Morgunblaðið - 21.05.2019, Síða 11

Morgunblaðið - 21.05.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is PLÍ-SÓL GARDÍNUR alnabaer.is Þrjár gerðir: þunnar, með sólarvörn og myrkvunar. Henta mjög vel í skáglugga og þakglugga. Við erum sérhæfð í gluggatjöldum Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 7.900 Str. 36-52 Fleiri litir Buxur Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta var mjög ljúft. Ég er yfir- leitt metnaðarfull og legg mikið á mig til að ná markmiðum mínum. Það var því gaman að geta klárað almennilega,“ segir Árný Oddbjörg Oddsdóttir, hestakona frá Selfossi, sem sópaði að sér verðlaunum á reiðsýningu Hólanema sem fram fór um helgina. Hún vann verð- launagripinn Morgunblaðshnakkinn sem veittur er fyrir besta heildar- árangur í öllum reiðmennskugrein- um í BS-námi í reiðmennsku og reiðkennslu og verðlaun Félags tamningamanna fyrir besta árangur á lokaprófi í reiðmennsku. Reiðsýningin var á reiðvelli Hóla- skóla og var felld inn í dagskrá hestaíþróttamóts UMSS og hesta- mannafélagsins Skagfirðings. Í lok sýningar færði Súsanna Sand Ólafsdóttir, formaður Félags tamn- ingamanna, nemana tólf sem nú hafa lokið þriggja ára námi í hina bláu einkennisjakkana með rauða kraganum. Horfði á hestana Árný segir að námið hafi verið skemmtilegt, fjölbreytt og krefj- andi. Hún tekur fram að hún hafi verið heppin með hest, hafi fengið hryssu lánaða hjá Berglindi Ágústsdóttur í Efra-Langholti. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hest- um,“ segir Árný þegar hún er spurð að því hvers vegna hún hafi valið þetta nám. Hún er fædd og al- inn upp á Ísafirði þar sem ekki er jafn mikill áhugi á hestamennsku og á Suðurlandi þar sem hún býr nú. „Ég átti þó fjölskyldu hér fyrir sunnan svo það þurfti ekkert að hafa ofan af fyrir mér þegar for- eldrarnir óku suður, það voru alltaf nógir hestar til að skoða út um bíl- gluggann. Mig langar til að einbeita mér að þjálfun og reiðkennslu. Það var enginn í kringum mig í hestum og þess vegna var það verðmætt fyrir mig að kynnast fólki sem var tilbú- ið að segja mér til. Ég er því mikið tilbúin til að halda því áfram og hjálpa öðrum,“ segir hún. Vinnur við þjálfun Árný býr með kærasta sínum, Arnari Bjarka Sigurðarsyni, á Sunnuhvoli í Ölfusi. Hún verður þar í sumar og næsta vetur að vinna við þjálfun hjá tengdaforeldrum sínum. Einnig stendur til að hún vinni fyr- ir reiðtygjaframleiðandann Hrímni sem gefur út fræðslumyndbönd um ýmsa þætti hestamennskunnar. Hún segir að námið skipti máli því margir ræktendur vilji aðeins Hólamenntað fólk í vinnu. „Það er því verðmætt að hafa þessa gráðu þegar maður vill komast í góða vinnu á þessu sviði,“ segir Árný. Vil hjálpa öðrum  Árný Oddbjörg Oddsdóttir frá Selfossi fékk Morgunblaðs- hnakkinn og verðlaun FT afhent á reiðsýningu Hólanema Reiðkennarar Nemarnir tólf, sem nú eru að ljúka námi, komnir í bláu tamningamannajakkana. Hlaðin verðlaunum Árný Oddbjörg Oddsdóttir með reiðkennurum sínum í Háskólanum á Hólum, Antoni Páli Níelssyni og Mette Moe Manseth. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Viðurkenningarskjöldur frá Al- þjóðaveðurfræðistofnuninni var af- hjúpaður í Stykkishólmi á föstudag- inn var. Hann var veittur fyrir meira en 100 ára samfelldar veður- mælingar í bænum. Veðurathug- anir hafa verið skráðar samvisku- samlega í Stykkishólmi í samfleytt 173 ár en Árni Thorlacius hóf að skrá veðurathuganir þar í nóv- ember 1845. Í tilefni af viðurkenningunni var haldið erindi á vegum Veðurstofu Íslands í Eldfjallasetrinu í Stykk- ishólmi í samstarfi við Norska hús- ið. Árni lét einmitt reisa Norska húsið fyrir fjölskyldu sína en hann var kaupmaður, útgerðarmaður og bóndi í Stykkishólmi. Kristín Björg Þorláksdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna á Veðurstofu Íslands, sagði þar frá starfi Árna og sögu veðurathugana í Stykkis- hólmi. Hún sagði að upphaf veð- urathugana hans hefði markað þáttaskil í veðurathugunum hér á landi. Þá hófust reglulegar hita- mælingar og hafa þær staðið nán- ast óslitið síðan. Aðeins sex aðrar stöðvar í Evrópu geta státað af lengri samfelldri mælasögu en Stykkishólmur, að sögn Kristínar, samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofunni. Verjum miklu í veðurathuganir Óðinn Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri athugana- og tækni- sviðs Veðurstofunnar, fjallaði einn- ig um þær miklu breytingar sem orðið hefðu á sviði athugana frá því að Árni Thorlacius hóf skrán- inguna. Hann benti m.a. á að auk athugana á jörðu niðri hefðu bæst við athuganir úr veðursjám og einnig frá gervitunglum. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofunni voru fyrstu veðurathug- anir með mælitækjum gerðar hér á landi á 17. öld. Þær voru brota- kenndar þar til kom fram á 18. öld. Dagleg skráning veðurathugana nær samfellt aftur til ársins 1822, en þó ekki á sama stað allan tím- ann. Elstu veðurathugunarstöðvar sem enn eru í rekstri eru Stykkis- hólmur, frá árinu 1845, Teigarhorn frá 1872, Akureyri frá 1881, Gríms- staðir frá 1907, Reykjavík frá 1920 og Sámsstaðir frá 1927. Íslendingar leggja meira til veð- urathugana en nokkur önnur þjóð miðað við fólksfjölda. Landið er á einu veðurvirkasta svæði norður- hvels jarðar. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands Norska húsið F.v.: Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri, Hjördís Páls- dóttir safnstjóri, Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri, Kristín Björg Ólafs- dóttir sérfræðingur og Wioletta Maszota veðurathugunarmaður. Viðurkenning fyrir veðurathuganir  Löng saga athugana í Stykkishólmi Karlmaður sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni og dóttur í Héraðsdómi Reykjaness í apríl hefur áfrýjað sex ára dómi sínum til Landsréttar. Þetta staðfesti Sigríður Friðjóns- dóttur ríkissaksóknari við mbl.is í gær. Sigríður staðfesti einnig að eiginkona mannsins, sem hlaut fimm ára dóm í málinu, hefði enn ekki áfrýjað, en frestur til þess rennur út 24. maí. Hjónin hafa setið í gæslu- varðhaldi frá því að dómur var kveðinn upp 24. apríl síðastliðinn. Ákvörðun var tekin um það að birta héraðsdóminn ekki á vef dómstóls- ins, til þess að hlífa brotaþola í mál- inu. Við þingfestingu málsins í októ- ber játuðu hjónin brot sín að hluta, en í ákæru kom fram að þau hefðu brotið kynferðislega gegn dóttur konunnar í sameiningu í febrúar í fyrra og tekið bæði hreyfi- og ljós- myndir af brotunum. Dóttur kon- unnar voru dæmdar 2,5 milljónir króna í miskabætur. Hjónin voru sögð hafa framið brotin að dóttur sinni viðstaddri, þannig að hún horfði á foreldra sína brjóta gegn hálfsystur sinni. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa í vörslu sinni ljós- myndir og myndskeið sem sýndu börnin á kynferðislegan hátt. Áfrýjar dómi fyrir brot gegn dætrum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.