Morgunblaðið - 17.05.2019, Page 19
Elsku mamma
mín.
Það er skrýtið að
standa frammi fyrir
því að setja í valinn
fjölda orða allt það sem fer í
gegnum huga minn og hjarta á
dánarstundu þinni. Við áttum
flókið samband gleði og sorgar.
Fallegasta konan af þeim öllum
varstu.
Þú varst fyrirmynd mín á svo
margan hátt og leiðbeinandi
minn í svo mörgu, án þess þó að
vita það alltaf. Kannski hefði ég
mátt segja þér það oftar. Erfið-
leikar þeir sem við gengum í
gegnum saman þegar ég var barn
leiðbeindu mér til sigurs í hjart-
anu. Ég lærði að fylgja því, vegna
þess að ég lærði að lífið væri ekki
sjálfgefið, hamingja væri ekki
sjálfgefin, né andleg eða líkamleg
heilsa.
Þú kenndir mér þrautseigju,
að gefast aldrei upp, að halda
Ólöf Vilhelmína
Ásgeirsdóttir
✝ Ólöf Vilhelm-ína Ásgeirs-
dóttir fæddist 28.
júlí 1935. Hún lést
30. apríl 2019.
Útförin fór fram
10. maí 2019.
mínu striki og að hið
ómögulega væri
mögulegt. Stundum
finnst mínum ná-
stöddu ég agalega
rugluð þegar ég
staðfastlega ætla að
láta hið ómögulega
gerast. Þá brosi ég í
laumi og hugsa til
þín.
Þú kenndir mér
að standa með
sjálfri mér með því að skora ansi
oft á mig og gast gert mig ansi
lúna. Þú varst nú ekki sátt við að
ég ætlaði að vera svona lengi í
þessu blessaða doktorsnámi. Þér
fannst það nú ægileg vitleysa en
svo vissi ég að þú varst stolt af
mér í laumi. Þú stóðst með mér í
öllum mínum ákvörðunum og
hvattir mig til að vera sönn í einu
og öllu. Takk fyrir það, elsku
mamma.
Þú varst svo skemmtileg og já-
kvæð og ég get með engu móti
munað eftir einum degi þar sem
þú varst ekki til í að grínast. Þeg-
ar þú veiktist í ágúst var það
greinilegt á öllu að þú ætlaðir að
sigrast á því líka. En aldrei misst-
irðu húmorinn eins og við Helena
heyrðum á dánarbeði þínum, þar
sem þú lást meðvitundarlítil og
sagðir skyndilega skýrum rómi:
„ég þoli ekki húmorslaust fólk,
bara nenni ekki að vera nálægt
því“ og við Helena sprungum úr
hlátri. En beinin voru orðin lúin
og baráttuþrekið minna en áður
og gaf líkaminn að lokum undan.
Ég er þakklát, elsku mamma
mín, fyrir öll góðu árin sem við
áttum saman. Ég var alltaf svo
stolt af því sem þú hafðir afrekað
í lífinu. Þú varst ótrúlega sterk
kona. Takk fyrir að kenna mér
styrk.
Við veg þinn anga rósir og vorsins
gleðiljóð
Um varir þínar titra, og sumarnóttin
hljóð
Fer anganljúfum draumi um dali þína.
En samt ertu svo döpur. Ó, seg mér,
ljúfa mær,
hví syrgir þú er vorið í hjörtum allra
slær
og dagsins glöðu geislar við þér skína?
Víst þrái ég angan blóma og ljúf eru
vorsins ljóð
og laufið titrar fagurt í kvöldsins
dökkvu glóð,
er roðnar loft og rennur sól að beði.
En sár er hinzti ómur hins sungna
gleðilags
Og sorgin myrkvar brosið á vörum
liðins dags,
sjálf jörðin fellir tár við týnda gleði.
(Tómas Guðmundsson)
Þín
Sigríður Björk Þormar
(Sirrý).
✝ Pétur AxelPétursson
fæddist á Lauf-
ásvegi 79 18.
desember 1945.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
10. maí 2019.
Foreldrar hans
voru Pétur Sig-
urðsson kaup-
maður, frá Bergi, f.
23. júní 1918, d. 13. apríl 1990,
og Soffía S. Ó. Axelsdóttir,,
bankamaður, frá Ísafirði, f. 15.
mars 1923, d. 17. maí 2011.
Yngri systir Péturs er Þuríður
E. Pétursdóttir, fædd á Lauf-
ásvegi 79 hinn 23. apríl 1947.
Pétur kvæntist 27. apríl 1968
fyrri konu sinni, Guðnýju Krist-
jánsdóttur, f. 28. desember
1946, d. 17. ágúst 2018. Með
Guðnýju eignaðist Pétur eitt
barn i) Pétur Jökul Pétursson, f.
27. maí 1967. Pétur er kvæntur
Tinu Teigen Pétursson.
Pétur kvæntist 30. april 1975
stærstan hluta ævinnar. Á yngri
árum vann Pétur meðal annars í
Herradeild P.Ó., þar sem hann
sinnti afgreiðslustörfum ásamt
sölustjórn. Pétur útskrifaðist
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík árið 1966 og ári síðar fór
hann til Mannheim í Þýskalandi
og hóf þar nám í tæknifræðum.
Eftir heimkomu lagði hann
stund á viðskiptafræði við Há-
skóla Íslands. Árið 1973 hóf
hann störf sem verktaki hjá Sig-
ölduvirkjun og vann þar í tvö ár.
Haustið 1975 fluttist hann ásamt
fjölskyldu sinni til Bandaríkj-
anna og gegndi þar ýmsum
störfum, þar á meðal við land-
mælingar. Pétur útskrifaðist
sem landfræðingur frá Háskól-
anum í Georgíu árið 1981. Sama
ár flutti fjölskyldan aftur til Ís-
lands.
Pétur fékkst við ýmis verk-
efni í gegnum árin en starfaði
lengst af sem vélvirki og málm-
iðnaðarmaður þar til hann lét af
störfum vegna veikinda, þá 66
ára að aldri.
Útför Péturs fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 17. maí
2019, og hefst athöfnin klukkan
15.
seinni konu sinni,
Stephanie Scobie, f.
1. júní 1948, og með
henni eignaðist
hann þrjú börn ii)
Stefán Pétursson, f.
24. mars 1977. Sam-
býliskona Stefáns
er Vigdís Jóhanns-
dóttir, f. 11.
september 1966.
Þau eiga tvö börn:
Viggó Örn Stef-
ánsson og Dagmar Lilju Stef-
ánsdóttur. iii) María Péturs-
dóttir, f. 21. maí 1979. Unnusti
Maríu er Philip Sebastian Phil-
ipsson f. 11. maí 1982. Þau eiga
tvö börn: Johönnu Philipsdóttur
og Magnus Arn Philipsson. iv)
Ásta Soffía Pétursdóttir, f. 21.
ágúst 1981. Eiginmaður Ástu er
Kasper Rasmussen, f. 8. júní
1981. Þau eiga eitt barn: Ronju
Kaspersdóttur. Pétur Axel og
Stephanie slitu samvistum árið
2002.
Pétur Axel ólst upp í for-
eldrahúsum og bjó í Reykjavík
Glaður og reifur
skyli gumna hver,
uns sinn bíður bana.
Þessi spekiorð Hávamála eiga
vel við um Pétur Axel föður minn
sem í dag verður lagður til hinstu
hvílu.
Þrátt fyrir alvarleg veikindi í
mörg ár mætti hann reglulega í
heimsóknir, á bílnum sínum, og
bar sig aldrei illa. Heilsan var
alltaf „bærileg“. Lífsspeki hans
leyfði honum að iðka sín áhuga-
mál allt þar til yfir lauk. Enginn
gaumur var gefinn að hugsanleg-
um endalokum. Þau komu þegar
þau áttu að koma og hananú!
Það var alltaf gaman að sitja
með pabba og spá og spekúlera
um alls konar hluti, hvort sem
það voru eðlisfræðilegir útreikn-
ingar eða hönnun á sérútbúnum
BMX-hjólum. Þá var ávallt hægt
að leita til hans ef það þurfti að
laga eitthvað. Bílar og vélar voru
honum engin fyrirstaða í þeim
efnum.
Þær ljúfu stundir sem við átt-
um saman undir lokin verða
ávallt greyptar í minni mitt þrátt
fyrir veikindi og erfiðleika. Þá
fékk ég að kynnast upp á nýtt alls
kyns skemmtilegum hliðum á
honum. Þetta voru dýrmætar
stundir.
Elsku pabbi, takk fyrir góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Stefán Pétursson.
Síðasta símtalið okkar við
pabba var á föstudaginn langa.
Hann var bara ansi hress. Við
vorum staddar í Vín í Austurríki
þegar við heyrðum í honum frá
spítalanum. Hann hafði verið
lagður inn tveimur dögum fyrr,
en eins og oft áður áttum við von
á að hann myndi ná sér og verða
kominn heim eftir nokkra daga.
Pabbi er maðurinn með níu líf,
sögðum við, næstum í kór. Þetta
skiptið bar krabbameinið þó sig-
ur úr býtum, eftir sex ára hetju-
lega baráttu af hálfu pabba.
Pabbi var alltaf tilbúinn til að
aðstoða okkur við nánast hvað
sem er. Hann sýndi verulegan
áhuga á náminu okkar, áhuga-
málum og störfum. Á okkar yngri
árum sat hann oft lengi með okk-
ur við heimalærdóminn og seinna
hjálpaði hann okkur við að gera
við bíla, flytja eða bara að grúska
í einhverju (ó)áhugaverðu. Enn
fremur spáði pabbi oft í notagildi
hluta og uppsetningu. Hann
gerði jafnan tilraunir í að betr-
umbæta almenna heimilishluti,
þar sem útlitið skipti töluvert
minna máli en notagildi „uppfinn-
inganna“. Oftast gat maður fund-
ið hann við eldhúsborðið að lesa
blöð og bækur eða úti í bílskúr.
Flestar uppfinningar hans gengu
út á að spara honum sporin við
endurtekna vinnu, t.d. einn takki
sem sparaði honum að ýta á þrjá
takka. Það var ekki fallegt, en
það virkaði – oftast.
Pabbi hafði almennt áhuga á
að vita hvernig hlutir virkuðu.
Hann var fljótur að skilja hvernig
vélar og tæki gengu fyrir sig og
átti því auðvelt með að gera við
þær vélar sem biluðu. Það var
einstaklega gott fyrir ungar
stúlkur sem voru að byrja að sjá
um sína eigin bíla. Eftir að við
fengum bílpróf eyddum við
mörgum stundum úti í bílskúr
með pabba.
Hann sýndi okkur hvernig við
gætum gert við bílana sem við
vorum, því miður, oft að lenda í
vandræðum með. Hann kenndi
okkur hvernig maður tappar dísil
af bíl, þrífur kertin, skiptir um
peru, réttir út beyglur, rennir
bílnum í start og skiptir um
hljómtæki. Það var næstum alveg
sama hversu mikið við rústuðum
bílunum, hann gat alltaf komið
þeim í gang aftur – þetta gat
hann pabbi okkar.
Það var alltaf hægt að spjalla
við hann um nánast hvað sem er,
og ef hann vissi ekki svarið við
einhverju, þá var bara farið í að
rannsaka það og komast að því.
Tvennt var þó heilagt, þá mátti
ekki trufla, það var þegar sendar
voru 1) fréttir eða 2) veðurfréttir.
Hann hafði ótæmandi áhuga á
mælanlegum hlutum, svo sem
rakastigi, loftþrýstingi, hitastigi
og sérstaklega veðrinu. Ef við
vorum úti að ferðast fjölluðu
samtölin oftar en ekki um veðrið,
bæði á Íslandi og í útlandinu
góða. Við lærðum fljótt að skýra
frá veðrinu í mælanlegum eining-
um, þá hita- og rakastigi, en það
var líka í lagi að skýra frá komu
nýja brumsins á trjánum.
Í gegnum tíðina var pabbi
sjaldan veikur og kvartaði aldrei.
Á seinni árunum tók hann hlutina
ósköp rólega og flýtti sér hægt.
Pabbi var þannig gerður að hann
vildi ekki miklar breytingar og
var ósköp nægjusamur og leið vel
með sitt.
Vertu sæll, elsku pabbi. Þín
verður sárt saknað.
Þínar dætur,
María og Ásta Soffía.
Það er skrýtin tilhugsun að afi
muni ekki að koma næstu sunnu-
daga í heimsókn til okkar eins og
hann var vanur að gera. Nú þeg-
ar sumarið er að koma mun hann
ekki heldur sitja með okkur á
pallinum úti í sólinni og spjalla.
Hann var alltaf svo rólegur og yf-
irvegaður og gott að hafa hann
hjá sér.
Hver einustu jól síðan við
munum eftir okkur mætti hann
rosalega fínn og gaf hann okkur
oftast mjög fínar bækur í jóla-
gjöf, en ein jólin gaf hann mér
tölvuleik og ég varð hissa og
ánægður á sama tíma. Það verður
eitthvað annað næstu jól þegar
hann verður ekki hjá okkur og
engin bók frá honum til að lesa.
Við söknum þín, elsku afi, og
okkur finnst ljóðið sem við syngj-
um á sal í skólanum okkar vel við
hæfi.
Kveðja eftir Bubba Morthens:
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Þín afabörn,
Viggó og Dagmar.
Pétur Axel Pétursson
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019
✝ Laufey Sigurð-ardóttir fædd-
ist á Akranesi 12.
október 1948. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Vestur-
lands á Akranesi 7.
maí 2019.
Foreldrar henn-
ar eru Sigurður
Ingvar Gunnars-
son, fæddur á
Akranesi 18.9.
1918, d. 13.7. 1982, og Kristjana
Jónsdóttir, fædd á Stóru-
Fellsöxl 29.12. 1923.
Systkini Laufeyjar eru Jón
Sigurðsson, f. 1946, Þóra Sig-
urðardóttir, f. 1954, og Hlín
Sigurðardóttir, f. 1958.
Eiginmaður Laufeyjar er
Þorvaldur Ólafsson frá Akra-
nesi, f. 20.12. 1946.
Saman eiga þau tvö
börn: Kristjönu
Þorvaldsdóttur, f.
23.3. 1972. Krist-
jana er kvænt
Guido Picus, f. 3.7.
1969, og börn
þeirra eru Marel
Thor, f. 21.3. 2012,
og Freyja Maren, f.
25.7. 2015. Sig-
urður Ingvar Þor-
valdsson, f. 27.8. 1982. Börn Sig-
urðar eru Laufey Sigurbirna, f.
8.4. 2002, og Aron Benedikt, f.
26.3. 2006. Sambýliskona Sig-
urðar er Guðrún Ragna Yngva-
dóttir, f. 22.4. 1982.
Útförin fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 17. maí 2019,
klukkan 13.
Hún Lulla var stóra systir mín
sem ég leit mikið upp til þegar ég
var lítil. En það sem ég er búin að
dást að henni systur minni síð-
ustu mánuði, og ekki síst síðustu
dagana fyrir andlát hennar, er
hreint ekki lítið. Þvílíkan baráttu-
vilja, dugnað og það æðruleysi
sem hún er búin að sýna í veik-
indum sínum, það er aðdáunar-
vert í mínum augum.
Hún Lulla var ekki bara systir
mín, heldur líka ein besta vinkona
mín. Okkur kom kannski ekkert
sérlega vel saman sem krökkum,
enda sex ára aldursmunur og hún
ekkert endilega spennt fyrir því
að leyfa yngri systur sinni að
þvælast með sér, þótt áhugann
hafi ekki vantað hjá mér.
Síðar, þegar við urðum full-
orðnar og fórum sjálfar að eignast
börn, áttum við mun meira sam-
eiginlegt. Mikill samgangur var
alla tíð á milli heimila okkar, og
okkar börn góðir félagar og vinir.
Við fórum í ófáar útilegur sam-
an þegar börnin voru lítil, fórum í
laxveiðitúra, sumarbústaðaferðir
og síðar í margar utanlandsferðir
með fjölskyldum okkar og svo líka
bara tvær saman, enda hafði hún
yndi af því að ferðast og kanna
nýjar slóðir. Allt eru þetta nú dýr-
mætar minningar.
Það var mjög gott að vera í ná-
vist Lullu, hún hafði þægilega
nærveru, og gjarnan með prjón-
ana sína meðferðis. Hún systir
mín var mjög flink í höndunum og
vandvirk eins og verkin sýna, og
hafa börn okkar systkinanna not-
ið góðs af því í gegnum tíðina.
Hún var ekki mikið fyrir að
trana sér fram, var frekar hlé-
dræg en mjög barngóð og kölluðu
sum barnabörnin mín hana
„ömmu Lullu“, sem segir meira
en mörg orð.
Lulla var mjög traust, um-
hyggjusöm, með sterka réttlætis-
kennd og alltaf var hægt að leita
til hennar. Hún var mikil hann-
yrðakona, hafði gaman af tónlist
og hafði yndi af að vera úti í nátt-
úrunni.
Hún var líka mjög góð heim að
sækja, og þar kom maður ekki að
tómum kofunum, því hún átti
ávallt til heimabakað bakkelsi
sem vinsælt var, bæði hjá ungum
sem öldnum. Börn hennar og
barnabörn voru hennar líf og
yndi, og hún var mjög stolt af
þeim.
Með miklum trega og sorg í
hjarta kveð ég systur mína og
þakka fyrir allt sem hún var mér
og minni fjölskyldu.
Elsku Valdi, Kristjana, Diddi,
Laufey, Aron, Marel og Freyja,
Guð gefi ykkur huggun og styrk á
þessum erfiðu tímum. Minning
um góða konu lifir.
Þóra.
Hún Lulla mágkona mín er
dáin. Þegar ég kynntist Lullu, eða
Laufeyju Sigurðardóttur, eins og
hún hét fullu nafni, faldi ég mig
bak við hurð, neitaði að tala við
hana og fór að gráta. Ég var sex
ára. Bróðir minn var kominn með
kærustu og með því taldi ég að öll
mín hlunnindi myndu hverfa og
kærastan fengi alla athyglina.
Það var öðru nær, ég fékk við-
bótar liðsauka og meiri athygli.
Með hæverskunni og rólegheit-
unum vann hún mig á sitt band og
ég þurfti ekkert að óttast.
Hræðsla mín breyttist í aðdáun.
Aðdáun mín á mágkonu minni var
sú að mig langaði að vinna í fisk-
búð eins og hún, pakka ýsunni inn
í dagblöð, vigta fiskhakkið og
svara í símann þegar fólk hringdi
í fiskbúðina og spurði „hvað er
til?“
Mágkona mín var vönduð og
góð manneskja. Hún yfirveguð og
hógvær kona sem hugsaði sitt.
Yfir henni var einhvers konar
æðruleysi, sjálfsagi og sálarró.
Hún var ekki þessi opna persóna
sem var út um allt og alls staðar
en hún hafði gaman af fólki og fé-
lagsskap. Hún hugsaði vel um sitt
fólk og tók veikindum sínum af
ótrúlegum styrk.
Það er sárt að horfa á eftir
mágkonu minni sem hafði svo
margt að bera og átti ýmislegt
eftir að klára. Þegar ég kvaddi
Lullu mágkonu mína í síðasta
sinn fór ég að gráta. Núna af ann-
arri ástæðu.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur sendi ég Valda bróður,
Kristjönu, Didda og fjölskyldum
þeirra. Takk fyrir samfylgdina
kæra Lulla.
Lilja S. Ólafsdóttir (Lella).
Í dag kveð ég Lullu frænku.
Eða ömmu Lullu eins og yngsta
barnið mitt kallaði hana gjarnan.
Lulla frænka var ein af þessum
ljúfu góðu. Það var alltaf notalegt
að fara í heimsókn til hennar, hún
átti yfirleitt alltaf til vínarbrauð,
kleinur eða eitthvert annað góð-
gæti í frystinum. Lulla var líka af-
bragðsprjónakona og prjónaði
teppi og peysur á börnin mín. Það
var síðast fyrir nokkrum mánuð-
um sem ég fékk að koma og velja
mér ullarsokka á alla fjölskyld-
una. Það voru allar stærðir til, það
var bara svoleiðis.
Mamma og Lulla hafa alla tíð
verið nánar og góðar vinkonur og
þegar ég var yngri ferðuðust þær
oft saman með sínar fjölskyldur.
Þessi ferðalög héldu áfram hjá
þeim systrum meðan Lulla hafði
heilsu til og einstaka sinnum slóst
ég í hópinn. Ég, mamma og Lulla
fórum til að mynda til Brighton
eitt haustið fyrir nokkrum árum.
Það var hin fínasta ferð. Við borð-
uðum góðan mat á kvöldin og rölt-
um milli búða á daginn. Held
reyndar að Lullu hafi þótt nóg um
búðargleði okkar mæðgna en vel
skemmtum við okkur allar.
Ég kveð Lullu frænku með
hlýju og söknuði í hjarta og sendi
Valda, Didda, Nennu og börnum
þeirra mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Lilja Sigríður Hjaltadóttir.
Laufey
Sigurðardóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn.
Minningargreinar