Morgunblaðið - 21.05.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019
15-20% afsláttur
af ÖlluM AEG VÖruM OrMssOn
DAGAR
Skoðaðu úrvalið okkar á
*SENDUM FRÍTT Í VEFVERSLUNLágmúli 8 | S: 530 2800 þú færð HeiMilstækin Hjá Okkur
VEGGOFNARHELLUBORÐ ÖRBYLGJUOFNAR
20%
afsláttur
20%
afsláttur
15%
afsláttur
SKOÐAÐU TILBOÐIN OKKAR Á
Þrír karlmenn hafa verið ákærðir
fyrir að nauðga stúlku í febrúar
2017 í þremur herbergjum hús-
næðis í Reykjavík.
Í ákæru frá embætti héraðs-
saksóknara kemur fram að menn-
irnir hafi beitt stúlkuna ólögmætri
nauðung með því að notfæra sér
ölvunarástand hennar og yfir-
burðastöðu sína, þar sem stúlkan
var stödd með þremur ókunnugum
mönnum fjarri öðrum. Þeir brutu
gegn henni hver í sínu lagi.
Tveir mannanna eru sagðir hafa
haft samfarir við stúlkuna og nýtt
sér til þess yfirburðastöðu sína
gagnvart henni sökum aldurs og
þroskamunar, en einn þeirra mun
hafa látið hana hafa við sig munn-
mök. Stúlkan, sem var ekki orðin
18 ára þegar brotin áttu sér stað,
fer fram á mennirnir greiði henni
fimm milljónir króna í miskabæt-
ur. Málið verður þingfest í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í upphafi
næstu viku og verður þinghaldið
lokað.
Þrír menn
ákærðir
Beittu stúlku
ólögmætri nauðung
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Útför Stefáns Friðbjarnarsonar blaðamanns
Útför Stefáns Friðbjarnarsonar,
fyrrverandi bæjarstjóra á Siglu-
firði og blaðamanns á Morgun-
blaðinu, fór fram í gær frá
Digraneskirkju í Kópavogi.
Stefán fæddist 16. júlí 1928 á
Siglufirði. Hann sat í bæjar-
stjórn Siglufjarðar í 16 ár frá
1958-1974. Hann var bæjarritari
árin 1962-1966 og bæjarstjóri
frá 1966-1974. Stefán var lengi
fréttaritari Morgunblaðsins á
Siglufirði en flutti til Reykjavík-
ur 1974 og hóf þá störf sem
blaðamaður á Morgunblaðinu.
Stefán var lengi vel umsjónar-
maður þingfrétta blaðsins og
sinnti einnig stjórnmálaskrifum
allt þar til hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir árið 1998.
Stefán tók þátt í margvíslegum
félagsstörfum á lífsleiðinni og
var sæmdur riddarakrossi hinn-
ar íslensku fálkaorðu árið 1996
fyrir störf sín að félagsmálum.
Þau Kristinn Ingvarsson,
Rósa Elín Davíðsdóttir, Jóhanna
Gunnarsdóttir, Stefán Kjartans-
son, Hinrik Þór Harðarson,
Helga Sigmundsdóttir, Hulda
Sigmundsdóttir og Arnar Sig-
mundsson báru Stefán til graf-
ar.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þórður Birgir Bogason, fram-
kvæmdastjóri RR Hótela, segir útlit
fyrir sambærilegt sumar í ferðaþjón-
ustu og í fyrrasumar. Hins vegar hafi
orðið samdráttur í apríl og maí í kjöl-
far gjaldþrots WOW air. Eftir fall fé-
lagsins hafi bókunum með skömmum
fyrirvara fækkað verulega.
RR Hótel tóku nýtt íbúðahótel í
notkun fyrr í þessum mánuði. Það er
í endurgerðu framhúsi og nýju bak-
húsi á Hverfisgötu 78. Bakhúsið er
gert úr límtréseiningum frá Aust-
urríki og er að líkindum fyrsta slíka
hótelið á höfuðborgarsvæðinu. Alls
16 hótelíbúðir eru í húsunum tveimur
og eru RR Hótel því með 63 íbúðir í
nokkrum húsum í miðborginni.
Byggt fyrir bókbandsstofu
Húsið á Hverfisgötu 78 var kallað
Bókfellshúsið eftir bókbandsstofunni
Bókfelli, sem var stofnuð 1943. Húsið
var byggt 1945-47 og hafa nokkrar
prentsmiðjur verið í húsinu, sú síð-
asta Formprent.
„Sumarið lítur nokkuð vel út hjá
okkur,“ segir Þórður Birgir. „Það er
sambærilegt og undanfarin ár. Það
sama segja þeir sem ég ræði við í
ferðaþjónustunni. Vorið hefur aftur á
móti verið erfiðara en síðustu ár.
Bókanir líta vel út fram á haustið,“
segir Þórður Birgir og bendir á að
80-85% nýting hafi verið á hótelinu í
maí en 92-93% nýting í maí í fyrra.
„Við erum að selja gistingu á eitt-
hvað lægra evruverði en oft áður –
samkeppnin er mikil – og gengi krón-
unnar hefur hjálpað okkur að selja
þennan áfangastað. Ég held að við,
og eflaust margir, værum í veruleg-
um vandræðum ef krónan væri skráð
eins og hún var fyrir ári. Ef evran
væri í kringum 123 krónur en ekki
tæplega 140 krónur,“ segir Þórður
Birgir.
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, segir bókunarstöðuna
áberandi lakari en í fyrra. Hann tek-
ur fram að gögnin séu ófullkomin og
taki mið af stöðunni á höfuðborg-
arsvæðinu, sem sé betri en úti á
landi.
„Miðað við þær upplýsingar sem
við höfum á höfuðborgarsvæðinu er
10-12% samdráttur milli ára,“ segir
Jóhannes og vísar til fyrstu fjögurra
mánaða ársins.
Hann segir samdráttinn hafa birst
strax í kjölfar niðurskurðar hjá
WOW air í desember og svo aukist
eftir gjaldþrot flugfélagsins.
„Okkur sýnist bókunarstaðan hjá
gististöðum í sumar vera töluvert
lakari en undanfarin ár. Um miðjan
júní ætti myndin að skýrast,“ segir
Jóhannes Þór. Eftirspurn frá ferða-
mönnum sem ferðast ódýrt hafi
dregist töluvert saman. Til dæmis
hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum.
Flugsæti fyrir þennan hóp skorti.
Opna íbúðahótel á Hverfisgötu
RR Hótel taka Bókfellshúsið í notkun Framkvæmdastjóri SAF segir 10-12% samdrátt milli ára
Íbúðahótel RR Hótel tóku nýtt íbúðahótel í notkun á dögunum. Alls 16 hótelíbúðir í tveimur húsum við Hverfisgötu 78. Sumarið lítur vel út í bókunum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg