Morgunblaðið - 17.05.2019, Side 27

Morgunblaðið - 17.05.2019, Side 27
þegar komið með forystuna og gerði nánast út um leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks með sínu öðru marki. Ásgeir Marteinsson og Birkir Val- ur Jónsson voru í aðalhlutverkum því Birkir skoraði fyrra markið með hör- kuskalla eftir hornspyrnu Ásgeirs, og seinna markið gerði Ásgeir eftir glæsilegt spil upp hægra megin þar sem Birkir Valur var í aðalhlutverki og renndi boltanum út í teiginn á fé- laga sinn. Ásgeir var besti maður vallarins, ógnandi og útsjónarsamur í sókn- arleik HK, auk þess sem horn- spyrnur hans og aukaspyrnur, sem hann tekur ýmist með hægri fæti eða vinstri, sköpuðu ítrekað hættu í víta- teig Eyjamanna. Með 2:0 forystu í seinni hálfleik og manni fleiri var HK nánast með yf- irburði á vellinum og ef Máni Aust- mann hefið verið með skotskóna reimaða hefði hann mögulega getað gert þrennu fyrir Kópavogsliðið. Hann fór illa með nokkur upplögð færi og átti m.a. hörkuskot í inn- anverða stöngina á marki ÍBV. HK-liðið er vel spilandi á góðum degi og sýndi það í verki í seinni hálf- leik. Hleypti ÍBV aldrei inn í leikinn. Eyjamenn voru aldrei líklegir eftir hlé og andleysi þeirra kom satt best að segja talsvert á óvart. Einhvern tíma hefði maður séð lið ÍBV berjast og seiglast í svona stöðu en á köflum í seinni hálfleik var um hreina uppgjöf að ræða. HK-ingar fengu að leika sér með boltann nánast óáreittir á löngum köflum og sigla sigrinum í höfn á eins þægilegan máta og hugs- ast getur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Barátta Birkir Valur Jónsson, HK, og Eyjamaðurinn Sigurður Arnar Magnússon t.h. í baráttu. Birkir Valur skoraði fyrra mark HK og lagði upp það síðara. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019 V E R T Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum. - því að sumt virkar betur saman Stundum þarf tvo til  Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, lands- liðskona í knattspyrnu, er komin til Þórs/KA í láni frá Kristianstad næstu tvo mánuðina. Tveggja mánaða hlé verður gert á sænsku úrvalsdeildinni vegna HM eftir næstu helgi og Þórdís mun aðeins missa af einum leik með liðinu vegna dvalarinnar á Akureyri.  Arnar Daði Arnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Gróttu í hand- knattleik en það féll úr úrvalsdeildinni í vor. Arnar hefur þjálfað yngri flokka hjá Val undanfarin ár en einnig ung- mennalið félagsins og verið aðstoð- arþjálfari meistaraflokks kvenna.  Hólmbert Aron Friðjónsson var á skotskónum með liði Aalesund í norsku B-deildinni í knattspyrnu í gær. Hólmbert skoraði tvö af mörkum sinna manna þegar þeir höfðu betur gegn Tromsdalen 5:0 en hann lék allan tím- ann sem og þeir Daníel Leó Grét- arsson og Aron Elís Þrándarson. Aale- sund er í toppsæti deildarinnar en liðið hefur unnið sjö af átta leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Aron Sigurðarson skorað tvö marka Start í 3:2 sigri gegn Jerv einnigí B- deildinni.  Þýska knattspyrnuliðið Werder Bremen hefur staðfest að Aron Jó- hannsson yfirgefi liðið eftir leiktíðina og verður hann kvaddur fyrir síðasta leik liðsins gegn Leipzig á laugardag- inn. Aron hefur verið sérlega óheppinn með meiðsli frá því hann gekk í raðir Werder Bremen frá hollenska liðinu AZ Alkmaar fyrir fjórum árum. Aron hefur ekkert komið við sögu með Bremen í deildinni á tímabilinu en á síðustu leik- tíð lék hann tólf deildarleiki og skoraði í þeim eitt mark. Eitt ogannað Fram og Haukar skildu með skiptan hlut í upphafsleik þriðju umferðar Inkasso-deildar karla í knattspyrnu á Framvelli í Safamýri í gærkvöldi, 1:1. Fram fékk óskabyrjun þegar Fred Saraiva skoraði strax á fimmtu mínútu. Hann var réttur maður á réttum stað og hirti frákast eftir að markvörður Hauka, Óskar Sigþórsson, hafði varið skot en ekki tekist að hafa hend- ur á boltanum. Forystan hélst ekki út hálfleikinn því Ísak Jónsson jafnaði metin fyrir Hauka á 38. mínútu. Framarar urðu fyrir áfalli á 65. mínútu þegar Marcão fékk beint rautt spjald eftir að hann sló til eins leik- manns Hauka. Einum færri tókst Fram að halda sjó en liðið hefur nú fjögur stig að loknum þremur leikjum og situr í fjórða sæti. Haukar eru enn án sigurs en niðurstaðan í leiknum í gær þýðir að liðið hefur gert í tvígang jafntefli auk eins tapleiks. Haukarnir sitja í níunda sæti. iben@mbl.is Skiptur hlutur í Safamýri Fred Saraiva 1:0 Alexander V. Þórarinsson 24. 2:0 Aron Jóhannsson (víti) 30. 2:1 Björgvin Stefánsson 60. I Gul spjöldRené Joensen, Rodrigo Gó- mez, Marino Axel Helgason, Vladimir Tufegdzic, Jón Ingason (Grindavík). Tobias Thomsen, Björgvin Stef- ánsson (KR). GRINDAVÍK – KR 2:1 M Vladimir Tufegdzic (Grindavík) Alexander V. Þórarinsson (Grind.) Elias Tamburini (Grindavík) Marc McAusland (Grindavík) Aron Jóhannsson (Grindavík) Josip Zeba (Grindavík) Björgvin Stefánsson (KR) Óskar Örn Hauksson (KR) Dómari: Þorvaldur Árnason, 4. Áhorfendur: Á að giska 500. 0:1 Orri Sigurður Ómarsson 5. I Gul spjöldGeoffrey Castillion (Fylki), Ari Leifsson (Fylki), Sebastian Hedlund (Val), Einar K. Ingvarsson (Val) FYLKIR – VALUR 0:1 M Ásgeir Eyþórsson (Fylki) Helgi V. Daníelsson (Fylki) Ólafur Ingi Skúlason (Fylki) Hannes Þ. Halldórsson (Val) Orri S. Ómarsson (Val) Haukur P. Sigurðsson (Val) Einar K. Ingvarsson (Val) Dómari: Einar Ingi Jóhannsson, 4. Áhorfendur: 1.290.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.