Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 10
uppbyggingar sunnan við Öskju- hlíð, fyrirhugaðs hverfis í Skerja- firði og uppbyggingar stúdenta- íbúða í Vísindagörðum. Helgunarsvæði flugvallarins er smátt og smátt að minnka og ég tel engan vafa á því, sérstaklega eftir að hafa séð hvernig menn hér í Ósló hafa endurnýtt gömul og úr sér gengin iðnaðarsvæði, eða svæði fyrir atvinnustarfsemi sem taka gríðarlegt pláss en skapa kannski ekki mörg störf, að flugvöllurinn mun fara úr Vatnsmýri. Ég vona að það verði lagður borgarflugvöllur í Hvassahrauni. Ég held að það sé betri kostur fyrir borgina og lands- byggðina að hafa tvo flugvelli, eins og er algengt erlendis,“ segir Hjálmar. Hvassahraun kemur best út Hjálmar telur aðspurður ósenni- legt að seinustu flugbrautinni verði lokað um miðjan næsta áratug. „Ég myndi telja að um 2030 verði flugvöllurinn farinn, eða svo gott sem farinn. Ég er sannfærður um það,“ segir Hjálmar. Rann- sóknir bendi eindregið til þess að Hvassahraun sé álitlegasti stað- urinn fyrir nýjan innanlands- flugvöll. „Hvassahraunið virðist koma miklu sterkar út en aðrir valkostir, á borð við Löngusker og Hólms- heiði. Margir hafa nefnt Álftanesið en af umhverfisástæðum og út af vissum atriðum held ég að það verði hins vegar aldrei,“ segir Hjálmar. Spurður um þessi sjónarmið Hjálmars kveðst Dagur ekki geta svarað því hvenær flugbrautunum tveimur sem enn eru í notkun verð- ur lokað. „Hópur á vegum samgöngu- ráðherra er að ræða þessi flug- vallamál. Þá bæði millilandaflugið og varaflugvallarmálin sem eru í algjörum ólestri. Það er mjög brýnt öryggismál að bæta úr þeim. Svo eru það innanlandsflugvall- armálin og nýr æfinga- og einka- kennsluflugvöllur, sem er bundinn í samningi borgar og ríkis 2013. Sá samningur kveður á um að ráðast þurfi í það verkefni óháð öðru í þessu flugvallarmáli. Þannig að ég tel ótímabært að kveða upp úr um það. Þessi mál eru hins vegar í um- fjöllun og í deiglu,“ segir Dagur. Hann segir aðspurður að Hvassahraun sé ekki eini raunhæfi kosturinn fyrir nýjan innanlands- flugvöll. Athuganir hingað til bendi hins vegar til þess að það sé besti kosturinn. Borgin horfir til Hvassahrauns  Borgarstjóri segir athuganir benda til að Hvassahraun sé besti kosturinn fyrir nýjan flugvöll  Styður áform um fluglest  Hjálmar Sveinsson segir Reykjavíkurflugvöll fara upp úr 2030 Morgunblaðið/Árni Sæberg Vallarstæði Lengi hafa verið uppi hugmyndir um að reisa innanlandsflugvöll í Hvassahrauni og nú vilja borgaryfirvöld skoða málið á ný. Dagur B. Eggertsson Hjálmar Sveinsson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldur@mbl.is Fluglest er einn af þeim kostum sem vert er að skoða til að efla al- menningssamgöngur frá Keflavík- urflugvelli og draga um leið úr los- un gróðurhúsalofttegunda. Þetta segir Dagur B. Eggerts- son, borgarstjóri Reykjavíkur, en hann gerði hátt hlutfall ferða með bílaleigubílum frá flugvellinum, alls 55%, að umtalsefni á ráðstefnu um skipulagsmál í Ósló. „Ég held að Ísland sé eitt af fáum löndum sem eru ekki að reyna að tryggja að ferðamenn taki rútur, strætó eða einhvers konar lestarsamgöngur frá alþjóða- flugvelli,“ segir Dagur. Horft sé til hugmyndar um flug- lest við fyrirhugaða uppbyggingu á BSÍ-reitnum í Vatnsmýri. „Ég hef verið opinn fyrir hug- myndinni frá upphafi. Hugmyndin er að lestin verði alfarið einka- framkvæmd og standi undir sér. Þannig að ég held að við eigum tví- mælalaust að vera opin fyrir því. Það hefur auðvitað áhrif á okkur öll ef göturnar eru fullar af bíla- leigubílum, fyrir utan að þeir eru allir á nagladekkjum, sem við vit- um að er mjög vont fyrir svifryk og loftgæðin í borginni.“ Umbreyting Vatnsmýrar Hjálmar Sveinsson, fyrrverandi formaður skipulags- og umhverf- isráðs borgarinnar, sótti einnig ráðstefnuna Framtíð borganna sem haldin er í Ósló. Hjálmar sagði aðspurður að upp- byggingin á fyrrverandi helgunar- svæðum nærri Reykjavíkur- flugvelli, svo sem á Hlíðarenda, sé hluti af umbreytingu Vatnsmýr- arinnar og breyttri notkun í fram- tíðinni. „Sumir myndu kalla þetta smá skref. Ég myndi hins vegar kalla þetta stór skref. Þá vísa ég meðal annars til Hlíðarendahverfisins, 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Töskur kr. 4.990 Buxur kr. 6.990 Stútfull búð af Nýjum vörum Tunika kr. 5.990 Buxur kr. 6.990 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Í umsögn Læknafélags Íslands (LÍ) um frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma kemur fram að sýklalyfjaónæmi og hröð út- breiðsla baktería sem nær engin sýklalyf vinni á sé einhver alvarleg- asta heilsuvá sem að mannkyni steðji. Reynir Arn- grímsson, for- maður LÍ, segir að víða í heimin- um sé sýklalyfja- ónæmi raunverulegt vandamál. „Við erum að renna út með þau úr- ræði sem við höfum til þess að með- höndla sýkingar. Sýklalyfjaónæmi er eitt af stærstu vandamálunum sem við stöndum frammi fyrir í heil- brigðisþjónustunni ef við lítum á heiminn í heild,“ sagði Reynir í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Reynir segir að í mestri hættu séu einstaklingar með veiklað ónæmiskerfi, en þetta geti komið fyrir alla. Reynir segir LÍ telja að verði frumvarpið að lögum muni það leiða til aukins innflutnings á kjöti og huga þurfi að hvernig matvaran er meðhöndluð miðað við þær breyttu aðstæður að möguleiki sé fyrir hendi á að ónæmar bakteríur séu komnar hingað sem engin sýklalyf geta unnið á. „Það er ný staða og allt önnur en við höfum þurft að horfast í augu við hingað til hér á landi.“ LÍ telur að verði frumvarpið að lögum þurfi að grípa til mótvægisað- gerða sem felist í því að gera lands- mönnum grein fyrir þeirri áhættu sem felist í neyslu innfluttra land- búnaðarafurða. „Þótt lagalegar skuldbindingar Ís- lands vegna EES-samningsins bendi til að afnema þurfi frystiskyldu á innfluttu kjöti telur stjórn LÍ mik- ilvægt að afnámið verði ekki víðtæk- ara en þörf krefur og nái þá einungis til innflutnings á fersku kjöti frá öðr- um EES-löndum, og öðlist ekki gildi fyrr en nýr meðferðarkjarni og bráðamóttaka Landspítalans, með fullnægjandi aðstöðu til að bregðast við útbreiðslu sýkinga af völdum fjöl- eða alónæmra baktería, hafa verið tekin í notkun,“ segir jafnframt í um- sögn LÍ. Varar við afnámi frystiskyldu  Sýklalyfjaónæmi alvarlegt vandamál Reynir Arngrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.