Morgunblaðið - 18.05.2019, Page 18

Morgunblaðið - 18.05.2019, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 Sigurður Ægisson sae@sae.is Í dag kl.14 verður opnaður í Nátt- úrugripasafni Ólafsfjarðar, elsta húsi bæjarins, Pálshúsi, við Strand- götu 4, annar áfangi nýrrar grunn- sýningar. Fyrir tveimur árum var opnuð þar sýningin Flugþrá, þar sem skoða má alla íslensku varp- fuglana uppstoppaða, sem og egg þeirra, og jafnframt fræðast um sögu flugsins og flugþrá mannsins. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið hins vegar Ólafsfjarðarvatn. Sömu hönnuðir og komu fyrsta áfanga á laggirnar standa á bak við þennan. Þetta eru Þórarinn Blöndal og Finnur Arnar Arnarson, með góðri aðstoð Erlings Jóhann- essonar. „Allar tegundir ferskvatnsfiska sem finnast í vötnum landsins hafa veiðst í Ólafsfjarðarvatni. En það sem er merkilegt og óvenjulegt við vatnið er að þar veiðast líka sjáv- arfiskar og hafa gert öldum sam- an,“ segir Þorsteinn Ásgeirsson, einn af þeim sem að starfinu í Páls- húsi standa. Á vef Umhverfisstofnunar segir um Ólafsfjarðarvatn: „Mjög sér- stætt náttúrufyrirbrigði. Ferskt vatn flýtur ofan á söltu og verkar sem gler í gróðurhúsi á neðri lög. Mikið og fjölbreytt lífríki.“ Það er á náttúruminjaskrá vegna þessarar lagskiptingar. Frægð Ólafsfjarðarvatns barst m.a. út fyrir landsteinana, fyrir til- stilli Ferðabókar Eggerts Ólafs- sonar og Bjarna Pálssonar, og í lok 19. aldar kom skip með hóp franskra vísindamanna sem rann- sökuðu það hátt og lágt og var skrifað um niðurstöðurnar í virt franskt vísindarit. Prestaspítali á Kvíabekk Lárentíus Kálfsson, biskup á Hólum, setti á fót athvarf á Kvía- bekk árið 1320, fyrir aldraða presta, því honum fannst ófært að þeir sem sökum aldurs eða sjúkdóma hættu störfum væru settir á vergang eftir þjónustu sína við kirkjuna. „Þá fannst þeim svo gott að ná í blaut- meti, eins og það var kallað, því þeir voru orðnir tannlausir, karl- arnir, og réðu ekki við hvað sem var, þá var gott að gefa þeim fisk úr vatninu,“ segir Þorsteinn Ásgeirs- son. Þess má geta að í Jarðabók Árna Magnússonar frá 1712 kemur fram að býli í ábúð í Ólafsfirði og um- hverfis Ólafsfjarðarvatn hafi verið tæplega 30. „Ég held að vatnið hafi bjargað ákaflega miklu hérna í Ólafsfirði, sérstaklega yfir vetrarhörkurnar,“ segir Þorsteinn. Vatnið er frekar grunnt, mesta dýpi er um 10-11 metrar. Það er um 2,5 ferkílómetrar að flatarmáli; um 3 km á lengd og um 1 km á breidd þar sem það er breiðast. Talið er að finna megi þrjá bleikjustofna í vatn- inu, sem aðlagast hafa ólíkum bú- svæðum þar. Smáþorsk sem veidd- ur var reglulega í net fyrr á öldum kölluðu heimamenn maurung og þótti hann sérlega bragðgóður. „Nýja grunnsýningin verður svo hér áfram, sem hluti af safninu, myndar ákveðna tengingu við Flug- þrána,“ segir Þorsteinn. Þriðji áfangi í vinnslu Á sama tíma í dag opnar Ólafs- firðingurinn og listamaðurinn Krist- inn E. Hrafnsson myndlistarsýn- ingu í sýningarsalnum í Pálshúsi. Hann er sá sem gerði átta tonna steinkúluna frægu sem sett var á heimskautsbauginn í Grímsey. Sýn- ing hans stendur fram í miðjan júlí, þá koma Olga Bergmann og Anna Hallin og verða með myndlistarsýn- ingu til 15. september. Þannig að það verður nóg um að vera í húsinu í sumar. „Þriðji áfangi hússins, Ólafsfjarð- arstofa, er svo í vinnslu,“ segir Finnur Arnar Arnarson. „Þar er meiningin að gera atvinnu- og byggðasögu Ólafsfjarðar skil.“ Eru menn að láta sig dreyma um að það geti orðið á næsta ári, á 75 ára af- mæli Ólafsfjarðarkaupstaðar. Allt sem snýr að sjálfu húsinu hefur verið unnið í sjálfboðavinnu og svo verður áfram. Efri hæð þarf að lagfæra áður en í þriðja áfanga verður ráðist, sem og húsið að utan, en í það verður farið á næstu dög- um og vikum, m.a. sett liggjandi tréklæðning eins og upphaflega var. Elsti hluti Pálshúss var reistur 1892. Það dregur nafn sitt af Páli Bergssyni sem var einn aðal- hvatamaðurinn að útgerðarmálum í Ólafsfirði á sínum tíma. Sýning opnuð um Ólafsfjarðarvatn Ljósmynd/Sigurður Ægisson Stund á milli stríða Hönnuðurnir ásamt Þorsteini Ásgeirssyni framan við Pálshús í vikunni. Frá vinstri: Erlingur, Finnur, Þorsteinn og Þórarinn. 14 tegundir Í vatninu hafa veiðst alls 14 fisktegundir: áll, bleikja, grárönd- ungur, hnúðlax, hornsíli, lax, lýsa, makríll, síld, skarkoli, skata, ufsi, urriði og þorskur. Gráröndungurinn er til uppstoppaður nyrðra og eins hnúðlax.  Vatnið vakti heimsathygli á 19. öld  Í því veiðast bæði sjó- og vatnafiskar Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hafrannsóknastofnun hefur áhuga á að gera tilraun með að sleppa norsk- ættuðum laxaseiðum samhliða seiðum af villtum nytjastofnum í ár á Vest- fjörðum og Austfjörðum til að kanna hvort eldislaxinn lifi af vetrardvöl í sjó við Ísland. Einnig rannsóknir í tengslum við sjókvíaeldi í Ísafjarðar- djúpi. Tilgangurinn er að fá betri for- sendur fyrir áhættumat vegna erfða- blöndunar eldislax við þá nytjastofna sem fyrir eru í ánum. Sérfræðingur Hafrannsóknastofn- unar óskaði eftir samvinnu við fiskeld- ismenn haustið 2017 um slíkar tilraun- ir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var óskað eftir að fyrirtækin legðu til 300 þúsund seiði af mismunandi stærðum til að sleppa að vori, helst í Ísafjarðardjúpi, og annað eins að hausti. Hugsanlega einnig á Austfjörðum. Þá þyrfi að setja sjó- gönguseiði í ár, bæði norskættuð og náttúruleg. Fiskeldismenn munu hafa hafnað því að leggja til seiði í þessa til- raun. Lifir eldislaxinn af? Sigurður Guðjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir að stofn- unin telji mikilvægt að gera tilraun þar sem seiðum af norskættaða eld- isstofninum verði sleppt ásamt ís- lenskum seiðum í einhverja litla á fyr- ir vestan og aðra fyrir austan. Við slíka hafbeitartilraun sé nauðsynlegt að hafa gildrubúnað til að endur- heimta fiskinn. Tilgangurinn sé að kanna hvort eldislaxinn geti lifað af í sjónum við Ísland. „Ef svarið er nei erum við í betri málum en við höldum en ef svarið er já þurfum við að haga okkur í samræmi við það. Ef enginn fiskur skilar sér til baka, hvorki af ís- lenskum stofni né norskum, er eitt- hvað að rannsókninni,“ segir Sigurð- ur. Hann segir að slíka tilraun þurfi að keyra í þrjú ár til að fá marktækar niðurstöður. Sigurður kannast ekki við að málið hafi verið komið á það stig að nefndur hafi verið ákveðinn fjöldi seiða. Hann segir að hugmyndin sé að sleppa 20-30 þúsund seiðum af hvorum stofni á ári. Það gera alls um 150 þúsund seiði, ef meðaltalið er tekið. Hann segir að enn hafi ekki orðið úr framkvæmd vegna skorts á fjármagni og tíma. Þá hafa vísindamenn Hafró gert nokkrar áætlanir um tilraunaeldi í Ísafjarðardjúpi þar sem kannaðar verði lífslíkur fisks sem sleppt er á mismunandi tímum. Hugmyndin er að auglýsa eftir samstarfsaðilum og til- raunir Hafró yrðu innan ramma þess. Það er sömuleiðis ætlað til að styrkja grunn áhættumatsins. Í frumvarpi til breytingar á lögum um fiskeldi er styrkt heimild Haf- rannsóknastofnunar til að stunda tímabundnar rannsóknir í fiskeldi. Áhættan mjög lítil Spurður um áhættuna við að sleppa laxaseiðum af norska eldisstofninum í ár og sjó í ljósi umræðunnar um erfða- blöndun, segir Sigurður að reynslan sýni að gönguseiði sem sleppt er í ferskvatn, sæmilega langt frá sjó, flakki ekki annað svo neinu nemi. Nefnir Rangárnar í því efni. „Við telj- um að áhættan sé mjög lítil ef rétt er að málum staðið,“ segir Sigurður. Áhættumatið sem festa á í lög með nýju fiskeldislögunum hefur verið um- deilt meðal fiskeldismanna. Samtök þeirra hafa gagnrýnt það eindregið að tillaga Hafró um magn frjórra laxa sem megi ala á tilteknum svæðum verði bindandi fyrir ráðherra, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu, en ekki ráðgefandi með sama hætti og fiskveiðiráðgjöf sömu stofnunar. Vilja gera tilraun með hafbeit á eldisstofni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjókvíar Tilraunir Hafró miða að því að styrkja grundvöll áhættumats vegna erfðablöndunar eldislax við villta nytjastofna í laxveiðiám.  Óskuðu eftir seiðum úr fiskeldi Framkvæmdir við áframhaldandi endurgerð Hverfisgötu hefjast á mánudag og í sumar er það kaflinn milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs sem gengur í endurnýjun lífdaga, segir í frétt frá borginni. Loka þarf Hverfisgötu tímabund- ið meðan á framkvæmdum stendur. Byrjað verður á kaflanum fyrir of- an Ingólfsstræti upp að Smiðjustíg, en aðkomu að bílahúsinu Traðar- koti verður haldið opinni eins lengi og hægt er. Framkvæmdir við gatnamót Hverfisgötu og Ingólfs- strætis eru fyrirhugaðar eftir 18. júní nk. Auk endurgerðar á Hverf- isgötu verða lagnir í Ingólfsstræti upp að Laugavegi endurnýjaðar og verður kynnt sérstaklega áður en sá hluti verksins hefst. Útlit Hverfisgötu milli Ingólfs- strætis og Smiðjustígs verður í lok sumars sama og er nú á þegar end- urgerðum hlutum götunnar. Verkið felst m.a. í að grafa og fylla í götu, gangstéttar og hjólastíg og grafa og fylla vegna fráveitu-, vatns- veitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjar- skipta- og götulýsingarlagna. Hverfisgötu lokað að hluta á mánudag Reykjavík Hverfisgata verður endurnýjuð á milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.