Morgunblaðið - 21.05.2019, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019
Pepsi Max-deild karla
FH – Valur ................................................ 3:2
Grindavík – Fylkir.................................... 1:0
KR – HK.................................................... 3:2
Staðan:
ÍA 5 4 1 0 10:4 13
Breiðablik 5 3 1 1 8:4 10
FH 5 3 1 1 9:7 10
KR 5 2 2 1 9:6 8
Stjarnan 5 2 2 1 7:7 8
Grindavík 5 2 2 1 6:6 8
KA 5 2 0 3 6:7 6
Fylkir 5 1 2 2 6:5 5
Valur 5 1 1 3 7:9 4
HK 5 1 1 3 6:8 4
Víkingur R. 5 0 3 2 9:12 3
ÍBV 5 0 2 3 3:11 2
Svíþjóð
AIK – Falkenberg.................................... 2:0
Kolbeinn Sigþórsson var ekki með AIK
vegna meiðsla.
Gautaborg – Hammarby......................... 0:0
Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn
fyrir Hammarby.
Norrköping – Sundsvall ......................... 2:0
Guðmundur Þórarinsson var ekki með
Norrköping vegna meiðsla og Alfons
Sampsted var einnig utan hóps.
Staðan:
Malmö 10 6 3 1 17:8 21
Häcken 10 6 2 2 16:8 20
AIK 10 6 2 2 13:8 20
Gautaborg 10 5 3 2 18:10 18
Djurgården 10 5 3 2 16:9 18
Hammarby 10 5 3 2 18:12 18
Elfsborg 10 4 3 3 15:16 15
Norrköping 10 3 5 2 14:13 14
Östersund 10 3 4 3 11:14 13
Kalmar 10 2 5 3 9:11 11
Örebro 10 3 2 5 14:18 11
Sirius 10 3 1 6 14:19 10
Helsingborg 10 2 3 5 11:17 9
Sundsvall 10 2 2 6 12:16 8
Eskilstuna 10 1 3 6 9:16 6
Falkenberg 10 1 2 7 8:20 5
A-deild kvenna:
Djurgården – Växjö ................................ 3:0
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Ingibjörg Sig-
urðardóttir og Guðrún Arnardóttir léku all-
an leikinn fyrir Djurgården.
Linköping – Rosengård .......................... 0:0
Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leik-
inn fyrir Linköping.
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn fyrir Rosengård.
Staðan: Gautaborg 15, Rosengård 14,
Linköping 14, Vittsjö 14, Örebro 13, Kristi-
anstad 11, Piteå 11, Djurgården 6, Eskil-
stuna 5, Växjö 5, Limhamn Bunkeflo 4,
Kungsbacka 1.
B-deild:
Brage – Syrianska................................... 1:0
Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn
fyrir Brage.
Nói Snæhólm Ólafsson var í liði Syri-
anska fram á 64. mínútu.
Efstu lið: Varberg 25, Mjällby 18, Brage
17, Norrby 16, Jönköping 14, Degerfors 14,
Örgryte 12, GAIS 12, Västerås 10.
KNATTSPYRNA
Landsliðsþjálfari kvenna í blaki, Borja González, hefur
valið 14 kvenna landsliðshóp fyrir Smáþjóðaleikana sem
hefjast í Svartfjallalandi í næstu viku.
Landsliðið hefur æft af kappi undanfarnar vikur og
var í æfingabúðum í Reykjanesbæ um nýliðna helgi.
Fyrsti leikur liðsins á Smáþjóðaleikunum er gegn Kýpur
á þriðjudaginn eftir rúma viku.
Landsliðshópurinn: Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir (fyr-
irliði), Helena Kristín Gunnarsdóttir, Hjördís Eiríks-
dóttir, Thelma Dögg Grétarsdóttir, Velina Apostolova,
Hulda Elma Eysteinsdóttir, Sara Ósk Stefánsdóttir, Sæ-
rún Birta Eiríksdóttir, Gígja Guðnadóttir, Unnur Árna-
dóttir, Matthildur Einarsdóttir, Ana María Vidal Bouza, Birta Björnsdóttir,
Kristina Apostolova.
Borja González, sem tók við liði Aftureldingar í vor eftir að hafa stýrt
Þrótti Neskaupstað síðustu ár, er aðalþjálfari landsliðsins eins og fyrr seg-
ir. Honum til aðstoðar eru Antonio Alcaraz og Lárus Jón Thorarensen.
Mundína Ásdís Kristinsdóttir er sjúkraþjálfari liðsins og Berglind Valdi-
marsdóttir er liðsstjóri.
González búinn að velja hóp
Jóna Guðlaug
Vigfúsdóttir
1:0 Brandur Olsen 34. (víti)
1:1 Eiður Aron Sigurbjörnsson 68.
2:1 Steven Lennon 76.
2:2 Ólafur Karl Finsen 79.
3:2 Jákup Thomsen 86.
I Gul spjöldOrri Sigurður Ómarsson og
Haukur Páll Sigurðsson (Val).
MM
Brandur Olsen (FH)
Ólafur Karl Finsen (Val)
FH – VALUR 3:2
M
Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Guðmann Þórisson (FH)
Guðmundur Kristjánsson (FH)
Jákup Thomsen (FH)
Steven Lennon (FH)
Birkir Már Sævarsson (Val)
Bjarni Ólafur Eiríksson (Val)
Eiður Aron Sigurbjörnsson (Val)
Einar Karl Ingvarsson (Val)
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson, 8.
Áhorfendur: 1.790.
KAPLAKRIKI/VESTUR-
BÆR/GRINDAVÍK
Kristján Jónsson
Andri Yrkill Valsson
Jóhann Ingi Hafþórsson
FH-ingar ætla sér að vera með í bar-
áttunni um Íslandsmeistaratitil
karla í knattspyrnu. Þeir undirstrik-
uðu það með mikilvægum 3:2 sigri á
Íslandsmeisturum Vals í Kaplakrika
í 5. umferðinni í gær. Leikurinn var
fjörugur og þá sérstaklega í síðari
hálfleik þegar fjögur mörk voru
skoruð.
FH hefur tapað einum leik af
fyrstu fimm en Valur hefur hins veg-
ar tapað þremur nú þegar. Vals-
menn risu upp á afturlappirnar í síð-
ustu umferð og voru að mörgu leyti
ágætir í gær en fengu þó engin stig
út úr leiknum. „Hraðmótið“ í maí er
að fara illa með meistarana og lítill
tími á milli leikja til að bregðast við.
Það sem kemur mér mest á óvart
varðandi Val er hversu mörg mörk
liðið fær á sig. Í þessu tilfelli var að-
eins eitt þeirra í opnum leik en hin
tvö eftir föst leikatriði. Bæði mörk
ÍA á dögunum gegn Val voru eftir
föst leikatriði. Valsmenn hljóta að
vera mjög pirraðir yfir þessari stað-
reynd.
Fínn bragur var á FH-liðinu í gær.
Í fyrri hálfleik var nokkuð um lipran
samleik hjá FH-ingum en í þeim síð-
ari voru Valsmenn með meiri völd á
vellinum. FH-ingar voru skynsamir.
Þegar Valsmenn gerðu sig líklega þá
söfnuðust FH-ingar saman til baka
og vörðust. Þótt Valsmenn hafi byrj-
að illa þá þurfa menn að vera skyn-
samir til að vinna þá og FH-ingar
voru það. FH fékk Steven Lennon
inn með látum í gær og hann er
beittur oddur á vel smíðað spjót.
FH-ingar fengu á sig tvö mörk eft-
ir hornspyrnur. Valsmenn létu reyna
á Vigni Jóhannesson í markinu og
sendu hornspyrnurnar inn að mark-
inu. Einu sinni urðu Vigni á mistök
þegar hann hitti boltann illa í tilraun
til að kýla boltann frá. Í síðara marki
Vals gerði Ólafur Karl Finsen ein-
staklega vel. Skapandi leikmaður á
miðjuna er ef til vill fundinn hjá Val
miðað við frammistöðu hans í gær.
Stálheppnir KR-ingar
Það er óhætt að segja að hurð hafi
skollið ansi nærri hælum KR-inga
þegar þeir tóku á móti nýliðum HK.
Eftir að hafa verið með leikinn í
hendi sér og 3:0 yfir eftir tæpan
klukkutíma hleyptu gestirnir hins
vegar gríðarlegri spennu í leikinn
með tveimur mörkum í blálokin, eftir
að HK-ingurinn Beitir Ólafsson í
marki KR hafði varið vítaspyrnu
Brynjars Jónassonar. Lokatölur 3:2
fyrir KR-inga, sem vörpuðu öndinni
léttar við lokaflautið á meðan HK-
ingar gengu svekktir af velli.
Það gekk allt upp hjá KR-ingum
fyrsta klukkutímann eða svo. Liðið
spilaði af krafti og var greinilega
ákveðið í að svara fyrir tapið í
Grindavík í síðustu umferð. Óskar
Örn Hauksson stjórnaði sókn-
arspilinu eins og hans er von og vísa
og í framlínunni barðist Björgvin
Stefánsson sem ljón. En staðan var
ef til vill orðin helst til of þægileg
fyrir KR-inga, sem misstu sjónar á
grunngildum sínum undir lokin og
gáfu HK-ingum færi á að komast inn
í leikinn. Gamla vísan um að leik-
urinn er ekki búinn fyrr en við loka-
flautið virðist aldrei of oft kveðin.
HK-ingar létu ekki segja sér það
tvisvar þegar KR-ingar slökuðu á og
naga sig í handarbökin að hafa ekk-
ert fengið út úr þessum leik. Auk
vítaklúðursins þá fór liðið illa með
nokkur opin dauðafæri sem hefðu
hæglega getað snúið taflinu þeim í
vil. Draumamark Kára Péturssonar
sem breytti stöðunni í 3:2 gerði mik-
ið fyrir andann í liðinu og það má
taka undir orð þjálfarans sem sagði
HK-inga hæglega hafa getað hlaupið
í hálftíma í viðbót. En það er dýrt fyr-
ir nýliða að klúðra jafn góðum tæki-
færum og buðust í þessum leik og þó
baráttuandinn hafi verið til staðar þá
þarf líka að reka smiðshöggið. Það
vantaði upp á í gær og má hreinlega
ekki gerast aftur.
Grindavík líður vel heima
Grindvíkingar báru sigurorð af
Fylki á heimavelli, 1:0. Grindvíkingar
eru búnir að vinna tvo í röð, báða í
Grindavík. Leikurinn var mjög jafn
og kom fljótt í ljós að mörkin yrðu
ekki mörg í Grindavík. Báðum liðum
tókst illa að reyna á markmennina og
spiluðu varnarmenn beggja liða bet-
ur en sóknarmennirnir. Það var við-
eigandi að Josip Zeba, miðvörður
Grindvíkinga, skoraði sigurmarkið.
FH-ingar
eru með í
baráttunni
Lennon með mark og stoðsendingu
Annar sigurinn í röð hjá Grindavík