Morgunblaðið - 24.05.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Sá kostnaður sem ríkið greiðir
vegna skurðaðgerða á brjóstum
kvenna, sem greinst hafa með
krabbamein, er sá sami hvort sem
aðgerðin er gerð á Landspítala eða
erlendis. Ástæðan fyrir því að
sjúkratryggingar ná ekki til slíkra
aðgerða á Brjóstaklíníkinni á Klíník-
inni Ármúla, sem er einkarekin heil-
brigðisþjónusta, er að heilbrigðisyf-
irvöld hafa mótað þá stefnu að
miðstöð krabbameinsmeðferðar
landsins sé á Landspítala. Það er
gert til að tryggja heildstæða og
samfellda meðferð sjúklinga með
krabbamein, enda þurfa þeir iðulega
á mjög fjölþættri og langvinnri með-
ferð að halda. Þetta segir María
Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygg-
inga Íslands.
Fékk greidda aðgerð erlendis
Morgunblaðið greindi frá því í
gær að kona, sem er með krabba-
mein í hægra brjósti og er auk þess
arfberi BRCA-gensins sem eykur
líkurnar á krabbameini fékk vilyrði
SÍ fyrir greiðsluþátttöku í fyrir-
byggjandi aðgerð á vinstra brjósti
hennar sem átti að gera á Klíníkinni
en SÍ hafnaði beiðni hennar um að
greiða fyrir aðgerð þar á hægra
brjóstinu. Þegar hún síðan sótti um
að fara í aðgerð í
Englandi hjá ís-
lenskum lækni,
þeim sama og
hefði gert þessa
aðgerð á Klíník-
inni, samþykktu
Sjúkratryggingar
að greiða þá að-
gerð að fullu.
„Það er stefna
heilbrigðisyfir-
valda að krabbameinsaðgerðir hér á
landi séu gerðar á einum stað,
Landspítala,“ segir María. Hún seg-
ir að mikilvægt sé að gera sér grein
fyrir því að brottnám brjósts vegna
krabbameins sé ekki sama aðgerð
og brottnám í forvarnarskyni og því
gildi mismunandi reglur um þessar
tvær aðgerðir. „Í lögum um sjúkra-
tryggingar kemur sérstaklega fram
að ekki skuli gera samninga við ytri
aðila, sem geti raskað þeirri heil-
brigðisþjónustu sem veita ber á heil-
brigðisstofnunum sem ríkið rekur;
Landspítala og á heilsugæslunni,“
segir María.
„Það er í þágu gæða þjónustunnar
og öryggis sjúklinga að svo flókin
meðferð sem krabbameinsskurðað-
gerðir eru, séu byggðar upp á einum
stað í okkar litla samfélagi,“ segir
María og segir að svipað fyrirkomu-
lag sé í þeim löndum sem við berum
okkur saman við.
Sami kostnaður hér og erlendis
Stefna stjórnvalda er að krabbameinsaðgerðir séu eingöngu gerðar á LSH
Mismunandi reglur um mismunandi aðgerðir, segir forstjóri Sjúkratrygginga
María
Heimisdóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég vil draga strik í sandinn. Það
hefur verið fjallað um þetta mál og
því mjakað áfram hægt og rólega.
Það var skýrt í síðustu kosningum að
við ætluðum ekki að taka þátt í þessu
verkefni nema allt væri uppi á borð-
inu. Því miður er enn ekki allt komið
upp á borðið,“ segir Magnús Örn
Guðmundsson, bæjarfulltrúi sjálf-
stæðismanna á Seltjarnarnesi og
formaður bæjarráðs. Hann lét bóka
andstöðu sína gegn undirritun samn-
inga um borgarlínu sem kynntir voru
á fundi bæjarráðs í gærmorgun.
Guðmundur Ari Sigurjónsson,
fulltrúi Samfylkingarinnar í bæj-
arráði, lét bóka að Samfylkinginn
vildi að Seltjarnarnesbær lokaði
engum dyrum og yrði áfram virkur
þátttakandi í samstarfi Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
um skipulag á samgöngum á höfuð-
borgarsvæðinu. Ekki var tekin af-
staða til samninga um borgarlínuna
og tengd mál í bæjarráði en málinu
vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
sem fundar 12. júní.
Sveitarfélögin á höfuðborg-
arsvæðinu eru um þessar mundir að
funda um það hvort þau fylgi for-
dæmi Reykjavíkurborgar og sam-
þykki fjárframlög til fyrsta áfanga
borgarlínu. Ekki náðist í Ásgerði
Halldórsdóttur, bæjarstjóra og odd-
vita sjálfstæðismanna í bæjarstjórn,
í gær til að spyrja um afstöðu full-
trúa flokksins í ljósi bókunar Magn-
úsar Arnar. Fram kom í viðtali við
hana fyrir nokkrum dögum að búast
mætti við að skiptar skoðanir yrðu
um málið í bæjarstjórn. Hún tók það
fram að ekki væri gert ráð fyrir nein-
um fjárveitingum til borgarlínu í ár
eða næstu ár.
Óraunhæfar hugmyndir
Magnús Örn Guðmundsson segir í
bókun sinni í bæjarráði að hug-
myndir um borgarlínu séu óraun-
hæfar, ekki síst forsendur um heild-
arkostnað, áætlaða nýtingu og
rekstrarkostnað og vitnar til fyrri
stefnuyfirlýsinga bæjarfulltrúa
flokksins. Magnús leggur áherslu á
að hann vilji bæta almennings-
samgöngur en telji það best gert
með eflingu Strætó.
Í fyrirliggjandi áætlunum er gert
ráð fyrir að Seltjarnarnesbær greiði
16 milljónir til undirbúnings-
framkvæmda en kostnaður sveitar-
félaganna er áætlaður 800 milljónir á
móti jafnháu framlagi ríkisins.
Tollahlið við bæjarmörkin?
Guðmundur Ari Sigurjónsson tel-
ur það algjört glapræði ef Seltjarn-
arnesbær stimplar sig út úr sam-
starfi um borgarlínuverkefnið, eins
og fram kemur í bókun hans. Borg-
arlínan sé framtíðarlausn á sam-
göngumálum innan höfuðborgar-
svæðisins og muni hún verða lífæð
hverfa og sveitarfélaga í framtíðinni.
Það muni verða gífurleg skerðing á
lífsgæðum Seltirninga ef bærinn
verði ekki hluti af undirbúningi verk-
efnisins. Guðmundur Ari segir við
Morgunblaðið að ef Seltjarnarnes
taki ekki þátt gæti komið tollahlið
við bæjarmörkin. „Ef við ætlum að
hafa áhrif á samgöngukerfin verðum
við að vera við borðið hjá SSH.
Þarna er verið að taka ákvarðanir til
langs tíma sem snúa að öllu sam-
göngukerfi höfuðborgarsvæðisins,“
segir hann.
Morgunblaðið/Hari
Seltjarnarnes Nálægðin við höfuðborgina er greinileg hvar sem menn eru staddir. Myndin er frá golfvellinum.
Formaður bæjarráðs
á móti borgarlínu
Tekist á um þátttöku í borgarlínu á Seltjarnarnesi
Magnús Örn
Guðmundsson
Guðmundur Ari
Sigurjónsson
Flugfélagið Icelandair hefur upp-
fært flugáætlun sína fyrir seinni
hluta sumarsins vegna þess að út-
lit er fyrir að kyrrsetning Boeing
737 MAX flugvéla félagsins muni
vara lengur en áður var áætlað.
Við breytingarnar dregst sæta-
framboð félagsins saman um 5% á
tímabilinu 15. júlí til 15. sept-
ember.
Ásdís Pétursdóttir upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, segir að fækka
þurfi flugferðum af þessum sökum.
Lögð sé áhersla á að gera það til
staða sem flogið er til oftar en
einu sinni á dag og þegar stutt er
á milli fluga.
Félagið hefur tekið þrjár leigu-
vélar í notkun til að lágmarka
áhrif kyrrsetningarinnar á far-
þega. Því til viðbótar er unnið að
lokafrágangi samnings um leigu á
einni Boeing 767-300 vél.
Leita leiða fyrir farþega
Tekið er fram í tilkynningu að
þrátt fyrir þennan samdrátt í
sætaframboði sé framboðið 10%
meira en á sama tímabili á síðasta
ári. Eins og áður hefur komið fram
leggur félagið nú megináherslu á
fjölgun farþega á mörkuðunum til
og frá Íslandi og eiga rúmlega 30%
fleiri farþegar bókað með félaginu
til Íslands á tímabilinu júní til
ágúst en á sama tíma í fyrra.
Ásdís segir að unnið verði að því
næstu daga að útfæra þessa
ákvörðun. Haft verði samband við
þá farþega sem breytingarnar
munu hafa áhrif á. „Við munum
leggja okkur fram við að finna nýj-
ar lausnir fyrir farþega. Ef það
tekst ekki eiga þeir rétt á endur-
greiðslu,“ segir Ásdís.
Icelandair hefur áður tilkynnt
um niðurfellingu flugferða vegna
kyrrsetningar flugvélanna frá Bo-
eing. Þannig voru felldar niður um
100 ferðir á tímabilinu 1. apríl til
15. júní, sem svaraði til 3,6% af
flugferðum félagsins. Síðar var
flugáætlunin uppfærð til 15. júlí.
helgi@mbl.is
Icelandair fellir
niður fleiri flug
Enn vandræði vegna kyrrsetningar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Icelandair Fella þarf niður margar
ferðir næstu vikur og mánuði.
Fjórir Íslendingar sitja í gæslu-
varðhaldi vegna gruns um fíkni-
efnainnflutning. Málið kom upp á
Keflavíkurflugvelli 12. maí síðast-
liðinn. Það á uppruna sinn í Frank-
furt í Þýskalandi.
Málið varðar innflutning á yfir
tíu kílóum af kókaíni, að því er
fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2
í gærkvöldi. Lögreglan á Suð-
urnesjum vildi ekki staðfesta það í
gærkvöldi, hvorki við Stöð 2 né
mbl.is, en upplýsti að lagt hefði ver-
ið hald á umtalsvert magn fíkniefna
og fjármuna í tengslum við þetta
mál.
Lögreglan á Suðurnesjum er í
samstarfi við þýsk lögreglu-
yfirvöld, tollgæsluna á Keflavík-
urflugvelli og lögregluna á höf-
uðborgarsvæðinu um rannsókn
málsins sem er sögð umfangsmikil.
arnarth@mbl.is
Fjórir í gæslu vegna
stórs fíkniefnamáls