Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 12
12 VIÐSKIPTIViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019 17. maí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.4 122.98 122.69 Sterlingspund 158.03 158.79 158.41 Kanadadalur 90.72 91.26 90.99 Dönsk króna 18.341 18.449 18.395 Norsk króna 13.982 14.064 14.023 Sænsk króna 12.718 12.792 12.755 Svissn. franki 121.5 122.18 121.84 Japanskt jen 1.1186 1.1252 1.1219 SDR 169.21 170.21 169.71 Evra 137.02 137.78 137.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.2643 Hrávöruverð Gull 1298.9 ($/únsa) Ál 1791.5 ($/tonn) LME Hráolía 70.9 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● LS Retail, Nordic Visitor, PwC, Sjóvá og Vörður trygg- ingar voru í gær valin fyrirtæki árs- ins í hópi stórra fyrirtækja þar sem starfsmenn eru 70 eða fleiri. Fyrirtæki ársins eru valin í könnun sem VR stendur fyrir meðal þúsunda starfsmanna á al- mennum vinnumarkaði, að því er fram kemur í tilkynningu frá VR. Þar segir einnig að fyrirtæki ársins 2019 í hópi millistórra fyrirtækja, þar sem starfsmenn eru 30 til 69, voru val- in Cyren, dk hugbúnaður, Tengi, Toyota á Íslandi og TRS. Þá voru fyrirtæki árs- ins 2019 í hópi lítilla fyrirtækja, þar sem starfsmenn eru færri en 30, valin At- tentus – mannauður og ráðgjöf, Bók- hald og uppgjör, Egill Árnason, Eirvík og Microsoft Ísland. tobj@mbl.is Fimmtán fyrirtæki valin fyrirtæki ársins hjá VR Val 114 komust á lista í könnuninni. STUTT Í fréttinni segir einnig að að auki sitji Lilja Bjarnadóttir í stjórn, en hún var kjörin til tveggja ára árið 2018. Heimildir Morgunblaðsins herma að hin svokallaða hallarbylting hafi verið óvænt. Sprottið hafi fram ný og að því er virðist vel skipulögð fram- boð til stjórnar félagsins, þegar úr- slit í formannskjöri lágu fyrir. Vildi sitja áfram í stjórn Lög félagsins kveða á um, sam- kvæmt heimildum, að hægt er að bjóða sig fram í stjórn allt fram að stjórnarkjöri. Það sem hafi verið óvenjulegt hafi verið að nýr formað- ur, Hulda Ragnheiður, hafi áður lýst því yfir að næði hún ekki kjöri sem formaður, myndi hún sitja áfram í stjórn félagsins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins dró varaformaður FKA, Guðrún Ragnarsdóttir, framboð sitt til stjórnar til baka þegar úrslit voru ljós í formannskjörinu, auk tveggja annarra. Tvær stjórnarkonur ákváðu að sitja áfram þrátt fyrir úr- slitin, Ragnheiður Aradóttir og Hulda Bjarnadóttir. Heimildarmaður blaðsins fullyrðir að úrsagnir úr félaginu séu þegar hafnar. Þá hafi fyrrverandi formaður félagsins, Margrét Kristmannsdóttir forstjóri PFAFF, sagt sig úr félag- inu. FKA gæti klofnað eftir formanns- og stjórnarkjör FKA Ný stjórn er skipuð þeim Áslaugu Gunnlaugsdóttur, Ragnheiði Aradóttur, Huldu Ragnheiði Árnadóttur, Lilju Bjarnadóttur og Sigríði Hrund Pétursdóttur. Hulda Bjarnadóttir og Margrét Jónsdóttir Njarðvík voru fjarverandi. Félagsstarf » Leiðtogaauður er um það bil 100 manna hópur innan FKA » Sprettur upp úr verkefninu AUÐUR í krafti kvenna. » Markmið AUÐAR var að auka þátttöku kvenna í at- vinnusköpun » FKA hefur staðið fyrir verk- efnum eins og Jafnvægisvog- inni og sérstöku fjölmiðla- verkefni til að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum  Ólíkar áherslur Leiðtogaauðs-hóps Fyrrverandi formaður hætti í félaginu BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Hulda Ragnheiður Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Náttúruhamfara- tryggingar Íslands, var fyrr í vik- unni kjörin nýr formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, en hún bauð sig fram gegn sitjandi for- manni, Rakel Sveinsdóttur. Hlaut Rakel 144 atkvæði en Hulda Ragn- heiður 182 atkvæði. Auk þess urðu breytingar á stjórn félagsins, þar sem þrjár nýjar konur tóku sæti. Heimildarmaður Morgunblaðsins, sem sat fundinn, kallar formanns- og stjórnarkjörið „vel skipulagða hall- arbyltingu“ og segir að útlit sé fyrir að félagið muni klofna vegna úr- slitanna. Strax í kjölfar fundarins hafi vaknað spurningar um hvort hópur eins og Leiðtogaauður, sem telur um 100 konur, ætti áfram samleið með félaginu. Þykja áherslur nýs for- manns og nýrrar stjórnar það ólíkar Leiðtogaauði, að óvíst sé hvort sam- leið geti verið með fylkingunum tveimur. Nálægt 1.200 konur eru fé- lagsmenn í FKA, en félagið var stofnað árið 1999. Sjö konur í framboði Í frétt á vefsíðu FKA segir að í framboði til stjórnar hafi verið sjö konur en kosið var um þrjú sæti til tveggja ára og tvö sæti til eins árs. Í stjórn til tveggja ára voru kosnar Sigríður Hrund Pétursdóttir, Ragn- heiður Aradóttir og Áslaug Gunn- laugsdóttir. Þá voru Hulda Bjarna- dóttir og Margrét Jónsdóttir Njarðvík kosnar í stjórn til eins árs. Kaffitár mun opna nýtt kaffihús í Háskólanum í Reykjavík í haust en samningar þess efnis voru undirrit- aðir í vikunni. Kaffihús rekin undir vörumerki Kaffitárs eru fjögur tals- ins í dag. Ólafur Ó. Johnson er stjórnarformaður Nýju kaffi- brennslunnar ehf. sem festi kaup á Kaffitári í lok síðasta árs og að hans sögn er stefnan tekin á það að færa Kruðerí-kaffihúsin tvö, sem einnig eru í eigu Kaffitárs, undir merki þess síðarnefnda á næstunni. Því verða sjö kaffihús undir merkjum Kaffi- társ á endanum. „Nú erum við að samþætta ýmsa hluti. Það er verið að fara í gegnum alla hluti hvað varðar Kaffitár, m.a. hvað varðar uppsetningu og rekstur. Það verður ferskari blær á kaffihús- unum með haustinu, en þetta tekur allt sinn tíma með eldri kaffihúsin. En það lá vel við höggi að bæta kaffi- húsinu í HR í flóruna“ segir Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Ólafur segist spenntur fyrir kaffi- húsarekstrinum, það sé nýtt fyrir Nýju kaffibrennsluna, sem stofnuð var árið 2000 við sameiningu Kaffi- brennslu Akureyrar og Kaffi- brennslu Ó. Johnson & Kaaber, en að samkeppnin sé hörð. Þar njóti fyrirtækið góðs af þekkingu starfs- manna Kaffitárs, en Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi Kaffitárs, er starfandi framkvæmdastjóri fyrir- tækisins í dag. „Við tókum við Kaffi- tári í þeirri mynd sem fyrirtækið var í. Kaffihúsareksturinn er þar undir. Við ætlum ekki að hrófla neitt við hlutunum fyrr en við höfum áttað okkur á því hvernig landið liggur.“ peturh@mbl.is Morgunblaðið/Rósa Braga Kaffi Kaffihús undir merkjum Kaffitárs verða brátt sjö talsins. Kaffitár í Háskól- anum í Reykjavík  Færa Kruðerí undir vörumerki Kaffitárs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.