Morgunblaðið - 17.05.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.05.2019, Qupperneq 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is fyrir heimilið VifturHitarar LofthreinsitækiRakatæki 40 ára Íris ólst upp á Seftjörn á Barðaströnd og á Patreksfirði en býr á Akranesi. Hún er grunnskólakennari í Grundaskóla. Maki: Þórhallur Þórðarson, f. 1975, verkstjóri vinnuflokka hjá Veitum. Börn: Hafsteinn Einar Ágústsson, f. 1994, Ísak Þórhallsson, f. 1998, og Auður Þórhallsdóttir, f. 2004. Foreldrar: Aðalsteinn Haraldsson, f. 1956, fv. sjómaður, og Ragnhildur Kristín Einarsdóttir, f. 1960, aðstoðarskólastjóri í Borgarnesi. Stjúpfaðir er Haukur Vals- son, f. 1958, sjúkraflutningamaður. Íris Aðalsteinsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Öðrum finnst kraftur þinn helst til mikill og stendur ógn af þér í dag. Það er engin ástæða til að skríða í duftinu fyrir aðra. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú skilur vísbendingar sem ástvinir gefa þér. Hugurinn er sterkt afl og það má líka sitja kyrr á sama stað en samt vera að ferðast. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að finna tíma fyrir sjálfa/n þig núna. Gættu sérstaklega að útgjöldunum og dragðu þau saman eftir mætti. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Foreldrar eru fyrirmyndir, það sem þú gerir skiptir miklu máli. Einhver reynir að bregða fyrir þig fæti, vertu með augun opin. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú gefur mikið af þér til fólks í kring- um þig. Ekki óttast hið óþekkta. Þú ert komin/n á græna grein í lífinu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er einhver spenna í þér og hætt við að þú látir það bitna á fólkinu í kringum þig. Hertu upp hugann og farðu inn á brautir sem hafa valdið þér kvíða. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er allt í lagi að rétta öðrum hjálp- arhönd en þú verður að passa upp á að fara ekki yfir strikið í hjálpseminni. Viljir þú kynnast nýju fólki er ágæt leið að finna sér nýtt áhugamál. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vertu opinn fyrir fleiri en einni lausn á viðkvæmu deilumáli, sem þú stendur í. Mistök eru til að læra af þeim. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er erfitt að gera svo öllum líki. Einhver slær þér gullhamra sem gleðja þig mjög. Ástarsamband líður undir lok. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gefðu þér tíma til útiveru því það hressir upp á sálarlífið. Leyfðu fólki að hafa sínar skoðanir. Þú kemst í kast við lögin. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það getur verið erfitt að standa á sínu þegar allir virðast annarrar skoð- unar. Hlustaðu á röddina sem heldur aftur af þér en haltu svo þínu striki. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú munt komast yfir upplýsingar sem þú áttir ekki að fá. Leyfðu mönnum að gaspra, þeir gefast upp og þá kemur þinn tími. R únar Helgi Haraldsson fæddist 17. maí 1969 í Reykjavík. „Ég er al- inn upp á Gunnars- braut 36 í húsi sem afi og langafi byggðu og var í sveit að Bæjum við Ísafjarðardjúp 1986. Ég gekk í Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík 1987, nýliðaþjálfun, og varð fullgildur meðlimur árið 1989. Ég hætti síðan virkri þátttöku þeg- ar ég fór til framhaldsnáms 1994.“ Rúnar gekk í Æfingaskóla Kenn- araháskólans (nú Háteigsskóli), varð stúdent frá Mennaskólanum í Hamrahlíð 1991, lauk BA-prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands með félagsfræði sem aukagrein 1993, lauk kennaraprófi frá Háskóla Ís- lands 1994, lauk MA-prófi í heil- brigðismannfræði frá School of Oriental and African Studies, Uni- versity of London 1995 og lauk diplómanámi í geðmeðferðarfræði við University of Sheffield 2011. Rúnar var meðferðarfulltrúi við sambýlið Stuðlasel, þar sem bjuggu fullorðnir einstaklingar með þroska- hamlanir, 1991-1994, var umsjón- armaður heilsdagskóla Vesturbæj- arskóla 1995-1997, meðferðarfulltrúi við sambýlið Bröndukvísl sem þá var stofnun með dreifða þjónustu við ein- staklinga með þroskahamlanir og geðræn einkenni, 1999-2004 og kennari við Foldaskóla í Grafarvogi 1997-2004. Hann var kennari í samfélags- greinum við Menntaskólann á Ísa- firði 2004-2014 og var sviðsstjóri fé- lagsgreina þar frá 2006. Hann var sérfræðingur við Fjölmenningar- setur frá maí 2014 til desember sama ár og tók þá við sem for- stöðumaður þar. Fjölmenningarsetur hefur það hlutverk að greiða fyrir sam- skiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi. „Við byrj- uðum sem verkefni í félagsmála- ráðuneyti 2003, Fjölmenningarsetur verður síðan sjálfstæð stofnun 2012 og við störfum eftir lögum um inn- flytjendur og er eina ríkisstofnunin á Vestfjörðum sem þjónar öllu landinu. Innflytjendum hefur verið að fjölga mikið undanfarin ár eftir uppgang í efnahagslífinu og því fylgja vaxtarverkir og ýmis atriði sem þarf að takast á við, húsnæðis- mál og réttindamál, og svo atriði eins og íslenskukennsla og túlka- þjónusta. Svo veitum við ein- staklingum, fyrirtækjum og sveit- arfélögum ráðgjöf.“ Þrjú stöðugildi eru hjá Fjölmenningarsetri en margir verktakar hafa komið að ráðgjöf og nú á að fjölga stöðugild- um vegna flóttamanna. „Það eru vissulega áskoranir í þessu starfi eins og sést hefur í fréttum. Starfið er mjög fjölbreytt og gefandi og fyrir einstakling sem hefur áhuga á samfélagsmálum er það mjög lærdómsríkt. Rúnar var umsjónarmaður nám- skeiðs (ásamt Halldóri Jónssyni) í eigindlegum rannsóknaraðferðum fyrir fagmenntað starfsfólk Land- spítala - Háskólasjúkrahúss 2003 og var stundakennari við HÍ 2006- 07 og kenndi á námskeiðinu „Túlk- un í heilbrigðiskerfinu“. Hann er höfundur ritsins Inngangur að mannfræði sem er ætlað byrj- endum á framhalds- og háskóla- stigi. Rúnar stundaði rannsókn á við- horfum foreldra til sýklalyfja og eyrnabólgu 1995-2002 og rannsókn á viðhorfum Íslendinga til bólusetn- inga og hugmyndum þeirra um ónæmiskerfið 2002-2003 ásamt Halldóri Jónssyni. Enn fremur rannsókn á áhættumati Íslendinga varðandi heilkenni alvarlegrar og bráðrar lungnabólgu og rannsókn á lífsháttum og lífsreynslu offitu- sjúklinga á biðlista eftir offitu- meðferð á Reykjalundi auk þess sem hann vann að rannsóknum fyr- ir Fjölmenningarsetur áður en hann varð fastráðinn starfsmaður þar. Rúnar var í stjórn sundfélagsins Vestra á Ísafirði 2005 til 2007. Hann hefur verið í stjórn siglinga- klúbbsins Sæfara frá 2009 til dags- ins í dag ef undanskilið er tímabilið 2017 til 2019 og er nýlega sestur í Rúnar Helgi Haraldsson, forstöðumaður Fjölmenningarseturs – 50 ára Feðginin Rúnar og Emma á leið upp á Fimmvörðuháls í fyrra. Í fjölbreyttu og gefandi starfi Á skíðum Bjarney og Rúnar á skíðasvæðinu á Ísafirði. Kajakmaður Rúnar staddur við aðstöðu Sæfara á Ísafirði. Karl Davíðsson og Margrét Eyfells eiga 50 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þau voru gefin saman í Dómkirkjunni í Reykjavík 17. maí 1969 af séra Ingimari Ingimarssyni. Árnað heilla Gullbrúðkaup 30 ára Veróníka er Reykvíkingur og myndlistarmaður og vinnur á leikskólanum Hulduheimum og gaf í fyrra út bókina Herra blýantur og litadýrð. Maki: Daníel Martyn Knipe, f. 1989, ábyrgðarfulltrúi hjá Toyota. Börn: Amelía Nótt, f. 2014, og Atlas Þór, f. 2016. Foreldrar: Gunnar Bjarki Hrafnsson, f. 1966, bús. á Kjalarnesi, og Sigurlaug Stella Ágústsdóttir, f. 1967, bús. í Grafarvogi. Veróníka Björk Gunnarsdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.