Morgunblaðið - 21.05.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Miðstöð íslenskra bókmennta hefur
tilkynnt úthlutun útgáfustyrkja
fyrir árið 2019 og var úthlutað 26
milljónum króna til 43 verka. 67
umsóknir um styrki bárust og var
sótt um tæpar 64 milljónir króna í
heildina. Verkin sem hlutu styrki
að þessu sinni eru af ýmsum toga;
fræðirit, handbækur, skáldverk og
heimildarit um náttúru Íslands,
menningu, tungu, listir og fleira.
Hæsta styrkinn, eina og hálfa
milljón króna, hlýtur Fjörmeti -
tínsla, verkun og matreiðsla mat-
þörunga eftir Eydísi Mary Jóns-
dóttur, Silju Dögg Gunnarsdóttur
og Hinrik Carl Ellertsson. 1,1 millj-
ón króna hlýtur Reykholt í ljósi
fornleifanna eftir Guðrúnu Svein-
bjarnardóttur. Sumardvöl barna í
sveit, bindi I og II í ritstjórn Jónínu
Einarsdóttur, hlýtur eina milljón
króna í styrk og sömu upphæð
hljóta Að segja fyrir um jarð-
skjálfta eftir Ragnar Stefánsson og
Rafræn þýsk orðabók í ritstjórn
Þórdísar Úlfarsdóttur og Halldóru
Jónsdóttur. Meðal annarra styrktra
verka má nefna Um tímann og
vatnið eftir Andra Snæ Magnason;
Smásögur heimsins IV - Afríka;
Saga leirlistar á Íslandi eftir Ingu
S. Ragnarsdóttur og Kristínu G.
Guðnadóttur; Lífgrös og leyndir
dómar eftir Ólínu Þorvarðardóttur;
Tarot - Völuspá eftir Kristínu
Rögnu Gunnarsdóttur; og Drauma-
dagbók Sæmundar Hólm, sem rit-
stýrt er af Má Jónssyni.
Yfirlit yfir alla útgáfustyrki árs-
ins 2019 má finna á islit.is undir
flipanum „styrkir“.
26 milljónir til 43 verka
Guðrún
Sveinbjarnardóttir
Ragnar
Stefánsson
Yfir milljón óánægðra aðdáenda
hefur nú undirritað bænarskjal
þess efnis að áttunda og síðasta
þáttaröð Game of Thrones verði
endurgerð í heild sinni og að fengn-
ir verði aðrir og hæfari handrits-
höfundar. Vefur BBC greinir frá
þessu og að enskir gagnrýnendur
virðist vera á svipaðri línu og þessir
mjög svo óánægðu aðdáendur og
almennt sammála um að of mikill
flýtir hafi komið niður á handrits-
skrifum. Þá þykir ýmsum spurn-
ingum ekki hafa verið svarað og því
enn margir lausir endar.
Krefjast endur-
gerðar lokaraðar
Par Persónurnar Daenerys Targaryen og
Jon Snow í hinum vinsælu Krúnuleikum.
John Wick: Chapter 3 – Parabellum Ný Ný
Pokémon Detective Pikachu 1 2
Avengers: Endgame 2 4
The Hustle 3 2
After Ný Ný
UglyDolls 5 2
Hellboy (2019) 4 2
Wonder Park 6 6
Eden 7 2
Dumbo (2019) 8 8
Bíólistinn 17.–19. maí 2019
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Bíóaðsókn helgarinnar
»Lokaþáttur lokaþáttaraðar Game of Thrones,
vinsælustu sjónvarpsþátta sögunnar, var frum-
sýndur aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma.
Víða komu aðdáendur saman til að horfa á þáttinn
og þá m.a. á barnum Brennan í Marina del Rey í
Kaliforníu þar sem enn var sunnudagskvöld.
Aðdáendur Game of Thrones horfðu á síðasta þátt sögunnar miklu og var stundin tilfinningaþrungin
Nei!! Ljósmyndari AFP tók margar myndir af þessum aðdáanda sem gat
ekki leynt tilfinningum sínum á meðan á sýningu þáttarins stóð.
Alvarleg Af svip þessa pars að
dæma hefur eitthvað slæmt gerst.
Sveiflur Það var skammt milli gleði og sorgar í frumsýningarteiti kráarinnar Brennan í Marina del Rey.
AFP
Fjör Líklega hefur hér verið blásið til Krúnuleika í síðasta sinn því sjá má
mikinn fögnuð viðstaddra yfir því sem er að gerast á sjónvarpsskjánum.
Dapurlegt Líklegt má telja að einhver ástsæl persóna þáttanna hafi látið
lífið skömmu áður en þessi mynd var tekin af eldheitum aðdáanda GoT.