Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 Sigurður Ægisson sae@sae.is Í dag kl.14 verður opnaður í Nátt- úrugripasafni Ólafsfjarðar, elsta húsi bæjarins, Pálshúsi, við Strand- götu 4, annar áfangi nýrrar grunn- sýningar. Fyrir tveimur árum var opnuð þar sýningin Flugþrá, þar sem skoða má alla íslensku varp- fuglana uppstoppaða, sem og egg þeirra, og jafnframt fræðast um sögu flugsins og flugþrá mannsins. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið hins vegar Ólafsfjarðarvatn. Sömu hönnuðir og komu fyrsta áfanga á laggirnar standa á bak við þennan. Þetta eru Þórarinn Blöndal og Finnur Arnar Arnarson, með góðri aðstoð Erlings Jóhann- essonar. „Allar tegundir ferskvatnsfiska sem finnast í vötnum landsins hafa veiðst í Ólafsfjarðarvatni. En það sem er merkilegt og óvenjulegt við vatnið er að þar veiðast líka sjáv- arfiskar og hafa gert öldum sam- an,“ segir Þorsteinn Ásgeirsson, einn af þeim sem að starfinu í Páls- húsi standa. Á vef Umhverfisstofnunar segir um Ólafsfjarðarvatn: „Mjög sér- stætt náttúrufyrirbrigði. Ferskt vatn flýtur ofan á söltu og verkar sem gler í gróðurhúsi á neðri lög. Mikið og fjölbreytt lífríki.“ Það er á náttúruminjaskrá vegna þessarar lagskiptingar. Frægð Ólafsfjarðarvatns barst m.a. út fyrir landsteinana, fyrir til- stilli Ferðabókar Eggerts Ólafs- sonar og Bjarna Pálssonar, og í lok 19. aldar kom skip með hóp franskra vísindamanna sem rann- sökuðu það hátt og lágt og var skrifað um niðurstöðurnar í virt franskt vísindarit. Prestaspítali á Kvíabekk Lárentíus Kálfsson, biskup á Hólum, setti á fót athvarf á Kvía- bekk árið 1320, fyrir aldraða presta, því honum fannst ófært að þeir sem sökum aldurs eða sjúkdóma hættu störfum væru settir á vergang eftir þjónustu sína við kirkjuna. „Þá fannst þeim svo gott að ná í blaut- meti, eins og það var kallað, því þeir voru orðnir tannlausir, karl- arnir, og réðu ekki við hvað sem var, þá var gott að gefa þeim fisk úr vatninu,“ segir Þorsteinn Ásgeirs- son. Þess má geta að í Jarðabók Árna Magnússonar frá 1712 kemur fram að býli í ábúð í Ólafsfirði og um- hverfis Ólafsfjarðarvatn hafi verið tæplega 30. „Ég held að vatnið hafi bjargað ákaflega miklu hérna í Ólafsfirði, sérstaklega yfir vetrarhörkurnar,“ segir Þorsteinn. Vatnið er frekar grunnt, mesta dýpi er um 10-11 metrar. Það er um 2,5 ferkílómetrar að flatarmáli; um 3 km á lengd og um 1 km á breidd þar sem það er breiðast. Talið er að finna megi þrjá bleikjustofna í vatn- inu, sem aðlagast hafa ólíkum bú- svæðum þar. Smáþorsk sem veidd- ur var reglulega í net fyrr á öldum kölluðu heimamenn maurung og þótti hann sérlega bragðgóður. „Nýja grunnsýningin verður svo hér áfram, sem hluti af safninu, myndar ákveðna tengingu við Flug- þrána,“ segir Þorsteinn. Þriðji áfangi í vinnslu Á sama tíma í dag opnar Ólafs- firðingurinn og listamaðurinn Krist- inn E. Hrafnsson myndlistarsýn- ingu í sýningarsalnum í Pálshúsi. Hann er sá sem gerði átta tonna steinkúluna frægu sem sett var á heimskautsbauginn í Grímsey. Sýn- ing hans stendur fram í miðjan júlí, þá koma Olga Bergmann og Anna Hallin og verða með myndlistarsýn- ingu til 15. september. Þannig að það verður nóg um að vera í húsinu í sumar. „Þriðji áfangi hússins, Ólafsfjarð- arstofa, er svo í vinnslu,“ segir Finnur Arnar Arnarson. „Þar er meiningin að gera atvinnu- og byggðasögu Ólafsfjarðar skil.“ Eru menn að láta sig dreyma um að það geti orðið á næsta ári, á 75 ára af- mæli Ólafsfjarðarkaupstaðar. Allt sem snýr að sjálfu húsinu hefur verið unnið í sjálfboðavinnu og svo verður áfram. Efri hæð þarf að lagfæra áður en í þriðja áfanga verður ráðist, sem og húsið að utan, en í það verður farið á næstu dög- um og vikum, m.a. sett liggjandi tréklæðning eins og upphaflega var. Elsti hluti Pálshúss var reistur 1892. Það dregur nafn sitt af Páli Bergssyni sem var einn aðal- hvatamaðurinn að útgerðarmálum í Ólafsfirði á sínum tíma. Sýning opnuð um Ólafsfjarðarvatn Ljósmynd/Sigurður Ægisson Stund á milli stríða Hönnuðurnir ásamt Þorsteini Ásgeirssyni framan við Pálshús í vikunni. Frá vinstri: Erlingur, Finnur, Þorsteinn og Þórarinn. 14 tegundir Í vatninu hafa veiðst alls 14 fisktegundir: áll, bleikja, grárönd- ungur, hnúðlax, hornsíli, lax, lýsa, makríll, síld, skarkoli, skata, ufsi, urriði og þorskur. Gráröndungurinn er til uppstoppaður nyrðra og eins hnúðlax.  Vatnið vakti heimsathygli á 19. öld  Í því veiðast bæði sjó- og vatnafiskar Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hafrannsóknastofnun hefur áhuga á að gera tilraun með að sleppa norsk- ættuðum laxaseiðum samhliða seiðum af villtum nytjastofnum í ár á Vest- fjörðum og Austfjörðum til að kanna hvort eldislaxinn lifi af vetrardvöl í sjó við Ísland. Einnig rannsóknir í tengslum við sjókvíaeldi í Ísafjarðar- djúpi. Tilgangurinn er að fá betri for- sendur fyrir áhættumat vegna erfða- blöndunar eldislax við þá nytjastofna sem fyrir eru í ánum. Sérfræðingur Hafrannsóknastofn- unar óskaði eftir samvinnu við fiskeld- ismenn haustið 2017 um slíkar tilraun- ir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var óskað eftir að fyrirtækin legðu til 300 þúsund seiði af mismunandi stærðum til að sleppa að vori, helst í Ísafjarðardjúpi, og annað eins að hausti. Hugsanlega einnig á Austfjörðum. Þá þyrfi að setja sjó- gönguseiði í ár, bæði norskættuð og náttúruleg. Fiskeldismenn munu hafa hafnað því að leggja til seiði í þessa til- raun. Lifir eldislaxinn af? Sigurður Guðjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir að stofn- unin telji mikilvægt að gera tilraun þar sem seiðum af norskættaða eld- isstofninum verði sleppt ásamt ís- lenskum seiðum í einhverja litla á fyr- ir vestan og aðra fyrir austan. Við slíka hafbeitartilraun sé nauðsynlegt að hafa gildrubúnað til að endur- heimta fiskinn. Tilgangurinn sé að kanna hvort eldislaxinn geti lifað af í sjónum við Ísland. „Ef svarið er nei erum við í betri málum en við höldum en ef svarið er já þurfum við að haga okkur í samræmi við það. Ef enginn fiskur skilar sér til baka, hvorki af ís- lenskum stofni né norskum, er eitt- hvað að rannsókninni,“ segir Sigurð- ur. Hann segir að slíka tilraun þurfi að keyra í þrjú ár til að fá marktækar niðurstöður. Sigurður kannast ekki við að málið hafi verið komið á það stig að nefndur hafi verið ákveðinn fjöldi seiða. Hann segir að hugmyndin sé að sleppa 20-30 þúsund seiðum af hvorum stofni á ári. Það gera alls um 150 þúsund seiði, ef meðaltalið er tekið. Hann segir að enn hafi ekki orðið úr framkvæmd vegna skorts á fjármagni og tíma. Þá hafa vísindamenn Hafró gert nokkrar áætlanir um tilraunaeldi í Ísafjarðardjúpi þar sem kannaðar verði lífslíkur fisks sem sleppt er á mismunandi tímum. Hugmyndin er að auglýsa eftir samstarfsaðilum og til- raunir Hafró yrðu innan ramma þess. Það er sömuleiðis ætlað til að styrkja grunn áhættumatsins. Í frumvarpi til breytingar á lögum um fiskeldi er styrkt heimild Haf- rannsóknastofnunar til að stunda tímabundnar rannsóknir í fiskeldi. Áhættan mjög lítil Spurður um áhættuna við að sleppa laxaseiðum af norska eldisstofninum í ár og sjó í ljósi umræðunnar um erfða- blöndun, segir Sigurður að reynslan sýni að gönguseiði sem sleppt er í ferskvatn, sæmilega langt frá sjó, flakki ekki annað svo neinu nemi. Nefnir Rangárnar í því efni. „Við telj- um að áhættan sé mjög lítil ef rétt er að málum staðið,“ segir Sigurður. Áhættumatið sem festa á í lög með nýju fiskeldislögunum hefur verið um- deilt meðal fiskeldismanna. Samtök þeirra hafa gagnrýnt það eindregið að tillaga Hafró um magn frjórra laxa sem megi ala á tilteknum svæðum verði bindandi fyrir ráðherra, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu, en ekki ráðgefandi með sama hætti og fiskveiðiráðgjöf sömu stofnunar. Vilja gera tilraun með hafbeit á eldisstofni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjókvíar Tilraunir Hafró miða að því að styrkja grundvöll áhættumats vegna erfðablöndunar eldislax við villta nytjastofna í laxveiðiám.  Óskuðu eftir seiðum úr fiskeldi Framkvæmdir við áframhaldandi endurgerð Hverfisgötu hefjast á mánudag og í sumar er það kaflinn milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs sem gengur í endurnýjun lífdaga, segir í frétt frá borginni. Loka þarf Hverfisgötu tímabund- ið meðan á framkvæmdum stendur. Byrjað verður á kaflanum fyrir of- an Ingólfsstræti upp að Smiðjustíg, en aðkomu að bílahúsinu Traðar- koti verður haldið opinni eins lengi og hægt er. Framkvæmdir við gatnamót Hverfisgötu og Ingólfs- strætis eru fyrirhugaðar eftir 18. júní nk. Auk endurgerðar á Hverf- isgötu verða lagnir í Ingólfsstræti upp að Laugavegi endurnýjaðar og verður kynnt sérstaklega áður en sá hluti verksins hefst. Útlit Hverfisgötu milli Ingólfs- strætis og Smiðjustígs verður í lok sumars sama og er nú á þegar end- urgerðum hlutum götunnar. Verkið felst m.a. í að grafa og fylla í götu, gangstéttar og hjólastíg og grafa og fylla vegna fráveitu-, vatns- veitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjar- skipta- og götulýsingarlagna. Hverfisgötu lokað að hluta á mánudag Reykjavík Hverfisgata verður endurnýjuð á milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.