á því að flokkur sinn geti myndað meirihlutastjórn með Jafnaðarmannaflokknum í fyrsta sinn frá árunum 1978 til 1979, en þá sátu flokkarnir saman í ríkisstjórn undir forsæti jafnaðarmannsins Ankers Jørgensen. Á blaðamannafundi Rasmussens í gær kom þó fram að hann vildi helst halda áfram núverandi stjórn- arsamstarfi hægriflokkanna eftir þingkosningarnar sem haldnar verða 5. júní næstkomandi. Þá væru ýmis vandkvæði á myndun ríkisstjórnar með jafnaðarmönnum en Rasmussen sagði að hann teldi skrýtið að segja að stærstu and- stæðurnar í dönskum stjórnmálum væru á milli Venstre og jafn- aðarmanna. »13 Ljær máls á stjórn með jafnaðarmönnum AFP Danmörk Lars Løkke Rasmussen á blaða- mannafundi sínum í gær.  Ný löggjöf í Alabama-ríki um þungunarrof hefur vakið töluverða athygli, en þau lög eru hin hörðustu í Bandaríkjunum. Þungunarrof, sem einnig kallast fóstureyðing, er nú bannað á öllum stigum með- göngunnar og geta læknar átt yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi fyrir að framkvæma það. Fleiri ríki Bandaríkjanna hafa hert löggjöf um fóstureyðingar á undanförnum misserum. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í alþjóða- samskiptum, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að lagasetn- ingin sé hugsuð til þess að fá hæsta- rétt Bandaríkjanna til þess að taka réttinn til fóstureyðinga til endur- skoðunar en hann hefur verið sagð- ur varinn af stjórnarskrá Banda- ríkjanna allt frá dómi hæstaréttar landsins í máli Roe gegn Wade árið 1973. »14 Allt að lífstíðarfangelsi fyrir þungunarrof AFP Mótmæli Þungunarrof hefur verið mikið hitamál í Bandaríkjunum í áratugi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.