Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 ✝ Sigurbjörn Reynir Eiríksson húsasmíðameistari fæddist í Keflavík 13. nóvember 1926. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 14. mars 2019. Foreldrar Sigur- björns Reynis voru Eiríkur Jóel Sig- urðsson vélstjóri, f. í Keflavík 21. mars 1895, d. 10. nóvember 1982, og Stefanía Guðmundsdóttir húsfrú, fædd á Akurhóli á Stafnesi 26. janúar 1900, d. 23. febrúar 1984. Syst- kini Sigurbjörns Reynis eru: 1) Jónína Valdís, f. 6. janúar 1923, d. 26. október 2007, maki Einar Símonarson, f. 19. maí 1921, d. 19. desember 1981. 2) Guðrún Magnea, f. 12. janúar 1925, d. 10. janúar 2014, maki Joseph Gill De L’etoile, f. 14. nóvember 1925, d. 5. apríl 1972. 3) María Erla, f. 16. ágúst 1936, maki Birgir B. Valdi- marsson, f. 30. júlí 1934. Eiginkona Sigurbjörns Reynis var Mona Erla Sím- onardóttir, fædd í Hrúðunesi í Leiru 24. nóvember 1927, d. 4. janúar 2007. Mona Erla og Sigurbjörn Reynir gengu í hjónaband 15. nóvember 1947. Sigurbjörn Reynir og Mona Erla eignuðust fimm börn: 1) Eiríkur Stefán, f. 24. mars 1947. 2) Jó- hanna Pálína, f. 15.júlí 1950, maki Wayne Carter Wheeley. 3) Valdís Sigríður, f. 1. júlí 1953, maki Ægir Frímannsson. 4) Sigurbjörn Reynir, f. 1. október 1954, d. 29. apríl 2019. 5) Símon Grétar, f. 22. júní 1958. Barna- börnin eru 17, barnabarnabörn eru 25 og langalangafabörn eru tvö. Útförin fór fram frá Keflavíkurkirkju 26. mars 2019. Elsku pabbi, söknuðurinn er hrikalegur, við vorum í sambandi á hverjum degi og ég kom til þín á hverju kvöldi er ég var heima. Við vissum að hverju stefndi þennan síðasta sólarhring hjá þér, ég sat hjá þér alla nóttina og hélt í hendurnar á þér, þar til þú kvaddir þennan veraldlega heim rúmlega sex um morguninn. Þú fékkst loksins hvíld og nú eruð þið mamma sameinuð í Sumar- landinu og passið hvort annað og passið Reyni bróður sem kvaddi þennan heim 29. apríl síðastlið- inn. Þið fluttuð til Bandaríkjanna árið sem ég varð 16 ára, það var svona draumur sem hafði blund- að í ykkur, árin hjá ykkur urðu 11. Þið ferðuðust mikið og ykkur fannst sko ekki leiðinlegt að fara upp á Bear Mountain, Niagara Falls og annað. Það er margs að minnast, elsku pabbi. Þið elskuð- uð að fara að tína steina og gerð- uð mikið af því er þið bjugguð á Hornafirði. Ömmu- og afabörnin elskuðu að koma til ykkar í heimsókn en er þau komu í heimsókn settist þú oftar en ekki við taflborðið og varst að kenna þeim manngang- inn. Einnig leyfðir þú þeim alltaf að spila á orgelið og það eru til ófáar myndir af krökkunum að spila á orgelið. Þið eignuðust yndislegan bústað í Borgarfirðin- um, sem þið notuðuð mikið. En eftir að mamma veiktist, fékk Alzheimer, þá var orðið erfitt fyrir ykkur að fara þangað. Dæmi um hvað þú varst alltaf duglegur að keyra er þegar þið fóruð á rúntinn með Gústa bróður mömmu og Lilju konu hans. Þið enduðuð á Akureyri, fenguð ykk- ur að borða og svo aftur til baka í bústaðinn, bara svona smá rúnt- ur. Þú varst alveg ótrúlegu0,r hvað þú hugsaðir vel um mömmu, alveg fram á síðustu stundu. Þú gast ekki hugsað þér að skilja hana eina eftir þó svo að hún varla þekkti okkur. Hún var ástin þín og þú ætlaðir að standa þig í þessu hlutverki eins og öðrum. Þú lærðir húsasmíði og varðst húsa- smíðameistari, varst einn af stofnendum Keflavíkurverktaka og vannst við smíðar alla þína tíð, bæði hér á Íslandi og í Bandaríkj- unum. Byggðir fjögur hús handa fjölskyldunni, eitt í Reykjavík, tvö í Keflavík og eitt í Bandaríkj- unum, og var hvert öðru fallegra. Þú varst kominn á áttræðisaldur- inn er þú lést drauminn rætast og fékkst þér tvö mjög falleg húðflúr á handlegginn, hjarta með nafni mömmu í og örn. Þvílíkt sem þetta var flott. Er þú varst níu ára gamall lentir þú í brunanum í Skildi, varst heilt ár á spítala, brannst mjög mikið. Á þeim tíma var ekki mikill kunnátta til lækninga og voru þær ekki auðveldar ungum dreng, en þú lést þig hafa það í heilt ár frá foreldrum og systk- inum. Um þessi mál var ekki talað mikið á þeim tíma. Þú lést þetta aldrei stoppa þig í því sem þú ætl- aðir þér. Eftir að mamma dó komst þú með okkur nokkrum sinnum til Spánar, þetta voru ógleymanlegar stundir. Héldum m.a. upp á 85 ára afmælið þitt á Spáni. Fórum einnig einu sinni saman til Bandaríkjanna í heim- sókn til Pálu systur. Þetta eru allt ógleymanlegar minningar. Elsku pabbi, þín er sárt saknað, en nú ertu búinn að fá hvíld sem þú þráðir. Hvíl í friði, elsku pabbi. Þín dóttir, Valdís Sigríður. Sigurbjörn Reynir Eiríksson ✝ SigurbjörnReynir Sigur- björnsson fæddist í Reykjavík 1. októ- ber 1954. Hann lést 29. apríl 2019 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Foreldrar Sigur- björns Reynis, eða Reynis eins og hann var alltaf kallaður, voru Sigurbjörn Reynir Eiríksson, húsasmíðameistari f. 13. nóv- ember 1926, dáinn 14. mars 2019, og Mona Erla Símonar- dóttir húsfrú, f. 24. nóvember 1927, dáin 4. janúar 2007. Systkini Reynis eru: Eiríkur Stefán, f. 24. mars 1947, Jó- hanna Pálína, f. 15. júlí 1950, maki Wayne Carter Wheeley, Valdís Sigríður, f. 1. júlí 1953, maki Ægir Frí- mannsson, og Sím- on Grétar, f. 22. júní 1958. Reynir var í sambúð með Súsönnu Rafnsdótt- ur og eignuðust þau tvo syni: Sigur- björn Reyni, f. 22. október 1989, og Símon Grétar, f. 14. janúar 1992. Reyn- ir og Súsanna slitu samvistum. Reynir á tvö barna- börn: Heimi Knaran og Amelíu Rakel. Síðar meir var Reynir í sambúð með Yolandu Alvarez, sem átti tvær dætur, þær Nereu og Natalí. Þau slitu samvistum fyrir nokkrum árum. Eiga dæt- ur Yolandu fimm börn. Sigurbjörn Reynir var jarð- sunginn frá Útskálakirkju í Garði 17. maí 2019. Elsku Reynir, erfitt er að setj- ast niður og skrifa um þig minn- ingarorð, það var svo margt sem við áttum eftir að vinna saman við, fara yfir myndir og annað úr dánarbúi foreldra okkar. Ekki var nú langt á milli ykkar pabba, aldrei hefði mig grunað að þú mundir kveðja okkur svona fljótt. Það er margs að minnast frá okk- ar uppvaxtarárum og fleira. Allt- af vildir þú hafa systur út af fyrir þig, við lékum okkur mikið sam- an, í bílaleik, dúkkulísuleik, dúkkuleik eða bara hvað sem var, við vorum mjög samrýmd þó ólík hefðum verið. Þú varst nú ekkert of hress ef systir tók upp á því að leika við aðra, þá vildir þú taka málin í þínar hendur og reka þau í burtu, það er ekki langt síðan við rifjuðum þetta upp og hlógum mikið. Svo uxum við úr grasi og fórum hvort sína leið, vorum samt alltaf í miklu sambandi og bestu vinir. Þú vildir allt fyrir alla gera ef þú mögulega hafðir tök á. Börnum mínum varstu góður en ákveðinn, og stríddir þeim alveg hiklaust. Við fórum að leigja saman eftir að við vorum búin með skólann, foreldrar okkar bjuggu þá í Bandaríkjunum, en við vorum flutt heim. Þú varst að rifja það upp við mig um daginn, að þú gleymdir aldrei hvað ég væri klígjugjörn, þarna áttum við ekki mikla peninga milli handanna, við vorum með fisk í matinn og ekk- ert of mikið til, þú segir svona við mig, sjáðu hvað hann iðar allur, það var nóg fyrir mig, ég gat ekki borðað, en þú borðaðir með bestu lyst allan fiskinn. Þú sagðir þetta bara því þú vissir að ég mundi missa lystina, þetta rifjaðir þú einnig upp um daginn. Við gátum alltaf talað saman og sagt eigin- lega hvað sem er hvort við annað, við sögðum hvort öðru til synd- anna. En vorum alltaf vinir og héldum alltaf sambandi. Þakka bara fyrir að hafa farið heim úr bústað þetta kvöld er ég vissi að þú værir kominn inn á spítala. Þú sagðir við mig Sigga litla systir mín, ertu komin, þú varst sá eini sem kallaði mig alltaf Siggu, sagðir við mig þú áttir ekki að koma. En auðvitað kom ég, annað kom ekki til greina, var hjá þér þar til þú sofnaðir, datt ekki í hug að þú værir að fara að kveðja okkur. Elsku Reynir, sem betur fer rétt náði ég aftur til þín áður en þú kvaddir, það var erfið stund. En mamma og pabbi hafa tekið þér opnum örmum, og þú munt hvíla við hlið litla frænda þíns, sonar okkar Ægis, veit að þú munt passa hann fyrir okkur. Hvíl í friði, elsku bróðir, þín verð- ur ávallt saknað, en nú þarft þú ekki að kveljast lengur. Elska þig og sakna. Hjartans elsku besti bróðir, brosandi með þelið hlýja, oft þú fórst um fjallaslóðir, finna vildir staði nýja. Nú í skjólin flest er fokið, flæða úr augum heitu tárin, fyrst að þinni leið er lokið, lengi brenna hjartasárin. Minning þín er mikils virði, mun um síðir þrautir lina, alltaf vildir bæta byrði, bæði skyldmenna og vina. Nú er ferð í hærri heima, heldur burt úr jarðvist þinni, þig við biðjum guð að geyma, gæta þín í eilífðinni. (Björn Þorsteinsson) Þín systir, Valdís Sigríður (Sigga litla systir). Sigurbjörn Reynir Sigurbjörnsson ✝ Inga SvavaIngólfsdóttir fæddist 24. febrúar 1943 á Akranesi. Hún lést 20. apríl 2019. Foreldrar henn- ar voru Ingólfur Jónsson, versl- unarstjóri á Akra- nesi, f. 5. septem- ber 1906, d. 29. mars 1977 og Svava Ó. Finsen, húsmóðir og skrifstofumaður á Akranesi, f. 25. janúar 1907, d. 3. septem- ber 1995. Föðurforeldrar henn- ar voru Jón Sigurðsson, tré- smiður á Akranesi, og Sigríður Lárusdóttir Ottesen, ljósmóðir á Akranesi. Móðurforeldrar hennar voru Ólafur Finsen, læknir á Akranesi, og Ingi- Inga Svava fékk sumar- vinnu í Sementsverksmiðju ríkisins og þar kynntist hún Jóni Ólafssyni sem síðar varð tannlæknir en var líka í sumarvinnu hjá Sementsverk- smiðjunni. Foreldrar Jóns voru Ólafur Jónsson, bóndi á Gröf í Hofshreppi í Skagafirði og Svanhildur Sigfúsdóttir, húsmóðir þar. Þau Jón giftu sig 18. desem- ber 1970. Þá fluttu þau á Ránargötu 30 og dóttir þeirra Hildur Karítas fæddist á aðfangadag árið 1974. Þau hjónin fengu lóð á Birkigrund í Kópavogi og byggðu sér hús sem þau fluttu inn í á áttunda áratugnum. Inga Svava vann hjá Pósti og síma sem starfsmannastjóri um árabil. Inga Svava og Jón fjárfestu í íbúð í Orlandó í Flórídaríki og fóru jafnan vestur um haf í marga mánuði í senn yfir vetrartímann. Útför hennar fór fram í kyrrþey. björg Ísleifsdóttir, húsmóðir þar. Fjölskyldan bjó á Vesturgötu 40. Inga Svava gekk í barnaskólann á Akranesi og tók landspróf frá Gagnfræðaskóla Akranes, áður en hún fór í Mennta- skólann í Reykja- vík á málabraut. Eftir menntaskólann fór hún í Háskóla Íslands og lauk þaðan prófi í viðskiptafræði, ein allra fyrst íslenskra kvenna. Á námsárunum bjó hún á Ránar- götu 21 hjá föðursystur sinni Ástu Jónsdóttir. Hún fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna í eitt ár og lærði ensku. Elsku mamma mín, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú gerðir meira en allar aðrar mæður hefðu gert. Þú fórnaðir öllu fyrir mig og settir ávallt mína hagsmuni framar þínum eigin. Ég gat aldrei laun- að þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég elska þig óendanlega mik- ið og sakna þín svo mikið. Það er erfitt að hugsa sér lífið án þín. Guð blessi þig, elsku mamma mín, Þín Hildur Karítas. Það er sunnudagur og við systkin komin í Læknishúsið að horfa á Andrés Önd í Kanasjón- varpinu, úbs eru þá ekki loðnu inniskórnir efst uppi á stigaskör- inni. Hver er hræddur við loðna inniskó? Jú, ég, og frænka mín nýtti öll tækifæri sem gáfust til að stríða mér, ég var bara tveggja eða þriggja ára. Þetta bráði sem betur fer af mér. En hún var stóra frænka sem var í skóla í Reykjavík, fór sem skiptinemi til Ameríku og fór stundum með okkur systkin upp í sveit á bíl pabba síns. Vá, hvað mér fannst flott þeg- ar hún gaf Vigdísi systur plötu- spilarann sinn og plöturnar með Harry Belafonte og Kingston Trio. Inga Svava átti frænku sem var hippi og kom stundum með hana í heimsókn, þetta var fyrsti hippinn sem ég sá, ógleyman- legt, það voru ekki margir hipp- ar komnir á Skagann þá. Árin liðu, ég hætt að grenja þó ég sæi loðna inniskó, hún kláraði háskólann og réðst í ábyrgðarstöðu, gifti sig honum Jóni og þau eignuðust Hildi Kar- ítas. Það var ekki mikið sam- band, en þó var alltaf strengur. Svo fórum við að nálgast aft- ur, ég að leita til hennar þegar mig vantaði vinnu og hún að leita til mín með eitt og annað. Ekki ætla ég að halda því fram að líf hennar hafi verið dans á rósum, hún hafði oft vindinn í fangið, en áfram hélt hún. Fyrir rúmum áratug tóku samskipti okkar nýja stefnu, hún leitaði æ meira til mín með lausn á alla vega málum, ég er vön að sansa hlutina, það vissi hún. Á þessum rúma áratug hafa veikindi og makamissir litað hennar líf og þótti mér ómet- anlega vænt um að hún skuli hafa leitað til mín eftir aðstoð og sýnt mér svona mikið traust. Á síðustu þremur árum höfum við átt mjög mikil samskipti. Viku- lega kom ég heim til hennar og alltaf heilsaði hún mér þá með „ertu nú komin, elsku frænka mín“. Við „Finsen pigene“ áttum líka okkar prívatstund aðra hverja viku þegar ég keyrði hana í hárgreiðslu, þær stundir voru ekki langar en eru núna dýr- mætar minningar sem ég geymi. Fyrir mig var Inga Svava eins og ljós frá vita sem varðar leið- ina, hún kynnti mig fyrir mörgu nýju og kenndi mér margt. Nú er hennar ljós slokknað en eftir lifa minningar sem gleðja og hugga. „Sá sem syrgir hefur elskað.“ Guð blessi minningu Ingu Svövu. Heiðrún. Fyrstu minningar mínar um Ingu Svövu eru frá Akranesi þegar ég var lítil stúlka og hún nokkrum árum eldri. Hún átti heima í ævintýrahúsinu að Vest- urgötu 40. Foreldrar hennar voru Svava Finsen og Ingólfur Jónsson móðurbróðir minn. Þau reyndust mér einstaklega góð og ég tala nú ekki um, þegar ég var send í pössun upp á Skaga. Inga Svava var líka mjög örlát við mig, gaf mér alltaf gömlu flottu fötin sín og gamla hjólið sitt. Einnig leyfði hún mér að leika mér með fína dúkkuhúsið sitt. Í mínum huga var hún alltaf „stóra frænka mín“. Inga Svava gekk í barna- og gagnfræðaskólann á Akranesi, og síðar Menntaskólann í Reykjavík. Að stúdentsprófi loknu fór hún í Háskóla Íslands, þar sem hún lauk námi í við- skiptafræði. Á þessum árum bjó hún hjá frænku okkar Ástu Jónsdóttur að Ránargötu 21, Rvík. Hún fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna í eitt ár á menntaskólaárunum og naut þeirrar veru mjög. Hún hélt alla tíð góðu sambandi við fjölskyld- una þar ytra, enda sérstaklega trygglynd. Mjög kært var á milli mömmu minnar Önnu Jónsdóttur og Ingu Svövu. Hún kom mjög oft og heimsótti okkur á skólaárum sínum. Eiginmaður Ingu Svövu var Jón Ólafsson, tannlæknir sem lést fyrir nokkrum árum. Þau kynntust á skólaárum sínum, þegar þau unnu bæði sumar- vinnu hjá Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi. Fyrstu hjú- skaparárin bjuggu þau við Ránargötuna í Reykjavík og fluttu síðar í nýbyggða fallega húsið sitt að Birkigrund í Kópa- vogi. Ólýsanleg var hamingja þeirra þegar sólargeislinn hún Hildur Karítas fæddist 24. desember 1974. Inga Svava vann allan sinn starfsaldur sem starfsmanna- stjóri hjá Pósti og síma. Mannkostir Ingu Svövu voru miklir, hún var einstaklega gjaf- mild og rausnarleg, t.d. bauð hún mér til Flórída til sín og Jóns, árið sem ég varð 60 ára. Þau áttu íbúð þar í nokkur ár og nutu þess tíma vel. Eftir lát Jóns hafa þær mæðgur Inga Svava og Hildur Karítas haldið heimili saman. Mikill er missir hennar. Ég og fjölskylda mín sendum Hildi Karítas okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góð- an Guð að styrkja hana. Sigríður Sigurjónsdóttir. Inga Svava var dóttir Ingólfs Jónssonar verslunarmanns og Svövu Ólafsdóttur Finsen, Vesturgötu 40 á Akranesi, og þar bjó hún ásamt foreldrum sínum á bernsku- og æskuárum sínum. Inga Svava lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík og síðar námi í viðskipta- fræðum frá Háskóla Íslands. Um tvítugt var hún skiptinemi í Bandaríkjunum í eitt ár og taldi hún sig hafa búið afar vel að þeirri dvöl er fram liðu stundir. Að loknu prófi frá viðskipta- deild háskólans árið 1970 hóf Inga Svava að vinna hjá Póst- og símamálastofnuninni, í byrj- un hjá skýrslu- og hagræðingar- deild en árið 1973 varð hún yfir- maður starfsmannadeildar. Hún var í samninganefnd ríkisins frá 1989 og síðar formaður samn- inganefndar Pósts og síma hf. um hríð. Jón Ólafsson tannlæknir var eiginmaður Ingu Svövu og áttu þau eina dóttur, Hildi Karítas. Jón lést 30. maí 2015. Inga Svava var dugmikil, greiðvikin og ákveðin í starfi sínu sem yfirmaður starfs- mannadeildar þar sem oft þurfti vissulega að taka á í samstarfi fólks, eins og þeir vita sem kynnst hafa stjórnunarstöðum þar sem á slíkt kann að reyna. Inga Svava taldi sig alltaf hafa reynt að gera sitt besta og hafði á stundum orð á því að ekki væri nú allt mjög auðvelt í erfiðum ákvörðunum síns starfsgeira. Samskipti okkar, hennar og mín, sem nú heldur á penna, voru ávallt eins og best var á kosið og allt frá því að við bjugg- um lítil í sama húsi þar sem ná- munda-fólkið í húsinu minntist þess löngum síðar að þegar ann- að okkar nefndi nafn hins hátt og skýrt á milli hæða – upp eða niður stigann – og bætti svo við: „Viltu vera memmér?“ var svar- ið ætíð: „Já, koddu!“ Hin síðari árin voru það helst símtöl sem voru látin duga í samskiptum okkar og þeirra er minnst með hlýhug. Oft urðu þau löng símtölin og Inga vildi vera sú er fékk að hringja; taldi það vera betri metóðu en að hún væri íhringd. Síðustu árin urðu Ingu nokk- uð erfið að ýmsu leyti, veikindi og fleira skaut upp kollinum en hugsunin hélst í lagi. Blessuð sé minning Ingu Svövu Ingólfsdóttur. Björn Ingi Finsen. Inga Svava Ingólfsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.