Morgunblaðið - 17.05.2019, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.05.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019 Ramia 1500 Verð: 95.800 HEFILBEKKIR FYRIR SKÓLA, VERKSTÆÐI OG HEIMILI Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is te 2000Eli Hobby Verð: 32.500 amia 1700 Verð: 99.800 Verð: 179.800 Ramia Tvöfaldur Skóli-4 2 og 4 plötu bekkir, hæðastillanlegir R Nordic Plus 1450 Verð: 69.800 Skápur: 27.490 Einme Hæðarst ningur illanlegur Vefverslun brynja.is Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Fagmennska í 100 ár Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Jarðvegsvinna er í fullum gangi í grunni væntanlegrar nýbyggingar Landsbankans við Austurbakka í Reykjavík. Jarðvegsvinnu á lóðinni lýkur í sumar og áætlanir gera ráð fyrir útboði vegna uppsteypu bygg- ingarinnar nú í sumar, samkvæmt upplýsingum Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. Landsbankinn samdi við Ístak hf. um að annast jarðvegsframkvæmdir vegna nýbyggingar bankans við Austurbakka 2, sunnan tónlistar- hússins Hörpu. Útboðið var auglýst 23. febrúar sl. og bárust tilboð frá sex verktökum. Ístak bauð lægst í verkið, 92,6 millj- ónir króna, og var tilboðsfjárhæðin um 1,2 milljónum króna lægri en kostnaðaráætlun verkkaupa. VSB verkfræðistofa annaðist útboðið. Bankinn keypti lóðina 2014 Að sögn Rúnars er umfang verks- ins tiltölulega lítið enda var jarð- vinna langt komin þegar Lands- bankinn keypti lóðina árið 2014. Sem fyrr segir verður uppsteypa hússins boðin út í sumar. Þá er átt við uppsteypu burðarvirkis. Í því felst ekki frágangur utanhúss, klæðning o.þ.h., eða frágangur inn- anhúss. Gerð aðaluppdrátta nýrra höfuð- stöðva Landsbankans lauk í desem- ber í fyrra og í kjölfarið sótti bankinn um byggingarleyfi til byggingar- fulltrúans í Reykjavík. „Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 5 hæða verslunar- og skrifstofuhús, einangrað að utan og klætt blágrýti, með tveggja hæða bílageymslu fyrir 102 bíla undir hluta húss á reit 6 á lóð nr. 2 við Austurbakka,“ sagði í umsókn Landsbankans. Fram kom í umsókninni að heild- arstærð hússins með bílakjallara verði 21.497 fermetrar. Húsið sjálft verður 16.500 fermetrar. Bankinn hyggst nýta um 10.000 m2 í nýju húsi, um 60% af flatarmáli hússins, en selja eða leigja frá sér um 6.500 m2 sem nýtist fyrir verslun og aðra þjónustu. Byggingarkostnaður er áætlaður tæpir 9 milljarðar króna, að lóðarverði meðtöldu. Arkþing ehf. og C.F. Møller teikna húsið og Efla hefur komið að vinnu við hönnun. Tillagan, sem bar heitið Kletturinn, bar sigur úr býtum í arkitektasamkeppni sem bankinn stóð fyrir. Vestan við Landsbankalóðina hafa risið tvö stórhýsi að undanförnu, íbúðarhús og Marriott Edition hótel, fimm stjörnu glæsihótel. Lokafrá- gangur stendur yfir. Jarðvinna hafin í grunni nýja Landsbankahússins  Uppsteypa boðin út í sumar  Húsið alls 21.497 fermetrar Morgunblaðið/sisi Hörpulóð Starfsmenn Ístaks fjarlægja efni úr grunni nýs Landsbankahúss. Í fyrsta skipti á þessu sumri fór hit- inn yfir 20 stigin á þriðjudaginn, 14. maí. Þann dag mældist hiti á Torfum í Eyjafirði 20,4 stig. Hitatölurnar bárust Veðurstof- unni reyndar ekki fyrr en daginn eftir vegna „sendingaverkfalls“ og því var í fyrstu talið að hæsti hiti dagsins á landinu þann dag væri 19,9 stig (á Végeirsstöðum i Fnjóskadal og við Mývatn). Á miðvikudaginn mældist hitinn síðan 20,1 stig á Sauðárkróksflugvelli. Í pistli hungurdiska hinn 23. júní 2014 fjallaði Trausti Jónsson veð- urfræðingur um það hvenær 20 stig- um er fyrst náð á landinu – að með- altali. Meðaldagsetning áranna 1997 til 2014 var einmitt 14.maí – en mið- gildisdagur (jafnoft fyrir og eftir) er 17.maí. Koma fyrstu 20 stiga ársins 2019 telst því í meðallagi. „Það er svo annað mál að þessi dagur hefur birst fyrr á þessari öld heldur en áð- ur var að jafnaði – virðist muna um það bil viku,“ segir Trausti. Hann fjallaði í gær á hung- urdiskum um hitatölur fyrir hálfan maí. Meðaltal fyrstu 15 daganna í Reykjavík er nú 6,5 stig, +1,3 stig- um ofan meðallags áranna 1961-90 og +0,5 ofan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Hitinn raðast í átt- unda hlýjasta sæti (af 19) á öldinni. Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 15 daga maímánaðar 4,7 stig. Það er +0,7 stigum ofan meðallags sömu daga 1961-1990, en -0,7 neðan með- alhita síðustu tíu árin. Hiti ofan meðallags síðustu tíu ára mældist á tæplega helmingi veð- urstöðva. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hundur og geimfari Fólk hefur notið veðurblíðunnar í höfuðborginni. Hitamúrinn rofinn á „meðaltalsdaginn“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.