Morgunblaðið - 21.05.2019, Síða 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019
SAMSTARFSAÐILI
Hringdu í 580 7000
eða farðu á
heimavorn.is
HVAR SEM ÞÚ ERT
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, úrslit:
Toronto – Milwaukee............... (frl.) 118:112
Staðan er 2:1 fyrir Milwaukee og fjórði
leikur fer fram í Toronto í kvöld.
Í úrslitum Vesturdeildar var Golden
State 3:0 yfir fyrir fjórða leikinn sem fram
fór í Portland í nótt. Sjá mbl.is/sport.
KÖRFUBOLTI
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Meistaravellir: KR – ÍBV ......................... 18
Þórsvöllur: Þór/KA – Breiðablik......... 18.30
Kórinn: HK/Víkingur – Valur ............. 19.15
Jáverkvöllur: Selfoss – Keflavík ......... 19.15
Í KVÖLD!
Danmörk
Úrslitakeppnin:
Bröndby – Midtjylland ............................ 4:1
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
fyrir Bröndby.
Köbenhavn 82, Midtjylland 71, Esbjerg
53, OB 52, Bröndby 49, Nordsjælland 41.
Einni umferð ólokið.
Noregur
Molde – Viking......................................... 5:1
Samúel Kári Friðjónsson var í liði Viking
fram á 73. mínútu. Axel Óskar Andrésson
er frá keppni vegna meiðsla.
Staðan:
Molde 10 7 1 2 25:10 22
Odd 9 7 1 1 15:6 22
Vålerenga 9 5 2 2 17:10 17
Bodø/Glimt 9 5 2 2 19:13 17
Brann 10 5 2 3 14:12 17
Kristiansund 10 5 2 3 11:10 17
Viking 9 4 2 3 13:13 14
Haugesund 9 3 3 3 12:8 12
Ranheim 9 3 1 5 12:15 10
Strømsgodset 9 2 3 4 12:14 9
Mjøndalen 9 2 3 4 14:17 9
Rosenborg 9 2 3 4 7:14 9
Lillestrøm 9 2 3 4 7:15 9
Sarpsborg 9 1 4 4 7:11 7
Stabæk 8 2 1 5 6:13 7
Tromsø 9 1 1 7 8:18 4
Ítalía
Lazio – Bologna ........................................ 3:3
Efstu lið fyrir lokaumferð:
Juventus 37 28 6 3 70:28 90
Napoli 37 24 7 6 72:33 79
Atalanta 37 19 9 9 74:45 66
Inter Mílanó 37 19 9 9 55:32 66
AC Milan 37 18 11 8 52:34 65
Roma 37 17 12 8 64:47 63
Torino 37 15 15 7 49:36 60
Lazio 37 17 8 12 55:43 59
Sampdoria 37 14 8 15 58:51 50
Sassuolo 37 9 16 12 52:57 43
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Áhugi forráðamanna Ribe Esbjerg
vaknaði í fyrra en þá afþakkaði ég
vegna þess að komið var nærri
keppnistímabilinu og ég var að hefja
nám. Fyrirvarinn var of stuttur.
Forráðamenn liðsins höfðu síðan aft-
ur samband við mig snemma á þessu
ári og þá ákvað ég að stíga skrefið,
enda afar spenntur,“ sagði landsliðs-
maðurinn í handknattleik Daníel Þór
Ingason um vistaskipti sín í sumar
er hann gengur til liðs við danska úr-
valsdeildarliðið Ribe Esbjerg.
Daníel Þór hefur skrifað undir
þriggja ára samning við Jótana sem
hyggjast komast í allra fremstu röð í
dönskum handknattleik með sitt lið.
Ribe Esbjerg hafnaði í níunda sæti í
dönsku úrvalsdeildinni í vor og var
hársbreidd frá áttunda og síðasta
sætinu inn í úrslitakeppnina um
meistaratitilinn.
Daníel Þór verður þriðji Íslend-
ingurinn í herbúðum Ribe Esbjerg á
næsta keppnistímabili. Fyrir eru
Gunnar Steinn Jónsson og Rúnar
Kárason sem báðir komu til liðsins á
síðasta sumri.
„Ég ræddi vel við Rúnar og Gunn-
ar áður en ég tók ákvörðun um að
skrifa undir samninginn. Þeir láta
vel af öllu hjá félaginu. Aðstæður eru
fyrsta flokks. Ég er viss um að með
þessu er ég að stíga rétt skref á mín-
um ferli. Ég er fullur eftirvæntingar
að breyta til og spreyta mig í dönsku
úrvalsdeildinni,“ sagði Daníel sem
hefur slegið í gegn með Haukum á
tveimur síðustu keppnistímabilum
og unnið sér inn sæti í landsliðinu.
Hann lék m.a. með landsliðinu á HM
í Þýskalandi í janúar sl. og á alls 28
A-landsleiki að baki. Sennilegt er að
Daníel Þór verði í landsliðshópnum
sem tekur þátt í tveimur síðustu
leikjum landsliðsins í undankeppni
EM, gegn Grikkjum ytra og við
Tyrki hér heima, í næsta mánuði.
Stendur í ströngu
Daníel Þór stendur í ströngu
þessa dagana með Haukum sem
berjast um Íslandsmeistaratitilinn
við Selfoss. Hann tryggði Haukum
sigur með marki á síðustu andar-
tökum annarrar viðureignar liðanna
á föstudaginn í Hleðsluhöllinni á Sel-
fossi. Haukar eru undir, 2:1, í vinn-
ingum talið eftir þrjár viðureignir og
tap á heimavelli á sunnudaginn.
Haukar þurfa á sigri að halda annað
kvöld á Selfossi til að knýja fram
oddaleik á heimavelli á föstudaginn.
„Mig langar að taka þann stóra með
mér út. Það verður allt lagt í söl-
urnar í leikjunum sem eftir eru.
Kærasta Daníels Þórs, Sandra
Erlingsdóttir, leikmaður Íslands-
meistara Vals og landsliðskona, flyt-
ur ekki með honum til Danmerkur í
sumar. Sandra heldur sínu striki
með þreföldu meistaraliði Vals eins
og á nýliðnu keppnistímabili.
Ég er fullur
eftirvæntingar
Daníel Þór afþakkaði tilboð í fyrra
Morgunblaðið/Ómar
Danmörk Daníel Þór Ingason leikur með Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeild-
inni á næsta keppnistímabili en hann samdi við félagið til þriggja ára.
Sigrún Björg Ólafsdóttir úr Hauk-
um og Þóranna Kika Hodge-Carr
úr Keflavík hafa verið valdar í A-
landslið kvenna í körfuknattleik í
fyrsta sinn en þær eru í tólf manna
hópi sem Benedikt Guðmundsson
hefur valið fyrir Smáþjóðaleikana í
Svartfjallalandi. Þá kemur Bryndís
Guðmundsdóttir úr Keflavík í
landsliðið á ný eftir þriggja ára
fjarveru. Helena Sverrisdóttir er
langreyndust í liðinu með 70 lands-
leiki en Bryndís með 39 og Gunn-
hildur Gunnarsdóttir með 29 koma
næstar á eftir henni. vs@mbl.is
Sigrún og Þór-
anna eru nýliðar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýliði Þóranna Kika Hodge-Carr úr
Keflavík er í landsliðinu.
Gríðarlegur áhugi er fyrir öðrum úr-
slitaleik Sävehof og Alingsås um
sænska meistaratitilinn í handknatt-
leik sem fram fer í kvöld. Leikurinn
fer fram á heimavelli Ágústs Elís
Björgvinssonar landsliðsmarkvarðar
og félaga í Sävehof sem er frá Par-
tille í útjaðri Gautaborgar. Hátt í
3.000 miðar voru seldir síðdegs í gær.
Sävehof hafnaði í sjöunda sæti í deild-
inni en hefur sprungið út í úr-
slitakeppninni. Sävehof vann fyrsta
leikinn á útivelli. Ekki spillir fyrir
áhuganum innan félagsins að kvenna-
lið Sävehof varð meistari um helgina.
Ágúst Elí og fé-
lagar fá stuðning
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Úrslit Ágúst Elí Björgvinsson
gæti orðið sænskur meistari.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær
sitt fyrsta tækifæri á LPGA-
mótaröðinni í golfi, þeirri sterkustu
heimi, á þessu keppnistímabili þeg-
ar hún hefur leik í Williamsburg í
Virginíu á fimmtudaginn. Þar
keppir hún á Pure Silk-meist-
aramótinu sem stendur yfir til
sunnudags.
Ólafía var sem kunnugt er með
fullan keppnisrétt á LPGA 2017 og
2018 en missti hann eftir síðasta
tímabil og fær nú takmarkaðan að-
gang að mótaröðinni. Hún verður
þó á tveimur mótum í röð því Ólafía
keppir einnig á risamótinu US
Open sem hefst í Suður-Karólínu
fimmtudaginn 30. maí.
Tvö undanfarin ár hefur Ólafía
keppt á þessu móti í Williamsburg
en það bar þá reyndar nafn Kings-
mill. Í hvorugt skiptið komst hún í
gegnum niðurskurðinn. Hún var
fjórum höggum frá því árið 2017 en
í fyrra stóð það afar tæpt. Ólafía
virtist örugg áfram þegar tvær hol-
ur voru eftir en þá fór allt úrskeiðis
og hún sat eftir, einu höggi frá því
að fara áfram.
Í síðustu viku keppti Ólafía á Sy-
metra-mótaröðinni, þeirri næst-
sterkustu vestanhafs, og hafnaði
þar í 58. sæti.
Ólafía er í 444. sæti heimslistans í
kvennaflokki sem kom út í gær og
sígur niður um tíu sæti. Hún komst
best í 170. sætið í janúar 2018. Val-
dís Þóra Jónsdóttir er rétt á eftir,
seig um fimm sæti og er í 450. sæti
listans. Guðrún Brá Björgvinsdóttir
er þriðji Íslendingurinn á listanum
og er í 1.038. sæti. vs@mbl.is
Hitar upp í Virginíu
fyrir risamótið
Ljósmynd/@olafiakri
Ólafía Hún gæti leikið átta hringi á
ellefu dögum ef vel tekst til.