Morgunblaðið - 18.05.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.05.2019, Qupperneq 22
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrirséð er að breytingar á skipu- lagi og umhverfismat framkvæmda valda um 8-12 mánaða töf frá því sem ætlað var á flutningi á starfsemi Björgunar ehf. á nýja lóð á Álfsnesi. Þetta segir Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Björgun kemur ekki til með að starfa með sama hætti á núverandi athafnasvæði í Sævarhöfða. Að óbreyttu stöðvast því starfsemin þar í lok mánaðarins samkvæmt gildandi starfsleyfi. Hjá Björgun starfa að jafnaði um 30 manns. Fyrir- tækið dælir efni af hafsbotni með skipum og rekur einnig útgerðar starfsemi á sviði hafnardýpkana og uppdælinga úr sjó víða um land. „Um leið er fyrirtækið von- gott um að mik- ilvægi starfseminnar fyrir uppbygg- ingu í höfuðborginni mæti áfram skilningi hjá borgaryfirvöldum,“ segir Lárus Dagur. Ljóst sé að tímabundið verði hægt að halda áfram takmarkaðri starf- semi á smærra og afmarkaðra svæði en verið hefur þar til að flutningi kemur. Slíkt fyrirkomulag tefji ekki nýbyggingu á íbúðum hjá þeim byggingaraðilum sem hafa fengið út- hlutað lóðum næst svæðinu í Bryggjuhverfinu. „Við munum á næstu vikum kynna borgaryfirvöldum og íbúum Bryggjuhverfisins mótvæg- isaðgerðir til þess að draga úr áhrif- um framkvæmdanna á lóðinni og starfseminnar á nærliggjandi byggð, auk framkvæmda sem geta gert Bryggjuhverfið enn eftirsókn- arverðara,“ segir Lárus Dagur. Framkvæmdir á lóðinni og land- fylling í sjó fram, þ.e. mótun um 2,5 hektara nýs lands fyrir stækkun Bryggjuhverfisins, hefur gengið mjög vel og er á áætlun en þar seinkaði framkvæmdaleyfi um 12 mánuði. Björgun hóf verkefnið haustið 2017 og er það mjög um- fangsmikið. Ásýnd núverandi at- hafnasvæðis og lóðarinnar hefur tekið mjög miklum breytingum og svo verður áfram á næstu vikum. Verið er að stækka landfyllingu fyrir Bryggjuhverfið til norðvesturs og um leið grafinn stór skurður við jaðar landfyllingarinnar í norðri, en í hann fer gróft jarðefni sem safnað hefur verið á svæðið, meðal annars úr grunni Landspítalalóðarinnar. Tilgangurinn er að styrkja jaðar landfyllingarinnar og vernda land og fyrirhuguð mannvirki fyrir ágangi sjávar. Stór og mikil sandþvottastöð Björgunar, sem stendur næst núver- andi byggð Bryggjuhverfisins, verð- ur tekin úr notkun og hún fjarlægð, auk þess sem fjarlægt verður haug- að efni sem næst hverfinu stendur og er ekki ætlað í landfyllinguna. Þannig myndast autt svæði tilbúið um næstu mánaðamót til nýbygg- ingar íbúða við hús Bryggjuhverf- isins sem standa næst lóð Björg- unar. Takmörkuð starfsemi áfram? „Á skika vestan þess svæðis, nær höfninni og löndunaraðstöðu, mun- um við sækjast eftir starfsleyfi til áframhaldandi takmarkaðrar starf- semi þar til að flutningum getur orð- ið á nýtt starfssvæði á Álfsnesi. Með því móti gæti fyrirtækið áfram sinnt framkvæmdum við landfyllinguna sem það sinnir nú fyrir Faxaflóa- hafnir f.h. borgarinnar og haldið lífi og rekstrarhæfi fram að flutningum. Við hjá Björgun erum meðvituð um að íbúar svæðisins eru lang- þreyttir á nábýli við starfsemina og viljum koma til móts við þá með margvíslegum aðgerðum til þess að draga úr áhrifum okkar veru á svæð- inu,“ segir Lárus Dagur. Byrjað verði á að kynna þær hug- myndir fyrir borgaryfirvöldum, von- andi á næstu dögum. Lárus Dagur tekur fram að Reykjavíkurborg hafi lagt mikinn kraft í undirbúnings- vinnu við breytingu á skipulagi í Álfsnesi og unnið náið með forráða- mönnum Björgunar í verkefninu. Umhverfismatið og skipulagsferl- arnir taki langan tíma en m.a. þarf að breyta svæðis- og aðalskipulagi. Þar hafi svæðisskipulagsnefnd höf- uðborgarsvæðisins einnig komið að málum. „Við finnum fyrir auknum skiln- ingi á mikilvægi starfsemi Björg- unar og vonumst til þess að geta unnið að flutningi fyrirtækisins í eins góðri sátt og hægt er við bæði íbúa og borgaryfirvöld þrátt fyrir þær tafir sem orðið hafa á að nýtt at- hafnasvæði við Álfsnes verði tilbúið. Við vonumst til þess að staða okkar skýrist enn frekar á allra næstu dög- um og vikum. En að óbreyttu stöðv- ast starfsemi fyrirtækisins um næstu mánaðarmót til skemmri eða lengri tíma sem veldur okkur veru- legum áhyggjum og fleirum sem stóla á efnisöflun til mannvirkja- gerðar á efni frá Björgun,“ segir Lárus Dagur að lokum. Lóðarvilyrði á Álfsnesi Borgarráð samþykkti á fundi sín- um í fyrradag að veita Björgun ehf. lóðarvilyrði fyrir allt að 7,5 hektara lóð við Álfsnesvík á Álfsnesi í Reykjavík ásamt byggingarrétti fyr- ir um 1.200 fermetra atvinnu- húsnæði. Er samþykktin gerð með fyrirvara um að deiliskipulag, sem afmarki lóðina og byggingarrétt, taki gildi. Tímamót að verða hjá Björgun  Að öllu óbreyttu á fyrirtækið að hætta starfsemi á Sævarhöfða í lok þessa mánaðar  Hefur óskað eftir framlengdu starfsleyfi tímabundið  Tafir hafa orðið á flutningi Björgunar á lóð við Álfsnesvík Drónamynd/Hnit Sævarhöfði Björgun hefur óskað eftir að fá að halda starfsemi áfram vestast á svæðinu uns fyrirtækið getur flutt í Álfsnes. Sanddæluskipið Sóley í höfn.Lárus Dagur Pálsson 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 Stefnt er að því að TF-EIR, hin nýja þyrla Landshelgisgæslunnar, verði tekin í notkun í lok þessa mánaðar, að sögn Ásgríms L. Ás- grímssonar, framkvæmdastjóra að- gerðasviðs LHG. Vélin kom til landsins í mars s.l. og síðan hafa flugmenn Gæslunnar flogið henni í þjálfunarflugi. Sem kunnugt verður þyrlufloti Gæslunnar endurnýjaður með tveimur leiguþyrlum sem bera ein- kennisstafina TF-EIR og TF- GRO. Þær munu leysa eldri þyrlur, TF-GNA og TF-SYN, af hólmi. Verður Gæslan áfram með þrjár þyrlur á sínum snærum þar sem TF-LIF er enn í eigu hennar. Áætlað að TF-GRO komi til lands- ins um eða upp úr mánaðamótum maí/júní. TF-GNA fór úr landi í janúar. Það var komið að viðamikilli skoð- un á henni og því var valið að skila henni áður en til hennar kom, að sögn Ásgríms. TF-SYN er ennþá á Íslandi. Hún fór í viðamikla skoðun um mánaðamótin apríl/maí, sem flugvirkjar Landhelgisgæslunnar framkvæma. Áætlað er að henni verði skilað í framhaldinu. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg TF-EIR Nýja þyrlan kom til landsins um miðjan mars sl. Nýju þyrlurnar auka björgunargetu Landhelgisgæslunnar þegar þær eru komnar í notkun. Styttist í TF-EIR  Flugmenn Gæslunnar í þjálfun á nýju þyrlurnar  Von er á TF-GRO fljótlega HEELYS SUMARDAGAR 18.-21. MAÍ 13.995 VERÐ FRÁ 15%

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.