Morgunblaðið - 21.05.2019, Blaðsíða 16
Mig hefur lengi
langað til að leggja orð
í belg og skrifa um
þessa endemis dellu og
uppnám út af skipan
dómaranna í Lands-
rétt, sem varð svo til
þess að Sigríður Á.
Andersen dóms-
málaráðherra var
neydd með órétt-
mætum ásökunum til
að segja af sér.
Þótt ég sé ekki löglærður taldi ég
strax, eins og reyndar Bjarni Ben.
sjálfur sagði í heyranda hljóði í sjón-
varpinu eftir dóm Mannréttinda-
dómstóls Evrópu, að sá dómstóll
hefði ekkert dómsvald á landi hér.
Ég skil heldur ekki ástæðu þess að
aðrir löglærðir menn, sem fjölluðu
um málið ruku upp til handa og fóta,
skíthræddir við þennan dóm, sem
hafði ekkert gildi á Ís-
landi. Kæran til dóm-
stólsins var líka, að
mínu viti, algjörlega til-
hæfulaus. Það höfðu
engin mannréttindi
verið brotin. Hæfn-
isnefndin átti aðeins að
mæla með 15 umsækj-
endum, en endanlegt
úrskurðarvald var hjá
ráðherranum og Al-
þingi. Nefndin virðist
hinsvegar hafa ætlast
til þess að ráðherrann
og Alþingi afsöluðu
valdi sínu til að skipa dómarana og
að fara ætti alfarið eftir tillögu
nefndarinnar; taka sem sagt völdin
af ráðherra og Alþingi! Það á
kannski að verða að venju eða tísku,
eftir nýliðið fullveldisafmæli, að
stjórnvöld afsali sér öllum völdum til
einhverra nefnda, og jafnvel til út-
landa?
Síðan finnst mér að þessir þing-
menn, sem gerðu allt upphlaupið og
báru dómsmálaráðherra þungum
sökum, ættu að skammast sín og
biðja hana afsökunar. Þeir voru hin-
ir sömu, sem greiddu skipan dóm-
aranna atkvæði sitt, þegjandi og
hljóðalaust, þótt þeir hefðu haft fullt
frelsi til að hreyfa mótmælum eða
gera athugasemdir.
Loks á að vinda bráðan bug að því
að ljúka þessu asnalega máli og veita
Sigríði tafarlaust aftur embætti sitt.
Hún er frábær dómsmálaráðherra.
Um skipan landsréttardómara
Eftir Knút Hauk-
stein Ólafsson »Hæfnisnefndin átti
aðeins að mæla með
15 umsækjendum, en
endanlegt úrskurð-
arvald var hjá ráðherr-
anum og Alþingi.
Knútur Haukstein
Ólafsson
Höfundur er eldri borgari.
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Netverslun er ein af
þeim framförum sem
fylgt hafa upplýs-
ingatækni þróuninni
síðast liðin ár og sú
þróun er og mun
verða örari á næstu
misserum. Þróunin er
að breyta kauphegðun
neytenda og er stór
hluti nútímaheimila að
nýta sér viðskipti á
netinu vikulega eða oftar. Þá er gott
að skoða hina hliðina á peningnum
sem snýr að áhættuþættinum. Í
auknum mæli eru fréttir af við-
skiptaháttum á netinu þar sem við-
skiptavinir eru plataðir, t.d. með því
að kaupa vöru eða þjónustu sem
ekki er svo afhent eða innt af hendi.
Algengar skýringar eru að um tafir
sé um að ræða þangað til að á end-
anum neytandinn tekur eftir að síð-
an hefur verið lögð niður og hann
situr eftir með sárt ennið.
Húsráðin
Til eru nokkur húsráð sem hægt
er að hafa í huga í netviðskiptum
eins og að kaupa ekki vöru eða
þjónustu ef verðið er lygilega lágt
eða ef lofað er að viðskiptin geri þig
ríkan. Jafnframt eru til hjálparsíður
eins og www.scamadviser.com sem
gefa netverslunum einkunn varð-
andi heiðarleika í viðskiptum. Það
eina sem þarf að gera er að afrita
vefsíðuna sem neytandinn er í vafa
um og líma í leitarformið á „scam
adviser“. Niðurstöðurnar eru mynd-
rænar og sýna nokkuð ýtarlega
hvað það er við vefsíðuna sem
möguleg áhætta stafar af. Mik-
ilvægt er þó að hafa í huga að skori
netverslunin ekki alveg 100% í
trausti þá er ekki þar með sagt að
hún sé slæm en gott er að miða við
að forðast síður sem skora 50% eða
lægra.
Þekktar netverslanir
sem skora lágt
Þekktar netverslanir eins og
aliexpress.com, ebay.com og
amazon.com skora til að mynda ekki
100% þó svo að við vitum að þessir
vefir eru nokkuð öruggir. Þegar
undirritaður skoðaði t.d.
aliexpress.com þá fékk vefurinn
84% traust með athugasemd um að
mögulega séu ekki allir söluaðilar
innan síðunnar nægilega traustir en
meldingin var: „Beware – some fake
sellers“. Á Scam adviser má einnig
finna flokk sem kallast
„risk sites“ og þar er
að finna lista yfir nýj-
ustu síðurnar sem ekki
er ráðlagt að versla við.
Dæmi um netverslun
sem ber að varast er
shopsmartlystore.com
og þar má m.a. finna
vörur með lygilega lág-
um verðum og útlit net-
verslunarinnar er
nokkuð gott, með ein-
falt og þægilegt viðmót.
Eina markmið slíkrar netverslunar
er að komast yfir kreditkortanúmer
hjá grunlausum viðskiptavinum.
Trygging
Sumar netverslanir hafa mjög
áberandi öryggisvottanir á síðunum
hjá sér sem geta verið heima-
tilbúnar en blekkja neytandann og
því ber að varast að treysta slíkum
merkingum nema um þekktar vott-
anir sé um að ræða.
Flestir Íslendingar þekkja Ali
Express sem er ein stærsta net-
verslun í heimi og það sem gerir Ali
svona stóra er að þar inni er gríð-
arlega mikið magn mismunandi
söluaðila sem eru að selja úr vöru-
húsum Ali Express út um allan
heim. Þar sem eigendur Ali eru
meðvitaðir um áhættur sem fylgja
mismunandi söluaðilum þá bjóða
þeir upp á kaupvernd vara „Buyer
Protection“ til þess að stemma stigu
við kaupáhættu neytenda. Þessi
vernd tryggir það að kaupandi sem
ekki fær senda vöru eftir skil-
greindan tíma er tryggður fyrir því
og kaupin verða þá endurgreidd.
Ebay er líka með samskonar kerfi
og þar á bæ er það kallað „money
back guaranty“.
Lykilatriðið er því að vera með-
vitaður um þær hættur sem leynast
í viðskiptum á netinu, versla hjá
þekktum aðilum sem leggja metnað
sinn í að stuðla að öryggi viðskipta
og nýta þau tól og tæki sem í boði
eru til að meta áhættuna.
Ekki láta plata þig í
viðskiptum á netinu
Eftir Ólaf
Kristjánsson
Ólafur Kristjánsson
» Til eru hjálparsíður
eins og www.scam-
adviser.com sem gefa
netverslunum einkunn
varðandi heiðarleika
í viðskiptum.
Höfundur er tölvukennari.
olafur@netkynning.is
Þriðji orkupakkinn
hefur verið til umræðu
á Alþingi síðan í byrj-
un apríl en eitt hefur
einkennt umræðuna
frá upphafi, hún er
flókin. Reglugerðirnar
eru tyrfnar, umræð-
urnar ganga þvers og
kruss og sérfræðing-
arnir eru ekki sam-
mála. Hvernig á
venjulegt fólk að átta sig á þessu
máli sem virðist vera mikið hags-
munamál fyrir þjóðina?
Komið hefur til umræðu hvort
orkupakkinn geti átt hlutdeild í því
að Landsvirkjun verði einkavædd
og ber í því samhengi að nefna að
Landsvirkjun er stór og mikil
mjólkurkýr fyrir þjóðarbúið. Árið
2017 skilaði hún yfir 11 milljörðum
í tekjur til þjóðarinnar og þrátt fyr-
ir framkvæmdir 2018 þá fengum við
rúma 4 milljarða í kassann. Svo eru
bundnar vonir við að arðgreiðslur
geti jafnvel náð upp í 10 til 20 millj-
arða og fyrir svo lítið samfélag sem
Ísland er, þá eru þetta miklir pen-
ingar.
Þegar við tökum einnig tillit til
þess að á Íslandi búum við við eitt
lægsta orkuverð í heiminum þá er
eðlilegt að velta fyrir sér hvers
vegna verið er að rugga orkubátn-
um. Við höfum tekjur af Lands-
virkjun sem er að öllu leyti í þjóð-
areigu. Við greiðum lágt orkuverð.
Hvaða ástæðu höfum við til þess að
innleiða orkupakka
sem ólíklegt er að
verði til hagsbóta fyrir
okkur Íslendinga?
Ríkisstjórnin hefur
notað ýmis rök fyrir
máli sínu. Má þeirra á
meðal nefna rökin um
að orkupakkinn skipti
ekki máli, að EES-
samningurinn fari í
uppnám ef við höfnum
þessu, að við séum
orðin of sein. Eins og
fram hefur komið í
umræðunni, og þá sérstaklega frá
ríkisstjórninni sjálfri, þá er Ísland
ótengt orkumarkaði Evrópu. Það
mætti því ætla að fyrst orkupakk-
inn skiptir ekki máli fyrir okkur, þá
ætti hann ekki að skipta máli fyrir
Evrópusambandið heldur og því
ætti að vera auðfengið að innleiða
hann ekki.
Stefán Már Stefánsson, lagapró-
fessor og einn álitsgjafi ríkisstjórn-
arinnar varðandi orkupakkann,
sagðist ekki hafa áhyggjur af því að
við settum EES-samstarfið í upp-
nám með því að hafna orkupakk-
anum. Þetta er þó pólitískt mál og
því er erfitt fyrir nokkurn að vita
fyrir víst hvaða pólitískar afleið-
ingar nokkur aðgerð getur haft, á
Íslandi sem og erlendis. Eitt er þó
kýrskýrt og það er lagalegur réttur
okkar til að hafna orkupakkanum,
en gerum við það fer hann aftur
fyrir sameiginlegu EES-nefndina
þar sem leitast verður við að ná
samkomulagi.
Samkomulag er gott orð. Það
ætti öllum að vera ljóst að sam-
komulagi hefur ekki verið náð um
orkupakkann. Þjóðin er óánægð.
Það hafa átt sér stað mótmæli.
Settur hefur verið á fót hópur sem
vinnur að því að kynna orkupakk-
ann og vara fólk við afleiðingunum
af innleiðingu hans. Óeining er á
Alþingi og standa mótherjar í
ströngu við að halda aftur af þeim
sem vilja keyra málið í gegn á ljós-
hraða og stimpla það og votta fyrir
lok þingsins svo ríkisstjórnin geti
farið brosandi inn í sumarfríið.
Ég hef fylgst vel með umræðunni
og lesið mér töluvert til í þessu
flókna máli og í raun finnst mér
niðurstaðan vera einföld. Ef þetta
skiptir ekki máli, ef við getum hafn-
að þessu og við búum við frábærar
aðstæður í orkumálum, þá eigum
við umhugsunarlaust að hafna
orkupakkanum. Ekki myndi ég
skrifa undir óhagstæðan samning
fyrir sjálfa mig og vænti ég þess að
Alþingi geri það ekki heldur fyrir
hönd þjóðarinnar. Við höfum það
gott í orkumálum, af hverju ættum
við að óska þess að hafa það verra?
Erum við að gera mistök?
Eftir Hildi Sif
Thorarensen » Sem einstaklingar
gerum við ekki
óhagstæða samninga,
hvers vegna ættum við
að gera það sem þjóð?
Hildur Sif Thorarensen
Höfundur er verkfræðingur
hildursifgreinar@gmail.com
Atvinna