Morgunblaðið - 24.05.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019
Falleg og vönduð silkiblóm
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
LISTHÚSINU
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Eins og frægt er nú þegar orðið hampaði meistaraflokkur karla
í handknattleiksliði Ungmennafélags Selfoss, UMF Selfoss, Ís-
landsmeistaratitlinum síðastliðið miðvikudagskvöld.
Fögnuðurinn eftir leikinn var mikill en einhverjir Selfyss-
ingar voru þó komnir fram úr rúmum sínum þegar blaðamaður
og ljósmyndari Morgunblaðsins lögðu leið sína austur fyrir fjall
um hádegisbilið í gær.
Uppi á vegg á Selfossbíói hafði auglýsingu með hamingju-
óskum til liðsins verið varpað og var hamingjuóskirnar víðar að
finna enda Selfyssingar áberandi stoltir af strákunum sínum.
Rík hefð er fyrir handknattleiksiðkun á Selfossi en UMF Sel-
foss hefur þó ekki hampað meistaratitlinum áður. Liðsmenn
komust nærri því að verða Íslandsmeistarar fyrir tæpum þrjá-
tíu árum síðan og því er skiljanlegt að sigurinn hafi verið sætur.
Voru nokkrir Selfyssingar teknir tali um meistaratitilinn.
Selfyssingar stoltir af strákunum
Mikil kæti á Selfossi með sigur í handknattleik Fagnað fram á nótt á planinu við Pylsuvagninn
„Ég er mjög sáttur með þetta,“ segir Ragnar
Pálsson þar sem blaðamaður hittir hann á
hinu fræga pylsuvagnsplani sem geymdi
fagnaðarlæti sigurkvöldsins.
Stemningin í bæjarfélaginu var góð að
sögn Ragnars og hún minnkar líklega ekkert
í náinni framtíð. „Hún var svakaleg fyrir leik-
inn, þá voru allir klæddir í boli merkta Sel-
foss og svo verður stemningin um helgina lík-
lega svakaleg líka. Slúttið hjá handboltanum
er um helgina svo fjörið ætti að verða eitt-
hvert.“
Ragnar er mjög ánægður með það starf
sem hefur verið unnið undanfarið í hand-
boltadeild Selfoss. „Þetta eru frábærir strák-
ar og frábær þjálfari og öll umgjörðin í
kringum þetta er búin að vera geðveik í vet-
ur. Ég vona að þetta verði til þess að halda
áfram þessu góða starfi sem hefur verið í
handboltadeildinni undanfarin ár.“
Hvað varðar áhuga Selfyssinga á hand-
bolta segir Ragnar: „Það hefur alltaf verið
mikill áhugi hér. Við lentum síðast í þessu
fyrir 27 árum þegar við töpuðum fyrir FH á
síðustu sekúndunum eftir fimm leiki.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sáttur Ragnar Pálsson, íbúi á Selfossi, segir sigurinn
verðskuldaðan þar sem mikil vinna sé að baki.
Segir handboltastarfið á
Selfossi ákaflega sterkt
Fjóla Ingimundardóttir og
Vilhjálmur Sörli Pétursson
voru í skýjunum yfir sigri
gærdagsins þegar blaðamað-
ur tók þau tali í miðbæ Sel-
foss. „Ég er alveg að springa
úr stolti,“ segir Fjóla.
Vilhjálmur veltir því upp
hvort sigurinn sé ekki sér-
staklega merkilegur ef horft
sé til höfðatölu. „Ég var ein-
mitt að hugsa í morgun
hvort maður ætti að horfa á
þetta miðað við höfðatölu,
eins og við Íslendingar ger-
um mikið. Hvernig þetta
væri í samanburði við landið
allt. Að 10.000 manna sveit-
arfélag taki Íslandsmeist-
aratitilinn er auðvitað bara
glæsilegur árangur.“
Fjóla sofnaði út frá fagn-
aðarlátunum. „Ég er alveg
ofsalega ánægð með strák-
ana okkar og stolt af þeim.
Það síðasta sem ég horfði á í
gærkvöldi var fjörið við
brúna. Það var mikið fagn-
að. Það var sungið og dans-
að á planinu hjá Pylsuvagn-
inum.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stolt Fjóla og Ingimundur eru ánægð með sigurinn. Fjóla segir að sigr-
inum hafi verið fagnað almennilega. „Það var bara stórhátið, þjóðhátíð.“
Sérstaklega glæsilegur árangur miðað við höfðatölu
Þóra Rán Elíasdóttir og
Rannveig Elva Arnarsdóttir
vinna báðar í Pylsuvagn-
inum á Selfossi og urðu
vitni að því þegar fagn-
aðarlætin brutust út í gær-
kvöldi á planinu við vagn-
inn.
Þær stóðu vaktina aftur
morguninn eftir þegar
blaðamaður náði tali af
þeim en virtust ekki vitund
þreyttar.
Stelpurnar jánka því að
sungið hafi verið og dansað.
„Þetta var alveg brjálað,“
segir Þóra.
Rannveig vill meina að
Þóra hafi fellt tár.
„Það var grátið, hún fór
að grenja,“ segir Rannveig
og bendir stríðnislega á
Þóru. Þóra viðurkennir það
og segir aðspurð að það
hafi líklega verið vegna
stoltsins yfir sigrinum en
hún er einmitt fyrrverandi
handboltaiðkandi.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kátar Þóra Rán Elíasdóttir og Rannveig Elva Arnarsdóttir vinna í Pylsu-
vagninum á Selfossi sem stendur við enda Ölfusárbrúar.
Felldi tár yfir sigrinum þegar fagnaðarlætin brutust út
„Ég gerði ekki neitt, þeir gerðu allt,“ segir
Jón Lárusson um sigurinn og skellir upp úr.
Hann kveðst þó sáttur við að vera hluti af
bæjarfélaginu sem geymi sigurliðið.
„Maður er auðvitað glaður að vera hluti af
þessari heild en eins og ég segi þá var minn
þáttur í þessu náttúrulega enginn,“ segir Jón.
Eins og greint var frá í íþróttafréttum
Morgunblaðsins í gær þá hafði lið Selfoss
unnið tvo leiki á útivelli en tapað einni við-
ureign á heimavelli. Einhverjir töldu að
pressan á liðinu væri of mikil og það væri
ekki líklegt að liðið myndi standa uppi sem
sigurvegari.
„Þetta er náttúrulega búið að vera und-
irliggjandi í sveitarfélaginu í vetur og
stemmningin er búin að stigmagnast,“ segir
Jón.
Hann er fullur aðdáunar á árangri hand-
knattleiksliðsins.
„Ég dáist að einstaklingum sem setja sér
markmið, vinna vel að þeim og ná þeim.“
Jón segir sigurinn verðskuldaðan.
„Þeir áttu þetta allt saman skilið, það var
ekkert tekið út í krít þarna.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aðdáun Jón Lárusson, Selfyssingur og fyrrum for-
setaframbjóðandi, dáist að handknattleiksliðinu.
„Ekkert tekið út í krít“
hjá handknattleiksliðinu
Verslunin Sigurboginn á horni
Laugavegar og Barónsstígs heyrir
senn sögunni til, en eftir er að taka
ákvörðun um framtíð netverslunar
fyrirtækisins.
Sigurboginn hefur í rúm 27 ár
boðið upp á snyrtivörur, kvenfatnað
og skartgripi, „allt fyrir konuna“,
eins og Hafdís Stefánsdóttir, eigandi
fyrirtækisins undanfarin sex ár,
orðar það.
Verslunin hefur alltaf verið á
sama stað. Hafdís segir að versl-
unarhættir hafi breyst mikið og
Laugavegurinn laði ekki lengur að
viðskiptavini í sama mæli og áður.
Hún vilji samt ekki tala götuna niður
og 95% viðskiptavina séu traustir og
góðir Íslendingar, sem séu miður sín
vegna ákvörðunarinnar, en meira
þurfi til. „Laugavegurinn var aðal-
staðurinn og er enn,“ segir hún.
Hafdís segir að framtíð verslunar
í landinu sé umhugsunarefni, því
ljóst sé að Íslendingar kaupi mikið
erlendis. „Verslun hérna skapar at-
vinnu og er góð fyrir hagkerfið, en
landinn þarf að gera upp við sig hvað
hann vill,“ segir hún.
Sigurboganum verður lokað á
næstu dögum, en þangað til verða
vörur seldar á tilboðsverði. „Við er-
um að tæma lagerinn og svo er
spurning hvort við spýtum meira í
netverslunina,“ segir Hafdís og
þakkar viðskiptavinum fyrir
ánægjuleg samskipti í öll þessi ár.
steinthor@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Sigurboginn Verslunin hefur verið á Laugavegi 80 í rúm 27 ár.
Sigurboginn hættir
Með „allt fyrir konuna“ í rúm 27 ár