Morgunblaðið - 21.05.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019
ÁRMÚLA 26 – 108 REYKJAVÍK
Meðal fjölmargra fyrirspurnaBjörns Levís Gunnarssonar
alþingismanns til ráðherra ríks-
istjórnarinnar er
fyrirspurn hans
til heilbrigð-
isráðherra um
auglýsingar á
samfélags-
miðlum.
Spurningin ernýlega fram
komin og hefur ekki verið svarað,
en hún hljóðar svo: „Hvaða út-
gjöld hafa Geislavarnir ríkisins,
Heilbrigðisstofnun Austurlands,
Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða,
Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands,
Hjúkrunarheimilið Sólvangur,
Sjúkrahúsið á Akureyri og að-
alskrifstofa heilbrigðisráðuneyt-
isins haft ár hvert frá árinu 2015
vegna auglýsinga eða kostaðrar
dreifingar á samfélagsmiðlum, svo
sem á Facebook, Instagram, You-
Tube og Twitter? Svar óskast að-
eins fyrir þær stofnanir sem hafa
haft einhver slík útgjöld á tíma-
bilinu.“
Það hlýtur að vera verulegt um-hugsunarefni fyrir hið op-
inbera ef stofnanir þess auglýsa á
samfélagsmiðlum en ekki í inn-
lendum fjölmiðlum sem greiða
skatta hér á landi og veita fólki
vinnu hér á landi sem einnig
greiðir hér skatta.
Hægðarleikur er að ná augumog eyrum landsmanna í
gegnum íslenska fjölmiðla og það
hlýtur að skjóta skökku við að op-
inberir aðilar leiti til erlendra
samfélagsmiðla í þessum tilgangi.
Ekki síst þegar á sama tíma er
rætt um að styrkja íslenska einka-
rekna fjölmiðla vegna óeðlilegra
markaðsaðstæðna.
Björn Leví
Gunnarsson
Auglýsingar
hins opinbera
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Flatarmál íslenskra jökla hefur minnk-
að um 647 km² frá árinu 2000 og jafn-
ast það á við áttfalt flatarmál Þing-
vallavatns, eða um hálft Þingvallavatn
á ári. Þetta kemur fram í Kvarðanum,
nýjasta fréttabréfi Landmælinga á Ís-
landi.
Þar er fjallað um CORINE-
landgerðarflokkunina svonefndu, sem
uppfærð er á nokkurra ára fresti með
nýjum gervitunglamyndum.
Megintilgangur hennar er að afla
sambærilegra umhverfisupplýsinga
fyrir öll Evrópuríki og fylgjast með
breytingum sem verða á landnotkun í
álfunni með tímanum.
Gerð fjórðu uppfærslu á CORINE-
flokkuninni lauk í nóvember í fyrra og
sýna helstu niðurstöður þeirrar upp-
færslu að rýrnun jökla er mesta land-
breyting á Íslandi um þessar mundir.
Flatarmál jöklanna rýrnaði um 215
km² 2012-2018 og 647 km² frá árinu
2000, eða um 36 km² að meðaltali á ári.
Aðrar helstu breytingar sem í ljós
komu eru breytingar vegna árangurs
af landgræðslu á Hólasandi í S.-
Þingeyjarsýslu og á Haukadalsheiði,
sunnan Langjökuls. Einnig sýnir hún
að í eldgosinu sem myndaði Holu-
hraun árið 2014 runnu 85 km² af
hrauni yfir land þar sem aðallega voru
sandar og jökuláreyrar áður. Eins er
flokkunin sögð sýna fram á að á milli
áranna 2000 og 2018 hafi byggð svæði
og skógar stækkað.
Hopa um hálft Þingvallavatn á ári
Íslenskir jöklar hafa rýrnað um 647 km² frá aldamótum Skógar stækka
Morgunblaðið/RAX
Öræfajökull Íslenskir jöklar rýrna
að meðaltali um 36 km² á ári.
Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður nú-
verandi og fyrrverandi liðsmanna
Sigur Rósar og endurskoðanda
hljómsveitarinnar, lagði í gær fram
frávísunarkröfu, við fyrirtöku máls
er varðar meint skattsvik sveit-
arinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur.
„Það er á grundvelli mannrétt-
indasjónarmiða, við segjum að þetta
sé brot á reglunum um tvöfalda
málsmeðferð,“ sagði Bjarnfreður
við fjölmiðla eftir fyrirtökuna.
Munnlegur málflutningur um frá-
vísunarkröfuna fer fram í Héraðs-
dómi Reykjavíkur 12. september
næstkomandi, en málið er höfðað
gegn tónlistarmönnunum Orra Páli
Dýrasyni, Kjartani Sveinssyni,
Georg Hólm og Jóni Þór Birgissyni,
auk endurskoðanda sveitarinnar,
Gunnars Þórs Ásgeirssonar.
„Klárlega“ skotið til MDE
„Það er búið að úrskurða á þá
refsingu, beitingu álags hjá ríkis-
skattstjóra og þeir eru búnir að
standa í þessum málaferlum eða
þessu stappi í mörg, mörg ár. Málið
hófst fyrst hjá skattrannsóknar-
stjóra þar sem þeir voru með rétt-
arstöðu sakbornings og síðan var
málið flutt aftur til tveggja annarra
stofnana, annars vegar til rík-
isskattstjóra þar sem þessi refsing
var svo ákveðin. Síðan fór málið í
þann farveg að fara til saksóknara
líka og allt er þetta sama málið. Það
er bara galli á þessu réttarfari hér á
landi, því miður,“ sagði Bjarn-
freður.
Hann bætti við að ef svo færi að
íslenskir dómstólar myndu ekki fall-
ast á frávísunarkröfuna yrði málinu
„alveg klárlega“ skotið til Mann-
réttindadómstóls Evrópu (MDE),
sem hefur á undanförnum árum
kveðið upp nokkra dóma í sambæri-
legum málum. arnarth@mbl.is
Sigur Rósar-menn
fara fram á frávísun
Krafa lögð fram á
grundvelli mannrétt-
indasjónarmiða
Morgunblaðið/Eggert
Sigur Rós Farið var fram á frávísun
málsins í héraðsdómi í gær.