Morgunblaðið - 24.05.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019
BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR
Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari • Opið alla daga kl. 7-18
SÉRBAKAÐfyrir þig
SALATBAR
ferskur allan
daginn
Örn Arnarson, sérfræðingur hjáSamtökum fjármálafyr-
irtækja, skrifar baksíðupistil á Við-
skiptablaðið þar sem hann skopast
að Samkeppniseftirlitinu fyrir und-
arlegan úrskurð um
búðakaup suður með
sjó.
Örn segir: „Sam-keppniseftirlitið
úrskurðaði á dög-
unum að Samkaup,
sem rekur fimmtíu verslanir um
land allt, mætti ekki festa kaup á
einni verslun Iceland í Keflavík.
Ástæðan var að eftirlitið taldi að
kaupin hefðu „raskað verulega
samkeppni“ á Suðurnesjum.
Þessi úrskurður felur í sérákveðna sýn á kauphegðun
Suðurnesjamanna: Það er að segja
að þeir versli eingöngu á Suð-
urnesjum og að þar ríki svo við-
kvæmt jafnvægi á samkeppnis-
markaði með dagvöru að viðskipti
með eina verslun geti hæglega
bundið Suðurnesjamenn í klafa fá-
keppni eða jafnvel einokunarversl-
unar. Ég er hræddur um að Sam-
keppniseftirlitið sé á villigötum í
þessu máli. Svo háttar að tvær af
stærstu verslunarkeðjum landsins –
Bónus og Krónan – reka verslanir í
Keflavík í harðri samkeppni við
Samkaup og aðra. Það er því
fjarskalega ósennilegt að kaup
Samkaupa á þessari einu Iceland-
verslun í Keflavík hafi fært félag-
inu öll völd til verðlagningar á dag-
vöru suður með sjó.“
Þetta er því miður fjarri því einadæmið um óþörf eða skaðleg
afskipti Samkeppniseftirlitsins.
Stofnunin skapar mikla vinnu
fjölda sérfræðinga. Sú vinna væri
oft betur óunnin.
Kerfi sem
framleiðir sóun
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Héraðssaksóknari hefur ákært
Magnús Stefán Jónasson, fyrrver-
andi skrifstofustjóra Afls spari-
sjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik
og peningaþvætti. Er hann bæði
ákærður fyrir að hafa dregið sér fé
og millifært fé inn á reikning verk-
takafyrirtækis í sinni eigu. Ákæran
er í níu liðum en sum málin eru um
áratugar gömul. Alls er um að ræða
tæplega 85 milljónir króna sem
Magnús er ákærður fyrir að hafa
annaðhvort dregið sér sjálfur eða
lagt inn á reikning verktakafyr-
irtækisins. Hann er einnig ákærður
fyrir lánveitingar án heimilda.
Ákærður fyrir
fjárdrátt og svik
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Framkvæmdir við lokafrágang og
snyrtingu utan Vaðlaheiðarganga
eru hafnar. Valgeir Bergmann fram-
kvæmdastjóri sagði stefnt að því að
ljúka því verkefni í sumar. Síðan
yrði farið í að fjarlægja vinnubúðir
og tækjabúnað.
Rekstur ganganna hefur gengið
ágætlega, að sögn Valgeirs. Umferð
var hleypt á göngin 21. desember og
innheimta veggjalds hófst 2. janúar.
Formleg opnun var 12. janúar.
„Umferð um Víkurskarð hefur
verið heldur meiri en við töldum að
hún yrði. Hins vegar er umferð um
göngin svipuð og við bjuggumst við
og heildarumferð meiri,“ sagði Val-
geir. Samkvæmt yfirliti frá Vega-
gerðinni um sólarhringsumferð um
Víkurskarð og göngin fóru tæplega
níu bílar af hverjum tíu um göngin í
vetur. Þegar leið á veturinn hækkaði
hlutfall þeirra sem fóru skarðið. Það
sem af er maí hafa um átta bílar af
hverjum tíu farið göngin. Heildar-
umferðin hefur þyngst og er nú um
tvöfalt meiri en hún var t.d. í janúar
og febrúar.
Valgeir sagði þá gruna að margir
sem ækju yfir Víkurskarð væru er-
lendir ferðamenn sem væru með úr-
elt kort í leiðsögutækinu og vissu
ekki af göngunum.
Sjálfvirkur myndavélabúnaður les
um 95% númeraplatna bíla sem fara
um göngin. Gangagjaldið er inn-
heimt samkvæmt númerunum. Ef
númeraplötur eru beyglaðar eða
mjög óhreinar virkar sjálfvirkur af-
lestur ekki alltaf. Þá les starfsmaður
númerið af myndunum. Mótorhjól,
fjórhjól og önnur farartæki sem eru
ekki með númer að framan sleppa án
þess að borga. „Það hefur komið fyr-
ir að færeyskir bílar hafa komið með
númer sem eru alveg eins og íslensk
bílnúmer,“ sagði Valgeir. „Öll svona
frávik eru skemmtileg og alltaf gam-
an að sjá eitthvað nýtt.“
Breytt gjaldskrá í göngin
Gjaldskrá Vaðlaheiðarganga var
breytt 15. maí. Þá var tekinn upp
nýr flokkur fyrir millistærðir bíla,
t.d. pallbíla, húsbíla og minni rútur.
„Helsta breytingin var sú að miða
við leyfilega heildarþyngd bíla en
ekki eiginþyngd. Okkur var bent á
að í reglugerð og annars staðar í
Evrópu væri alltaf miðað við leyfða
heildarþyngd ökutækis og henni
breytir þú ekki.“
Nú er hægt að skrá ferðir um
göngin og hve lengi skráningin gildir
með lengri fyrirvara en áður. Með
því móti kostar ferðin fyrir fólksbíl
1.500 kr. en sé greitt meira en þrem-
ur tímum eftir að ferðin var farin
kostar hún 2.500 kr.
Gengið frá við Vaðlaheiðargöng
Lokafrágangur utan ganga hafinn Um átta af hverjum tíu bílum fara nú
um Vaðlaheiðargöng Hlutfallið var hærra í vetur en heildarumferðin minni
Ljósmynd/Vaðlaheiðargöng
Vaðlaheiðargöng Hafin er vinna við lokafrágang utan ganganna. Því verk-
efni á að ljúka í sumar. Síðan verða vinnubúðir fjarlægðar.