Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 Við Atli Heimir erum í flugvél Icelandair til Amsterdam. Þetta er í ágúst 2002 og í annað sinn þetta sumar sem við ferðumst saman til að fagna tónverkum hans. Í júlí höfðum við farið til Hofgeismar, rétt hjá Kassel í Þýskalandi, ásamt sex félögum úr Kammersveit Reykjavíkur, þeim Sigurlaugu, Þórunni Ósk, Sigurði Bjarka, Hrafnkeli, Richard og Önnu Guð- nýju. Þá flugum við til Frankfurt og tókum lestina norður. Við þekktum okkur ekki á þessum stóra flugvelli en Atli var með allt á hreinu, hann stýrði okkur í rétt- ar áttir til að finna lestarstöðina Atli Heimir Sveinsson ✝ Atli HeimirSveinsson fæddist í Reykjavík 21. september 1938. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Grund 20. apríl 2019. Útför hans fór fram frá Hallgríms- kirkju 6. maí 2019. og við komumst á leiðarenda með öll hljóðfærin og annan farangur. Við tóku frábærir dagar þar sem íslensk menning var kynnt bæði í tali og tónum. Þeir vin- irnir Atli og Thor Vilhjálmsson fóru á kostum á málþing- um og við spiluðum af innlifun verk Atla Heimis, Jóns Leifs, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar og Hauks Tóm- assonar í tveimur borgum. Nú erum við Atli aftur saman í flugferð og ferðinni heitið til Osnabrück í Þýskalandi. Í Amsterdam leigðum við bíl á flugvellinum. Atli vildi að ég keyrði, hann myndi segja mér til. Við spjölluðum mikið og oft var ekki alveg ljóst hvar ætti að taka beygju. Í Osnabrück skyldi fagn- að útgáfu geisladiska með stór- virki Atla, Tímanum og vatninu, hjá einu þekktasta útgáfufyrir- tæki Evrópu, CPO. Þetta var stór stund. Tímann og vatnið samdi Atli Heimir við samnefnt ljóð Steins Steinars árin 1981-1983. Verkið er samið fyrir 29 manna hljóm- sveit með mjög óvanalegri hljóð- færaskipan, 23 manna kammer- kór og þrjá einsöngvara, þ. á m. kontratenór. Verkið hafði ekki verið frumflutt þegar vinirnir Atli og Paul Zukofsky ásamt Kammersveit Reykjavíkur und- ir minni handleiðslu tóku þá ákvörðun að láta til skarar skríða. Eitt mesta verk tónskáldsins Atla Heimis var því frumflutt á Listahátíð 1994. Dagana eftir tónleikana var verkið tekið upp í upptökustjórn Davids Zinmans frá New York. Á mér hvíldi að afla styrkja til að frumflytja verkið og var góð samvinna við Tónverkamiðstöðina og ýmsa aðra. Við tóku mörg ár við söfn- un meiri styrkja fyrir frágang tónbanda, Atli Heimir tók það að sér. Þá þurfti að finna alþjóð- legan útgefanda sem tókst fyrir tilstuðlan Zukofskys. Útgáfa diskanna, átta árum eftir upp- tökurnar og nítján árum eftir að verkið var fullbúið, var því stór stund fyrir okkur Atla Heimi og ástæða til að fagna því. Atli var kaþólskur og gat fengið inni í Osnabrück á vegum kaþólsku kirkjunnar. Húsnæðið var einfalt og gott. Á skrifstofu forstjóra CPO fengum við fyrstu eintökin. Atli hélt síðan til Köln- ar að hitta Sif og ég ók ein eftir strandlengju Hollands og á varnargörðunum áður en flugið var tekið til baka. Samvinna okkar Atla Heimis varði allt frá árinu 1974 þegar Kammersveit Reykjavíkur var stofnuð. Starfsárið 1975-1976 var I call it eftir Atla Heimi á vetrardagskrá Kammersveitar- innar og í mars sama ár stóð til að flytja verk eftir verðlauna- hafa Norðurlandaráðs. Þetta ár fékk Atli Heimir þau merku verðlaun og því spiluðum við aft- ur verk eftir hann á næstu tón- leikum, verkið Gallery Súm. Tónverk Atla Heimis voru oft á dagskrá Kammersveitarinnar innanlands og í ferðum erlendis og hefur Kammersveitin auk Tímans og vatnsins gefið út tvo geisladiska með verkum hans, Á gleðistundu 2001 og I call it 2016. Opnun Borgarleikhússins með frumflutningi Á gleðistundu leiddi síðar af sér frábært ein- leiksverk fyrir fiðlu, Lag með tilbrigðum, sem ég hef leikið víða. Ég kveð Atla Heimi með miklu þakklæti fyrir vináttuna og samstarfið góða alla tíð. Rut Ingólfsdóttir. Elsku vinur. Ég kveð nú minn allra besta og kær- asta vin, eftir að hafa haft þig mér við hlið und- anfarin fjörutíu ár sem bekkjar- félaga, liðsfélaga, vinnufélaga og herbergisfélaga er söknuðurinn bæði beittur og meiðandi. Upp- eldislegar andstæður okkar í æsku voru brjálæðislegar og það markaði sýn mína á lífið að hafa fengið tækifæri til að alast upp með þér og um leið hjálpaði það mér að virða lífsgæði mín og tækifæri. Persónuleiki þinn var alveg einstakur, einlægur, gjaf- mildur, nægjusamur og þakklát- ur, og þú varst ekki bara í miklu uppáhaldi hjá mér heldur fjöl- skyldu minni allri og þótti okkur öllum svo notalegt að hafa þig á heimilinu. Frá unga aldri hefur þú oft haft vindinn í fangið og á köflum hefur hann verið bæði sterkur og nístandi en aldrei var það þinn stíll að fara með stöðu þína né líðan út á torg. Með ein- dæma dugnaði og styrk til að hunsa þær fjölmörgu freistingar sem urðu á vegi þínum þá tókst þér, elsku vinur, að komast á þann stað sem þú alla tíð þráðir. Rólegan stað þar sem kapphlaup- ið um lífsgæðin var hóflegt, á stað þar sem þú gast stundað tónlist- ina í næði á milli þess sem þú sóttir sjóinn á þínum eigin bát. Og ekki skemmdi fyrir að þú varst kominn með lífsförunaut sem þú varst að tengja vel við. En eins og oft áður þegar sjórinn virtist vera orðinn lygn gripu ör- lögin inn í og nú með meiri þunga en nokkru sinni fyrr. Eftir sveiflukenndan fyrri hálfleik var það einlæg von mín að sá síðari yrði betri og það leit svo sann- arlega út fyrir það en svo fór ekki. Óréttlæti heimsins virðast stundum engin takmörk sett. Ég hef alla tíð haft þörf fyrir að styðja þig og veita þér tækifæri til að upplifa og ég veit að þú ert þakklátur fyrir allar okkar stund- ir, þó svo að í gegnum árin hafi Gísli Þór Þórarinsson ✝ Gísli Þór Þór-arinsson fædd- ist 1. september 1978. Hann lét lífið 27. apríl 2019. Útför Gísla Þórs fór fram 17. maí 2019. ekki allar okkar til- raunir til að samein- ast og gleðjast geng- ið upp eins og þú veist. Hefði ég ein- hverju ráðið þá hefði ég kosið þig síðastan frá mér, en það kemur kannski ekk- ert á óvart að þú hafir verið kosinn fyrstur því þannig var það alltaf á skólavellinum og dansgólfinu, þú varst alltaf kosinn fyrstur. Um leið og ég geri mér grein fyrir því að ég hef misst það sem mér þótti kærast og ekkert mun það bæta þá er ég þakklátur fyrir hvað samveran með þér gaf mér mikið. Líkt og það markaði sýn mína á lífið að alast upp með þér þá mun það marka líf mitt enn frekar að hafa misst þig frá mér. Ég kveð nú einstakan dreng sem bjó yfir lífshlaupi sem á sér vart hlið- stæðu. Guðni Erlendsson. Þegar við fæðumst er okkur úthlutað verkefnum. Sagt er að við veljum okkur foreldra áður en við fæðumst til þess að fá tæki- færi til að ljúka ákveðnum verk- efnum. Það er erfitt að hugsa til þeirra einstaklinga sem hafa fæðst í þennan heim og hafa feng- ið eins krefjandi verkefni og þú, elsku frændi. Í dag vitum við að áföll í æsku og á meðgöngu geta haft áhrif á líf okkar, einnig að áföll forfeðra okkar geta haft áhrif á okkar líf. Í dag veit ég að öll þessi áföll hafa haft áhrif á þitt líf, elsku frændi, og mér finnst ótrúlegt að þú hafir komist á þann stað sem þú varst kominn á þegar stóra áfallið reið yfir. Tengsl okkar má rekja til feðra okkar sem ólust upp í Aðalstræti 32 á Ísafirði. Pabbi, Siggi Boga, var fæddur í janúar 1946 og pabbi þinn, Þói Gísla, var fæddur í maí 1947, frændur, systrasynir og bestu vinir. Frændurnir og vin- irnir sem áttu ákveðnustu syst- urnar, Sigrúnu, Höllu og Stebbu og systurnar Ínu og Grétu. Fal- legu frændurnir og vinirnir sem voru svo líkir, með kolsvarta hár- ið og bláu augun, eins og þú, elsku frændi, blessuð sé minning ykkar allra í dag. Pabbar okkar, púkarnir á Ísó, elskuðu tónlist mest af öllu, eins og þú, elsku frændi, með gítarinn þinn, pabbi með nikkuna og munnhörpuna og pabbi þinn við píanóið. En svo skildu leiðir. Bakkus sveif oft yfir í Aðalstræti 32 en hafði mismikil áhrif á heim- ilum systkinanna. Aðalstrætið sem er þekkt fyrir að þar bjó Óskar frændi, Skari sprútt, sem bjargaði fólki með vín þegar á þurfti að halda. Ég er svo heppin að Bakkus fékk ekki að ráða ríkjum á heimili pabba, en Bakkus náði tökum á pabba þínum, þessum yndislega manni sem varð Bakkusi að bráð og það litaði líf hans, samband hans við konur og við börn hans. Elsku fallegi frændi minn, með fallega geislandi brosið og bláu skínandi augun. Bara ef ég hefði vitað í þá daga við hvað þú bjóst, hefði ég viljað gera svo margt, ég get bara ekki spólað til baka í líf- inu. Við bjuggum fyrir vestan og þú fyrir sunnan hjá mömmu þinni. Þú áttir þína sögu sem við krakkarnir fyrir vestan fengum ekki að vita af þrátt fyrir að þú hafir svo oft komið til okkar þar, því börn reyna alltaf að fela til þess að aðrir fatti ekki við hvaða aðstæður þau búa. Það er ekki aðeins blóð feðra okkar sem tengir okkur, það er Einn blár strengur. Blái strengurinn sem þú tengdir svo sterkt við og baðst mig að senda þér. Ég hefði svo viljað sjá þig spila á gítarinn þinn með einn bláan streng, sem er svo tákn- rænn fyrir þig og þína reynslu og mig og mínar rannsóknir. Það eru sterk tengsl rannsakandans og reynslumannsins. Elsku Gísli minn, ég er svo þakklát fyrir knúsið þitt og spjallið fyrir ári síðan í jarðarför Ínu frænku, sem þú áttir alltaf skjól hjá þegar lífið lék þig sem verst. Þegar ég hugsa til baka til áranna sem þú fékkst að dvelja hjá Ínu og Úlfari og strákunum á Ísó, sé ég það fyrir mér sem þitt hreiður sem þú gast alltaf leitað til í lífsins ólgusjó. Þar var þitt skjól sem allir þurfa og fæst seint þakkað. Elsku frændi, takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér. Sigrún Sigurðardóttir. Kæri vinur Gísli Þór. Nú þegar þinn hinsti dagur er liðinn rifjast upp ótal góðar minn- ingar frá árunum þegar við eydd- um mörgum stundum saman. Ungur að árum fékk ég fyrst að kynnast þér í gegnum Guðna bróður minn sem þrábeðinn lét oft undan og leyfði mér að hanga með sér og vinum sínum. Á ung- lingsárunum varst þú aufúsu- gestur á heimili okkar að Holts- götu 10, eða Tíunni eins og sumir kölluðu það. Þú hafðir sterkar skoðanir á flestu í umhverfi þínu, bjóst yfir einstakri frásagnar- tækni og áttir auðvelt með að láta öllum í kringum þig líka vel við þig. Ófá voru skiptin þegar þú komst til okkar að spila Champ- ionship Manager á tölvuna sem ég hafði keypt fyrir fermingar- peningana mína og spiluðum við oft langt fram á nætur. Vinabönd okkar styrktust hratt á þessum árum þegar sameiginleg áhuga- mál drifu okkur áfram í verkefni af ýmsu tagi. Við vorum báðir byrjaði að pikka upp lög á gítar á þessum tíma og fórum fljótlega eftir það að spila saman, ýmist tveir saman eða í hljómsveit sem gekk undir vinnuheitinu „Geisl- ar“. Upp úr sameiginlegum áhuga okkar á tónlist og gítarleik stofnuðum við vefsíðuna „Gítar- bríkin“, þar sem þú hafðir frum- kvæðið að því að safna saman gripum og textum á meðan ég sat við tölvuna og setti saman vefinn. Vefurinn náði töluverðum vin- sældum á þeim tíma enda var mikill metnaður lagður í verkefn- ið. Eftir það þróaðist samstarf okkar á ýmsum sviðum sem með- al annars gaf af sér leikjaskrá knattspyrnudeildar UMFN („Boltabríkin“) og vefsíðu knatt- spyrnudeildar UMFN, sem var fyrsti vefur knattspyrnufélags á Íslandi, að ógleymdum útvarps- þættinum „Útvarp Njarðvíkur“ sem hljóðritaður var í félagsmið- stöðinni Fjörheimum. Toppurinn á samstarfi okkar var svo fram- leiðsla stórmyndarinnar „Auga dýrsins“. Eftir sem áður varst þú hugmyndasmiðurinn að baki verkefninu og aðaldriffjöðrin með mig í tæknimálunum þar sem ég sat með þér við klippi- græjurnar og aðstoðaði þig við að láta myndina þína verða að veru- leika. Á fullorðinsárunum lágu leiðir okkar sín í hvora áttina, en alltaf fékk ég af þér fréttir í gegnum Guðna. Það voru mér mikil forréttindi að fá að kynnast þér og hafa starfað með þér þegar við vorum að alast upp í Njarðvík. Sama má segja um alla þá sem á eftir mér komu og fengu að kynnast þér og njóta nærveru þinnar á einn eða annan hátt. Minning þín lifir. Borgar Erlendsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, lést 12. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Guðjón H. Bernharðsson Helga Jónsdóttir Guðmundur Bernharðsson Þórunn Jarla Valdimarsd. barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN Þ. GUÐMUNDSSON, fyrrverandi lagaprófessor, Bakkavör 42, Seltjarnarnesi, lést á Landkoti fimmtudaginn 16. maí. Þórunn Bragadóttir Guðmundur Björnsson Hekla Valsdóttir Bragi Björnsson Ragna Björk Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar elskulega systir, mágkona og frænka, INGIBJÖRG ÞORBERGS tónskáld, Vatnsnesvegi 29, Keflavík, lést á Hrafnistu mánudaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 21. maí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Skúli Ólafur Þorbergsson og aðrir aðstandendur Okkar elskulegi faðir, tengdafaðir og afi, JÓN EINARSSON, Öldutúni 18, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum laugardaginn 10. maí. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 22. maí klukkan 13. Íris Jónsdóttir Haraldur Örn Sturluson Einar Jónsson Alma Jónsdóttir Matthías Árni Ingimarsson og barnabörn Elsku mamma, tengdamamma og amma, SOFFÍA ÓLAFSDÓTTIR frá Syðra-Velli, Gaulverjabæjarhreppi, áður til heimilis, Engjavegi 12, Selfossi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Fossheimum, Selfossi, þriðjudaginn 14. maí. Útförin fer fram í Selfosskirkju þriðjudaginn 21. maí klukkan 14. Elínborg Jónsdóttir Rannveig Jónsdóttir Bjarni Guðmundsson Kjartan Jónsson Hieke Bakker Jarþrúður Jónsdóttir Guðmundur Gils Einarsson Margrét Jónsdóttir Jón Ágúst Jónsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BJÖRGVIN SIGURBJÖRNSSON Miðtúni 12, Tálknafirði, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð, Reykhólum, fimmtudaginn 16. maí. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 21. maí klukkan 13. Sigurbjörn Björgvinsson Joan Charlton Halldór Magnússon Örn Sn. Sveinsson Ásthildur Theodórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.