Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 46
46 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019
Inkasso-deild karla
Þróttur R. – Víkingur Ó.......................... 1:2
Birkir Þór Guðmundsson 66. – Jacob And-
ersen 4., Harley Willard 77
Keflavík – Afturelding............................ 5:0
Adam Árni Róbertsson 8., 32.,45., Davíð
Snær Jóhannsson 50., Rúnar Þór Sigur-
geirsson 59.
Leiknir R. – Njarðvík .............................. 1:2
Sævar Atli Magnússon 89.– Toni Tipuric
32., Stefán Birgir Jóhannesson 42.
Staðan:
Keflavík 3 3 0 0 10:2 9
Víkingur Ó. 3 2 1 0 4:1 7
Þór 2 2 0 0 5:1 6
Njarðvík 3 2 0 1 5:5 6
Fram 3 1 1 1 5:5 4
Leiknir R. 3 1 0 2 6:5 3
Fjölnir 2 1 0 1 4:4 3
Afturelding 3 1 0 2 3:9 3
Haukar 3 0 2 1 2:3 2
Þróttur R. 3 0 1 2 5:7 1
Grótta 2 0 1 1 2:4 1
Magni 2 0 0 2 2:7 0
2. deild karla
ÍR – Selfoss ............................................... 0:2
KFG – Þróttur V ...................................... 3:0
Staðan:
Selfoss 3 2 0 1 6:2 6
KFG 3 2 0 1 5:2 6
Kári 2 1 1 0 5:1 4
Víðir 2 1 1 0 4:3 4
ÍR 3 1 1 1 4:4 4
Fjarðabyggð 2 1 0 1 3:3 3
Vestri 2 1 0 1 3:4 3
Völsungur 2 1 0 1 3:5 3
Leiknir F. 2 0 2 0 4:4 2
Þróttur V. 3 0 2 1 3:6 2
Dalvík/Reynir 2 0 1 1 2:3 1
Tindastóll 2 0 0 2 0:5 0
3. deild karla
Augnablik – Skallagrímur ....................... 4:0
Staðan:
Kórdrengir 3 3 0 0 9:3 9
KV 2 2 0 0 4:2 6
Álftanes 2 1 1 0 6:2 4
Augnablik 3 1 1 1 8:6 4
KF 2 1 1 0 4:2 4
Reynir S. 2 1 0 1 4:3 3
Vængir Júpiters 3 1 0 2 4:5 3
Sindri 2 1 0 1 3:4 3
Skallagrímur 3 1 0 2 3:10 3
KH 2 0 1 1 4:7 1
Einherji 2 0 0 2 2:4 0
Höttur/Huginn 2 0 0 2 1:4 0
Danmörk
Úrslitaleikur bikarkeppninnar:
Bröndby – Midtjylland ............................ 1:1
Midtjylland vann í vítakeppni 4:3.
Hjörtur Hermannsson lék allan tímann
með Bröndby.
Hvíta-Rússland
Neman Grodno – BATE Borisov ........... 0:1
Willum Þór Willumsson var á vara-
mannabekk BATE Borisov.
Vináttulandsleikir kvenna
Bandaríkin – Nýja-Sjáland ..................... 5:0
KNATTSPYRNA
4. UMFERÐ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Akranes stendur svo sannarlega
undir nafni sem knattspyrnubær
þessa dagana. Gamla stórveldið sem
hefur 18 sinnum orðið Íslandsmeist-
ari og 9 sinnum bikarmeistari komst
á topp úrvalsdeildar karla í fjórðu
umferðinni með sannfærandi sigri á
FH, 2:0, og er þar með 10 stig eins
og Breiðablik sem vann KA 1:0 á Ak-
ureyri.
Skagamenn koma mjög ferskir
inn í deildina sem nýliðar. Of
snemmt er að spá um hvort þeir
blandi sér í baráttuna um meist-
aratitilinn en síðast var ÍA á toppn-
um um svipað leyti árið 2012. Þá
voru Skagamenn líka nýliðar í deild-
inni, fengu fljúgandi start og voru
taplausir á toppnum frá þriðju og
fram í sjöttu umferð. Eftir það hall-
aði heldur undan fæti og ÍA hafnaði
að lokum í sjötta sætinu.
Það verður fróðlegt að sjá hvort
lið ÍA í dag, undir styrkri stjórn Jó-
hannesar Karls Guðjónssonar, sé
tilbúið til að fara lengra í ár.
Valsmenn hafa verið heldur betur
á milli tannanna á fólki að und-
anförnu, bæði fyrir slæma byrjun á
mótinu og svo umfjöllun um Gary
Martin og framtíð hans með liðinu
fyrir leikinn gegn Fylki. Meist-
ararnir náðu hinsvegar að svara fyr-
ir sig innan vallar, komust yfir í leik í
fyrsta skipti á tímabilinu og inn-
byrtu nauman 1:0 sigur.
Þá unnu nýliðar HK sinn fyrsta
leik í uppgjöri tveggja neðstu lið-
anna, 2:0 gegn ÍBV. Miðað við þann
leik eiga Eyjamenn afar erfitt sumar
fyrir höndum. Grindvíkingar unnu
líka fyrsta sigurinn, lögðu KR 2:1 og
ætla sér greinilega að afsanna allar
hrakspár.
Athygli vakti að FH stillti upp al-
íslensku byrjunarliði gegn ÍA. Það
gerðist síðast fyrir sex árum þegar
FH stillti upp ellefu íslenskum leik-
mönnum gegn Breiðabliki í 0:0 jafn-
teflisleik 11. ágúst árið 2013.
Öll mörkin í gegnum Ásgeir
Ásgeir Marteinsson, sókn-
armiðjumaður hjá nýliðum HK, var
besti leikmaður 4. umferðar að mati
Morgunblaðsins. Ásgeir var allt í
öllu í fyrsta sigri Kópavogsliðsins í
deildinni, 2:0 gegn ÍBV, þar sem
hann lagði upp fyrra markið og skor-
aði það seinna. Ásgeir hefur komið
að öllum fjórum mörkum HK í deild-
inni, skoraði tvö og lagt upp tvö, en
athygli hefur vakið að hann tekur
stórhættulegar hornspyrnur og
aukaspyrnur liðsins ýmist með
vinstri eða hægri fæti.
Ásgeir er 24 ára gamall, uppalinn í
HK og lék með liðinu til 2013 en síð-
an með Fram 2014 og ÍA 2015-2016.
Hann kom aftur í HK 2017 og var í
stóru hlutverki þegar liðið vann sér
úrvalsdeildarsætið á síðasta ári. Ás-
geir hefur nú skorað 7 mörk í 51 leik
í efstu deild.
Glæsimörk Mosfellingsins
Bjarki Steinn Bjarkason, 19 ára
gamall miðjumaður ÍA, var besti
ungi leikmaður 4. umferðar að mati
Morgunblaðsins. Bjarki sýndi snilld-
artakta þegar hann skoraði tvö
glæsileg mörk í sigrinum á FH, bæði
með hörkuskotum uppundir þver-
slána.
Bjarki, sem er enn gjaldgengur í
2. flokk, leikur sitt annað ár með ÍA
en hann er úr Mosfellsbænum, upp-
alinn hjá Aftureldingu og spilaði
með liðinu í 2. deild 2017. Hann á að
baki átta leiki með yngri landsliðum
Íslands og hefur nú skorað tvö mörk
í fyrstu fjórum leikjum sínum í efstu
deild. Bjarki er úr stórri íþrótta-
fjölskyldu. Faðir hans, Bjarki Sig-
urðsson, lék með íslenska landslið-
inu í handknattleik um árabil, og
eldri bræður hans, Örn Ingi og
Kristinn Hrannar hafa verið á fullu í
handboltanum, Örn síðast með
Hammarby í Svíþjóð og Kristinn
leikur með Aftureldingu.
Ólafur með 300 leiki
Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði
Fylkis og fyrrverandi atvinnu- og
landsliðsmaður, lék sinn 300. deilda-
leik á ferlinum þegar Árbæjarliðið
tapaði fyrir Val. Af þessum leikjum
eru 46 hér á landi með Fylki en 12 á
Englandi, 37 í Svíþjóð, 41 í Dan-
mörku, 98 í Belgíu og 66 í Tyrklandi.
Ólafur kom heim síðasta sumar eftir
fimmtán ár í atvinnumennsku.
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði
Grindavíkur lék sinn 100. leik í efstu
deild þegar liðið vann KR 2:1.
Bjarki Steinn var ekki sá eini
sem skoraði í fyrsta skipti í efstu
deild í 4. umferðinni. Víkingarnir
Ágúst Hlynsson og Júlíus Magn-
ússon gerðu sín fyrstu mörk gegn
Stjörnunni og Alex Þór Hauksson í
sama leik fyrir Stjörnuna gegn Vík-
ingi. Þá skoraði Birkir Valur Jóns-
son hægri bakvörður HK sitt fyrsta
mark í deildinni í sigrinum á ÍBV.
Tveir nýliðar léku í deildinni í 4.
umferð. Hermann Ágúst Björnsson
með Grindavík gegn KR og banda-
ríski sóknarmaðurinn James Mack
með Víkingi gegn Stjörnunni. Mack
er þrítugur og hefur undanfarin þrjú
ár leikið með Selfossi og Vestra í 1.
og 2. deild. Hermann er 26 ára og
hefur leikið í neðri deildunum með
Þrótti, Hamri, Ísbirninum og ÍH frá
2012.
Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019
Þessir eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir
góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik.
Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 5
Guðmundur Kristjánsson, FH 4
Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 4
Jónatan Ingi Jónsson, FH 4
Óskar Örn Hauksson, KR 4
Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 4
Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 4
Almarr Ormarsson, KA 3
Aron Jóhannsson, Grindavík 3
Ásgeir Marteinsson, HK 3
Björn Berg Bryde, HK 3
Björn Daníel Sverrisson, FH 3
Damir Muminovic, Breiðabliki 3
Einar Logi Einarsson, ÍA 3
Einar Karl Ingvarsson, Val 3
Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 3
Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 3
Guðjón Baldvinsson, Stjörnunni 3
Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 3
Halldór Orri Björnsson, FH 3
Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 3
Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 3
Kolbeinn Þórðarson, Breiðabliki 3
Nikolaj Hansen, Víkingi 3
Markahæstir
ÍA 26
Breiðablik 20
KA 20
KR 19
FH 18
HK 18
Víkingur R. 18
Stjarnan 17
Fylkir 16
Grindavík 16
Valur 13
ÍBV 9
Lið:
Leikmenn:
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
25-3-2
4. umferð í Pepsi Max-deild karla 2019
Orri Sigurður
Ómarsson
Val
Damir
Muminovic
Breiðabliki
Birkir Valur
Jónsson
HK
Hannes Þór Halldórsson
Val
Josip Zeba
Grindavík Elias Tamburini
Grindavík
Tryggvi Hrafn Haraldsson
ÍA
Hilmar Árni Halldórsson
Stjörnunni
Ásgeir Marteinsson
HK
Bjarki Steinn
Bjarkason
ÍA
Guðjón Baldvinsson
Stjörnunni
Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki 3
Júlíus Magnússon, Víkingi 3
Kolbeinn Þórðarson, Breiðabliki 3
Matt Garner, ÍBV 3
Sam Hewson, Fylki 3
Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 3
2 3
22
Nákvæmlega eins og 2012
Skagamenn efstir eins og fyrir sjö árum Valsmenn yfir í fyrsta skipti
Ásgeir besti leikmaður umferðarinnar Bjarki besti ungi leikmaðurinn
Morgunblaðið/Ómar
HK Ásgeir Marteinsson var í lyk-
ilhlutverki gegn ÍBV.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
ÍA Bjarki Steinn Bjarkason skoraði
tvö glæsimörk gegn FH.
ÞJÓNUSTA FYRIR
ÁSKRIFENDUR
HLJÓÐMOGGI FYRIR
FÓLK Á FERÐ