Morgunblaðið - 21.05.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019
Mikið er það viðeigandi nú í
lok valdatíðar Alfreðs Gíslasonar
hjá Kiel að sjá hann hefja á loft
verðlaunagrip á sigurstundu,
fagnandi enn einum titlinum
með félaginu á meðan leikmenn
hans baða sinn kæra þjálfara
upp úr bjór að þýskum sið. Mikið
afskaplega má Akureyringurinn
líta stoltur um öxl þegar hann
kveður „stærsta handknattleiks-
félag heims“ í sumar.
Það hefði verið hálfgerð synd
ef Alfreð hefði stigið frá borði án
þess að vinna verðlaun á kveðju-
leiktíðinni, eftir allt það sem
hann hefur afrekað með Kiel. En
það kom auðvitað aldrei til
greina. Kiel varð þýskur bikar-
meistari og vann svo EHF-
keppnina um helgina, og eftir
sigur á Flensburg í toppslag
þýsku deildarinnar á dögunum
er enn talsverð von um að Kiel
geti orðið þýskur meistari. Tvö
stig skilja liðin að og fleiri koma
ekki til greina í meistarabarátt-
unni.
Alfreð hefur á ferli sínum
sem þjálfari fagnað um 30
titlum. Flestum þeirra, eða 20,
hefur hann fagnað sem þjálfari
Kiel og þannig orðið að algjörri
goðsögn hjá þessu sigursælasta
félagi Þýskalands. Enda verður
blásið til mikillar kveðjuhátíðar í
sumar.
Það verður forvitnilegt að sjá
hvað framtíðin ber í skauti sér
hjá Alfreð. Hann sagði í viðtali
við Ívar Benediktsson félaga
minn í síðasta mánuði að hann
væri staðráðinn í að taka sér að
minnsta kosti hálfs árs frí áður
en hann skoðaði framhaldið
varðandi þjálfun. Einnig að hann
væri svo í kjölfarið opinn fyrir
því að taka að sér þjálfun lands-
liðs. Einhvern tímann hefði mað-
ur kannski óskað sér að íslenska
landsliðið yrði fyrir valinu en það
er hins vegar í afar öruggum
höndum í dag.
BAKVÖRÐUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
SUND
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Ég er afar sáttur við árangur helg-
arinnar. Það gekk allt upp eins og
að var stefnt,“ sagði sundmaðurinn
Anton Sveinn McKee í samtali við
Morgunblaðið í gærmorgun þar sem
hann var staddur á flugvellinum í
Indianapolis á heimleið til Boston,
eftir að hafa tryggt sér farseðilinn á
heimsmeistaramótið í sundi í 50 m
laug sem fram fer í Gwangju í Suð-
ur-Kóreu í lok júlí.
Anton Sveinn náði lágmarki til
þátttöku í 50 og 100 m baksundi á
HM með framúrskarandi árangri á
TYR Pro Swim Series-sundmótinu í
Bloomington í Indiana um helgina.
Um leið setti hann Íslandsmet í 50
m bringusundi. Bætti hann 10 ára
gamalt met Jakobs Jóhanns Sveins-
sonar um ríflega fjórðung úr sek-
úndu, synti á 27,73 sekúndum. Ant-
on Sveinn var nærri eigin meti í 100
m bringusundi á mótinu um helgina
en hann komst einnig í úrslit í 200
m bringusundi. „Ég er afar sáttur
við þennan árangur enda var ég alls
ekki fullhvíldur fyrir átökin og tel
mig þar af leiðandi eiga meira inni
sem er jákvætt þegar litið er til
þátttökunnar á HM í sumar,“ sagði
Anton Sveinn sem verður í íslenska
landsliðinu í sundi sem tekur þátt í
Smáþjóðaleikunum sem fram fara í
Svartfjallalandi í lok þessa mán-
aðar.
„Íslandsmetið í 50 metra bringu-
sundi var síðasta af bringusunds-
metunum í 50 metra braut sem mig
langaði til að ná. Það gerði góða
helgi enn betri að ná þessum
áfanga,“ sagði Anton Sveinn sem á
einnig Íslandsmetin í 100 og 200 m
bringusundi. „Næsta skref er að
halda áfram að bæta metin meðan
ég er á fullri ferð við æfingar.“
Anton Sveinn keppti á Ólympíu-
leikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu
árið 2016 og stefnir á þátttöku á
leikunum sem fram fara í Tókýó í
lok júlí og framan af ágúst á næsta
ári. Hann segist hafa gefið sér góð-
an tíma til þess að velta framtíðinni
fyrir sér eftir þátttöku á leikunum
fyrir þremur árum. Nokkru síðar
hafi hann lokið háskólanámi í
Bandaríkjunum og þess vegna að
mörgu að hyggja.
„Ég kom mér síðan jafnt og þétt
af stað aftur og nú er ég kominn í
hörkuform sem á bara eftir að
batna ennþá meira á næstu mán-
uðum. Ég hef mikinn metnað og hef
þess vegna sett mér háleit markmið
fram yfir Ólympíuleikana í Tókýó.
Næsta skrefið er að tryggja sér
farseðilinn inn á Ólympíuleikana
með góðum árangri á HM í sumar.
Á HM gefst fyrsti möguleikinn á að
verða sér út um þátttökurétt í Tók-
ýó. Markmiðið er háleitt en ég tel
það vera raunhæft miðað við í hvaða
formi ég er nú. Ég á bara eftir að
verða öflugri á HM í lok júlí þar
sem ég keppi að sjálfsögðu full-
hvíldur,“ sagði Anton Sveinn sem
stefnir á þátttöku í 100 og 200 m
bringusundi á Ólympíuleikunum eft-
ir rúmt ár.
Anton Sveinn verður í eldlínunni
með félögum sínum í sundlandslið-
inu á Smáþjóðaleikunum í Svart-
fjallalandi í lok þessa mánaðar.
Hann segist horfa til Smáþjóðaleik-
anna með eftirvæntingu eftir
keppnina í Indiana um nýliðna
helgi. „Útlitið er gott og þess vegna
er spennandi að taka þátt í Smá-
þjóðaleikunum og reyna að gera
enn betur.“
Langar að einbeita sér að ÓL
Anton Sveinn býr í Boston og hef-
ur unnið við fyrirtækjaráðgjöf hjá
stórfyrirtækinu Ernst & Young frá
því að hann lauk háskólanámi ytra
fyrir tveimur árum. Hann segir
krefjandi en spennandi að sameina
starf og áhugamál sitt sem er sund-
ið. „Ég æfi mestmegnis einn og þá
hvar sem ég kemst í sundlaug á
ferðum mínum vegna starfsins.
Þegar ég er heima í Boston um
helgar æfi ég með sundfélagi sem
þar er þótt ekki sé um formlegan fé-
lagsskap að ræða. Ég reyni að gera
eins vel og ég get að samræma
vinnuna og sundið. En því miður
eru oft ekki nógu margar klukku-
stundir í sólarhringnum til þess að
ég fái næga hvíld á stundum. Þess
vegna er ljóst að ég verð að leita
betri lausnar á vinnunni og sundinu.
Vonandi get ég til dæmis fengið
langt frí úr vinnu til þess að einbeita
mér sem mest að sundinu síðasta
árið fyrir Ólympíuleikana þannig að
ég eigi möguleika á sem bestum ár-
angri,“ sagði sundmaðurinn Anton
Sveinn McKee í gær.
Háleitt markmið fram yfir ÓL
Anton Sveinn McKee ánægður með árangur helgarinnar HM-sæti og Ís-
landsmet en telur sig eiga meira inni Reynir að samhæfa vinnuna og sundið
Morgunblaðið/Hari
Svartfjallaland Anton Sveinn McKee er á leiðinni á Smáþjóðaleikana sem hefjast í Svartfjallalandi á mánudaginn.
Einn af stórleikjum sumarsins í úr-
valsdeild kvenna í fótbolta, Pepsi
Max-deildinni, fer fram á Þórsvell-
inum á Akureyri í kvöld en þangað
koma Íslands- og bikarmeistarar
Breiðabliks í heimsókn og mæta
Þór/KA.
Breiðablik og Valur eru efst í
deildinni með níu stig eftir fyrstu
þrjár umferðirnar en Þór/KA,
Stjarnan og Fylkir eru í næstu sæt-
um með sex stig. Akureyrarliðið er
af flestum talið eina liðið sem gæti
ógnað Breiðabliki og Val í barátt-
unni um meistaratitilinn í ár og við-
ureignin í kvöld er því sannkallaður
lykilleikur fyrir bæði liðin. Sérstak-
lega fyrir Þór/KA sem má alls ekki
við því að tapa, eftir að hafa beðið
lægri hlut fyrir Val á útivelli í
fyrstu umferðinni í vor. Þetta eru
liðin sem háðu einvígi um Íslands-
meistaratitilinn í fyrra og þá höfðu
Blikar betur með fimm stigum.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er
komin til liðs við Þór/KA og getur
spilað sinn fyrsta leik í kvöld en
hún er í láni í tvo mánuði frá Kristi-
anstad í Svíþjóð. Þórdís gæti þar
fyllt skarð Önnu Rakelar Péturs-
dóttur á vinstri vængnum en Anna,
sem hefur lagt upp mikið af mörk-
um fyrir Þór/KA undanfarin ár,
gekk til liðs við Linköping í Svíþjóð.
Þrír aðrir leikir í fjórðu umferð
eru leiknir í kvöld. Valur sækir
HK/Víking heim í Kórinn og freist-
ar þess að vinna fjórða leikinn í röð.
Stigalausir KR-ingar taka á móti
ÍBV í Vesturbænum og fyrir austan
fjall eigast við Selfoss og Keflavík
en lið Keflavíkur er líka án stiga
eftir fyrstu þrjár umferðirnar.
vs@mbl.is
Bestu lið síðasta árs
í lykilleik á Akureyri
Morgunblaðið/Hari
Toppslagur Það er mikið í húfi á
Þórsvellinum í kvöld.