Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrirséð er að breytingar á skipu- lagi og umhverfismat framkvæmda valda um 8-12 mánaða töf frá því sem ætlað var á flutningi á starfsemi Björgunar ehf. á nýja lóð á Álfsnesi. Þetta segir Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Björgun kemur ekki til með að starfa með sama hætti á núverandi athafnasvæði í Sævarhöfða. Að óbreyttu stöðvast því starfsemin þar í lok mánaðarins samkvæmt gildandi starfsleyfi. Hjá Björgun starfa að jafnaði um 30 manns. Fyrir- tækið dælir efni af hafsbotni með skipum og rekur einnig útgerðar starfsemi á sviði hafnardýpkana og uppdælinga úr sjó víða um land. „Um leið er fyrirtækið von- gott um að mik- ilvægi starfseminnar fyrir uppbygg- ingu í höfuðborginni mæti áfram skilningi hjá borgaryfirvöldum,“ segir Lárus Dagur. Ljóst sé að tímabundið verði hægt að halda áfram takmarkaðri starf- semi á smærra og afmarkaðra svæði en verið hefur þar til að flutningi kemur. Slíkt fyrirkomulag tefji ekki nýbyggingu á íbúðum hjá þeim byggingaraðilum sem hafa fengið út- hlutað lóðum næst svæðinu í Bryggjuhverfinu. „Við munum á næstu vikum kynna borgaryfirvöldum og íbúum Bryggjuhverfisins mótvæg- isaðgerðir til þess að draga úr áhrif- um framkvæmdanna á lóðinni og starfseminnar á nærliggjandi byggð, auk framkvæmda sem geta gert Bryggjuhverfið enn eftirsókn- arverðara,“ segir Lárus Dagur. Framkvæmdir á lóðinni og land- fylling í sjó fram, þ.e. mótun um 2,5 hektara nýs lands fyrir stækkun Bryggjuhverfisins, hefur gengið mjög vel og er á áætlun en þar seinkaði framkvæmdaleyfi um 12 mánuði. Björgun hóf verkefnið haustið 2017 og er það mjög um- fangsmikið. Ásýnd núverandi at- hafnasvæðis og lóðarinnar hefur tekið mjög miklum breytingum og svo verður áfram á næstu vikum. Verið er að stækka landfyllingu fyrir Bryggjuhverfið til norðvesturs og um leið grafinn stór skurður við jaðar landfyllingarinnar í norðri, en í hann fer gróft jarðefni sem safnað hefur verið á svæðið, meðal annars úr grunni Landspítalalóðarinnar. Tilgangurinn er að styrkja jaðar landfyllingarinnar og vernda land og fyrirhuguð mannvirki fyrir ágangi sjávar. Stór og mikil sandþvottastöð Björgunar, sem stendur næst núver- andi byggð Bryggjuhverfisins, verð- ur tekin úr notkun og hún fjarlægð, auk þess sem fjarlægt verður haug- að efni sem næst hverfinu stendur og er ekki ætlað í landfyllinguna. Þannig myndast autt svæði tilbúið um næstu mánaðamót til nýbygg- ingar íbúða við hús Bryggjuhverf- isins sem standa næst lóð Björg- unar. Takmörkuð starfsemi áfram? „Á skika vestan þess svæðis, nær höfninni og löndunaraðstöðu, mun- um við sækjast eftir starfsleyfi til áframhaldandi takmarkaðrar starf- semi þar til að flutningum getur orð- ið á nýtt starfssvæði á Álfsnesi. Með því móti gæti fyrirtækið áfram sinnt framkvæmdum við landfyllinguna sem það sinnir nú fyrir Faxaflóa- hafnir f.h. borgarinnar og haldið lífi og rekstrarhæfi fram að flutningum. Við hjá Björgun erum meðvituð um að íbúar svæðisins eru lang- þreyttir á nábýli við starfsemina og viljum koma til móts við þá með margvíslegum aðgerðum til þess að draga úr áhrifum okkar veru á svæð- inu,“ segir Lárus Dagur. Byrjað verði á að kynna þær hug- myndir fyrir borgaryfirvöldum, von- andi á næstu dögum. Lárus Dagur tekur fram að Reykjavíkurborg hafi lagt mikinn kraft í undirbúnings- vinnu við breytingu á skipulagi í Álfsnesi og unnið náið með forráða- mönnum Björgunar í verkefninu. Umhverfismatið og skipulagsferl- arnir taki langan tíma en m.a. þarf að breyta svæðis- og aðalskipulagi. Þar hafi svæðisskipulagsnefnd höf- uðborgarsvæðisins einnig komið að málum. „Við finnum fyrir auknum skiln- ingi á mikilvægi starfsemi Björg- unar og vonumst til þess að geta unnið að flutningi fyrirtækisins í eins góðri sátt og hægt er við bæði íbúa og borgaryfirvöld þrátt fyrir þær tafir sem orðið hafa á að nýtt at- hafnasvæði við Álfsnes verði tilbúið. Við vonumst til þess að staða okkar skýrist enn frekar á allra næstu dög- um og vikum. En að óbreyttu stöðv- ast starfsemi fyrirtækisins um næstu mánaðarmót til skemmri eða lengri tíma sem veldur okkur veru- legum áhyggjum og fleirum sem stóla á efnisöflun til mannvirkja- gerðar á efni frá Björgun,“ segir Lárus Dagur að lokum. Lóðarvilyrði á Álfsnesi Borgarráð samþykkti á fundi sín- um í fyrradag að veita Björgun ehf. lóðarvilyrði fyrir allt að 7,5 hektara lóð við Álfsnesvík á Álfsnesi í Reykjavík ásamt byggingarrétti fyr- ir um 1.200 fermetra atvinnu- húsnæði. Er samþykktin gerð með fyrirvara um að deiliskipulag, sem afmarki lóðina og byggingarrétt, taki gildi. Tímamót að verða hjá Björgun  Að öllu óbreyttu á fyrirtækið að hætta starfsemi á Sævarhöfða í lok þessa mánaðar  Hefur óskað eftir framlengdu starfsleyfi tímabundið  Tafir hafa orðið á flutningi Björgunar á lóð við Álfsnesvík Drónamynd/Hnit Sævarhöfði Björgun hefur óskað eftir að fá að halda starfsemi áfram vestast á svæðinu uns fyrirtækið getur flutt í Álfsnes. Sanddæluskipið Sóley í höfn.Lárus Dagur Pálsson 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 Stefnt er að því að TF-EIR, hin nýja þyrla Landshelgisgæslunnar, verði tekin í notkun í lok þessa mánaðar, að sögn Ásgríms L. Ás- grímssonar, framkvæmdastjóra að- gerðasviðs LHG. Vélin kom til landsins í mars s.l. og síðan hafa flugmenn Gæslunnar flogið henni í þjálfunarflugi. Sem kunnugt verður þyrlufloti Gæslunnar endurnýjaður með tveimur leiguþyrlum sem bera ein- kennisstafina TF-EIR og TF- GRO. Þær munu leysa eldri þyrlur, TF-GNA og TF-SYN, af hólmi. Verður Gæslan áfram með þrjár þyrlur á sínum snærum þar sem TF-LIF er enn í eigu hennar. Áætlað að TF-GRO komi til lands- ins um eða upp úr mánaðamótum maí/júní. TF-GNA fór úr landi í janúar. Það var komið að viðamikilli skoð- un á henni og því var valið að skila henni áður en til hennar kom, að sögn Ásgríms. TF-SYN er ennþá á Íslandi. Hún fór í viðamikla skoðun um mánaðamótin apríl/maí, sem flugvirkjar Landhelgisgæslunnar framkvæma. Áætlað er að henni verði skilað í framhaldinu. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg TF-EIR Nýja þyrlan kom til landsins um miðjan mars sl. Nýju þyrlurnar auka björgunargetu Landhelgisgæslunnar þegar þær eru komnar í notkun. Styttist í TF-EIR  Flugmenn Gæslunnar í þjálfun á nýju þyrlurnar  Von er á TF-GRO fljótlega HEELYS SUMARDAGAR 18.-21. MAÍ 13.995 VERÐ FRÁ 15%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.