Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjármálaráðherra gerir kröfu um að fimm svæði í Barðastrandar- sýslu verði úrskurðuð þjóðlendur. Meðal þeirra eru Vatnsfjörður og Bæjarbjarg. Óbyggðanefnd skorar á þá sem telja til eignarréttinda á þessum svæðum að lýsa kröfum sínum á móti. Kröfur ríkisins ná til fimm svæða í Vesturbyggð og Reykhólahreppi sem nefnd eru Hvannahlíð, Skálm- ardalsheiði, Auðshaugsland, Vatns- fjörður og Bæjarbjarg. Vatnsfjörður er langstærsta svæðið og nær þjóðlendukrafan yfir meginhluta af friðlandinu sem nú er skilgreint. Hvannahlíð er í Þorska- firði og Auðshaugsland í Kjálka- firði. Skálmardalsheiði er á hálend- inu, á móti Ísafjarðardjúpi. Bæjarbjarg er austasti hluti Látra- bjargs, kennt við Saurbæ á Rauða- sandi enda var það í eigu Bæj- arkirkju sem þar er. Óbyggðanefnd kallar nú eftir mótkröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og úrskurðar síðan í málinu. Það þarf fólk að gera skriflega fyrir 16. ágúst. Strandir og Snæfellsnes Barðastrandarsýslur eru annað svæðið á Vestfjörðum sem óbyggðanefnd tekur fyrir. Strandir eru einnig til meðferðar ásamt Snæfellsnesi. Eftir er að taka fyrir Ísafjarðarsýslur og Austfirði. Um- fjöllun og úrskurðum um önnur svæði er lokið en mörg mál vegna þeirra eru þó enn fyrir dómstólum. ndar í BarðastrandarsýslumKröfur óbyggðanef REYKHÓLAHREPPUR VESTURBYGGÐ ÍSAFJARÐAR- BÆR SÚÐAVÍKUR- HREPPUR STRANDABYGGÐ TÁLKNAFJARÐAR- HREPPUR Kortagrunnur: OpenStreetMap Aðalkrafa ríkisins um þjóðlendumörk Mörk svæðis 10C, Barðastrandarsýslur Breiðafjörður Gilsjörður Arnarfjörður Patreksfjörður Tálknafjörður Bíldudalur Þingeyri Brjánslækur 5. Bæjarbjarg austur af Látrabjargi Reykhólar Hólmavík 1. Hvannahlíð í Þorskafi rði 2. Skálmardalsheiði 3. Auðshaugsland í Kjálkafi rði 4. Vatnsfjörður friðland 1 3 2 4 Vatnsfjörður verði þjóðlenda  Ríkið hefur gert kröfur um þjóðlendur í Barðastrandarsýslum Alræðishugtakið er til umfjöllunar á málstofu Rannsóknarseturs um nýsköp- un og hagvöxt sem haldin verður í dag, föstudaginn 17. maí, í stofu 101 í Odda kl. 16-17.30. Þar verður Stefán Snævarr prófessor í heimspeki með framsögu og Hann- es Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði verður til andsvara. Að því loknu verða frjálsar umræður. Hannes notaði alræðishugtakið í bók sinni Til varnar vestrænni menningu og þar kemur fram að hann telji þjóðernisjafnaðarstefnu Hitlers og sameign- arstefnu Stalíns af sama meiði. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, fer með fundarstjórn. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Alræðishugtakið til umfjöllunar SMÁRALIND – KRINGLAN auðveldar eldun í örbylgjuofni Beikonbakki - 3.390 Beikon & pylsubakki - 3.990 Poppskál - 2.590 Gufusuðubox - 2 stærðir 4990 / 7.990 Ommelettubakki - 2.590 Hrísgrjóna & kinóa suðubox - 4.390 Pastasuðubox - 4.490 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Andrew Bedwell, frá þorpinu Scar- isbrick sem er miðja vegu á milli Liverpool og Blackpool í Englandi, siglir nú hraðbyri til Íslands á lítilli skútu. Hann ætlar sér að sigla hringinn í kringum landið og aftur heim. Tilgangur siglingarinnar er að safna fé fyrir St Cuthbert’s- grunnskólann í Halshall, nálægt Ormskirk, þar sem Poppy dóttir hans stundar nám í fyrsta bekk, að því er kemur fram í frétt Jess Moly- neux hjá fréttavefnum LancsLive. Þar segir Andrew að verið sé að skera niður fjárframlög til skólanna svo hann hafi ákveðið að gera sitt til að bæta hag nemendanna. Pening- arnir sem safnast verða m.a. notaðir til að kaupa leiktæki á skólalóðina. Nemendur í skólanum geta fylgst með ferð Andrews sem er með stað- setningartæki sem skráir feril skút- unnar á vefsíðu. Baunapoki í stað koju Andrew er 45 ára gamall og hefur stundað siglingar við Bretlandseyjar frá sex ára aldri. Hann lagði af stað í Íslandsferðina á laugardaginn var frá höfninni í Whitehaven. Um miðj- an dag í gær var hann staddur mitt á milli Íslands og Færeyja. Skútan er aðeins 6,5 metra löng og býður ekki upp á mikil þægindi. Ekkert salerni er um borð og ekki heldur koja þannig að Andrew þarf að leggja sig á baunapoka. Lítið pláss er fyrir annað en brýnustu nauðsynjar. Þá kveðst Andrew vera viðbúinn því að geta aðeins lagt sig stutta stund í einu á siglingunni. Siglir og safnar fé til skólans  Enskur siglingamaður er væntanlegur til Íslands og ætlar að sigla hringinn í kringum landið og aftur heim á lítilli skútu  Þröngt og lítil þægindi um borð Ljósmynd/Úr einkasafni Siglingakappi Skútan er ekki nema 6,5 metra löng og ekkert pláss er fyrir óþarfa. Andrew Bedwell er vanur siglingum og er einn um borð. Nýjar upplýs- ingar liggja fyr- ir um komu DC-3/C-47 vél- anna til landsins, sem eru á leið- inni til Frakk- lands að minnast 75 ára frá inn- rásinni Norm- andí. Von er á fyrstu vélinni til Reykjavíkurflugvallar í dag en síð- an er reiknað með að 11 vélar lendi nk. mánudag eða þriðjudags- morgun. Þrjár vélar koma seinna, samkvæmt upplýsingum frá ACE FBO Flugþjónustunni á Reykjavíkurflugvelli, sem er einn þeirra aðila sem undirbúa komu vélanna. Ranglega var farið með nafn flugþjónustunnar í blaðinu í gær og notast þar við eldra nafn á fyrirtækinu. Beðist er velvirðingar á því. Fundað var um heimsóknina í gær og fyrir liggur að vélarnar 11 verði almenningi til sýnis. Fyrsti Þristurinn á að lenda í dag Þristar 15 vélar væntanlegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.