Morgunblaðið - 24.05.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 24.05.2019, Síða 6
SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Til að stytta bið og fækka á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum dugar ekki að fjölga slíkum aðgerðum. Þörf er á samstilltu átaki heilbrigðisyfirvalda, Embættis landlæknis og heilsugæsl- unnar. Þriggja ára átak, sem átti að stytta bið eftir þessum aðgerðum, bar ekki tilætlaðan árangur. Land- læknir leggur m.a. til að þessum að- gerðum verði útvistað tímabundið. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi í gær þar sem kynntar voru niðurstöður skýrslu Embættis landlæknis um árangur af biðlistaátakinu. „Biðtíminn hefur vissulega styst,“ sagði Alma Möller landlæknir á fundinum. „En ekki eins og vonir stóðu til. Við erum ennþá að glíma við afleiðingar hruns- ins og verkfalla hjúkrunarfræðinga 2015.“ Alma sagði að þegar átakið var hannað hefði verið gengið út frá til- teknum forsendum, en komið hafi í ljós að þær stóðust ekki. Eftirspurn eftir aðgerðunum jókst meira en ráð hafði verið gert fyrir. Þá hafi fjölgað í efri aldurshópum og vaxandi offita ásamt auknum kröfum um hreyfingu valdi því að sífellt yngra fólk fari í að- gerðir sem þessar. Duldi biðlistinn Umrætt átak stóð yfir árin 2016 – ’18 og var samið um 911 „átaks- aðgerðir“ á þessu tiltekna tímabili. Það náðist að gera 827 af þeim og því voru 84, eða 9% fyrirhugaðra að- gerða sem ekki tókst að gera, þrátt fyrir að tíðnin hefði aukist. Í byrjun febrúar beið 331 eftir að komast í lið- skiptaaðgerð á mjöðm og 695 biðu eftir slíkri aðgerð á hné. Til sam- anburðar biðu 548 eftir mjaðmaað- gerð á sama tíma árs 2016 og 867 biðu eftir hnéaðgerð. Meðalbiðtími í mjaðmaaðgerð á Landspítala í fyrra var 22 vikur og í hnéaðgerð var hann 36 vikur. Alma sagði mikilvægt að hafa í huga að biðtími sjúklings hæf- ist í raun og veru þegar læknir hans sendi bæklunarskurðlækni beiðni um mat á liðskiptaaðgerð. Sú bið væri nú 6-8 mánuðir á Landspítalanum. „Sá tími er fólki gjarnan erfiður,“ sagði Alma. Að þessu mati loknu fer fólk ann- aðhvort á biðlista eftir aðgerð eða fær það mat að aðgerðar sé ekki þörf. Alma sagði að þessi fyrri biðtími væri stundum kallaður duldi biðlistinn. Sóknarfæri í heilsugæslunni Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra sagði á fundinum að þess- ar tölur endurspegluðu þann vanda sem Landspítali hefur lengi glímt við; skort á legurýmum sem má að stórum hluta rekja til fráflæðisvand- ans sem myndast þegar aldrað fólk, sem bíður vistar á hjúkrunarheimili, dvelur langtímum á sjúkrahúsinu. „Eftir að hafa verið í ráðuneytinu um nokkurra mánaða skeið varð ég sann- færð um að lausnin væri ekki einföld, hún væri margþætt,“ sagði Svandís. „Það er of þröngt að hugsa þetta bara út frá lengd biðlista og fjölda á hon- um, heldur skoða þetta út frá heil- brigðiskerfinu í heild. Heilbrigð- isþjónustan verður aldrei rekin sem átaksverkefni.“ Í þessu skyni verða fleiri aðilar inn- an heilbrigðiskerfisins kallaðir að borðinu og gerð verður aðgerðaáætl- un til lengri og skemmri tíma. Svan- dís sagðist sjá sóknarfæri í aukinni aðkomu heilsugæslustöðvanna. „Hún gæti t.d. undirbúið fólk betur undir þessar aðgerðir þannig að það þurfi að liggja skemur á sjúkrahúsum og verði fljótara að ná sér,“ segir Svan- dís. Ein af þeim leiðum, sem land- læknir leggur til sem leið til úrbóta í skýrslunni, er að ef ekki takist að fjölga liðskiptaaðgerðum á þeim þremur sjúkrahúsum sem þegar sinna þeim, verði þeim útvistað, a.m.k. tímabundið. Spurð um hvort þetta sé hluti lausnar vandans segir Svandís að sér þætti skjóta skökku við að flóknustu verkefnin færu út af spítalanum, nær væri þá að bjóða út einfaldari þjónustu og nefnir þar umönnun aldraðra og langlegu- sjúklinga. „Í samræmi við lög um Sjúkratryggingar Íslands þarf að gæta að því að vega ekki að innviðum opinbera kerfisins. Að við tryggjum að sérþekkingin sé til staðar innan þess og fari ekki þaðan. Þetta er ein af fjölmörgum ábendingum land- læknis sem við þurfum að fara yfir. En það er ljóst að það verður ekki farið í neitt slíkt á þessu ári, það eru einfaldega ekki til peningar til þess.“ Heilbrigðisþjónustan verður aldrei rekin sem átaksverkefni  Landlæknir leggur til útvistun liðskiptaaðgerða takist ekki að fjölga þeim á spítölum Morgunblaðið/Hari Biðlistar Á fundinum kynntu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller landlæknir skýrslu. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ og Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu voru þar einnig. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Nes- kaupstað til Patreksfjarðar. Leið hans lá nokkuð langt norður fyrir landið og síðan suður með Vest- fjörðum. Hann þurfti að snarvenda framhjá fiskiskipum í sterkum vindi og við það brotnuðu slár við stög mastursins. Unnið er að við- gerð á Patreksfirði. Andrew lætur mjög vel af ferð- inni en vildi hafa haft betra skyggni fyrir Norðurlandi því hann sá lítið til lands. Hann vonast til að geta haldið siglingunni áfram á laugar- dag ef veður leyfir. Íslendingar hafa reynst Andrew mjög hjálplegir og hann segir við- tökurnar á Patreksfirði hafa verið mjög góðar. Konan hans sagði frá siglingunni í grunnskóla dóttur þeirra í gær, en Andrew safnar áheitum til skólans. Búið er að kaupa leiktæki á skólalóðina fyrir söfnunarfé. gudni@mbl.is Sigldi í einum rykk til Patreksfjarðar Patreksfjörður Skútan 241 Blue One við bryggju á meðan gert er við mastrið. Verslunarmiðstöðin Kringlan stefnir að því að verða plastpokalaus á næsta ári, strax frá 1. janúar nk. Verður verslunum Kringlunnar þá eingöngu heimilt að bjóða við- skiptavinum sínum upp á umhverf- isvæna poka. Að sögn Sigurjóns Arnar Þóris- sonar, framkvæmdastjóra Kringl- unnar, hefur á undanförnum 10 ár- um markvisst verið unnið eftir umhverfisstefnu er nefnist Græn spor Kringlunnar. Jafnt og þétt sé búið að stíga nauðsynleg skref til að vera umhverfis- og vistvænni. Kringlan leggi mikinn metnað í að vel sé að málum staðið. Fyrst fyrir 10 árum var öllum rekstraraðilum Kringlunnar gert að flokka pappa og plast sem til fellur í húsinu. Næst var allur lífrænn úr- gangur flokkaður og þá var ljósa- búnaður í Kringlunni endurnýjaður með umhverfisvernd að leiðarljósi. Að sögn Sigurjóns var fjöldi hleðslustæða fyrir rafbíla settur upp á síðasta ári. Síðla árs 2017 byrjuðu nokkrar verslanir í Kringlunni að bjóða upp á umhverfisvæna poka og nú eru þær orðnar 48 talsins, eða um þriðjungur allra verslana. Sigurjón segir stefnt að því að allar verslanirnar 138 hafi skipt plastpokunum út árið 2020. Kringlan Um næstu áramót verða allar verslanir lausar við plastpoka. Kringlan án plast- poka á næsta ári Eimskipafélagið tapaði jafnvirði 347 milljóna króna á fyrsta árs- fjórðungi, samanborið við 219 millj- óna tap á sama fjórðungi í fyrra. Í tilkynningu frá félaginu segir að einskiptiskostnaður vegna skatta- máls sem félagið tapaði fyrir Yf- irskattanefnd hafi valdið gjald- færslu upp á tæpar 470 milljónir króna og því hefði verið 123 millj- óna króna hagnaður af starfsem- inni ef ekki hefði verið fyrir hana. Tekjur félagsins jukust um 5,4% milli samanburðartímabila en rekstrarkostnaður stóð nokkurn veginn í stað. Tap Eimskips 347 milljónir króna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.