Morgunblaðið - 17.05.2019, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019
✝ María SigríðurJóhanna Ein-
arsdóttir fæddist á
Siglufirði 3. apríl
1935. Hún lést á
hjúkrunarheimili
Hrafnistu í Boða-
þingi í Kópavogi 10.
maí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Lovísa Helgadóttir,
verkakona á Siglu-
firði, f. 6. desember 1908, d. 3.
desember 1977, og Einar Indr-
iðason, vélstjóri á Siglufirði, f.
22. september 1898, d. 13. apríl
1972. Sigríður ólst upp á Siglu-
firði. Hún var annað barn þeirra
hjóna, sem fyrir áttu soninn
Indriða Helga sem fæddist 1932
og lést af slysförum í janúar
1975. Sigríður var skírð við útför
nöfnu sinnar og föðursystur,
Maríu Sigríðar Jóhönnu Indr-
iðadóttur.
Sigríður lauk skyldunámi á
Siglufirði og húsmæðra-
skólanámi á Ísafirði og Hall-
ormsstað. Hún giftist árið 1954
Resch kennari, f. 1989. 3) Helgi
Steinar Sigurðsson rafmagns-
verkfræðingur, 1967 kvæntur
Robin Miller viðskiptafræðingi.
Dóttir þeirra er Brynja Zoé
Helgadóttir, f. 2010. 4) Gunnar
Tjörvi Sigurðsson, tæknifræð-
ingur og framkvæmdastjóri hjá
Marel, f. 1971. Sambýliskona
hans er Hilda Björk Indriða-
dóttir ritari. Þeirra börn eru
Lovísa Rut Tjörvadóttir, nemi í
véla- og iðnaðarverkfræði, f.
1997, Dagmar Íris Hafsteins-
dóttir, f. 2003 og Sigurður Her-
mann Tjörvason, f. 2009.
Sigríður bjó lengst af ásamt
Sigurði manni sínum á Grenivöll-
um 30 og Kotárgerði 17 á Akur-
eyri og að Smáraflöt 46 í Garða-
bæ. Þau Sigurður fluttu í
þjónustuíbúðir Hrafnistu í Boða-
þingi 24 í Kópavogi en síðustu
átta árin dvaldi Sigríður á hjúkr-
unarheimili Hrafnistu í Boða-
þingi. Sigríður stundaði versl-
unarstörf og ýmis
umönnunarstörf við heilsugæslu,
skóla og sundlaugina í Garðabæ.
Með föstu starfi sínu starfræktu
Sigríður og Sigurður brauðgerð
á heimili sínu í Garðabæ um 20
ára skeið og sérhæfðu sig í gerð
norðlensks soðins brauðs.
Útför Sigríðar fer fram frá
Garðakirkju í dag, 17. maí 2019,
klukkan 11.
Sigurði Bárðarsyni,
bifvélavirkja frá
Akureyri, f. 1. ágúst
1930. Foreldrar
hans voru Stefanía
Sigurðardóttir, f. 4.
júní 1906, d. 24.
ágúst 1983, og
Bárður Bárðarson,
f. 9. mars 1908, d.
20. ágúst 1978.
Börn Sigríðar og
Sigurðar eru: 1)
Einar Sigurðsson framkvæmda-
stjóri, f. 1955, kvæntur Kristínu
Ingólfsdóttur, lyfjafræðingi og
fyrrverandi rektor Háskóla Ís-
lands. Dætur þeirra eru: a) Hild-
ur Einarsdóttir, rafmagnsverk-
fræðingur og framkvæmdastjóri
hjá Össuri, f. 1982. Sambýlis-
maður hennar er Sölvi Dav-
íðsson lögfræðingur. Þau eiga
synina Pétur, f. 2013, og Birki, f.
2016. b) Sólveig Ásta Einars-
dóttir, nemi í rafmagnsverk-
fræði, f. 1994. 2) Stefanía Sigurð-
ardóttir hagfræðingur, f. 1958,
gift Andreas Resch kennara.
Sonur þeirra er Einar Björn
Sigríður tengdamóðir mín bjó
lengst sinna fullorðinsára á
Akureyri og síðar í Garðabæ.
Æskuslóðirnar á Siglufirði áttu
þó ávallt ríkan sess í hug hennar
og hjarta. Hún átti þar enda
ástrík uppvaxtarár og kynntist
á síldarárunum þar lífsförunauti
sínum Sigurði Bárðarsyni. Þess-
ara góðu stunda var oft minnst,
álags- og akkorðsvinnu í síld-
inni, fjörugs mannlífs og sam-
vista við litríkar persónur.
Tengslin við Siglufjörð héldust
náin eftir að Sigga og Siggi
stofnuðu sitt eigið heimili á
Akureyri, heimsóknir í foreldra-
hús og unnið í síldarvertíðinni á
sumrin.
Sigríður var forkur til vinnu,
hvort sem hún var að salta síld
eða sinna öðru. Í raun vann hún
öll sín störf í akkorði, sló hvergi
af fyrr en verkinu var lokið,
vinnubrögðin ávallt vönduð og
snyrtimennska í fyrirrúmi. Þeg-
ar þau Siggi byggðu húsin sín á
Akureyri, á Grenivöllum og síð-
ar í Kotárgerði, tók hún virkan
þátt, naglhreinsaði og skóf
timbur af kappi og gekk í önnur
verk sem þurfti að sinna. Þegar
við Einar eignuðumst okkar
fyrstu íbúð lét Sigga ekki sitt
eftir liggja til að hlúa sem best
að ungri fjölskyldu. Hún skrap-
aði gamla málningu af innrétt-
ingum og gluggakistum og gaf
gömlum gólfdúk nýtt líf.
Samband Sigríðar og Sigurð-
ar er eitt það kærleiksríkasta og
fegursta sem ég hef orðið vitni
að. Þau voru afar samrýmd og
nutu þess að vinna verkin sam-
an. Um tíma bökuðu þau norð-
lenskt soðið brauð og seldu í
verslanir á höfuðborgarsvæðinu
á morgnana áður en þau héldu
til sinnar dagvinnu, enda árrisul
og vinnusöm með eindæmum.
Sigga hafði sterka réttlætis-
kennd og mátti ekkert aumt sjá.
Hún naut sín vel í umönnunar-
störfum og var vel metin af
skjólstæðingum og samstarfs-
fólki. Sigga var mikill náttúru-
unnandi og meiri hamhleypu til
berjatínslu hef ég aldrei séð,
nema ef vera skyldi Sigga
tengdapabba.
Straumhvörf urðu fyrir tólf
árum þegar Sigga veiktist af
alzheimer. Á fyrstu stigum sjúk-
dómsins leitaði hugur hennar
sterkt til Siglufjarðar, hún þráði
að fara þangað þrátt fyrir að allt
hennar fólk væri löngu horfið á
braut. Þótt erfitt væri að skilja
vanlíðan hennar og þá skelfingu
sem fylgir þessum skæða sjúk-
dómi, hefur Siglufjörður senni-
lega vakið tilfinningar um ör-
yggi og skjól. Frá því Sigga
fluttist á hjúkrunarheimili
Hrafnistu í Boðaþingi fyrir átta
árum hefur Siggi setið hjá henni
hvern einasta dag, talað við
hana og strokið um vangann,
sýnt henni ótakmarkaða elsku.
Þó að sjúkdómurinn hafi smám
saman tekið hana frá okkur var
alltaf ljóst að hún fann sterkt
fyrir návist Sigga og kærleik.
Í sveitinni okkar í Þverárhlíð-
inni hefur stórt aspartré vaxið
af afleggjara sem Sigga gaf okk-
ur úr garði sínum. Þrátt fyrir að
taka á sig stöðuga og stífa norð-
austanátt hefur tréð hennar
Siggu vaxið þráðbeint og er sér-
lega blaðfagurt. Það er okkur
ævarandi minning um þessa
sterku, stoltu og fallegu mann-
eskju. Ég þakka henni fyrir allt
sem hún var okkur Einari og
dætrum okkar í fjörutíu ára
samfylgd. Megi hún hvíla í friði.
Kristín Ingólfsdóttir.
Ég tel mig afskaplega lán-
sama að hafa fengið leiðsögn
tveggja kynslóða í gegnum mín
uppvaxtarár og voru ömmur
mínar og afar stór partur af
okkar daglega lífi. Ég var fyrsta
barnabarnið í fjölskyldum for-
eldra minna og því gjörsamlega
dekruð í bak og fyrir. Dekruð
með þessum hefðbundnu hlut-
um eins og sælgæti og athygli
en það sem eftir situr eru fjöl-
margar gæðastundir með þeim
sem stóðu mér næst. Stundirnar
hjá ömmu og afa í Smáraflötinni
voru margar og góðar og gáfu
mér tækifæri til að kynnast
þeim náið og læra af þeim. Og
auðvitað níðast á stóru frændum
mínum sem höfðu óbilandi þol-
inmæði gagnvart mér.
Það var mér til happs í öllu
dekrinu að í fjölskyldunni var
ég líka umkringd afskaplega
sjálfstæðum og hörkuduglegum
konum sem sýndu mér ítrekað í
verki að hvers konar bómullar-
meðhöndlun í lífinu væri algjör-
lega óþörf. Amma Sigga var svo
sannarlega í þessum hópi kven-
skörunga. Vinnuhestur sem féll
aldrei verk úr hendi en gaf sér á
sama tíma ekki nokkru sinni
það hrós sem hún raunverulega
átti skilið.
Amma mátti aldrei aumt hjá
nokkrum manni sjá. Hún vor-
kenndi öllum sem var hallmælt í
útvarpinu og rauk til að aðstoða
þá sem áttu bágt í kringum
hana. Stundum fólst sú huggun í
að láta undirritaða syngja Maís-
tjörnuna fyrir viðkomandi. Það
eru áhöld um að það hafi gert
nokkrum manni gott en amma
grét í hvert skipti og bað um
uppklappslag: Maístjörnuna,
aftur! Amma var mikil stemn-
ingskona þótt feimin væri og á
ég henni það til dæmis að þakka
að kunna svo gott sem alla ís-
lenska sjómannavalsa og síldar-
ævintýrislög.
Ég var nokkuð ung þegar
hugtakið að koma til dyranna
eins og maður er klæddur kom
upp í íslenskutíma í skólanum.
Án umhugsunar komu amma og
afi mér til hugar og æ síðan
hugsa ég hlýtt til þeirra þegar
ég heyri þessi orð. Í mínum
huga eru þau sem einstaklingar
og sem par hin fullkomna lýsing
á þessu orðasambandi og þannig
hafa þau verið mér fyrirmynd
og þörf áminning í gegnum tíð-
ina.
Í minningunni voru amma og
afi alltaf mjög samrýmd og
gerðu flesta hluti saman. Hvort
sem þurfti að setja í uppþvotta-
vél, keyra út til verslana soðið
brauð sem þau bökuðu saman í
bítið hvern dag, vinna í sund-
lauginni eða þrífa í bankanum.
Mér fannst þetta alltaf mjög fal-
legt. En þegar veikindin bönk-
uðu upp á hjá ömmu þá raun-
verulega skildi ég hvað felst í
því að vera sálufélagar í blíðu
jafnt sem stríðu. Hvaða ástar-
saga sem heimsbókmenntir eða
kvikmyndir hafa fært okkur
blikna í samanburði við þá ást-
arsögu sem við, sem fengum að
fylgja Sigga og Siggu í gegnum
þennan tíma, fengum að upplifa.
Ástin, alúðin, umhyggjan og
þolinmæðin sem afi sýndi ömmu
var slík að hún breytti sýn
minni á lífið og það samferða-
fólk sem við höfum tök á að
velja okkur. Sú ást og þrá sem
amma sýndi afa fram á síðasta
sprettinn, þrátt fyrir að hún
hefði að öðru leyti nánast horfið
okkur hinum sjónum, var svo
falleg og djúp.
Elsku afi minn, takk fyrir að
kenna mér á lífið og sýna mér
hvað raunverulega skiptir máli.
Fyrir það verð ég ævinlega
þakklát.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Þín
Hildur.
María Sigríður Jó-
hanna Einarsdóttir
Sálm. 14.2
biblian.is
Drottinn horfir á
mennina af himnum
ofan til þess að sjá
hvort nokkur sé
hygginn, nokkur
sem leiti Guðs.
✝ Jón Karl Sig-urðsson fædd-
ist á Ísafirði 11.
apríl 1932. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Hömrum
í Mosfellsbæ 27.
apríl 2019.
Foreldrar hans
voru Sigurður
Bjarnason, f. 12.
maí 1903, d. 2. júlí
1985, og Jóna Þor-
bergsdóttir, f. 12. júlí 1907, d.
4. mars 1984. Jón Karl, eða Bói
eins og hann var oftast kall-
aður, átti einn bróður, Hauk
Sigurðsson, f. 1930, d. 2006.
Hinn 12. febrúar 1955 giftist
Jón Karl Steingerði Gunn-
arsdóttur, f. 9. desember 1936.
Foreldrar hennar voru Gunnar
Þ. Þorsteinsson, f. 1911, d.
1953, og María Helgadóttir, f.
1914, d. 2002.
Börn Jóns Karls og Stein-
gerðar eru: 1) Ragnhildur, f.
28. desember 1953, eiginmaður
Ingvar Einarsson, f. 1948. Börn:
a) Steingerður, f. 1974, eigin-
maður Einar Sverrir Sigurðar-
Ragnhild, f. 1994. c) Vigdís, f.
1995.
Jón Karl vann hjá Flugfélagi
Íslands á Ísafirði frá 1952 til
1973, ásamt því að reka verslun
og bílaleigu með konu sinni
Steingerði. Síðan starfaði hann
fyrir Flugfélagið í Kaupmanna-
höfn og svo í stuttan tíma í
Reykjavík. Í apríl 1978 tók Jón
Karl við sem stöðvarstjóri Flug-
leiða á Fornebuflugvelli í Ósló
og síðasta rúma hálfa árið sem
hann starfaði var hann á nýja
Gardermoen-flugvellinum í
Noregi. Jón Karl lét af störfum
hjá Flugleiðum 1. maí 1999. Jón
Karl og Steingerður bjuggu í
Noregi allt til haustsins 2018 en
þá fluttu þau heim til Íslands.
Síðasta heimili þeirra var á
hjúkrunarheimilinu Hömrum í
Mosfellsbæ. Eftirlifandi eig-
inkona Jóns Karls, Steingerður,
býr áfram á Hömrum. Jón Karl
var mikill íþróttamaður á yngri
árum. Hans aðalgrein var alpa-
greinar. Hann tók þátt í
Ólympíuleikunum í Ósló 1952
með bróður sínum Hauki. Eftir
að skíðaferlinum lauk var
hreyfing og heilsurækt hans
helsta áhugamál alla tíð og
stundaði hann hjólreiðar af
kappi fram yfir áttrætt.
Útförin fer fram frá Digra-
neskirkju í dag, 17. maí 2019,
klukkan 13.
son, f. 1973. Börn:
Daníel Freyr, f.
1994, Elísabet Líf,
f. 1999, Ingvar
Sverrir, f. 2005, og
Halldór Sverrir, f.
2013. b) Einar
Bergur, f. 1983,
eiginkona Kristrún
Frostadóttir, f.
1988. Barn María
Herdís, f. 2019. c)
Dóttir Ingvars
Guðbjörg Kristín, f. 1969, móðir
Ásgerður Halldórsdóttir. 2)
Gunnar Þorsteinn, f. 31. mars
1955, eiginkona Helle Lund
Jensen, f. 1966. Börn: a) Kristín
Bjargey Lund, f. 1992. b) Bragi,
f. 1976, d. 1998. 3) Sigurður
Hjálmar, f. 27. mars 1959, d. 6.
maí 1996, eiginkona Ólöf
Davíðsdóttir, f. 1956. Barn Jón
Karl, f. 1983, móðir hans er
Unnur Óttarsdóttir, eiginkona
Vala Pálmadóttir, f. 1982. Barn
Pálmi Sigurður, f. 2018. 4) Þór-
dís, f. 8. júní 1966, eiginmaður
Sindre Stöer, f. 1962. Börn: a)
Bergljót, f. 1990, eiginmaður
Joshua Kuyten, f. 1992. b)
Elsku nafni, þá ertu búinn að
kveðja í síðasta sinn.
Ég man eftir sumrunum þeg-
ar ég var lítill og dvaldi hjá ykk-
ur ömmu í Noregi. Þið voruð
með opið garðskýli í garðinum
sem þú hafðir smíðað. Þar borð-
uðum við oftast kvöldmat í góða
veðrinu. Komandi frá Íslandi þá
fannst mér það sérstaklega
huggulegt að geta borðað úti í
garði.
Suma dagana fór ég með þér
í vinnuna. Þá vöknuðum við eld-
snemma og fórum í sturtu. Ég
man sérstaklega eftir hvað
vatnið í sturtunni hjá þér var
heitt. Þegar í vinnuna á Forn-
ebu-flugvelli var komið spjall-
aðir þú við allt starfsfólkið sem
þú mættir á göngunum óháð því
fyrir hvaða félag það vann.
Þessi samtöl voru iðulega vina-
leg og þú varst greinilega vel
liðinn. Þú kynntir mig sem
barnabarnið þitt sem héti Jón
Karl Sigurðsson sem mér
fannst alltaf jafn gaman. Síðan
fór góður partur úr deginum í
að redda hinu og þessu. Ein-
hver var búinn að týna flugmið-
anum sínum og annar hafði
gleymt passanum og svo mætti
lengi telja. Þessi mál afgreiddir
þú af mikilli greiðvikni.
Ég er þakklátur fyrir að þú
hafir verið síðustu mánuðina
hér á Íslandi. Það gaf okkur
Völu Kolbrúnu Pálmadóttur,
unnustu minni, og syni okkar,
Pálma Sigurði, f. 30. janúar
2018, fleiri tækifæri til að heim-
sækja þig.
Það að hafa átt nafna eins og
þig fyrir afa varð til þess að mig
langaði að skíra son minn
Pálma Sigurð í höfuðið á öfum
sínum til þess að hann ætti líka
nafna sem afa.
Þinn,
Jón Karl.
Í dag kveð ég hann Bóafa í
hinsta sinn. Ég er mjög þakklát
fyrir þau forréttindi að fá að
eiga afa verandi komin á fimm-
tugsaldur. Þegar ég lít yfir far-
inn veg hellast yfir mig enda-
lausar minningar sem hlýja mér
um hjartarætur.
Afi og amma bjuggu í Noregi
frá því að ég man eftir mér. Ég
hitti þau því ekki oft á ári en í
staðinn urðu heimsóknirnar
lengri. Öll sumur og önnur hver
jól varð ég þess heiðurs aðnjót-
andi að fá að fljúga til Noregs í
heimsókn. Þetta var alltaf til-
hlökkunarefni og spenningurinn
var ólýsanlegur við að sjá dyrn-
ar á flugvélinni opnast og sá
fyrsti sem birtist var brosandi
afi minn (stöðvarstjóri á flug-
vellinum í Noregi).
Afi minn gat allt eins og afar
yfirleitt geta. Minn hins vegar
var stórkostlegur. Honum
fannst rugl að kaupa sláttuvél
með mótor því þá fengi hann
enga æfingu út úr slættinum.
Honum fannst rugl að kaupa
sjálfskiptan bíl því þá þyrfti
hvorki að hreyfa fæturna né
nota heilann við keyrslu. Hon-
um fannst rugl að dæla í sig
lakkrís því það væri bara aftan-
íhlaðningur. Honum fannst rugl
að hreyfa sig ekki daglega því
þá mundi líkaminn bara eyði-
leggjast. Hann byggði hús,
hann lagaði allt sem bilaði, hann
fór á ólympíuleikana, hann hjól-
aði á reiðhjóli fram yfir áttrætt
og hann var alltaf í góðu skapi
með frábæra kímnigáfu.
Mér er í fersku minni síðasta
heimsókn yngsta drengsins
míns (5 ára) fyrir örfáum vik-
um. Hann var að ræða við lang-
afa sinn og kallaði hann þjófa
afa. Afi hváði en þá horfði sá
litli á hann og sagði: „Afi, bói er
það sama og þjófur.“ Það sem
hann afi minn hló í framhaldinu
var yndislegt. Afi elskaði að fá
krakkana sína í heimsókn fram
til síðasta dags. Börnin sín,
barnabörnin og barnabarna-
börnin. Hann var alltaf stoltur
af okkur öllum.
Koss á ennið frá afa gerði allt
betra. Nú kyssi ég hann á ennið
í hinsta sinn og varðveiti minn-
ingarnar í hjarta mínu.
Steingerður Ingvarsdóttir.
Mín fyrstu kynni af Jóni
Karli Sigurðssyni voru fyrir
tæplega 40 árum þegar hann
sótti mig á Fornebu-flugvöllinn
í Noregi. Á þeim tíma bjuggu
Jón Karl og kona hans, Stein-
gerður Gunnarsdóttir, í Ósló.
Ég var að heimsækja son Jóns
Karls, Sigurð Hjálmar Jónsson
heitinn, sem dvaldist um tíma
hjá foreldrum sínum. Við Jón
Karl þekktumst ekki og töluð-
um ekki mikið saman í þá tæpu
klukkustund sem bílferðin tók
en ég minnist þess að mér leið
vel með honum í þögninni í bíln-
um.
Í þá tæpu fjóra áratugi sem
ég þekkti Jón Karl var hann
gleðigjafi. Alltaf var stutt í
vestfirska húmorinn og átti
hann sérlega auðvelt með að sjá
spaugilegu hliðarnar á lífinu.
Þegar ég kvaddi Jón Karl í
hinsta sinn fyrir stuttu þá hló
hann eins og honum var einum
lagið þrátt fyrir að hann væri
máttfarinn vegna veikinda.
Leiðir okkar Sigurðar, sonar
Jóns Karls, lágu saman um tíma
og áttum við þeirri gæfu að
fagna að eignast soninn Jón
Karl Sigurðsson, alnafna afa
síns. Jón Karl og Vala Kolbrún
Pálmadóttir, kona hans, eiga nú
soninn Pálma Sigurð Jónsson.
Ljós og glaðværð Jóns Karls
eldri og sonar hans Sigurðar
skín nú á okkur í gegnum
barnabarnið Jón Karl yngri og
langafabarnið Pálma Sigurð.
Jón Karl eldri var mikill
skíðamaður og keppti hann á ól-
ympíuleikum í Ósló 1952. Skíða-
íþróttin hefur ávallt verið í há-
vegum höfð í fjölskyldunni.
Sigurður keppti einnig tvisvar
sinnum á ólympíuleikum og var
hann einn mesti skíðamaður
sem Ísland hefur alið. Hann
kynnti skíðaíþróttina fyrir mér
og fjölskyldu minni og höfum
við notið þess að renna okkur í
fjöllunum síðan.
Þannig gengur skíðagleðin í
arf, frá Jóni Karli afa til Sig-
urðar sonar hans og þaðan til
minnar fjölskyldu og síðan til
Jóns Karls yngri. Pálmi Sigurð-
ur hefur enn ekki farið á skíði
þar sem hann er nýorðinn eins
árs. Hann hefur þó rennt sér á
þotu og um daginn fór hann inn
í geymslu og burðaðist fram
með þotuna og sagði „gaman,
gaman“.
Jón Karl eldri var óvenju lag-
inn við smíðar og að lagfæra
húsnæði en það var eiginleiki
sem hann hafði fengið í arf frá
föður sínum sem var smiður.
Bjuggu Jón Karl og kona hans
Steingerður sér fallegt heimili í
Ósló þangað sem ég kom oft og
var þar notalegt að vera.
Jón Karl yngri var oft hjá
ömmu sinni og afa um tíma og
hugsuðu þau vel um drenginn.
Bæði Jón Karl yngri og pabbi
hans Sigurður erfðu handlagn-
ina og smíðaáhugann frá Jóni
Karli eldri.
Eitt sinn þegar Jón Karl var
lítið barn spurði mamma mín
hann hvernig hefði verið í Nor-
egi hjá ömmu hans og afa. Svar-
aði hann „afi festaði fyrir mig“
sem þýddi að afi festi naglana
svo strákurinn gæti haldið
áfram að negla. Þannig samein-
uðust þeir nafnarnir í smíða-
gleðinni sem erfst hefur í gegn-
um kynslóðirnar.
Þegar ég kveð Jón Karl í
hinsta sinn er ég þakklát fyrir
að hafa kynnst honum og fjöl-
skyldu hans sem hefur reynst
mér og syni mínum vel. Blessuð
sé minning Jóns Karls Sigurðs-
sonar eldri.
Unnur Guðrún Óttarsdóttir.
Jón Karl
Sigurðsson