Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 Siðapostularnir í sjóræn-ingjaflokknum eru almennt fremstir meðal jafningja þegar kem- ur að kröfum til annarra um að sæta ábyrgð. Og krafan um afsögn er jafnan stutt undan ef þeir telja að einhverjum hafi orðið á, ekki síst ef aðrir stjórnmálamenn hafa fengið á sig einhvers konar áfellisdóma.    Og það þarf svo sem enga áfell-isdóma til, þeirra eigin ásak- anir duga til að ráðast á fólk fyrir meint brot og þá eru ekki endilega spöruð stóru orðin.    En hvað geristþegar pírati fær áfellisdóm?    Í gær fékkst svarvið þeirri spurn- ingu. Pírataþing- maðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafði haft uppi ásak- anir á hendur öðrum þingmanni sem urðu til þess að siðanefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið gegn siðareglum Alþingis.    Viðbrögð þingmannsins voru ekkiað biðjast afsökunar eða jafnvel að ganga enn lengra, eins og píratar hefðu sjálfsagt krafist af öðrum, heldur að mótmæla niðurstöðunni og ítreka ásakanir sínar.    Helgi Hrafn Gunnarsson pírata-þingmaður tók sömu afstöðu, gaf lítið fyrir álit siðanefndarinnar.    Nú má vera að píratar telji aðaðrar reglur eigi að gilda um þá en aðra og þá er það út af fyrir sig sjónarmið. En þeir mættu að ósekju draga af þessu ögn víðtækari lærdóm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Reglur fyrir hina STAKSTEINAR Helgi Hrafn Gunnarsson Algengt er að ferðamenn þurfi að henda skyri og sardínum þegar kom- ið er í öryggisleit, að sögn yfirmanna öryggisleitar í Leifsstöð. Matur er ekki bannaður þegar á flugvöllinn er komið, nema hann falli innan takmarkana varðandi vökva, gel, smyrsl eða úðaefni. Allt sem hægt er að smyrja, mauka og hella er bannað, nema með takmörkunum, en til eru dæmi um það að farþegar hafi verið stöðvaðir í öryggisleit með mysing í fórum sínum. Það er vegna þess að mysingur er skilgreindur sem maukkennt efni sem hægt er að smyrja og þar af leiðandi fellur hann undir takmarkanir um vökva. Að sögn upplýsingafulltrúa Isavia, Guðjóns Helgasonar, eru ekki til töl- ur yfir það hve miklu magni matvæla sé hent í Leifsstöð vegna þessara takmarkana. Starfsmenn öryggis- leitarinnar bjóði farþegum að henda ílátunum sjálfir en mat hafi verið hent í svipuðum mæli undanfarin ár. Samkvæmt reglum um vökva í handfarangri fyrir innritun í flug má til að mynda ekki taka með matvörur eins og skyr, mysing og sardínur. Einnig flokkast nauðsynjavörur og snyrtivörur eins og rakakrem, tann- krem, varagloss, sápur og hárlakk undir vökva sem er óleyfilegur í flugi. Sardínum og skyri gjarnan hent  Algengt er að ferðamenn þurfi að henda sardínum og skyri fyrir brottför Morgunblaðið/Júlíus Sardínur Algengt er að ferðamenn komi með sardínur á flugvöllinn. Niðurstöður endurreiknings greiðslna ársins 2018 verða birtar á Mínum síðum 22. maí. Nánar á tr.is Endurreikningur greiðslna ársins 2018 Tryggingastofnun Hlíðasmára 11 | 201 Kópavogur Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.isPipa r\TB W A \ SÍA Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Björn Þ. Guðmunds- son, fyrrverandi lagaprófessor við Há- skóla Íslands, lést 16. maí sl., tæplega átt- ræður að aldri. Björn fæddist á Akranesi 13. júlí 1939 og ólst þar upp. For- eldrar hans voru Guð- mundur Björnsson kennari og Pálína Þor- steinsdóttir húsfreyja. Björn lauk stúdents- prófi frá MA 1959 og embættisprófi frá Há- skóla Íslands 1965. Hann stundaði fram- haldsnám við Ludwig-Maximilians- Universität í München 1965-66, var við rannsóknir á sviði mannréttinda- löggjafar í Bandaríkjunum 1971 og við Universität zu Köln 1973. Rann- sóknir í samanburðarlögfræði í Bandaríkjunum 1980 og á sviði stjórnsýsluréttar við Kaupmanna- hafnarháskóla 1982, Freie Universi- tät í Berlín 1984, University of Cali- fornia í Berkeley 1985, við Universi- teit van Amsterdam 1988. Björn var skipaður fulltrúi hjá yfirborgardómaranum í Reykjavík 1966-1972 og borgardómari í Reykjavík 1972-1979. Hann var sett- ur prófessor í lögfræði við lagadeild HÍ 1978 og skipaður prófessor ári síðar. Hann lét af störfum 2004. Björn var varadómari í Hæstarétti Íslands frá 1972 og settur hæsta- réttardómari frá 15. september til 30. nóv- ember 1998. Hann var m.a. for- maður Dómarafélags Reykjavíkur, kjörinn endurskoðandi Reykjavíkurborgar og sat í mörgum opinber- um nefndum. Þá var Björn einn af stofnendum Íslands- deildar Amnesty International og frumkvöðull að stofnun Prófess- orafélags HÍ. Eftir Björn liggur fjöldi fræði- greina á sviði lögfræði. Einnig skrif- aði hann Formálabókina þína og Lögbókina þína. Eftirlifandi eiginkona er Þórunn Bragadóttir, fyrrverandi deildar- stjóri í menntamálaráðuneytinu, f. 1940. Synir þeirra eru Guðmundur, aðjúnkt við Háskóla Íslands, f. 1960, og Bragi, lögmaður, f. 1968. Barna- börnin eru fimm og barnabarna- börnin þrjú. Andlát Björn Þ. Guðmundsson, fyrrverandi lagaprófessor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.