Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019
Sýningin Vor verður opnuð í Lista-
safninu á Akureyri í dag kl. 15. Á
henni sýna 30 norðlenskir myndlist-
armenn verk sín sem er ætlað að
gefa innsýn í líflega flóru myndlistar
á Akureyri og Norðurlandi, eins og
segir í tilkynningu og er sýningin
tvíæringur og mjög fjölbreytt hvað
aðferðir varðar og miðla. Verða til
dæmis til sýnis málverk, videóverk,
skúlptúrar, ljósmyndir og teikn-
ingar en sambærileg sýningin var
haldin í Listasafninu fyrir tveimur
árum. Safnið auglýsti eftir umsókn-
um um þátttöku í sýningunni sem
opnuð verður í dag og forsenda um-
sóknar að myndlistarmenn búi eða
starfi á Norðurlandi eða hafi teng-
ingu við svæðið.
Alls bárust yfir 100 verk og dóm-
nefnd valdi verk eftir 30 listamenn
en dómnefndina skipuðu Almar Al-
freðsson vöruhönnuður, Haraldur
Ingi Haraldsson myndlistarmaður,
Hlynur Hallsson, safnstjóri Lista-
safnsins á Akureyri, Rósa Kristín
Júlíusdóttir, kennari og myndlist-
armaður og Vigdís Rún Jónsdóttir
listfræðingur. Sýningarstjóri er
Hlynur Hallsson.
Listamennirnir 30 eru Arna Vals-
dóttir, Árni Jónsson, Baldvin Ring-
sted, Bergþór Morthens, Brynhildur
Kristinsdóttir, Brynja Baldursdóttir,
Eiríkur Arnar Magnússon, Fríða
Karlsdóttir, Habby Osk, Heiðdís
Halla Bjarnadóttir, Hekla Björt
Helgadóttir, Helga Pálína Brynjólfs-
dóttir, Helga Sigríður Valdimars-
dóttir, Hólmfríður Vídalín Arn-
grímsdóttir, Jonna – Jónborg
Sigurðardóttir, Joris Rademaker,
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá,
Lilý Erla Adamsdóttir, Mari Mathl-
in, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, Re-
bekka Kühnis, Rósa Njálsdóttir,
Samúel Jóhannsson, Sara Björg
Bjarnadóttir, Sigríður Huld Ingv-
arsdóttir, Sigurður Mar Halldórs-
son, Snorri Ásmundsson, Stefán Bo-
ulter, Svava Þórdís Baldvinsdóttir
Júlíusson og Þórdís Alda Sigurð-
ardóttir. Sýningunni lýkur 29. sept-
ember og verður hún opin alla daga
kl. 10-17. Leiðsagnir um sýninguna
verða haldnar alla fimmtudaga,
meðan á henni stendur, á íslensku
kl. 16 og á ensku kl. 15.30.
Þeir sem sóttu ekki um
Tveimur klukkustundum fyrir
opnun í safninu, kl. 14, verður opnuð
sýning í Deiglunni hinum megin við
götuna og nefnist hún Salon des
Tugir listamanna á
tveimur sýningum
Vor og Salon des Refusés á Akureyri
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Ljósmyndasýningin Íslensk kjöt-
súpa verður opnuð í dag kl. 15 í Ljós-
myndasafni Reykjavíkur og dregur
hún nafn sitt af samnefndri hljóm-
sveit sem gaf aðeins út eina plötu,
Kysstu mig árið 1979. Á sýningunni
má sjá ljósmyndir eftir Kristjón
Haraldsson frá ákveðnu tímabili í lífi
hans og ferli, áttunda og níunda ára-
tugnum en Kristjón lést árið 2011.
En hvernig tengist Kristjón fyrr-
nefndri hljómsveit og plötu? Jú, hann
tók ljósmyndirnar sem prýða hana
en framan á umslaginu má sjá dýr-
indis kjötsúpu og á bakhliðinni karl
að slafra hana í sig.
Maðurinn og ljósmyndarinn
Á sýningunni er sjónum beint að
ljósmyndaranum, verklagi hans, úr-
vinnslu og stíl en einnig er dregin
upp persónuleg mynd af Kristjóni,
fjölskyldu hans og íslensku þjóðinni
á áttunda og níunda áratugnum, eins
og segir í texta sýningarstjórans,
Dariu Sólar Andrews. Má til dæmis
sjá litríkar og líflegar myndir sem
Kristjón tók af ættingjum sínum í
fermingarveislu og við önnur tæki-
færi, myndir af móður hans, eigin-
konu og barni og honum sjálfum. Ef
maður vissi ekki betur mætti halda
að sumar myndanna væru sviðsettar
þar sem þær minna um margt á verk
myndlistarmanna sem tekið hafa
sviðsettar ljósmyndir sem dansa á
mörkum raunveruleika og skáld-
skapar. Svo er þó ekki og myndirnar
þvert á móti mjög persónulegar.
Auglýsingamyndirnar sem Kristjón
tók (nokkrar þeirra má sjá á sýning-
unni) eru hins vegar sviðsettar, nema
hvað, en Daria segist hafa viljað leika
sér að þessum mörkum hins svið-
setta og persónulega sem geta vissu-
lega verið óljós þegar kemur að ljós-
myndun.
Kristjón vann aðallega við auglýs-
ingaljósmyndun á áttunda og níunda
áratugnum og má sjá margar slíkar
myndir á sýningunni og einnig ljós-
myndir sem hann tók fyrir plötu-
umslög, m.a. af Bjartmari Guðlaugs-
syni fyrir plötuna Í fylgd með full-
orðnum. Fleiri eru kunnuglegar, t.d.
kostuleg mynd af söngkonunni
Leoncie og heljarmenninu Jóni Páli
Sigmarssyni sem tekin var fyrir um-
slag plötu Leoncie, My Icelandic
Man.
Skemmtilegt verkefni
Daria þekkti ekki til Kristjóns og
verka hans þegar hún var beðin um
að stýra sýningunni en hún rekur
Studio Sol, sýningarrými og
tilraunastúdíó að Vagnhöfða 19, og
er auk þess að ljúka meistaranámi í
sýningarstjórnun við Háskólann í
Stokkhólmi. „Þetta var mjög
skemmtilegt fyrir mig og þá m.a.
vegna þess hvernig list ég vinn með,
sýningarnar sem ég vinn með eru
ekki með verkum auglýsinga-
ljósmyndara en með því að fara í
gegnum safneignina birtust allar
þessar persónulegri myndir sem
Kristjón fékk ekki borgað fyrir að
taka og sýna hans listræna auga,“
segir Daria.
Vinalegur og prívat
En hver var Kristjón Haraldsson?
„Hann var mjög flókinn maður, held
ég, komplex karakter. Ég hef talað
við dætur hans og fólk sem var að
vinna með honum í stúdíóinu hans,
Stúdíó 28, og þau segja að hann hafi
verið skemmtilegur og vinalegur en
þó svolítið flókinn og prívat og oft
þunglyndur,“ svarar Daria og bendir
á ljósmyndir úr hversdagslífinu sem
hanga á litríkum veggjum safnsins
og sýna m.a. fjölskyldu Kristjóns.
Hún segir Kristjón engum hafa sýnt
þessar myndir og að fjölskylda hans
hafi fyrst séð þær eftir að hann dó.
Daria segir að upphaflega hug-
myndin hjá sér hafi verið að sýna
portrett af manninum, Kristjóni.
Fólk tengi nafnið fyrst og fremst við
ljósmyndir teknar í atvinnuskyni en
hún hafi einnig viljað sýna persónu-
legri hlið á listamanninum. Verk
hans sýni sannar, mannlegar tilfinn-
ingar og þá líka í samhengi við
ákveðna útópíu og eftirsóknarverðan
lífsstíl. Daria líkir þessu við leikrit og
segist í hversdagslegu myndunum
hafa fundið skemmtilegt mótvægi við
útópíu auglýsingamyndanna.
Sýningin stendur til 8. september.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á sýningu Daria við sýningarkassa með einu og öðru tengdu starfi Kristjóns á sýningunni í ljósmyndasafninu.
Hversdagsleiki og útópía
Sýning á ljósmyndum Kristjóns Haraldssonar opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur Persónu-
legar ljósmyndir í bland við myndir teknar í atvinnuskyni „Flókinn maður“ segir sýningarstjóri
Ljósmynd/Kristjón Haraldsson
Veislugestir Lífleg og litrík ljósmynd tekin í fermingarveislu.
Ljósmyndari Kristjón Haraldsson
fæddist árið 1945 og lést 2011.